Vísir - 20.12.1976, Blaðsíða 32

Vísir - 20.12.1976, Blaðsíða 32
VISIR Mánudagur 20. desember 1976 • DAGARTIL ** JÓU Verður Þor- móði goða breytt í djúp- rœkjuskip? Veriö er að kanna möguleik- ana á þvi að breyta togaran- um Þormöði goða I djúprækju- skip. Hér á landi eru nú staddir fulltrúar fyrirtækis, sem framleiðir rækjuflokkunarvél- ar, suðuvélar og frystivélar, sem eru þau tæki sem þyrfti að setja i skipið ef til breyting- anna kæmi. Þeir hafa skoðað skipið og eru nú að semja tilboð til Bæjarútgerðar Reykjavikur um sölu á þessum tækjum. Þegar það liggur fyrir veröur tekin ákvörðun um það i út- gerðarráði hvort af breyting- unum verður. — SJ Lést í bílslysi Fimmtiu og eins árs gamall maður, Jakob Hansen, lést i bilslysi viö Hveragerði á laugardag. Jakob bjó að Lauf- skógum 39 i Hverageröi. Hann lætur eftir sig konu og fjögur börn. Þetta hörmulega slys varð við vegamót rétt austan viö Hveragerði. Jakob sem var á fólksbil, kom akandi eftir af- leggjara að Vorsabæ og út á aðalvegiun, en ók þá i veg fyrir jeppa sem var á austur- leið. Skullu bilarnir saman og var áreksturinn mjög harður. Þrennt var i jeppanum og hlutu ökumaður og farþegi i framsæti litilsháttar meiðsl. Lögregluþjónar yfirheyrðir „Málið er alit farið að skýr- ast og rannsókn lýkur væntan- lega fyrir jói,” sagöi Stein- grimur Gautur Kristjánsson umboðsdómari i samtali viö Visi i morgun. Hann rannsakar meinta ólöglega handtöku á Karli Guðmundssyni, bifreiðastjóra Guðbjarts Pálssonar, og hefur hann yfirheyrt þá báða og nokkra lögregluþjóna úr Keflavik. Yfirheyrslum verð- ur haldið áfram i dag, en að rannsókn lokinni verður málið sent rikissaksóknara. Jón Eysteinsson, bæjarfó- geti i Keflavik, hefur vikið Hauki Guðmundssyni rann- sóknarlögreglumanni i Kefla- vik úr starfi þar til öðruvisi verður ákveðið. Segir i bréfi bæjarfógeta, að framkvæmd handtökunnar hafi verið undir stjórn Hauks og hann telji þvi rétt að Haukur gegni ekki störfum við embættið meðan á rannsókn stendur. Þegar Visir hafði samband við Hauk Guðmundsson i morgun kvaðst hann ekki hafa verið yfirheyrður i þessu máli og hann gæti þvi ekki tjáð sig um hvað þessi rannsókn sner- ist um. —SG Gœsluvarðhaldsfangarnir í Geirfinnsmálinu: Segja misskilning hafa leitt til dauða Geirfínns Samantekin ráð um að bendla fjórmenningana sem settir voru í varðhald í upphafi ársins við málið Við yfirheyrslur yfir föngun- um, sem nú sitja i gæsluvarð- haldi vegna rannsóknar Geir- finnsmálsins hefur komið fram, að þeir höfðu komiö sér saman um aö draga fjórmenningana, sem hnepptir voru í gæsluvarð- hald i þrjá mánuði i upphafi þessa árs inn i málið. Virðist þvi sem um samsæri hafiverið að ræða, en rannsókn- armenn hafa enn ekki getað sannreynt, hvenær eða að öllu leyti af hvaða ástæðum ákvörð- un þessi hafi verið tekin, en þó er ljóst, að það var áður en hinn fyrsti þeirra sem nú situr i varö- varðhald fyrir rúmu ári. Mun ekkert hafa komið fram við rannsókn málsins, sem bendir til að fjórmenningarnir, þeir Einar Bollason, Valdimar Olsen, Magnús Leopoldsson eða Sigurbjörn Eiriksson hafi á nokkurn hátt verið viðriðnir Geirfinnsmálið og mun báts- ferðin frá dráttarbrautinni, sem mikið var talað um, aldrei hafa verið farin. Eins og fram kom i viðtali Visis við Karl Schutz, saka- málasérfræðing, sém verið hefur islensku rannsóknar- mönnunum til ráðuneytis við rannsókn Geirfinnsmálsins, eru nú öll meginatriði Geirfinns- málsins orðin ljós. I viðtalinu, sem birtist á föstudaginn var kom fram, að nú er unniö að sannprófunum og tæknilegum rannsóknum og úrvinnslu gagna. Schutz er nú farinn utan i jólaleyfi en er væntanlegur aftur hingað til lands 4. janúar næstkomandi og mun stefnt að því að kynna niðurstöður rannsóknarinnar i janúarmán- uði eða febrúarbyrjun. Rannsóknarmennirnir munu enn gera sér vonir um að finna jarðneskar leifar Geirfinns Einarssonar samkvæmt ábend- ingum gæslufanganna og beinist leit þeirra þessa dagana að Rauðhólum skammt ofan við Reykjavik. Við yfirheyrslur hefur komið fram, að ætlun gæsluvarðhalds- fanganna var að eiga viðskipti við Geirfinn Einarsson i drátt- arbrautinni i Keflavik, 19_ nóvember 1974, en þegar til kom • mun það hafa reynst á misskiln- ingi byggt, að hann hefði nokk- um varning til sölu. Eftir að Geirfinnur hafði hent til baka peningum, sem Sævar Cicielski hafði rétt honum, mun hafa komið til átaka, sem leiddu til dauða Geirfinns. —-SG Þrátt fyrir bllðskaparveður og lltið frost eru