Vísir - 21.12.1976, Blaðsíða 4

Vísir - 21.12.1976, Blaðsíða 4
Þriöiudagur 21. desember 1976 vism Nýttmann- ráná Vopnaöir menn, sem duldust á bak við hetti, sem þeir drógu yfir höfuö sér, rændu í nótt 41 árs gömlum iðjuhöldi í bakshéruðum Spánar. Ránið var framið f smábænum Renteria í Quipuzcoa, þar sem kjör- sókn í þjóðaratkvæða- greiðslunni 15. desember var minnst. Á þessum slóöum eiga að- skilnaöarsinnar baska hvaö mest itök. Spáni Ekki eru nema tiu dagar liön- ir, siöan Antonio Maria de Oriol, forseta ráðgjafaráðs rikis- stjórnar Spánar, var rænt af öfgamönnum, sem krafist hafa lausnar fimmtán hryöjuverka- manna úr fangelsum Spánar. — Ekkert hefur frá þeim heyrst siöustu daga, en ónafngreindur maður hringdi i eitt dagblaö- anna i Madrid um helgina og kvaöst tilkynna, að de Oriol heföi verið tekinn af lifi, þar sem kröfum ræningjanna heföi ekki verið sinnt. Ræningjar iðjuhöldsins, Ra- mon Lopez-Adurjar, hafa ekk- ert látið frá sér heyra, um hvaö fyrir þeim vakir. „Kóngurinn" f Chkogó mtinn Richard Daley, sem reis frá þvf að vera lögreglu- kafteinn í Chicago til þess að verða ókrýndur konung- ur borgarinnar og einn af áhrifamestu stjórnmála- mönnum demókrata- flokksins, lést í gær af hjartasiagi, 74 ára að aldri. Þessi þrekvaxni og litríki borgarstjóri fékk hjartaslag, meöan hann sat að hádegisverði ásamt aðstoöarmönnum sinum inni á matsölu i Michigan Avenue. Læknar i byggingunni ruku til og reyndu hjartahnoö, en það var án árangurs. — Hann haföi áöur fengiö aökenningu aö hjartaslagi 1974, en virst vib góða heilsu siðan. Daley borgarstjóri stjórnaöi næststærstu borg Bandarikjanna i 21 ár (sex kjörtlmabil), sem er met þar i landi. Réði hann lögum og lofum innan demókrataflokks- ins i Chicago og i Illinoisriki. En flokksapparati og kosningavél demókrata i Chicago er viðbrugð- iö fyrir skipulagningu, en þetta apparat'haföi Daley i hendi sér, svo aö innan flokksins i borginni reis enginn til áhrifa, nema hann nyti náöar „kóngsins”. — A þessu Richard Daley, borgarstjóri. veldi byggðust itök Daleys i þjóð- málum. — Borgarstjórn hans þótti ekki laus viö spillingu og seinni árin varð lögum komiö yfir einstaka embættismann Daleys, enda þykja völd hans hafa þorriö siðustu árin. Árás á verslunar- skip á Miðjarðarhafi Frá Kýpur berast þær fréttir, að áhöfn 390 smá- lesta flutningaskips, sem sagt er að hafi sætt stór- skotahríð undan strönd Líbanon, sé komin fram heil á húfi. Kúlnagöt komu á skipslöuna og kom að þvl leki, en svo er aö heyra sem fyrri fréttir frá trygg- ingarfélagi Lloyds i London um, aö áhöfnin hafi neyöst til að yfir- gefa skipið og fara i björgunar- bátana, hafi ekki verið réttar. 1 Nicosiu segja yfirvöld, en þar er skipið skráð, aö það hafi verið statt skammt frá hafnarbænum Sidon, þegar fallbyssuskothriöin dundi á skipinu. „Ég lofa því tilbúnu fyrir {01!" Þrjú ný róðherraefni Jimmy Carters Jimmy Carter hefur nú kunn- gert þrjú ný ráðherraefni i væntanlegri rlkisstjórn sinni, en þeirra á meðal er fyrsta konan, sem hann ætlar að setja til emb- ættis. Sú er Juanita Kreps, hag- fræðingur, sem fara skal með embætti viðskiptaráðherra. Suðurrikjadómari, Griffin Bell að nafni, náinn vinur Carters frá Georgiu, hefur verið tilnefndur næsti dómsmálaráðherra. Robert Bergland, bóndi frá Minnesóta, (sonur norskra innflytjenda), hef- ur verið tilnefndur i embætti landbúnaðarráðherra. Fjöldamorð þjóð- ernissmna skœru liða í Ródesíu Þjóðernissinna skæru- liðar í Ródesíu tóku af lífi 27 blakka verkamenn í árás, sem þeir gerðu í gær á teplantekru skammt frá landamær- um Mozambique, eftir því sem stjórnin í Salis- bury skýrir frá. Yfirmaður lögrpglunnar i þessu héraði segir, að „aftak- an” hafi farið fram meö vél- byssu, en skæruliðarnir hafi sið- an gengið á valköstinn með byssustingjum og gert endan- lega út af viö þá, sem enn sýnd- ust með lifsmarki. Yfirvöld segja ennfremur, að skæruliðarnir hafi haft á brott með sér 80 blökkumenn af plantekrunni, en helmingur þeirra hafi verið konur og börn. Alþýðuher Zimbabwe, eins og þjóðernissinna skæruliðar kalla sig, hefur á hinn bóginn sakað stjórnarherinn um að hafa skot- ið blakka verkamenn viö te- plantekruna (skammt frá bæn- um Melsetter) til bana. í út- sendingum útvarpsstöövar þeirra er sagt, að skæruliðarnir hafi hvergi komið nærri þessum átökum. Rabin forsœtisráð- herra segir af sér Yitzhak Rabin, forsætisráö- herra ísraels, sagöi af sér embætti I gærkvöldi, eftir ágreining, sem kom upp innan rikisstjórnarinnar. Vék hann réöherrum eins samstarfs- flokksins úr stjórninni um heigina og sleit samstarfinu viö flokkinn, þannig aö stjórn hans haföi ekki lengur örugg- an meirihiuta. — Rabin hefur veriö faiiö aö fara meö stjórn landsins til bráöabirgða enn um sinn, eöa þar til nýjar kosningar hafa fariö fram, sem veröa væntanlega I vor eöa sumarbyrjun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.