Vísir - 21.12.1976, Blaðsíða 17

Vísir - 21.12.1976, Blaðsíða 17
17 vísm Þri&judagur 21. desember 1976 Nemendur ásamt nokkrum heimamönnum og skólastjórum I borðsal Rafmagnsveitunnar að Ar- múla 31. RAFMAGNSVEITAN EFNDI TIL RITGERÐARSAMKEPPNI Fyrir um ári var gerð tilraun til að meta það tjón, sem Rafmagns- veitan veröur árlega fyrir vegna skemmda á götuljósakerfinu. Þær tölur voru birtar I fjölmiölum og vöktu talsverða athygli. Menn ræddu um, hverjar orsakirnar væru. Hafin var vlðtæk kynning i skólunum á kerfi Rafmagnsveit- unnar og þó sérstaklega gildi götulýsingar og kostnaði við hana. Að lokum var efnt til rit- gerðarsamkeppni með afmörk- uðu úrlausnarefni fyrir hvern aldursflokk. 1 hverjum skóla, sem þátt tók i þessari samkeppni, voru valdar bestu úrlausnirnar og þær sendar Rafmagnsveitunni til frekari meðferðar. Sérstök dómnefnd valdi bestu úrlausnina fyrir hvern aldurs- flokk. Þeir átta nemendur, sem að dómi nefndarinnar skiluðu bestum ritgerðum, fengu við upp- sögn skólanna I vor afhent verð- laun. Auk þess var höfundum bestu úrlausnanna úr hverjum skóla boðið að koma i kynnisferð til Rafmagnsveitunnar. Þetta voru um 60 nemendur úr öllum aldursflokkum skyldunámsstigs- ins og vfðs vegar að af orkuveitu- svæðinu, allt ofan af Kjalarnesi og suður í Garðabæ. Af hálfu Rafmagnsveitunnar var lagt kapp á að kynnisferðin gæti orðið nemendum bæði til fróðleiks og á- nægju. Farið var i Elliðaárstöð- ina, aðveitustöðina á Hnoðraholti og 130 kv aðveitustöðina við Lækjarteig. Að lokum skoðuðu gestirnir hina nýju bækistöð Raf- magnsveitunnar að Ármúla 31 og þágu þar veitingar. Börnin sýndu ótrúlega mikinn áhuga. Margir tóku myndir og skrifuðu hjá sér upplýsingar. Af þeim mörgu spurningum, sem fram komu i skoðunarferðinni, var augljóst, að skólarnir veita góða undirstöðufræðslu á raf- magnssviðinu. Þeir áhugasömu nemendur, sem komu i þessa heimsókn, virtust hafa af þvl mikla ánægju aö kynnast rafveitu örlitið af eigin raun. A myndinni eru, talið frá vinstri, þeir nemendur, sem hlutu 1. verðlaun f hverjum aldursflokki. Enn- fremur Haukur Pálmason, yfirverkfræðingur, og Aðalsteinn Guðjohnsen, rafmagnsstjóri. Sigurður Sverrir Stephensen, Alftamýrarskóla, Björn Þorsteinsson. Alftamýrarskóla, Elsa Kristin Ellsdóttir Fellaskóla, Agnar Rúnar Agnarsson, Fossvogsskóla, Sigrún Eysteinsdóttir Hvassaleitisskóla, Sig- urður Flosason Hllðaskóla og Þráinn Valur Hreggviðsson Garðaskóla. A myndina vantar Brynhildi Benediktsdóttur, Hvassaleitisskóla. SAMAX im ■ hillu. samstæðan komin aftur, og veiztu, hún er með þeim tmmtilegri. Ekki bara hillur, skúffur, skápar, skrifborð og plötuskápur. Hlutir sem þú raðar eftir ©þínu höfði. Komdu og skoðaðu. Húsgagnaverslun Reykjavíkur hf. Braufarholtí 2 - Símar: 1-19-40 S 1-26-91 Tœknifrœðingur Rafafl svf. óskar eftir að ráða rafmagns- tæknifræðing (sterkstraum) til starfa við Kröfluvirkjun. Æskilegt að viðkomandi hafi rafvirkjamenntun. Allar nánari uppl. gefnar i sima 28022. RAFAFL SVF Ódýrir stereóplötuspilarar með magnara og hótölurum. Verð fró kr. 33.630.- F. Björnsson radíóverslun Bergþórugötu 2, simi 23889. Byggingatœknifrœðingur Rafmagnsveitur rikisins óska að ráða byggingatæknifræðing til starfa i Linu- deild. Laun skv. kjarasamningum rikis- starfsmanna. Upplýsingar gefur starfs- mannastjóri. Rafmagnsveitur rikisins Laugavegi 116 Reykjavik „KREBS" Málningarsprautur eru jafn handhægar og máhingarpenslar, en margfalt hraðvirkari og gefa slétta áferð og möguleika að þekja fleti sem ekki er hægt að snerta á annan hátt. Fljótlegt aö skipta um liti. 40 vatta 4 mm. stimpill, afköst 9 Itr. klst. 60 vatta 5 mm. stimpill, afköst 12 Itr. kls. 80 vatta 5 mm. stimpill, afköst 18 Itr. kls. Þrýstingur við spiss 70 kg. sm Sveinn Egilsson h/f# Skeifan 17, Iðngörðum Af hver/'u bara að biðja um „litfilmu" þegar þú getur fengið AGFA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.