alltaf margir sem eiga f erfiðleikum með að koma bflum sinum f gang. Sumir hreiniega setjastá vélina meðan reynt er aðkoma henniá stað (Ljósm. Loftur) Kœrðu bingóið til lögreglu Bingó var haldið i Stapa i gærkvöldi. Stjórn knatt- spyrnufélagsins i Keflavik hafði spurnir af þvf að bingóið væri haldið f nafnifélagsins. Enginn úr félaginu eða stjórn- inni kannaðist við að halda bingóið og var þvi málið kært til lögreglunnar. Bingóið var i fullum gangi þegar á staðinn var komið og var það ekki stöðvað. Hins vegar var lagt hald á innkom- una og verður málið rann- sakað f dag. Virðast þarna einhverjir einstaklingar hafa staðið fyrir bingóinu en hvort þeir hafa orðið að hafa bingóið Inafni félags til þess að fá hús- ið á leigu eða af annarri ástæðu ætti að koma i ljós i dag. —EA HÆSTIRETTUR KLOFNAÐI I GUÐBJARTSMALINU: Fátítt að ómerkia gcesluvarðhaldsúrskurð Meirihluti Hæstaréttar hefur ómerkt gæsluvarðhaldsúr- skurðinn yfir Guöbjarti Þórði Pálssyni og var honum sleppt úr haldi á laugardagskvöld. Það er mjög fátitt ef ekki einsdæmi að gæsluvarðhaldsúrskurður sé ómerktur af Hæstarétti, en einn dómenda skilaði sératkvæði og vildi staðfesta hinn kærða úrskurð. 1 dómsatkvæði meirihlutans kemur fram, að úrskurðurinn var birtur Guðbjarti klukkan 19 þann 7. desember og var honum bent á að hann gæti kært úrskurðinn til Hæstaréttar, en það sjáist ekki af bókun, að honum hafi verið leiðbeint um sólarhringskærufrest. Að beiðni Guðbjarts var hæstaréttarlög- maður skipaður v'erjandi hans daginn eftir en sá baðst sam- dægurs undan starfanum vegna anna og var þá Tómas Gunn- arsson skipaður verjandi. Hann kærði varðhaldsúrskurðinn með simskeyti sem barst bæjar- fógeta um klukkan 10 þann 9. desember. Meirihluti Hæstaréttar segir að eins og atvikum sé háttað standi þvi ákvæði laga ekki i vegi að kæran sé tekin til með- ferðar. Hins vegar séu ýmsir annmarkar á hinum kærða úr- skurði. Kæruefnum sé svo laus- lega lýst, að eigi verði viðhlit- andi. Kærur ekki tlmasettar og óglöggt frá hverjum þær stafi. Þá sé ekki sérgreint nægilega i hverju hin einstöku brot séu fólgin og hinn kærði úr- skurður brjóti svo mjög i bága við fyrirmæli laga að óhjákvaémilegt þyki að ómerkja hann. Tekið er fram að ekki hafi borist greinargerð frá rikissak- sóknara. Sératkvæði Þórs Þór Vilhjálmsson hæsta- réttardómari skilaði sératkvæöi og vildi staðfesta hinn kærða úrskurð. Hann tekur fram, að ætla megi, að varnaraðili muni reyna að torvelda rannsóknina ef hann hafi óskert frelsi með þvi að skjóta undan gögnum og hafa áhrif á vitni og samseka. Þá segir að kæruefnun sé lýst i stuttu máli i hinum kærða úrskurði, en þó með þeim hætti að ekki orki tvimælis fyrir varn- araðila og verjanda hans hver þau eru, enda hafi verjandi gert þeim itarleg skil I greinargerð sinni fyrir dómi. 1 sératkvæðinu eru efnisatriði rakin nokkuð og þar kemur fram, að maður sem nú er fangi á Litla Hrauni hefur kært Guðbjart fyrir að hafa stolið andvirði vixla að upphæð - 1.200.000 krónur. Kæran er dag- sett 16. nóvember, en þann dag kom Haukur Guðmundsson i heimsókn til fangans. Þá er Guðbjartur kærður fyrir aðhafa ekki skilað andvirði víx- ils sem hann hafi tekið við til sölu frá kaupmanni i Keflavik. Kæran kom fram i nóvember 1974 og 28. mai 1976 sendi saka- dómur Reykjavikur málið til bæjarfógeta i Keflavik. Beðið var um að skýrsla yrði tekin af kaupmanninum og málið sent saksóknara. Ekki sést af skjölum málsins að þetta hafi verið gert. Þá' hefur Guðbjartur verið kærður fyrir að eiga hlut að misferli i viðskiptum við verslun á Akureyri. 1 kærunni segir að tilteknir menn, þar á meðal Guðbjartur, hafi lofað að veita versluninni lán haustið 1975 að fjarhæð 1,5 milljónir, fengiðfrá henni vixla að upphæð tvær milljónir og tryggingar- bréf, en ekki greitt lánsféð þá eins og um var samið og aldrei að fullu. Visir hefur aflað sér upplýs- inga um þetta mál og mun verslunin hafa fengið I hendur innátæðulausa ávisun fyrir lán- inu þegar prókúruhafi hennar var búinn að afhenda vixlana og tryggingarbréfið. Otgefandi ávlsunarinnar var ekki Guð- bjartur. Loks segir i hinum kærða úr- skurði að varnaraðili hafi játað að eiga hlut að kaupum á um 15 litrum af spiritus. Það skal tekið fram, að Guð- bjartur neitaði að hafa stolið andvirði vixla fangans, en fram kemur að þeir hafi átt viðskipti saman. Hins vegar viðurkenndi hann afskipti af Akureyrar- máiinu. —SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.