Vísir


Vísir - 21.12.1976, Qupperneq 24

Vísir - 21.12.1976, Qupperneq 24
vísir Þriðjudagur 21. desember 1976 o DAGAR TIL ° JÓU Um 150% aukning Alútflutningur hefur aukist um ca. 150% aö magni til fyrstu niu mánuði ársins, miö- að viö sama tíma i fyrra. Á timabilinu janúar- september i ár voru flutt út 62.3 tonn af áli, en á sama tima i fyrra aðeins 25.1 tonn. Fram- leiðslan var einnig heldur meiri en i fyrra, eða 48.1 tonn á móti 44.5 tonnum. Að verðgildi til nam útflutn- ingur áls fyrstu niu mánuði ársins 9495 milljónum króna, en 2886 milljónum á sama timabili i fyrra. —ESJ Skattsvikin: Sex millj. í sekt og varðhald Dómur sakadóms Reykja- vikur vegna ákæru saksókn- ara á hendur Sigurbirni Ei- rikssyni og Magnúsi Leopolds- syni var kveðinn upp i gær. Málið var höfðað á hendur þeim vegna brota á lögum um söluskatt, lögum um tekju- skatt og eignarskatt og bók- haldslögum. Samkvæmt ákæru saksóknara námu upp- hæðir vanskila tæpum 38 milljónum króna, en i Visi i gær var ranglega sagt aö skattsvik næmu þessari upp- hæð. Sigurbjörn Eiriksson var dæmdur i sex milljón króna sektog fjögurra mánaða varð- hald. Er þetta ein hæsta sekt sem einstaklingur hefur verið dæmdur til að greiða hér- lendis. Magnús var dæmdur i 90 þúsund króna sekt og 40 daga varðhald, skilorðsbund- ið. — Sjá bls. 9 Annríki hjó slökkviliði Slökkviliöið var kallað út á Reykjavikurflugvöll i nótt á þriðja timanum af öryggis- ástæðum. Var erlend flugvél að lenda og reyndist um ein- hverja bilun aö ræða I henni. Lendingin tókst þó vel og kom ekki til kasta slökkviiiösins. t gær hafði slökkviliðiö i nógu að snúast i Reykjavík. Rétt fyrir klukkan sjö var komið með bil til slökkviliðs- ins, en einhver reykur reyndist i honum. Þá var farið i hús við Ljósaland þar sem mikinn reyk lagði frá potti. Rétt eftir klukkan átta kom upp eldur i bifreiðaverk- stæðinu i Blesugróf 27. Kvikn- aði i út frá logsuöutækjum, en fljótlega tókst að slökkva eld- inn. Enn einu sinni var svo kveikt i áramótakesti, i þetta sinn við Holtaveg. Var farið á staðinn tilþess að kæfa eldinn. — EA Yfirheyrslur áfram í nýja handtökumáiinu í Keflavík í dag Handtökumáljð frá í vor er enn til rannsóknar Umboösdómarinn I handtöku- málinu hélt til Keflavikur i morgun og þá væntanlega til að yfirheyra Hauk Guðmundsson rannsóknarlögreglumann. Steingrimur Gautur sagði i samtali við Visi i þann mund er hann var að leggja af stað, að svo gæti farið að rannsókn iyki i dag, en varðist að öðru leyti allra frétta. Þegar Visir hafði tal af Hauki Guðmundssyni i morgun kvaðst hann ekki hafa verið boðaður fyrir rétt og hann hefði aðeins haft lausafregnir af gangi þessarar rannsóknar. Er Steingrimur Gautur um- boðsdómari hefur lokið rann- sókn sinni mun hann senda gögn málsins til saksóknara sem tekur ákvörðun um framhald málsins. Enn er ekki lokið rannsókn á kæru sem örn Clausen hæsta- réttarlögmaður bar fram á þa Hauk og Kristján Pétursson i vor vegna meintrar ólöglegrar handtöku á tveimur varnarliðs- mönnum. Setudómari var skipaður i málinu i vor en siðan hafa litlar fréttir af þvi borist. Nú hafa málin hins vegar skipast á þann veg, að örn Clausen er kærður ásamt Guð- bjarti Pálssyni fyrir meint fjár- málamisferli gagnvart verslun á Akureyri. I sératkvæði Þórs Vilhjálms- sonar hæstaréttardómara er varðhaldsúrskurður Guðbjarts var tekinn fyrir, kemur meðal annrs fram, að i kærunni segi að tilteknir menn, þar á meðal varnaraðili (Guðbjartur) hafi lofað að veita versluninni lán að upphæð 1,5 milljónir, fengið frá henni vixla að upphæð tvær milljónir og tryggingabréf, en ekki greitt lánsféð þá eins og um var samið og aldrei að fullu. Hlutur Guðbjartsi þessu máli sé um margt óljós, en hann hafi viðurkennt afskipti af málinu. —SG Brunaverðir f Reykjavik unnu við það f morgun aðstilla upp tækjum sinum f Austurbæjarbfói. Þar er hafin sýning á kvikmyndinni Logandi vfti (The Towering Inferno) sem sögð er „langbesta stórslysa- myndin” sem framleidd hefur verið. Ætla brunaverðir að nota tækifærið og vekja athygli á eldvörn- um. A bls. 16er fjallaðum þessa mynd. (Ljósm. Loftur) Guðbjartsmálið: Yfírheyrslur gœtv hafíst fljótlega ,,Það var min ákvörðun að ekki væri ástæða tíl að kveða upp annan gæsluvarðhaldsúr- skurð þegar Hæstiréttur hafði ómerkt úrskurðinn