Vísir - 21.12.1976, Blaðsíða 9

Vísir - 21.12.1976, Blaðsíða 9
Dómur í skattamálinu: Ef bílinn er auglýstur fœst hann hjá okkur SIARUT5..... A horni Borgartúns og Néatúns - Sími 28255-2 línur vtsm Þriöjudagur 21. desember 1976 Fegrunarfrœðingur Vel menntaður fegrunarsérfræðingur ósk- ar eftir vel launuðu starfi, sem fyrst. Uppl. i sima 40769. LOKAÐ vegna vaxtareiknings gamlársdag og 3. janúar 1977. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis Kveikt í áramótabrennu 1 nógu var aö snúast hjá slökkviliðinu i Reykjavik um siöustu helgi, þó að ekki væri um neitt alvarlegt aö ræöa. í morgun voru tvö útköll, ann- að klukkan 6 en hitt rétt fyrir klukkan átta. I fyrra tilvikinu var um aö ræöa reyk frá tau- þurrkara i húsi viö Þverbrekku. 1 því siðara var reykur i skrif- stofuhúsnæöi við Sundaborg. Hann var frá rafmagni. Á laugardag rétt eftir klukkan hálf tvö fór slökkviliöiö aö húsi viö Hávallagötu þar sem var reykur frá rafmagnsvirum. Aöfaranóttsunnudags kveiktu einhverjir i efni til áramóta- brennu sem krakkar höföu safn- að viö Kóngsbrekku. Fór slökkviliöiö á staöinn til þess aö kæfa eldinn, þar sem mikiö neistaflug var frá honum. —EA Skartgripa- skrín Gott úrval. Póstsendi Magnús E. Baldvinsson, Laugavegi 8< simi 22804. Sex milljónir í sekt og 4 mánaða varðhald „Refsing ákæröa Sigurbjörns var ákveðin varöhald f 4 mánuöi og sekt i rfkissjóð, kr. 6.000.000.00, og komi varöhald i 10 mánuöi i staö sektarinnar veröi hún eigi greidd innan f jög- urra vikna. Refsing ákærða Magnúsar var ákveðin varöhald i 40 daga, skilorösbundið, og sekt i rikis- sjóö kr. 90.000.00, og komi varö- hald i 25 daga i hennar stað verði hún eigi greidd innan fjög- urra vikna”. Svo segir meðal annars i dómi sakadóms Reykjavikur sem kveðinn var upp i gærdag yfir þeim Sigurbirni Eirikssyni og Magnúsi Leopoldssyni. Frétt sakadóms varöandi þetta mál fer hér á eftir i heild. Það skal tekið fram, að frestur til að taka ákvörðun um áfrýjun til Hæstaréttar er hálfur mán- uður. Kveöinn hefur verið upp i sakadómi Reykjavikur dómur i máli þvi, er ákæruvaldið höfö- aði hinn 27. febrúar s.l. á hendur Sigurbirni Eirikssyni, veitinga- manna, Stóra-Hofi, Rangárvöll- um og Magnúsi Leopoldssyni, framkvæmdastjóra, Lundar- brekku 10, Kópavogi, vegna ætlaðra skattsvika og bókhalds- brota við rekstur veitingahúss- ins Glaumbæjar og veitinga- hússins að Lækjarteigi 2. I ákæru var hinum ákæröu báðum gefið að sök að hafa á timabilinu 1. janúar 1970 til 1. október 1972 dregið undan sölu- skatt samtals að fjárhæð kr. 3.484.694. Þá var ákærða Sigurbirni gef- iðað sök að hafa vanrækt skil til skattstjóra á lögboðnum skýrsl- um (launaframtölum) um starfslaun i veitingahúsunum árin 1970 og 1971 þar með talin laun framreiðslumanna og námu þessi laun samtals kr. 29.598.605 skv. ákærunni. Ennfremur var ákærða Sigur- birni gefið að sök að hafa van- rækt að telja fram til tekju- skatts og eignarskatts fyrir skattárin 1970 og 1971 og með þvi komist hjá greiðslu tekju- skatts og útsvars samtals að fjárhæð kr. 4.745.499. Að lokum var Sigurbjörn ákærður fyrir brot á ýmsum ákvæðum bókhaldslaga þar sem hann m.a. hafði ekki gert upp efnahag sinn og rekstur á lögboðnum ársreikningum fyrir árin 1970 og 1971. Af hálfu ákæruvaldsins var þess krafist að ákærðu yrðu dæmdir til refsingar og til greiðslu sakarkostnaðar og auk þess yrðu þeir sviptir leyfum til vinveitinga og veitingasölu. I niðurstöðum sinum fjallar dómurinn fyrst um refsiábyrgð hinna ákærðu á rekstri framan- greindra veitingahúsa, en aðild að rekstrinum var sögð meö ýmsum hætti á umræddu tima- bili. A árinu 1970 var rekstur Glaumbæjar á nafni fyrrver- andi sambýliskonu ákærða Sigurbjörns. en á árinu 1971 á hans nafni.en húsið brann i des- ember það ár. A árinu 1970 var veitingahúsið að Lækjarteigi 2 rekið af hlutafélaginu Bæ, svo og árið 1972. Árið 1971 var það hins vegar rekiö á nafni ákærða Sigurbjörns. Dómurinn taldi að aðild og þátttaka ákærða Sigurbjörns i rekstrinum hafi allan umrædd- an tima verið með þeim hætti aö full refsiábyrgð yrði á hann lögð. Breytingar á rekstraraðild beri keim af þvi að þær hafi ver- ið til málamynda og verði bein- linis að lita svo á um timabil þaö er sambýliskona