Vísir - 21.12.1976, Blaðsíða 23
Almenn samtök til að fylgjast
með rannsókn glœpamóla
Tveir kaffikarlar skrifa:
Það er öllum ljóst aö umræöa
um þjóömál hefur veriö meiri á
árinu sem er aö liöa en oft áöur.
Fólk lætur sér yfirleitt nægja að
ræða málin, en gerir ekkert til
að koma skoöunum sinum á
framfæri. A einni kaffistofu i
Reykjavik voru málin rædd og
talað um aö allir töluöu og töl-
uöu, en enginn gerði neitt. Eftir
umræöurnar voru nokkrir
pUnktar úr þeim dregnir saman
I þetta lesendabréf:
Viö þykjumst vita aö þaö hafi
ekki mikil áhrif aö skrifa um
þau mál sem dagblööin telja
sjálf aö eigi aö þegja um aö
meira eöa minna leyti. Samt
getum viö ekki oröa bundist.
Það má fullyröa aö alls staöar
þar sem tveir eöa fleiri menn
koma saman, þar er rætt um
það ástand í dóms- og lögreglu-
málum þjóöarinnar sem krist-
allast nú við ýmis tækifæri.
Dómsmálin virðast fara tvær
leiöir. Annarsvegar eru þau mál
sem varöa ýmis hrein afbrot.
Afbrot sem unnin eru af
einstaklingum án tengsla við
aðra. Ef afbrotamaöur til aö
mynda dregur annan mann á
afvikinn staö og kálar honum,
eða ef annar brýst inn i verslun
og stelur innkomu dagsins, þá
ganga slik mál fyrir sig á til-
tölulega eölilegan hátt. Þaö get-
ur aö visu liöiö nokkur timi, en
dómar falla og menn sitja inni
svo lengi sem rikiö telur sig
hafa efni á aö fæöa fangana.
Hins vegar koma upp annars
konar mál sem viröast fara aör-
ar leiðir. Þetta eru mál sem
tengd eru eöli þjóöfélagsins.
Þegar slik mál koma upp fer allt
lögreglu- og dómskerfiö i vörn-
ina. Hversu mikiö sem liggur
fyrir af verulegum likum eöa
jafnvelbeinum sönnunum, þá er
eins og öll rannsóknin fari inn i
griðalegan svamp sem stööugt
drekkur i sig.
A undanförnum 1-2 árum hef-
ur mikill fjöldi slikra mála kom-
iö fram I dagsljósiö. Ekkert
þeirra hefur komib út úr svamp-
inum. Þetta ástand er aö ganga
af réttarvitund almennings
dauöri.
Ekki sama hver?
Ef háseti á kaupskipi felur
nokkrar vodkaflöskur I klefa
sínum og tollveröir stiga ofan á
glerið I ógáti, þá er viðkomandi
háseti settur I gæsluvarðhald.
Ef hinsvegar lögfræöingur gef-
ur út innistæöulausar ávisanir
upp á nokkrar milljónir og þessi
verknaöur lekur út, þá er málið
sett i rannsókn og þaö hverfur I
svampinn.
Ef dauöadrukkið ungmenni
brýtur upp verslunarhurö fyrir
framan nefiö á lögregluþjónum,
er þetta sibrotaungmenni sett I
gæsluvarðhald. Ef hinsvegar
kaupmaðurinn sem á verslun-
ina hefur flutt inn vöruna sem
verið var aö stela með nokkur
hundruö prósent óútskýröri
álagningu, þá vekur þaö enga
forvitni dómsyfirvalda.
Ef þreyttur erfiöismaöur hef-
ur gleymt aö telja fram á skatt-
skýrslu sinni 5000krónur, þá fær
hann lögreglu- og dómskerfiö á
sig milliliöalaust. Ef hins vegar
stórt fyrirtæki stelur mörgum
milljónum af söluskatti og ekki
er hægt aö komast hjá þvi aö
það komist á almannafæri, þá
llða mörg ár i rannsókn og mál-
ið endar jafnvel aldrei.
Hvar eru málin?
A siöustu misserum hafa
komið upp ýmis mál. Oftast er
þetta af tilviljun eða einhverj-
um mistökum. Hvar eru þessi
mál stödd I dómskerfinu?