frá Kefla- vfk” sagði Eria Jónsdóttir fulltrúi sakadóms f samtali við Visi. Hún sagði ennfremur, að sakarefni sem nefnt var á sér- atkvæði Þórs Vilhjálmssonar væri þegar til rannsóknar hjá sakadómi. Það var i siðasta mánuði sem sakadómur fór að rannsaka viðskipti Guðbjarts við mann sem nú er fangi á Litla Hrauni. Erla sagðist vera með fulla skrifstofu af skjölum og væri hún að kynna sér innihald þeirra. Ekki kvaðst hún geta fullyrt hvenær yfirheyrslur hjá Sakadómi Reykjavikur hæfust i Guðbjartsmálinu, en einhverjar yfirheyrslur gætu jafnvel farið fram mjög fljót- lega. —SG Sjálfstœðis- BANKARAÐSKOSNINGAR Á ALÞINGI í GÆRKVÖLDI: menn kyngdu Krístni Kjörið var i bankaráð ríkis- bankanna á Alþingi f gærkvöldi. Mikil óánægja var meðal þing- manna Sjálfstæðisflokksins með að þurfa að kjósa Kristin Finn- bogason i bankaráð Landsbank- ans, og náðist ekki samstaða um það efni i þingflokknum fyrr en framsóknarmenn höfðu hótað að rjúfa stjórnarsamstarfiö ef þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu ekki atkvæði með stjórnarlistanum. Mikil átök hafa átt sér stað um kosningu bankaráðanna að þessu sinni, og var þvi ekki hægt að kjósa það fyrr en i gærkvöldi. Má segja, að það hafi verið sið- ustu forvöð, þvi þingslit eru I dag. Fengu 4 af 5 bankaráðsmönnum Agreiningsefnin voru einkum tvö. Annars vegar hvort stjórn- arflokkarnir ættu að taka eins marga bankaráðsmenn og sam- eiginlegur þingstyrkur þeirra leyfir, þ.e. fjóra af fimm, eða hvort endurkjósa ætti fulltrúa Alþýðuflokksins og Samtakanna i bankaráðinu. Framsóknarmenn gerðu strax kröfu til þess að stjórnar- flokkarnir tækju fjóra menn, enda þýddi það, að þeir fengu einum manni fleira i öllum bankaráðunum. Þingmenn Sjálftæðisflokksins áttu erfitt með að sætta sig við að vikja al- þýðuflókksmönnum úr banka- ráðum rikisbankanna, en sættut að lokum á kröfu framsóknar- manna. Vildu ekki Kristin Hitt ágreiningsefnið var Kristinn Finbogason, fram- kvæmdastjóri Timans, sem ver- ið hefur varaformaður banka- ráðs Landsbanka Islands. Ýmsir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins risu mjög öndverðir gegn þvi, að þurfa að kjósa Kristin' i bankaráðið á nýjan leik. Var þvi óljóst, hvort nokk- ur samstaða yrði innan þing- flokksins um kosninguna i þetta bankaráð. Það gat hinsvegar orðið til þess, að annar fulltrúi framsóknarmanna félli, þar sem einungis þrir þingmenn stjórnarflokkanna þurftu að kjósa lista stjórnarandstæðinga til þess að fjórði maðurinn á lista stjórnarflokkanna (sem var framsóknarmaður) félli. Hótuðu stjórnarslitum Forystumenn Framsóknar- flokksins heimtuðu að þing- menn Sjálfstæðisflokksins stæðu saman um lista stjórnar- innar hvaða framsóknarmenn, sem á þeim lista yrðu. Stóðu átök þessi dögum saman, og gekk á ýmsu. M.a. hótaði for- maður Framsóknarflokksins, sem fer með yfirstjórn banka- mála, þvi að ef annar framsókn- armaðurinn yrði felldur úr bankaráðinu, þá myndi hann skipa Kristin formann banka- ráðsins, enda myndi ekkert breyta þeirri ákvörðun fram- sóknarmanna að hafa Kristin ' áfram sem sinn aðalmenn i bankaráðinu. Það var hins vegar ekki fyrr en þaö kom skýrt fram hjá for- manni Framsóknarflokksins, að rikisstjórnin væri búin að vera ef ekki yrði orðið við kröfum framsóknarmanna i þessu efni, að hinir óánægðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins gáfu sig og samþykktu að styðja lista stjórnarinnar. Þetta var um kl. 18 i gær. Við sjálfa kosn- inguna hlaut stjórnarlistinn 41 atkvæði, en einn stjórnarþing- maður sat hjá. Mannabreytingar Við bankaráðskosningarnar urðu ýmsar mannabreytingar. Sem aðalmenn i bankaráði Landsbankans voru kjörnir i fyrsta sinn Árni Vilhjálmsson, prófessor, (S) og Margeir Jóns- son, útgerðarmaður (F). Nýir aðalmenn i bankaráði útvegs- bankans eru Alexander Stefáns- son, sveitarstjóri (F), og Jón A. Jónasson, kauþmaður (F), en i bankaráði Búnaöarbankans Ágúst Þorvaldsson, bóndi (F). Þá er Halldór Ásgrimsson, al- þingismaður, (F) nýliði i bankaráði Seðlabankans, en þeir Pétur Sæmundsen, banka- stjóri (S), og Jón Skaftason, al- þingismaður (F), eru nú i fyrsta sinn kjörnir aðalmenn, þótt þeir hafi setið um hrið i bankaráðinu vegna fráfalls aðalmanna á siðasta kjörtimabili. —ESJ.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.