Vísir - 20.12.1976, Side 12

Vísir - 20.12.1976, Side 12
12 Mánudagur 20. desember 1976 Saga frá Skagfirðingum Fyrsta biridi viðamikils heimild- arrits í árbókarformi um tíðindi, menn og málefni í Skagafirði 1685-1847, en jafnframt nær frá- sögnin til annarra héraða, eink- um á Norðurlandi. Jón Espólín sýslumaður er höfundur megin- hluta ritsins, en Einar Bjarna- son fræðimaður á Mælifelli lauk verkinu. Ritverk þetta ber öll sömu höfundareinkenni og Ár- bækur Espólíns. Mikill fjöldi manna kemur við söguna, þar á meðal Hólabiskupar og Skúli Magnússon síðar landfógeti, og sagt er frá mörgum sögulegum atburðum. Útgáfuna önnuðust Kristmundur Bjarnason, Hannes Pétursson og Ögmundur Helga- son. Úr fórum Stefán Vagnssonar frá Hjaltastöðum Stórt úrval úr verkum Stefáns, og hefur meginhluti þess hvergi verið prentaður áður. Bókin flytur fjölbreyttar frásagnir af mönnum, sem höfundurinn kynn- ist, ýmsar endurminningar hans sjálfs, þjóðlífslýsingar og þættir, m. a. mjög sjálfstæða könnun á samskiptum Bólu-Hjálmars og Blönduhlíðinga, syrpu af þjóð- sögum og að síðustu kveðskap Stefáns af ýmsum toga. Stefán var ágætlega ritfær og manna gamansamastur. — Hennes Pét- ursson skáld valdi bókarefnið og bjó til prentunar. Punktur punktur komma strik Fyrsta útgáfan af skáldsögu Péturs Gunnarssonar seldist upp á þremur vikum, en nú er ný útgáfa komin á markaðinn. „Fyr- ir alla muni lesið Pétur Gunnars- son. Það er ósvikinn rithöfundur, sem skrifar svona . . .“, segir Jóhann Hjálmarsson í Morgun- blaðinu. „Dýrleg lesning", segir Árni Þórarinsson í Vísi. — Mynd- ir eftir Gylfa Gíslason. í leit að sjálfum sér Hreinskiiin og hispurslaus bók eftir Sigurð Guðjónsson, skýrsla ungs manns um baráttu við að finna fótfestu í lífinu, festa hend- ur á þeim lífsgildum, sem duga. Höfundurinn leitar ákaft sann- leikans og hefur fullan kjark til að tjá skoðanir sínar umbúða- laust. — Fyrsta bók Sigurðar, Truntusól, seldist strax upp og þessi er þegar á þrotum. f-------------; ÞorgeirÞorgeirsson Einleikur á glansmynd Skáldsaga Einleikur á glansmynd Nútímasaga eftir Þorgeir Þor- geirsson, ofur raunsæ lýsing á þjóðfélagi okkar í dag, þar sem m. a. er fjallað um hin óhugnan- legu glæpamál samtímans. Með þessari bók hefur Þorgeir unn- ið nýjan rithöfundarsigur. Úr hugskoti Kvæði og laust mál eftir Hannes Pétursson. í bók þessari kemur höfundur víða við og minnist m. a. ýmissa skálda og rithöf- unda, s. s. Stefáns frá Hvítadal, Jóhannesar úr Kötlum, Sigurðar Nordals, Kristjáns Fjallaskálds og Steins Steinars. Laust mál Hannesar er sömu töfrum slung- ið og Ijóð hans. Ný bók frá hendi þessa listfengna höfundar er ó- tvíræður bókmenntaviðburður. Síðasta skip suður Hin fallega og skemmtilega bók Jökuls Jakobssonar og Baltasar um hverfandi byggð í vestureyj- um Breiðafjarðar, þar sem brugðið er upp eftirminnilegum myndum í máli og teikningum af sérstæðu mannlífi. Örlitlar leifar upplagsins hafa verið bundnar og settar á markað. STEINAR OG STERKIR LITIR SVIPMYNDIR 16 MYNDLISTARMANNA Steinar og sterkir litir Svipmyndir 16 myndlistarmanna eftir jafnmarga höfunda. Fjöldi mynda. Fögur bók og forvitnileg fyrir alla listunnendur. Meðal höfunda eru Halldór Laxness, Hannes Pétursson, Thor Vil- hjálmsson, Matthías Jóhannes- sen, Sigurður Benediktsson og Sigurður A. Magnússon. Bók þessi hefur verið ófáanleg í all- mörg ár, en nú hafa leifar upp- lagsins verið bundnar og settar á markað.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.