Vísir - 21.12.1976, Blaðsíða 12

Vísir - 21.12.1976, Blaðsíða 12
Bayern Munchen og Cruzeiro keppa í dag Evrópumeistararnir iknattspyrnu Bayern Munchen frá Vestur-Þýskalandi og suöur- amerikumeistararnir, Cruzeiro frá Brasiliu, leika siðari leik sinn I hinni óopinberu heims- meistarakeppni félagsliða i Belo Horizonte I Brasiiiu i dag. Talsvert er um meiðsl leikmanna beggja liðanna og t.d. er óvist hvort þeir Franz Beckenbauer, Conny Torstensson og Uli Hönness geti leikið með Bayern — og sömu sögur er aö segja um Cruzeiro, sem ekki get- ur teflt fram sinu sterkasta liði. Leikmenn Bayern lentu i miklum erfiðleik- um við að komast til Brasiliu þvi að fresta varð flugi þeirra þangað um 24 tíma vegna þoku á flugvellinum iMunchen. „Þetta þýðir að við veröum aö breyta öllum áætlunum okkar,” sagði Detmar Cramer, þjálfari Bay- ern. „Það liggur nú ljöst fyrir að við getum ekki æft á vellinum i Belo Horizonte eins og ' við ætluðum okkur — og megum þakka fyrir ef við náum nokkurra stunda svefni fyrir leikinn.” Bayern sigraöi f fyrri leik liðanna í Munchen 2:0 og ef liðin veröa jöfn eftir venjulegan leiktima f dag veröur framlengt í 2:15 minútur. — Verði þá enn jafnt vcrður, vitaspyrnukeppni. —Og er sagt að bæði liðin hafi lagt mikla áherslu á að æfa vftaskot á æfingum sinum að undanförnu. —BB Verðlaunin yfir 1 millj. sterlingspund Yfir ein milljón sterlingspund verða á boð- stólum i verðlaun I keppni golf-atvinnu- manna i Evrópu á næsta ári. Er þetta i fyrsta sinn I sögunni, aö verölaunaupphæðin I „Evrópu-túrnum”, eins og hann er kallaöur, fer yfir milljón pund. Ein aðalástæðan fyrir þvi aö verö- launaupphæðin hækkar þetta mikiö, er sú, að margir af bestu golfleikurum heims — en þeir koma frá Bandarikjunum — hafa sýnt golfmótum i Evrópu Iftinn áhuga. Eru mun hærri verðlaun I boði á „Bandariska túrnum”, en þar eins og i Evrópu geta at- vinnumennirnir ferðast á milli staða og valiö úr golfmótum, sem gefa af sér góðan pening. Eina mótið sem bandarisku atvinnumenn- irnir hafa sýnt einhvern áhuga I Evrópu, er breska opna meistaramótið. Það mót ber nú hæst af golfmótum Evrópu. Næsta sumar fer það fram á hinum fræga Turnberry golfvelli i Skotlandi, og þar verða verölaunin 100 þús- und sterlingspund, sem skiptast á milli fyrstu manna. • • • Hestamaðurinn fœr aftur að vera með Einn af þeim sem dæmdur var I ævilangt keppnisbann eftir ólympiuleikana I Montreal I sumar, var vestur-þýski hestamaðurinn Paul Schockemoehle, sem þar var með sinn fræga hest, Talisman. Honum var gefiö að sök að hafa gefið hestinum inn örvandi lyf fyrir keppnina. Voru silfurverðlaunin sem hann — (og hesturinn) —höföu unniö i liöakeppninni tek- in af honum, svo og af öðrum I vestur-þýska liðinu, sem kom mjög á óvart meö að hreppa silfurverölaunin I hestakeppninni á ólympiu- leikunum. Eftir að upp komst um málið, sagði Schockemoehle blaðamönnum að hann væri saklaus. Hann hefði aðeins gefið hestinum meöal, sem mælt hefði verið með af sviss- neskum sérfræðingi. Þetta meðal átti aö gera hestinn viðráðanlegri eftir ferðalög, en hann hafi aö jafnaði verið mjög órdlegur, eftir langar feröir. Málið var tekið fyrir hjá sérstökum