Vísir - 20.12.1976, Side 17

Vísir - 20.12.1976, Side 17
21 vism , Mánudagur 20. desember 1976 Viö stjórntækin er sem billinn ,,grói” við mann á skömmum tlma. að hlaupa út undan sér. Það þarf að visu afar mikið til, svo að bíll- inn fáist til að sýna þennan hrekk, og flestir ökumenn aka bilnum aldrei svona hratt i beygju, en þetta gæti komið upp, ef menn misreikna sig eða þurfa óbeint að snarbeygja. Ekki er að efa, að verksmiðjurnar fara létt með að laga þetta, t.d. með sterkari jafn- vægisstöng að framan eða stifari gormum þar, en óbreyttum að aftan. Vel smíðaður vekringur. BMW 320 er svipaður að lengd og Ford Cortina en niu sentimetr- um mjórri, svo að sleppt sé töl- um, en þó gefin hugmynd um stærðina. Þyngdin er 1010 kiló, og vélin, sem er tveir litrar að sprengirými afkastar 109 DIN-hestöflum. Hvað stærð, byggingarlag, þyngd, viðbragð og afl snertir, er BMW 320 mjög svipaður og Fiat 132, og eins og áður sagði, aðeins mjórri en Ford Cortina 2000 GT. Þegar framsætin eru i öftustu stillingu, er fótrými i aftursæti minna i BMW-inum en i keppi- nautum hans, og er þar kominn annar smá-gallinn, sem ég gat um i upphafi. Séu hins vegar ekki plássfrekir menn i framsætum, er ágætt að sitja aftur i, og far- angursrýmið er mjög rúmgott. En þetta er ekki atriði, sem menn hugsa um, þegar þeir kaupa gæð- ing á borð við þennan bil fyrir tæpar 2,5 milljónir króna, þegar allt er með talið. Fyriri þá upphæð er hægt að fá rúmbetri bila og mýkri. Fyrir minni pening er hægt að fá svip- aðan kraft og rými. En erfitt er að benda á jafn vel smiðaðan vekr- ing, sem uppfyllir óskadrauma ökuþórsins jafn vel og BMW 320. ekið á malarvegi, og þegar hávaðamælingin átti siðan að fara fram, var kominn snjór. Samkvæmt erlendum mælingum erbillinn mjög hlóðlátur, og mjög litið heyrðist frá hjólunum á islenskum malarvegi. Billinn var á snjódekkjum, og dálitið heyrð- ist i grjótkasti á silsum, en sá hávaði, sem þreytir menn gjarn^ an mest, rúllhljóð af viðnámi hjólanna við mölina, heyrist varla. Sem sagt: gott. Að visu er bíllinn ekki eins mjúkur og tiðk- sem að honum varð fundinn, hvað snerti aksturseiginleika: Ef hon- um var ekið allt of hratt inn i beygju, skrikaði afturendinn til, og billinn varð það, sem kallað er yfirstýrður: það varð að rétta hann af með þvi að beygja snöggt á móti skrikinu. Þetta sama var uppi á tengingnum hjá sumum þeim, sem reyndu þennan bil fyrir erlend blöð, og er þessi smágalli afar neyðarlegur, svona svipað og að frábær gæðingur eigi það til Mjög gott farangursrými, alls 450 litrar. ast meðal franskra bila, en f jöðr- unin engu að siður góð, enda má billinn ekki vera of mjúkur, ef sportlegir aksturseiginleikar eiga að blómstra. Bfllinn, sem ég ók, var með standard-gormum að framan, og þeir voru full-mjúkir, miðað við gormana að aftan. Sá bill var 15 sentimetrar undir lægsta punkt, með einum manni innanborðs, en nú er bíllinn ein- göngu fluttur inn með stifari gormum, og er hann þremur sentimetrum hærri. Gæðingurinn getur hlaupið út undan sér. Setjist fjórir i bilinn, er hæðin 15 sentimetrar, og lægstu punktar hljóðkútur og þverbiti milli fram- hjóla. Með mýkri gormunum lumaði bfllinn á eina gallanum, ómar Ragnarsson skrifar um bila T la bíll nægjusemi að iáta sér nægja 14 hestöfl. Engin bein tengsl eru milli vélanna, en benzingjöf og girskipting er sameiginleg. Lik- lega er þetta hinn seigasti tor- færubill, en verksmiðjurnar eru löngu hættar að framleiða hann. Citroen Mehari er 130 kilóum léttari, og hægt að bera hann til að aftan, ef hann festist, þannig, að enda þótt hann sé aðeins með framhjóladrif, hefur hann selst betur I eyðimerkurlöndum . ég er nefnilega með varavél i skottinu. Arthur Hailey: BANKAHNEYKSLIÐ Nú hefir höfundur metsölubókanna HÓTEL, GULLNA FARIÐ (AIRPORT) og BÍLABORG- IN sent frá sér eina af slnum mest spenn- andi skáldsögum. Þó hér sé fjallað um banka f Amerlku, þá er eins og ýmislegt komi fslenzkum lesanda býsna kunnuglega fyrir sjónir. Arthur Hailey kann þá list að gera sögur sinar svo Ilkar raunveruleikan- um og jafnframt svo spennandi, a3 lesand- inn er sem á nálum meðan á lestrinum stendur. Og BANKAHNEYKSLIÐ gæti jafn- vel hafa gerzt I gær. Verð kr. 2.880. Jön Elías Sigurd Hoel: UPPGJÖRIÐ Þessi skáldsaga hins kunna, norska rithöf- undar, er persónulegust og ristir dýpst af bókum hans. Þetta er raunsönn ástarsaga, átakanleg, djörf og spennandi. En Sigurd Hoel grípur efnið þannig tökum, að lesand- inn vill gjarnan hafa bókina I bókaskápnum, bók til þess að gripa til aftur og aftur. Verð kr. 2.640. \ sjúkraflug Þöíbjórg jfá Bíekkum Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi: HUGSA DÝRIN? í þessari skemmtilegu bók, segir Guð- mundur Þorsteinsson frá Lundi margar sögur af samskiptum manna og dýra, og leiðir sterk rök að þvl, að dýrin séu ekki eins „skynlaus" og sumir hálærðir „spek- ingar" vilja vera láta. Kærkomin bók öllum dýravinum. Verð kr. 1.800. Ingibjörg Sigurðardóttir: BERGLJÓT Þetta er nýjasta ástarsaga hinnar vinsælu skáldkonu og sú 17. I röðinni. Flestar fyrri sögur Ingibjargar eru löngu uppseldar. — Verð kr. 1.920. Þorbjörg frá Brekkum: TRYGGÐAPANTURINN Það var ást við fyrstu sýn. En þrátt fyrir það eru mörg Ijón á vegi þeirra Rúnars og Katr- Inar áður en þau ná endanlega saman. Til- valin bók handa ungum elskendum. Verð kr. 1.920. "Wraf Páll H. Jónsson: ÚR DJÚPADAL AÐ ARNARHÓLI Þetta er sagan um aldamótamanninn og athafnamanninn Hallgrfm Kristinsson, fyrsta forstjóra Sambandsins, sem auðnaðist að lyfta mörgum Grettistökum fyrir samvinnu- hreyfinguna meðan hans naut við, en hann andaðist fyrir aldur fram, aðeins 46 ára. Þetta er stórfróðleg og vel skrifuð ævisaga, prýdd fjölda mynda. Verð kr. 3.960. Ármann Kr. Einarsson: FRÆKILEGT SJÚKRAFLUG Hér kemur I nýjum búningi ein af vinsæl- ustu sögum Ármanns um þau Árna og Rúnu I Hraunkoti. Látið engar bækur vanta I rit- safn Ármanns Kr. Einarssonar. — Verð kr. 1.800. Hreiðar Stefánsson: BLÓMIN BLÍÐ Stór og falleg myndskreytt barnabók. Til- valin handa börnum sem eru að læra að lesa. Verð kr. 1.440. Jenna og Hreiðar: JÓN ELÍAS Hann Jón Ellas var reyndar rauðhærður og freknóttur, lítill og grannvaxinn, en fullur af tápi og fjöri. Þetta er kjörin bók handa yngstu kynslóðinni, prentuð með stóru og greinilegu letri og fallega myndskreytt. — Verð kr. 1.440. Bókaforlag Odds Björnssonar

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.