Vísir - 04.12.1958, Page 15

Vísir - 04.12.1958, Page 15
15 JÓLABLAÐ VÍSIS „Hér er um sömu höfuðskepnu að ræða — vatn — svo að þarna eru náin tengsl í huga ungs drengs. Þér sjáið það, er það ekki?“ Hann varð allt í einu þungt hugsi, bjóst ekki við svari, að því er virtist, heldur greip um hökuna oð strauk hana um hríð. Eg hugði, að bezt mundi nú að þegja, ef það gæti orðið til þess, að samræðurnar féllu niður við niðurstöðu þá, sem maðurinn hafði komizt að. Eg þóttist akilja, að hann mundi vera með „lausa skrúfu“, að því er drauma snerti. Eg hallaði mér út í hornið góða, og lokaði augunum og aetlaði að látast vera kominn yfir í draumalandið. En um 3eið og eg lagði augun aftur, sá eg út undan mér, að maðurinn vatt sér að mér, ijómandi að endurnýjuðum áhuga, og sagði um leið: „Heyrið þér annars, má eg ekki gjalda yður í sömu mynt — segja yður draum, merki- legan draum, að mínum dómi. Eg tek fram, að mig dreymdi hann ekki, en hann er sannur samt, og hann ætt'i ekki að glata neinu af gildi sínu, þótt þér heyrið hann ekki af vörum þess, sem dreymdi hann.“ Hann leit spyrjandi á mig, eins og hann Væri að bíða eftir samþykki mínu, og eg kinkaði kolli. Eg hef gaman af að hlýða á frásagnir af draumum, því j að þeir geta verið hin beztal dægradvöl, þótt það fari að sjálfsögðu mjög eftir frásagn- arhæfileikum sögumannsins. Þegar eg hafði tilkynnt þegj- andi, að eg væri reiðubúinn til að leggja við hlustirnar, tók maðurinn til máls: ,.Það er bezt að taka það fram strax, að konu dreymdi draum- inn, sem eg ætla að segja yður írá. Jæja, hana dreymir, að hún sé stödd heima hjá sér, standi úti á tröppum á húsinu, þar sem hún býr með fjöl- skyldu sinni, og hún er að svip- ast um eftir dreng á 3ja ári, sem hún á. Hann á að koma að borða, og hún kallar nokkrum sinnum á hann, án þess að hann heyri til hennar. En svo verður hann þess var, að mamma kallar, og hann tekur strax á rás til hennar. Hann hefir verið að leika sér bak við hús handan götunnar. Þetta er í nýju hverfi, og það er ekki bú- ið að girða lóðirnar þarna, svo að drengurinn hleypur beint af augum. Hann stefnir að bili milli tveggja bifreiða, sem standa utan við akbrautina handan götunnar .... Þá heyrir móðirin allt í einu, að bifreið er ekið eftir götunni. Þótt konan hafi hvorki vit á vélum né bílum, þykist hún greina af hávaðanum, vélar- hvininum, að bifreiðinni muni ekið mjög hratt. Hún lítur til hliðar, í áttina til bifi'eiðarinn- ar, og sér, að hún fer geysi- hratt. Næst litur hún til barns- ins og þá þykist hún gera sér grein fyrir því, að um leið og það hlaupi út á akbrautina um skarðið milli bifreiðanna, sem kyrrar standa, muni hin bif- reiðin koma brunandi . .. . “ Rödd sessunautar mins var orðin mjög æst. Mér datt í hug, að hann væri eins og leikari, sem reyndi að auka gildi sögu sinnar með raddbreytingum og tilburðum. Eg leit á hann og sá, að æsing hans var engin upp- gerð. Hann starði fram fyrir sig eins og óður maður, og kippir fóru við og við um andlit hans. Þegar hann þagnaði, sat hann lengi þannig, en svo var eins og af honum bráði, og hann sneri sér aftur að rnér, heldur ró- legri. „Konan hrökk upp, er hér var komið draumi hennar,'1 hélt hann áfram. „Hún hafði orðið skelkuð í svefninum, og ef til vill er það ekkert und- arlegt. Þetta var dálítið ó- hugnanlegur draumur, en þó var það víst bót í máli, að kon- an hafði harla litla trú á draumum, svo að hún sofnaði brátt hin rólegasta aftur og svaf vært til morguns.“ Aftur þagnaði maðurin.i, varð mjög hugsi og starði lengi fram fyrir sig, eins og hann vaeri að melta eitthvað með sér. Svo hélt hann áfram: „Eftir nokkrar nætur dreymdi konuna drauminn aft- ur. Hann var nákvæmlega eins og í fyrra skiptið — engu skeik- aði — og hún vaknaði á ná'- kvæmlega sama stað. Bifreið'- in kom brunandi um leið og litli drengurinn hennar stefndi að skarðinu milli hinna bif- reiðanna. En konan tók þetta ekki nærri sér frekar en í fyrra skipti.....“ Nú gerði maðurinn aðeins ör- stutt hlé á frásögninni, meðan hnnn hagræddi sér á stólnum. „Konuna dreymdi enn sama drauminn í þriðja sinn, og að þessu sinni liðu færri nætur en Framh. á bls. 21. Fyrir BREZKAR ÞYZKAR og AMERÍSKAR VINNUVÉLAR • y StníÖ4BÖar samhvœmt • BREZKUM STÖÐLUM (IS) • ÞÝZKUM STÖÐLUM (DIN) • AMERÍSKUM STÖÐLUM (ASA) ♦ RENOLD KEÐiUR og KEÐJUDRIF hafa 30 skra rctjaslst aö hsshí faskr sk lansii * Veitum alia tæknilega aðstoð við val á KEÐJUDRIFUM FÁLKINN H.F. véladeild Ssnti: 1-36-70 — RcyhjarHt

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.