Vísir - 20.12.1976, Side 2

Vísir - 20.12.1976, Side 2
Mánudagur 20. desember 1976 vism V 'I Reykjavík J .....“"V Viðheldur fjölskylda þin einhverjum sérstökum jólasiðum? Birgir Karlsson, flugþjónn: —Já, við bor&um rjiipu á jólunum, og bara á jólunum. Já, ég skýt hana sjálfur. Jón Páll Agústsson, fyrrv. slma- maður: — Ekki nema þessum venjulegu. Svo borðum við hangi- kjöt. Jensey Stefánsdóttir, húsmóðir: — Við höfum alltaf hangikjöt á jóladag. Eirfkur Eymundsson, happdrætt- issali: — Nei, engum sérstökum. Og jólabrauð hefur mér alltaf fundist bragðlaust. Lilja Ingólfsdóttir, afgreiðsiu- stúlka: — Já, við boröum hangi- kjöt á jóladag. „Komum varla síðustu nn&fliniim L'tíð við ® Bögglapóstofunni |#VI%VllU«ll 1 jf ■ ■■ sem býr við ótrúleg þrengsli ,,A fjórtán dögum erum viö bú- in að afgreiöa 24 tonn af pósti sem fer meö flugvélum til útlanda. Það er þremur eða fjórum tonn- um meira en í fyrra. Þá er innan- landspóstur áberandi meiri en i fyrra. Það virðist lika vera áberandi að fólk skilar bögglunum fyrr til okkar en áöur. Núna eru llka aö verða slðustu forvöð til þess aö koma jólapökkum og öðrum bögglum, ef tryggt á að vera að þeir nái til viðtakenda fyrir jól. Koma varla siðustu pokunum fyrir „Við höfum alltaf verið i sama húsnæðinu frá þvi að ég byrjaði að vinna hér árið 1968. Ennþá vinnum við, við sömu aðstæðurn- ar þrátt fyrir að 100 prósent eða helmingi meiri póstur berist I gegnum hendurnar á okkur en þá. Þetta þýðir auðvitað gífurlegt álag á mannskapinn, en hann hefur unnið reglulega vel. Það er þröngt um okkur hérna. Og á milli tólf og tvö í nótt vorum við I vandræðum með að koma sfðustu pokunum fyrir. Það er lika þannig, að ekki ein- ungis bögglar frá Reykjavik koma til okkar, heldur frá öllu landinu.” Eins ogsjá má er alltaf nógaðgera á Bögglapóststofunni fyrir jólin. „Þaö hefur gengið ljómandi vei hjá okkur og við erum búnir að afgreiða meiri póst en nokkru sinni áður, bæði innanlandspóst og einnig póst sem á að fara til út- landa. Sérstaklega á þetta þi við um flugpóst,” sagði Kristján Haf- iiðason deildarstjóri i Böggla- póstsstofunni við Tryggvagötu i Reykjavik er við hittum hann þar að máli nú mitt i jólaösinni. Ekki hægt að koma við færiböndum „Núna erum við 18 sem vinnum hérna meðan á jólaösinni stend- ur. Annars eru hér að staöaldri 12 manns fastráðnir. Auk þess eru hér alltaf nokkrir úr póstþjóna- skólanum. Það hefur reynst nauðsynlegt að bæta við mannskap fyrir jólin. Enda er þaö býsna erfítt að lyfta 30 kilóa sekkjum hverjum af öðr- um. Hér er ekki færiböndunum fyriraðfara.þarsem þau komast ekki fyrir vegna þrengsla.” —EKG ( GAMLAR JATNINGAR I GEIRFINNSMALi Þá virðist löngu rannsóknar- striði vera að Ijúka, samkvæmt fréttum i blöðum um að nú sjá- ist fyrir. lok svonefnds Geir- finnsmáls. Að visu viröist annað og enn erfiðanamál viðfangs vera i uppsiglingu, þótt ekki sé þar um mannshvarf að ræða, og eru horfur á þvi að seint linni vandkvæðum rannsóknarvaids- ins eða vaxi tiltrú almennings, sem öllu vaidi er nauðsyn eigi það ekki að molna niður og renna til sjávar með öðrum undrum i klóökum þjóðféagsins. 