Af tilviljun segir ónefndur
blaöamaður frá hlut sem flestir
islendingar vita mæta vel. Ýms-
ir islendingar hafa keypt hús-
eignir erlendis. Engri krónu
hefur verið veitt i gjaldeyri
vegna þessara kaupa. Hefur
nokkur veriö settur I gæsluvarð-
hald vegna þessa? Er kannski
þessi bissness kominn endan-
lega inn i svampinn?
Af tilviljun kemur upp á yfir-
borðið mál um óeölilegt fyrir-
komulag á skipakaupum
erlendis. Hefur nokkur veriö
settur Igæsluvarðhald? Eöa var
málið sett I svampinn meöan
björgunarstarfið fer fram?
Af tilviljun kemur i ljós risa-
vaxinn ávlsanahringur. Var
nokkur settur I gæsluvaröhald?
Eða var máliö sett I svampinn?
Þetta eru örfá dæmi úr stóru
safni mála sem upp hafa komið
undanfarna mánuöi. Endalok
þeirra allra veröa trúlega þau
aðeftirmargra mánaöa eöa ára
rannsóknir veröur búið að slipa
alla fleti og hægt aö birta niður-
stööur sem koma ekki neitt viö
kjarna málsins. Veisla stór-
glæpamannanna getur haldiö á-
fram, en hert veröa meö nýjum
lögum öll tök á smáþjófum.
Þolinmæði engin tak-
mörk sett...
Þolinmæði almennings virö-
ast engin takmörk sett. Þaö sýö-
ur og kraumar i öllu þjóðfélag-
inu, en það eina sem gerist eru
stór orð á heimilum, I kaffistof-
um fyrirtækja og i saumaklúbb-
um fólksins.
Þaö er skóladæmi um vörn
kerfisins þegar sá atburöur
geröist á Keflavikurveginum aö
Haukur Guömundsson er á suö-
urleiö með lásasmiö til aö opna
peningaskáp Batta rauöa, en
mætir gæsluvarðhaldsfangan-
um á leiö til Reykjavikur meö
skáp einn sem enginn lykill hef-
ur fundist að. Þessi siöasta sena
úr lögreglumálum Islendinga er
eins og svolitil vasaútgáfa af
kerfisvörn I útlöndum. Þaö voru
til dæmis mikil feröalög með
vitni og vitneskju i rannsókn
Kennedysmorðsins. Þegar upp
var staöiö voru engin sönnunar-
gögn eftir, vitnin öll dauö og
pappirarnir i rikisleyndar-
skápnum, sem enginn lykill er
að.
HttLLIlÚ I!
Almenn samtök al-
mennings...
Þessar linur enda ekki
á niðurstöðum eöa tillögum.
Hins vegar skal hér i lokin
hreyft hugmynd. Hún er á þá
leiö aö almenningur i landinu
myndi almenn samtök sem
hefðu þaö verkefni aö fylgjast
meö rannsókn glæpamála og
auögunarmála og hafa auga á
þeim risasvampi, sem sýgur
svo margt i sig. Slik samtök
gætu haft skipulagslega bygg-
ingu i fjöldafundum þar sem
annars vegar væru tekin til um-
ræðu ýmis glæpamál og þar
kæmu fram upplýsingar um ný
glæpamál. Sem dæmi um
tegundir glæpamála sem slfk
samtök tækju til umræöu væru
skattamál, verðlagsmál og
milliliöagróöi i byggingafjár-
festingu, en þetta eru meö
stærstu glæpamálum þjóðarinn-
ar.
Við stöndum frammi fyrir þvi
að á Islandi er aö myndast lög-
regluriki af þeirri tegund sem
verndar þaö sem við köllum
spillingu. Þessi spilling er raun-
ar ekki annað en þaö aö vissum
aðilum er leyft aö færa hömlu-
laust til fjármuni innan pen-
ingakerfisins. Svo langt getur
slikt frelsi gengiö aö ekki veröi
aftur snúið.
Skrifaö 15. des. 1976.
JÓLASKRAUT
böMhúsid
LAUGAVEGI178.
Jólunum á
borðum vió gott gott
Gott gott frá Víkingi
Gott er gott gott
standi skírum stöfum
á umbúóunum: