Vísir - 04.12.1958, Page 8

Vísir - 04.12.1958, Page 8
8 JÓLABLAÐ Vf SIS Þcssar vörur eru heimsþckktar SCOTCHLITE SCpfCH LIM ÖG KITTl FYBIR Eiukaumkoð ú tslandi Grjótagötu 7 - Sími 2-4250 Enginn hækkaði boðið, og það var slegið. Að þessum kaupum stóðu allir búendur í sveitinni, þótt einn gerði boðið. Hver fékk svo sinn hlut, nema þeir efn- uðustu tóku venjulegast tvo hluti. Á seinni ströndum var það fellt niður. Þó -að utan- sveitarmenn væru á uppboði, sem oftast var, gerðu þeir aldr- ei boð í skipið; það var eins og það væri þegjandi samþykkt, að viðkomandi hreppur þar sem strandið kom, fengi að njóta þess. Mikið verk var í því að rífa strandið, eins og það var kallað, það var að rífa skipið. Venjulegast var einn maður frá heimili við það, og tveir frá þeim heimilum, sem tóku tvo hluti. Þetta verk var helzt unn- ið fyrri hluta vetrar, eða þegar leið á vetur og dagur var orð- inn langur. Mikil og góð áhöld þurfti við þetta verk. Sleggjur, járnfleyga og stærri jám, einn- ig sterka kaðla. 4yinningur að kaupa. Oft var glatt yfir mönnum, þegar var verið að rífa strönd- in. Það var svo sjaldan að m'enn hittust, en þarna var tækifærið. Var þá skrafað um landsins gagn og nauðsynjar, en þó eink- um um framtíðarmál sveitar- innar, eins óg stofnun lestrar- félags U.M.F. og byggingu sam- komu og fundarhúss. Á þessum mannfundum var reynt að plægja akurinn; fyrir það var hann mildári, þegar sáðtíminn hófst. Ströndin gáfu oft mikið í aðra hönd. Þó að sala færi fram á strandgóssinu, þá var verðið venjulegast það lágt, að ávinn- ingur varð alltaí nokkur af að kaupa. Þarna var hægt að fá segl, kaðla, tré, oft einhver mat- föng, lconíak, fisk, salt og ýmis- legt fleira. Oft slógu menn sér saman í félag til þess að ekki væri hleypt of háu verði í söl- una. Buðu þá ákveðnir menn, Með þessu var hægt að komast að betri kaupum. Að sölu lok- inni fóru skipti fram milli manna; fékk þá hver sinn hlut. Þegar ég skrifa nú um strönd- in, þá verðum við að athuga hvað tímarnir hafa breytzt síð- an frönsku fiskiskúturnar flutu hér fyrir landi, og ein og ein varð að hleypa í strand vegna einhverrar bilunar, og þá helzt vegna aldurs og leka. Á þeim tímum, sem ég var að alast upp, var lífsbaráttan enn hörð. Efni margra voru af skornum skammti. Gott þótti þá, ef hægt var að veita sér það allra nauð- synlegasta til að viðhalda líf- inu, matinn varð margur að skera við nögl sér handa fólk- inu. Einatt kom það fyrir, að margur var þá svangur og ósk- aði méiri matar. Öll höpp, sem að hendi báru, voru fundinn fengur fyrir fólkið. Það gladd- ist einlæglega og lofaði guð fyrir fengið happ. Góður afla- hlutur á útsjávarbátana, eins og þeir voru kallaðir í Suður- sveit, sem róið var þar frá opn- um brimsöndunum, hvalreki eða strönd voru stærstu höppin, sem að hendi bar. Frá mann- voru setUr í land af annarri skútu, I svokallaðan Bjama- hraunssand, þar sem helzta út- ræði Suðursveitar er. Þeir frönsku sáu hvar skútan sigldi upp og leituöu þeir því á strand- staðinn. Næsti bær við strandið var Reynivellir. Þar bjó líka hreppstjórinn, Eyjólfur Rönd- ólfsson, Vor-u því strandmenn- irnir ýmist heima á Reynivöll- um eða við strandið, unz þeir voru fluttir til Djúpavogs um sumarmálin. BorSbimaður í sjóinn. Þetta strand var