hans rak Glaumbæ.Að þvi er varðaði timabil þau er Bær h.f. var rekstraraðili var það talið skera ótvirætt úr um refsiábyrgö ákærða Sigurbjörns að hann var formaður stjórnar og fram- kvæmdastjóri þess félags. Varðandi ákærða Magnús Leopoldsson taldi dómurinn ekki unnt að leggja á hann refsi- ábyrgð á þeim tima er rekstur- inn var á nafni ákærða Sigur- björns eða sambýliskonu hans. Hins vegar var hann talinn ábyrgur vegna söluskattsskila á þeim tima er Bær h.f. var aðili að rekstrinum þar sem hann var i varastj. félagsins og prókúruhafi auk þess sem hann var virkur þátttakandi i daglegu starfi og sá að verulegu leyti um gerð söluskattsskýrslna á þess- um tima. Niðurstöður dómsins um einstaka liði ákærunnar urðu þessar: Talið var sannað aö undan- skot söluskatts á öllu timabilinu hefði numið eigi lægri fjárhæð en kr. 2.939.290.00. Var ákærði Sigurbjörn talinn ábyrgur fyrir allri þeirri fjárhæð en ákærði Magnús fyrir kr. 590.129.00. Töldust þeir hér hafa gerst brot- legir við 26. gr. laga nr. 10, 1960 sem i gildi voru er brotin voru framin en ekki talið leyfilegt að beita ákvæðum laga nr. 10, 1974 sem visað var til ákæru. Refsing skv. ofangreindri 26. gr. 1. nr. 10, 1960 er sektir allt að kr. 100.000.00 eða varðhald. Þá taldi dómurinn sannað að ákærði Sigurbjörn hefði van- rækt skil til skattstjóra á fram- tölum um laun starfsfólks, þ.á.m. framreiðslumanna, sem næmi eigi lægri fjárhæð en kr. 29.598.605.00 og taldist það varða við 3. mgr. 48. gr. laga um tekjuskatt og eignaskatt. Við ákvörðun refsingar var hins vegar tekiö tillit til þess að ekk- ert hefði annað komið fram i málinu en að viðkomandi starfsfólk hefði greitt opinber gjöld af launum þessum og brot þetta þvi ekki leitt til tjóns fyrir hið opinbera svo sannaö væri. Þá var talið sannað að með þvi að vanrækja að telja fram til tekjuskatts og eignaskatts fyrir skattárin 1970 og 1971 hafi ákærði Sigurbjörn komist hjá greiðslu tekjuskatts sem næmi eigi lægri fjárhæð en kr. 929.492.00 og útsvars kr. 762.435.00 eða samtals kr. 1.691.927.00. Var þetta talið varða við 1. mgr. 48. gr. laga um tekjuskatt og eignaskatt svo og við lög um tekjustofna sveitar- félaga. Að lokum var ákærði Sigur- björn fundinn sekur um bók- haldsbrot þar sem mikil óreiða hafi verið á öllu bókhaldi hans og jafnframt hafi ýmsum gögn- um verið haldið skipulega utan við færslur. Voru þessibrot talin varða refsingu skv. 262. gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Refsing ákærða Sigurbjörns var ákveðin varðhald i 4 mánuði og sekt I rikissjóð, kr. 6.000.000.00, og komi varðhald i 10 mánuði i stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan fjög- urra vikna. Refsing ákærða Magnúsar var ákveðin varðhald i 40 daga, skilorðsbundið, og sekt i rikis- sjóð kr. 90.000.00, og komi varð- hald i 25 daga i hennar stað verði hún eigi greidd innan fjög- urra vikna. Varðandi kröfu rikissaksókn- ara um sviptingu leyfa kom fram að ákærði Sigurbjörn hafði ekki lengur nein slik leyfi þar sem hann hafði ekki endurnýjað þau er þau runnu út. Kom þvi ekki til álita leyfissvipting að þvi er hann varðaði. Ákærði Magnús fékk vinveitingaleyfi hinn 26. júni 1974 og veitinga- húsleyfi hinn 30. júli ’74. Varð það niðurstaða dómsins að hann skyldi sviptur þessum leyfum. Akærðu voru að lokum dæmd- ir til að greiða málskostnað þar með talin málsvarnarlaun skip- aðra verjanda sinna. Akærði Sigurbjörn skyldi greiða skipuð- um verjanda sinum, Inga Ingi- mundarsyni hrl., kr. 200.000.00 og ákærði Magnús skipuðum verjanda sinum Hafsteini Bald- vinssyni hrl., kr. 125.000.00. Annan málskostnað skyldi ákærði Sigurbjörn greiða að 3/4 hlutum en ákærði Magnús aö 1/4 hluta. Dóm þennan kváðu upp Har- aldur Henrýsson, sakadómari, og meðdómsmennirnir Ragnar Ólafsson hrl. og Arni Björnsson hdl., löggiltir endurskoðendur. £íru2M&meph.é tffyezzJuzn zznazzzzzzznazz/rzZz*f d - Pide- /(7y/y‘rrS'?h€jZÝe//cf fzzí zrufmzzTy/ - fff/zZzzzyj, J/ffzzzzúzzn zmzzza zz/tyyyz/zyœje- zfz/ý zzdéýzfzzzzza/zzzzzzzz zzzf ý/'/f/zaJdezíz/zfzz'. 'fffzfztezzzf zmA zy/7áz/záz' féfznzzzfe zz/ffrsf/22 /éz/t'. Borqarplttrt 1 ■wianieinraiml 93-7370 kvtfld o% helfarsfmi 93.-7355

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.