dóm- stóli I Vestur-Þýskalandi i gær. Eftir ellefu klukkustunda fund var Schockemoehle sýkn- aöur, og fær þvi nú aftur að koma fram með sinn Talisman. Frá.leik bandariska háskólaliösins University of Tennesse við landsliðið á sunnudaginn og sýnir Jörundsson Ihörkubaráttu undir körfunni við einn bandarikjamanninn. i gærkvöldi sigruðu bandarikja- mennirnir njarðvikinga með miklum mun — og Ikvöld leika þeir aftur við landsliðið. Ljósmynd Einar. Risarnir fóru létt með njarðvíkinga — sigruðu þá 83:46 er þeir mœttu þeim í Njarðvíkum í gœr- kvöldi — leika gegn úrvalsliði KKÍ í Hagaskólanum í kvöld Bandariska körfuknattleikslið- ið frá háskólanum I Tennessee átti ekki i miklum vandræðum með 1. deildarlið Njarövíkur er liðin mættust i iþróttahúsinu i Njarðvik I gærkvöldi. Sigruöu bandarisku risarnir i leiknum með 83 stigum gegn 46 eftir að hafa verið 47:21 yfir i hálflcik. Leikur bandariska liðsins var allt annar og betri en gegn lands- liðinu á sunnudaginn, en þá þótti mörgum vera hálfgert „slen” yfir leikmönnum liðsins, og að þeir gætu örugglega mun meir en þeir sýndu þá. Sú fullyrðing stóðst i leiknum i gærkvöldi, en þá komu banda- rikjamennirnir með upp úr poka sinum ýmislegt sem þeir höföu ekki verið að taka fram I leiknum gegn landsliðinu. Bar þar mest á hinum örugga og skemmtilega bandariska körfuknattleik, sem allir, er á annað borð hafa áhuga á fþróttum hafa gaman af. Er það allur ann- ar og skemmtilegri körfuknatt- leikur en við eigum að venjast frá þeim evrópsku liðum, sem hér koma stundum i heimsókn. Áhorfendur I iþróttahúsinu i Njarðvik kunnu lika vel að meta þetta, og gáfu bandarisku leik- mönnunum oft mikið og langt lófaklapp, þegar þeim tókst sem best upp. Að sjálfsögðu studdu þeir einn- ig viö bakið á sinum mönnum að vanda, en þótt þeir gerðu oft fal- lega hluti var allt annar og meiri „glans” yfir þvi sem bandarisku risarnir voru með á boðstólum. Njarðvikingarnir gerðu þau mistök að láta hina teyma sig af stað á of miklum hraða — og við þann hraða réðu þeir ekki. Hittni bandarikjamannanna var mun betri — og undir körfunni tóku þeir tvö af hverjum þrem fráköst- um. Nutu þeir þar hæðar sinnar, en nær allir leikmenn liðsins eru um og yfir tveir metrar á hæð. Þeir náðu strax forystu i leiknum og voru 26 stigum yfir i hálfleik — 47:21. 1 siðari hálfleik bættu þeir enn við forskotið, en þá var njarð- víkingunum skipt mjög ört inn á til að allir fengju að leika. Loka- tölurnar urðu 83:46 eins og fyrr segir. Af þessum 46 stigum njarð- vikinga skoraði Þorsteinn Bjarnasonflest stigin, eða 12 tals- ins, en aðrir voru með nokkru minna. Bandariska liðið leikur i kvöld kl. 20,30 i Hagaskólanum og mæt- ir þá úrvalsliði KKI. í hádeginu á morgun mun liöið leika gegn úr- valinu á Keflavikurflugvelli, en skömmu eftir hádégi mun þaö halda heim aftur til Bandaríkj- anna. Enginn gat ógnað Klammer í bruninu — hann sigraði með miklum yfirburðum oa var heilli sekúndu á undan þeim nœsta í bœði skiptin Ólympiumeistarinn og heims- bikarhafinn i bruni — Franz Klamer frá Austurriki varö hinn öruggi sigurvegari I fyrstu brun- keppninni i heimsbikarkeppninni á skiðum sem fram fór I Val Gaedena á