Vísir - 20.12.1976, Qupperneq 3

Vísir - 20.12.1976, Qupperneq 3
Ekki er hægt afi koma færiböndum viO vegna þrengsla og menn verOa þvi aO burOast meO 30 kllóa sekkina. Kristján HafliOason deildarstjóri á Bögglapóststofunni. Vinnudagur hans eins og annarra getur oröiö langt fram yfir miOnætti á anna- timum. Ljósmvndir Vfsir: Loftur. íslensk listakona seldi Parísarborg veggteppi VÍSIR Mánudagur 20. desember 1976 Islensk listakona, Nina Gauta- dóttir, lauk fyrir skömmu prófi frá Beaux-Arts listaháskólanum I Paris. Er hún fyrsti islendingur- inn sem lýkur prófi frá myndlist- ardeild skólans, en áöur hafa tveir arkitektar lokiö prófi frá arkitektadeildinni. Þessi lista- háskóli er talinn einn kröfuharö- asti listaskóli Parisarborgar og er mjög erfitt aö komast inn I hann. Nina hefur mest lagt stund á vefnaö. Notar hún nýtt form viö vefnaö sinn, þannig aö verk henn- ar eru allt eins i ætt viö högg- myndalist og listvefnað. Hún hefur hlotið margs konar viðurkenningar fyrir verk sin ytra og meöal annars keypti Parisarborg af henni teppi sem setja á upp i einni heilsugæslustöö borgarinnar. Þá hlaut hún fyrstu verðlaun á sýningu sem haldin var á verkum erlendra lista- Sjómannadagsráð i Reykjavik og Hafnar- firði Útboð Tilboð óskast i að smiða og setja upp skápa, eldhús, innihurðir, handrið o.fl. úr harðviði i hús Dvalarheimilis aldraðra sjómanna, Hafnarfirði. Teikningar og lýsingar má vitja á Teikni- stofuna sf. Ármúla 6 þriðjudaginn 21. des. gegn 10 þús. kr. skilatryggingu. manna sem hlotið hafa styrk frá franska rikinu og bronsverðlaun hlaut hún á sýningu Félags franskra myndlistarmanna. Þar var sýning á málaralist, högg- myndalist, arkitektúr og grafik og voru um 5000 verk á sýning- BÆNDUR HAFA MINNSTU TEKJURNAR Bændur eru tekjulægstir allra stétta hér á landi og hafa veriö þaö síöustu 10 ár, aö minnsta kosti. Samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar höfðu bænd- ur að meðaltali 1.223 þúsund krónur I árslaun árið 1975. Til samanburðar höfðu verkamenn þá 1500 þúsund krónur i árslaun og opinberir starfsmenn 2 millj- ónir. 1 fréttabréfi frá Upplýsinga- þjónustu landbúnaðarins er fjallað um tekjur bænda og þá kjaraskerðingu sem það hefði i för með sér ef útflutningsbætur yrðu afnumdar. Segir þar að ef engar útflutningsbætur hefðu verið greiddar i ár hefðu bænd-. ur orðið að taka á sig að meðal- tali um 340 þúsund króna kjara- skerðingu miðað við það sem þeim er ætlað að fá fyrir afurð- irnar samkvæmt verðlags- grundvellinum. Þurfi þvi að finna aðrar leiðir en afnám út- flutningsbóta, ef tryggja eigi bændum sambærilegar tekjur við aðrar stéttir. —SJ STRAX KOMIN í ÁRAMÓTASKAP Þessi friði flokkur vinnur baki brotnu þessa dagana við áramótaskopþátt útvarpsins. Verkið heitir Um þursa, menn og þúfutittlinga, og er eftir ó- þekktan mann. Að sögn hans er um mjög þungmelt og alvarlegt verk að ræða, og varla væri við þvi að búast að fólk stykki bros á vör. Ekki reyndist nokkur vegur að fá nafn mannsins gefið upp, en hann mun vera starfsmað- ur hjá útvarpinu. Gisli Alfreðsson stýrir verkinu og Carl Billich sér um tón- listina. —GA Glœný Islander vél til Arna — vœntanleg í lok Flugfélagiö Ernir á tsafiröi hefur nú fest kaup á nýrri Islander-vél. Er vélin væntan- leg til landsins i lok janúar eöa byrjun febrúar. Að sögn Harðar Guðmunds- sonar flugmanns og eins af janúar eigendum Arna, er vélin keypt glæný beint frá verksmiðjunum og kostar um 40 milljónir. Kaupin á vélinni eru eingöngu á vegum flugfélagsins. Ernir hefur nú eina vél i notk- un, en seldi fyrir nokkru aðra vél. Islander-vélin tekur tiu far- þega og mun koma aö góðum notum, að sögn Harðar. „Þetta hefur gengið mjög vel i sumar”, sagði Hörður, ,,og þaö er ekki hægt annaö að segja en að ágætlega hafi gengið i haust”, bætti hann við. —EA Höfum opnað BLOMAROSIN Faxaskjóli 4 (á horni Faxaskjóls og Ægisíðu) Sími: 16498 biómasölu í vesturborginni Við seljum jólatrén og greinarnar, bæði utan húss og innan. Ýmsar jólavörur. Afskorin blóm. Höfum fengið undraljós tilvalin á leiði, lifa hvernig sem viðrar, kr. 385 kr. stk. Gjöriö svo vel og reynið viöskipti Opið kl. 1—22.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.