Vísir - 04.12.1958, Síða 10

Vísir - 04.12.1958, Síða 10
’ao JÓLABLAÐ VÍSIS A haust. Þetta voru tilvalin bar- efli fannst henni. Allar urðu J>ær á sama máli um það. Nú voru þeir frönsku að nálgast dýpsta nesið í lóninu. Þar sneru þeir við. Fögnuði sló yfir kvennahópinn. Þær blessuðu Álnesið, sem vel gat hafa ráðið úrslitum um örlög þeirra, og happ var, að^ þurfa ekki að beita keppunum, enginn vissi, hvað af því gat hlotizt. Náði honum hins veginn. Daginn eftir uppboðið kom Eyjólfur hreppstjóri í einhverj- um erindum að Hala. Hann kom í stofuhúsið, sem þá var óþilj- að, en lausum fjölum var rað- að ofan á bitana. Milli eins bit- ans og fjala var stungið frönsk- um flatningshníf. Eyjólfur kem- ur auga á hnífinn og segir við Benedikt afa minn, sem stadd- ur var þarna inni. „Þú hefur svo sem keypt þér þarna flatn- ingshníf á strandinu.“ „Ó, nei,“ sagði afi. „Ég náði honum rétt hins veginn.“ „Þú þorir að segja mér þetta,“ sagði Eyjólfur. „Ég ernú ekki hræddurvið þig, kall- urinn,“ svaraði afi. „Ja, mér er andskotans sama, þó menn nái sér einhverjum hlut, ef ég er ekki látinn sjá hann.“ Ekki komu teljandi vistir til sölu af þessu strandi, eitthvað af fiski, en ekkert konjak. Stutt var þangað til það átti að halda heim. Þorleifur Jóns- son hreppstjóri í Hólum seldi strandið í umboði sýslumanns. Strandmennirnir munu hafa verið fluttir hrepp frá hrepp til Djúpavogs. 1906 strandar þriðja skútan á Steinafjöru á sömu slóðum og þær fyrri, um mánaðamótin apríl-maí. Dagana áður en strandið kom geisaði hið mesta stórviðri, sem þátíðarmenn mundu, og stóð nær tvo sólar- hringa með sama ofsa. Þá voru húsin á Hala og víðast í þessu héraði með torfþökum. Öll bæj- arhúsin á Hala, og sum eins og stofuhúsið með áföstu búri og inngöngubæ með geymslulofti yfir, féllu alveg niður í rúst. Þilir, sem voru framan á þess- um húsum, kurluðust og sperr- ur féllu. Það átti að heita að baðstofan héngi uppi, en þak af tveimur hlöðum reif meir og minna, og eins eldhúsið. í þessu veðri sló fé í innfjöllum til dauða. Hrútsi kom heim. Daginn fyrir veðrið eða næstu daga áður rak Eyjólfur á Jteynivöllum gemsa sína, eða mikinn hluta af þeim, út í svo- kallaðan Ytri-Sand, það er sand- urinn milli Jökulsár ogStemmu. Flesta þeirra hrakti í Stemmu- lónið og -drápust þar, um 20 að tölu. Þetta ár átti faðir minn tvævetran hrút, sem fóðraður var í eldhúsinu um veturinn. Hann var styggur og móðir hans með forustueðli. Búið var að sleppa hrútsa frá húsi og hann kominn til fjalls meira en viku fyrir veðrið. Kvöldið áður en veðrið skall á, í mestu blíðu, kom hrútsi að eldhúsdyr- unum og jarmaði hátt. Hann var hýstur og gefin góð tugga. Þegar móðir mín kom úr eld- húsinu um kvöldið (þá voru enn hlóðareldhús), varð henni að orði: „Eitthvað leggst nú ekki gott í hrútinn, að vilja drífa sig inn í þessu veðri.“ í þessu ofsaveðn voru nokkr- ar - skútur að reyna að halda sér við undir Steina- og Breiða- bólstaðarfjalli, en það gekk illa. Vafalaust hafa þær fengið mörg áföll og stór. Hvort sú hefur verið úr þeim hóp, sem strand- aði á Steinafjöru daginn eftir veðrið, skal ég ekki fullyrða. En skipsmenn töldu að skútan hefði laskast -í veðrinu, leki komið að henni, og af þeim á- stæðum hefði henni verið hleypt í strand. Það mun hafa verið um eða upp úr hádegi, að skútan hleypti í strand. Þetta var skonnorta af stærstu gerð og hét Sýrena. Smátt var í sjó, þegar strandið kom, mennirnir björguðustallir með góðu.Flest- ir karlmanna úr sveitinni og eitthvað af unglingum þustu á strandstaðinn. Nú var nokkur nýjung að fá strand í Suður- I sveit. Þess vegna þurftu sem flestir að sjá það, og njóta ein- hvers góðs ef tækifæri gæfist. Reki kom víða. Fljótlega eftir að skipið varð landfast byrjaði það að brotna. Leið þá ekki á löngu að ýmis- legt færi að reka úr því af farm- inum, sem var mikill. Rak það vestur um Steinafjöru, Breiða- bólstaðar- og jafnvel Reynivall- arfjöru. Til