italiu á föstudaginn — og var heilli sekúndu á undan næsta manni — Herbert Plank frá ítalíu sem hlaut brons i bruninu á Ólympiuleikunum i Innsbruck. Þriðji varð svo Erki Haker frá Noregi og fjórði varð silfurverö- lauriahafinn frá Innsbruck — Bernhard Russi frá Sviss, en hann sigraði i stórsviginu I Sapporo 1972. Klamer sem sigraði i sjö af átta brunkeppnum i heimsbikar- keppninni i fyrra lék svo sama leikinn þegar keppninni var haldið áfram i bruninu á laugar- daginn og var aftur nærri heilli sekúndu á undan næsta manni — Josef Walcher. Klamer varð þó að taka á honum stóra sinum að þessu sinni, þvi að rétt áður en hann kom i markið virtist hann vera að missa jafnvægið þegar hann lenti á öðru skiðinu — og hafði næstum dottið áður en hann komst i gegnum markið. Timi Klamers var 2:05.71 mlnúta, annar varð Josef Walcher, Austurriki á 2:06.66 mínútum og þriðji varð Bernhard Russi frá Sviss á 2:07.30 minútum. Plank sem varð annar daginn áður, hafnaði I sjöunda sæti, en Erik Haker frá Noregi datt i brautinni og varð þar með úr leik. Á sunnudaginn var keppninni siðan haldið áfram i Madonna di Campiglio og keppt i svigi. — Og þar var svo sannarlega barist um hvert sekúndubrot. Eftir fyrri ferðina hafði Piero Gros Italiu sem sigraði i heimsbikarkeppn- inni 1974 forystuna og I tveim næstu sætunum voru landar hans — Fausto Radici og Gustavo Tekið í rétta spottai Hollenski flugherinn hefur gefið samþykki sitt til þess að Jan Zwartkruis, sem verið hefur þjálfari hollenska landsliðsins i knattspyrnu siöan I ágúst s.l. fái fri frá störfum i flughernum til að vera meö liðið i næstu tveim landsleikjum. Zwartkruis tók viö liðinu þegar George Knobel hætti óvænt með það i ágúst s.l. Fyrir nokkrum dögum sagðist hann ekki lengur geta veriö með liðið vegna starfs sins hjá flughernum, og tilkynnti að hann væri hættur. Hollendingar eiga að leika vináttuleik við englendinga i London i febrúar og gegn belgum i HM-keppninni I mars. Þótti upp- sögn Zwartkruis koma á mjög óheppilegum tima fyrir þessa leiki, og endaöi þetta með þvi að æðstu menn landsins fóru i málið og sáu um að toga i rétta spotta. En Galt er Mér væri sama, en ekki sama.. ,montrass gins og sá r _ _ .ina „ Hæ, Lucille. ^jHíáfðu þig i burtu.>J Komdu viö skulum(Luciiiekom meö mér fá okkur snúning.y hún er ekki tij láns "_Ætlarðu aldrei aö .eldast'. Komdu að idansa, Lucille. Thöni, en heimsbikarhafinn Ingi- mar Stenmark frá Sviþjóð var i áttunda sæti. Siðari ferðina fór Radici mjög .hratt og náði bestum saman- lögðum tima: 108.11 sekúndum. Gros varð annar á 108.15. sekúndum og Thöni þriðji á 108.53 sekúndum. Heini Hemmi frá Sviss sem hlaut gull I Innsbruck i sviginu varð I áttunda sæti, og Ingimar Stenmark sem keyrði heldur geyst i siðari ferðinni sleppti hliði og var dæmdur úr leik. Bandarikjamaðurinn Phil Mahre sem sigraði i fyrstu stór- svigskeppninni og varð þriðji i þeirri næstu varð i tólfta sæti, en sgaðist gera sig ánægðan með þá frammistöðu. I gær héldu svo allir kepp- endurnir i karlagreinunum til Kranjska Gora i Júgoslaviu þar sem keppninni verður haldið áfram I dag. Staðan i heimsbikarnum er nú þessi: PieroGros, ítaliu 51 stig Franz Klammer, Aust.r. 50stig PhilMahre.Bandar. 