1 viðtali við hinn þýska lög- reglumann, sem hér hefur unnið við rannsókn Geirfinnsmálsins, og birtist i Visi um helgina, kom greinilega fram, aö allir megin- þættir málsins eru ljósir. Þar sem engar breytingar hafa orðið siðustu vikurnar á gæslu- varðhöldum vegna rannsóknar- innar, liggur beinast viö að álykta, aðþeir sem nú sitja inni, þ.e. fjórir aðilar, séu meira cða minna samsekir um hvarf Geir- finns Einarssonar. Fer þá máiið að hallast á þá sveif, aö játning Erlu Bolladóttur, svo óljós sem hún annars var, en hún var hin siöari játning i málinu, hafi fariö nærri þvi að vera rétt lýs- ing á aðförunum I slipp Kefla- vikur kvöldið sem Geirfinnur hvarf. Nokkuð er langt siðan sú játn- ing var gefin, og þótti hún á sinum tima næsta ófulinægj- andi. Siöan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, mikill hópur fólks unnið að rannsókn máls- ins, talva veriö tekin I notkun til úrvinnslu og einn maður settur I gæsluvaröhald til viðbótar þeim þremur, sem lengst hafa setiö inni. Samkvæmt fréttum virðist þó enn vanta einn eða tvo menn inn í myndina, en nýjasta gæsluvarðhaldsvitnið hefur ekki talið sig hafa þekkt mann, sem var I margumræddum bil þetta kvöld. Þrátt fyrir allt umstangið virðist Geirfinnsmálinu raun- veruiega hafa lokiö með játn- ingu Erlu Bolladóttur á sinum tima. Enn virðist engin for- senda fundin fyrir hvarfi Geir- finns, og hefur það þá borið að meö likum hætti og hvarf Guð- mundar Einarssonar. Og ekki hafa jaröneskar leifar þessara tveggja manna fundist heldur. Það situr þvi raunar alit við það sama i Geirfinnsmálum, þrátt fyrir yfirlýsingar um að þvi sé aö ljúka, ef dæma á eftir yfir- lýsingum þar um annars vegar og tölu gæsluvarðhaldsfanga hins vegar. Þegar máli eins og þessu lýkur meö fyrrgreindum hætti er alltaf nokkur alvara á ferðum, vegna þess að ölium spurningum virðist ekki vera hægt aö svara, hvað sem rann- sókn stendur lengi og hvaö sem til hennar er vandað. Að hinu leytinu hafa þær breytingar orðið á i landinu með ætluðum játningum þess unga fólks, sem nú situr i gæsiuvaröhaldi, að ekki þurfi lengur að koma til verulegra árekstra tii að hér séu framin óhæfuverk, sem þungt er undir að búa. • Rannsóknarlögreglan hefur yfirleitt ekki átt við mikinn vanda að striða við að upplýsa helstu stórafbrot undanfarinna áratuga, einmitt vegna þess að atvik i flestum þeirra lágu Ijós fyrir. Hafi út af sliku brugðiö hafa málin einfaldlega legið óleyst i skjalasafni lögregl- unnar. Og ekki veröur henni auðveldara að leysa hin tilefnis- lausu óhæfuverk, sem nú eru farin að skjóta upp kollinum i rikara mæli, eins og morðið á leigubilstjóranum á Rauðalæk er dæmi um, og hin mikla fyrir- höfn viö að upplýsa Geirfinns- málið. Vanmáttur rannsóknar- iögreglunnar á sér kannski eðli- lega skýringu, ef hann er iagður við hliðina á óförum réttar- gæslukerfisins i heild. Hvað sem þvi liður þá er orðið ljóst, að nú verður að fara aö læra hvernig upplýsa skal óljós mál, og búa rannsóknarlögrcgluna þeim tækjum, sem fáanleg eru, og auðvelda mjög alla rannsókn. Við höfum lengi þrjóskast við að viöurkenna þaö, sem okkur má nú veröa orðið ljóst, að her rikir glæpaöld, sem aðeins verður kcyrð j niður með hörkunni. SVARTHÖFÐI

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.