dæmis rak tvær konjakstunnur á Breiðabólstað- arfjöru, eina eða fleiri brauð- tunnur og margt fleira. Mikið var af fiski í strandinu — allur í tunnum, eins og salt. Þetta rak mest x kringum strandið, og nokkru var bjargað af mönnum úr skipinu sjálfU. Reist var skýli á fjörunni, þar sem strandmennirnir höfðust við þar til þeir voi’u fluttir til Hornafjarðar nokkrum dögum eftir strandið. Sú var venja að hreppstjóri tilnefndi tvo til fjóra menn til að gæta strands- ins bæði nótt og dag, unz sala hafði farið fram, en það gat dregizt í tvær til þrjár vikur. Langt var að sækja sýslumann og mörg og stór vötn á leiðinni. Það var hann, sem framkvæmdi söluna eða skipaði einhvern í sinn stað til þess. Þó mátti hreppstjóri selja það af matvæl- um eða öðru, sem lá fyrir sjá- anlegum skemmdum. En sjald- an mun hreppstjóri hafa not- að þennan rétt. Þeir, sem gættu strandsins, voru kallaðir vþku- menn. Var þeim búið skýli við strarxdið. Þar höfðust þeir við. Dóu ekki ráðlausir. Þeir Suðursveitungar, sem á strandið fóru að þessu sinni, urðu margir kenndir, og sumir vel það. Nóg var að fá af víni, bæði sem þeir frönsku veittu, og sem menn gátu náð sér á annan hátt. Þegar björgun var lokið þennan dag, hélt hver heim til sín og voru glaðir í skapi. Ragnar Þórarinsson frændi minn, nú trésmíðameist- ari í Reykjavík, en þá á Breiða- bólstað, var einn af þeim, sem var við björgun á strandinu. Hann var í nýjum leðurstíg- vélum, sem ekki var algengt í þá daga. Fylgdust þeir að heim um kvöldið hann og Stefán Jóns son þá á Reynivöllum, tengda- sonur Eyjólfs hreppstjóra, sem áður hefur verið nefndur. Leið þeirra lá eftir fjörunni, þar sem ýmislegt rekald var úr skipinu, þar þarna fáförult, því leið flestra lá í aðra átt. Komu þeir þá að konjakstunnu, sem lak niður innihaldinu. Þetta fannst þeim félögum ótækt, að láta þennan dýrmæta vökva renna í sandinn. Fann Ragnar þá upp á því snjallræði að fara úr stíg- vélunum og fylla þau af konj- aki, en gekk berfættur heim. Góðglaðir komust þeir heim um kvöldið með þennan feng sinn. Stuttu eftir að það gei'ðist, sem nú hefur verið frá sagt, bar þrjá Suðursveitunga að sömu tunnu og þá Ragnar og Stefán. Þetta voru Þórður faðir minn, Bjarni Runólfsson bóndi á Kálfafelli, og Þorsteinn Jóns- son sama stað. Nú fóru þeir að bera ráð sín saman, hvort ekki væri hægt að bjarga einhverju úr tunnunni áður hún læki öll niður. Faðir minn benti á kút, sem var þar nokkru austar á fjörunni. Bezt var að biðja Þor- stein að hlaupa eftir honum því hann var fráastur þeirra félaga. Ekki stóð á Þorsteini, og áður löng stund leið var hann kom- inn aftur og þá með kútinn og væna seglpjötlu til að binda yfir hann því enginn hlemmur var þar nálægt. Nú var helt úr tunnunni í kútinn. Hann tók 40—50 potta. Síðan tóku þeir gröf í sandinn jafn djúpa og kúturinn var hár, bundu seglið ramlega yfir og létu hann nið- Framh. á bls. 25. t YFIRBYGGINGAR á rússneskar jeppabiíreiðir af þessari gerð eru nú í framleiðslu hjá okkur Einnig framleiðum. við allar gerðir af yfir- byggingum ú bíla og jarðvinnslutœki. BÍLASMIÐJAN H.F. LAUGAVEGI 176 SÍMI: 337G4 Petta er metkit! SJÓKLÆÐAGERÐ H.F. Skúlagötu 51, Reykjavík. — Símar 14085 & 12063. FRAMLEIÐIR IMEÐAIMTALDAIM VARIMIIMG: Sjóklæði úr gúmmí og plastefnum (,,Galonefnum“) Siðstakkar, sjóhattar, treyjur, buxur, pils, svuntur, síðar og hálfsiðar kápur með hettu, barna- og unglingakápur án hettu. Einnig barna regnsett — (treygja, buxur og hetta). Vinnuvettlinga, einfalda og tvöfalda Þrjár stærðir úr sterkum, gulum og hvítum loðstriga. UKarbuxur sjómanna (,,Trawlbuxur“) og fyrir konur og karla ýmsan kápuvarning úr Coítongaberdine og poplin. 'k ATH.: Sjóklæðin úr sænsku „galonefnunum“ haldast mjúk í allt að 40° frosti og bola 100° þurran hita. Þau eru landsþekkt fyrir gæði og aðeins framleidd hjá SJÓKLÆÐAGERÐ ÍSLAIMDS H.F.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.