40stig Klaus Heidegger, Aust.r. 34 stig Heini Hemmi, Sviss 28stig IngemarStenmark, Sv.þj. 26stig Bernhard Russi, Sviss 26stig FaustoRadici, Italiu 25stig HerbertPlank, Italiu 24stig Franco Bieler, ítaliu 23 stig Josef Walcher, Austurriki 20stig Gustavo Thöni, Italiu 18 stig Erik Haker, Noregi 15stig WernerGrissm., Aust.r. 14stig stig WalterTresch, Sviss 14 stig —BB Njarðvík vann þó bandarísku Siðasti leikurinn i keppni Njarðvikur og úrvals af Kefla- vikurflugvelli, fór fram um helgina. Leiknir voru þrír leikir og sigruðu njarðvikingar i tveim þeirra, og þar með i mót- inu, en úrvalið sigraði i einum leik. 1 hálfleik i leik Njarðvikur og háskólaliðsins frá Tennessee I iþróttahúsinu i Njarðvikum I gærkvöldi, voru verðlaunin i þessari keppni afhent. Fengu njarðvikingarbikarinn, sem um er keppt, en hann er gefinn af félagsheimilinu Stapa. Þá voru veitt tvenn einstakl- ingsverðlaun. Geir Þorsteins- son, Njarövik, hlaut verðlaun fyrir að vera stigahæsti leik- maðurinn i þessum þrem leikj- um, en hann skoraði I þeim samtais 55 stig. Hin verðlaunin voru veitt þeim manni, sem að áliti þjálf- ara liðanna, hafði verið jafnbestur i leikjunum. Hlaut þau bandarikjamaðurinn Mike Ritson, sem leikur með úrvals- liðinu á Keflavikurflugvelli. Myndin er af Erik Haker, Noregi, I brunkeppninni á Italiu þar sem hann náði þriðja sætinu, en daginn eftirdatt hann og hætti keppni. Hak- er er nú I þrettánda sætinu I stigakeppninni. | Lise-r l gæro Marie Morerod sigraði i stórsviginu í Cortina á ttaliu i siðustu viku, en henni gekk illa I bruninu g missti þarmeð forystuna Istigakeppninni. Myndin er af Morerod i keppninni á ttaliu. J Pröll-Moser með öruggf forskot! I— hún varð önnur í bruninu í gœr og hefur nú 19 stigum I meira en sú nœsta, Lise-Marie Mererod Annemarie Pröll-Moser er nú efst í stigakeppninni í heimsbikarkeppni kvenna eftir brunkeppnina sem fram fór i Zell Am See í Austurríki i gær og hefur nú nítján stigum meira en sú næsta — Lise-Marie frá Sviss. Sigurvegarinn i keppninni i gær varð Briggitte Habersatter frá Austrriki, Pröll-Moser varð önn- ur, Nicola Spiess þriðja, Brigitte Kerscher fjórða og fimmta varð Elene Matous sem keppir fyrir Iran. Matous er fædd i italska hlutanum af Tékkóslóvakiu, en keppir fyrir Iran. Frammistaða hennar kom talsvert á óvart þvi að hún var með mjög hátt rás- númer. Keppt verður aftur i bruni i dag og verður það siðasta keppnin hjá kvenfólkinu á þessu ári. Kettering Colchester Einn leikur var háður I ensku bikarkeppninni I gærkvöldi, þá léku Colchester og Brenford og lauk Iciknum með sigri Colchest- er sem skoraði þrjú mörk gegn tveimur. Colchester á að leika við Kettering Town sem er lið utan deilda í þriðju umferö keppninnar sem leikin verður laugardaginn 8. janúar. Kettering hefur komið mjög á óvart í bikarkeppninni til þessa, en þvi liði stjórnar hinn lit- riki Derck Dougan sem áður lék með Olfunum. —BB. Annemarie Pröll-Moser er nú með 89 stig — og Lise-Marie Morerod sem er önnur er með 70 stig. —BB Gránufélagsgötu 4 ■ Rádhúsiorgl 3 Áuat-vaiNOAOciio timani

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.