talið mjög auðugt bæði af kosti og öðru. Koníak var þar yfirfljótanlegt, enda mikið fylliri á strand- mönnunum sjálfum. Borðbún- aður var þar meiri og betri en almenningur i Suðursveit hafði þekkt. En ekki var að sjá, að strandmennirnir kærðu sig um að neinn nyti hans.Einn daginn, stuttu eftir að skútan strand- aði, kom einn fransmaðurinn með fullt fangið af leirtaui og henti fyrir borð, lenti það allt í mél. Litlu síðar sótti hann aðra og síðan þriðju byrði, og lét allt fara sömu leið. Margir sáu eftir þessum verðmætum, sem víða var svo tilfinnanlega þörf á. Fyrsta daginn, sem bjargað var úr strandinu, voru margir kenndir að kvöldi. » Steinn afi minn og Jón Jóns- áon á Gerði, báðir slompfullir, fylgdust að heim um kvöldið. Liðið var á vöku, þegar Jón kom heim, og þá kominn nokk- ur drífumuldringur. Flest fólk var gengið til náða, en ekki bryddi á Steini. Þórunn kona hans spyr Jón: „Hvar er hann Steinn?“ Jón segir, að hann sitji eins og örn vestur á lóni og berji löppunum í ísinn. „Jes- ús hjálpi mér,“ sagði Þórunn. „Er nú kai’l-ótugtin orðinn útúx’- fullur og liggur eins og sletta úti á ísum.“ Synir Steins, Þórð- ur og Þórarinn, brugðust við og fóru að leita föður síns. Fundu þeir hann ekki langt undan. Sat hann þar réttum beinum á ísn- um og söng við raust: „Komin er skúr á kjólinn minn, kalla ég stórum, stórum, líður tíminn, lof mér inn, Ijúktu upp, Þórunn, Þórunn.“ Ríkmannleg veizla. Þennan vetur sátu börn Steins þrjú af fyrra hjónabandi hans í festum, synir hans tveir Þórður og Þórarinn og dóttir sem Ragnheiður hét, var heit- bundin Katli Jónssyni á Gerði, en þeir bræður sinni systurinni hvor, dætrum Benedikts Þor- leifssonar á Hala, Þórður heit- bundinn Önnu, en Þórarinn Guðleifu. Þessi þi’jú kærustu- pör ætluðu að bindast hjúskap þetta vor. Þá var margt ungt fólk á Breiðabólstaðarbæjum, og gaman að lifa. Notuðu kæi’- ustupörin tækifærið, og viðuðu að sér ýmsum veizluföngum af strandinu. Ein tunna af koníaki var keypt, eitthvað af rauðvíni, ein tunna af brauði og önnur af kartöflum. Vel má vera, að mér hafi verið sagt um fleira, sem keypt var, þótt mér sé fall- ið það úr minni. Ríkmannleg brúðkaupsveizla ar haldin um vorið. Slógu þessi pör þá öll saman og buðu mörgu fólki, bæði innan sveitar og ut- an. Var veizlan talin þeim til hinnar mestu sæmdar, sem til hennar stofnuðu. Svona var það á þeim árum að ganga í hjú- skap. Þá var ekki vei’ið að tví- stíga yfir hlutunum. Hjúskap- ur var stofnaður, bú voru reist, og börnin voru á næstu grös- um. Þá var gaman að lifa. Áður en ég held lengra, vildi ég aðeins drepa á, hvaða kostir voru taldir fylgja því að fá strand. Við strand féll venjulegast til einhver vinna, bæði við bjöi’gun á farmi skipsins og flutning á sti-andmönnum. Greiðsla fyrir vinnu og flutning á mönnum, muu að mestu hafa miðazt við það kaup, sem þá gilti; þó mun þetta hafa verið heldur betur borgað. ASeins eitt boS. Þegar skipið var selt, farmur þess og annað, sem því fylgdi. komust menn oft að góðum kaupum, t. d. eins og þegar salttunnan var seld á 10 aui’a og fisktunnan á 10 kr. á Sýi’enu- strandinu, sem ég kem að seinná. Venjulegast var skipið sjálft keypf lágu verði. Einhver bú- andi sveitarinnar bauð í það.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.