Vísir - 04.12.1958, Page 16

Vísir - 04.12.1958, Page 16
JÓLABLAÐ VÍSIS NORTOIM CLAV: A BOM Hún varð að gera sér þetta að góðu. Bíllinn hafði stöðvazt, og henni var ómögulegt að koma honum í gang. Þarna sat hún á sjálfa jólanóttina, í myrkri og snjókomu. Það var að minnsta kosti klukkustundar akstur til ákvörðunarstaðarins. Hún kveikti sér í vindlingi, sat við stýrið og hugsaði um hvað hún ætti til bragðs að taka. Auðvitað hafði verið heimsku- legt að leggja svo seint af stað. En hún var dugleg og ákveðin stúlka, og vænti þess, að ferðin gengi vel. Enda hafði hún aldr- ei fyrr lent í vandræðum. Hún vann sem dráttlistar- kona við stórt blaðafyrirtæki, og hafði mikið að gera. Hún var mjög skyldurækin. Þennan aðfangadag komst hún ekki hjá því að vinna lengi að myndum, sem áttu að vera tilbúnar rétt eftir nýár. Þá fyrst, er þessu verki var lokið, gat hún með góðri samvizku farið til Karen móðursystur sinnar í Skelsmark og hvílast þar. Henni var ljóst, að færi hún án þess að ljúka þessu Verki, myndi hún hafa svo vonda sam- vizku, að það kærni í veg fyrir ánægju þá, er jólaleyfið átti að veita henni. Hún ætlaði að dvelja eina viku í friði og ró hjá móðursyst- ur sinni. Hún gat ekki vænzt þess, að fá gert við bílinn, og það var líka óhugsandi, að hún gæti fengið lánaðan lítinn bíl þetta kvöld og í þessu veðri. Hún, Judith Hald, sem ætíð var svo sjálfstæð og óhrædd, var nú að því komin að fara að gráta. Hvað myndi móðursystir henn- ar segja, ef hún kæmi ekki? Hún yrði hrædd um, að Judith hefði lent í slysi. Judith starði út í myrkrið og hugsaði um það með nokk- urri sjálfhæðni, hve oft hún á uppdráttum sínum hafði látið stóra, sterka menn hjálpa litl- um stúlkum, sem komnar voru í vandræði. Nú var hún sjálf hjálparþurfi. Hana vantaði glæsilegan, hraustan mann, til þess að bjarga sér úr þessum ógöngum. Nei, glæsilegur þurfti hann ekki að vera. En að hann bæri skyn á bíla var nauðsyn- legt. Hefði hún gifzt einhverjum þeirra manna, sem vildu fá hana fyrir ” eiginkonu, myndi hún, að líkindum, ekki hafa setið þarna ein í biluðum bíl eyrun og' flýtti sér í áttina til hússins. Þetta Var skrítið. Ljós inni í húsinu, en enginn kom til dyra, hversu mikið sem hún hringdi. Það var dulrænt. Hún hringdi enn, og þar næst barði hún á gluggana. Enginn árangur. — Vindur- inn þeytti mjöllinni í andlit hennar. Önnur hús voru ekki sýnileg. Hún reiddist. Þvílík meðferð á jólanótt var fyrir- litleg. Hún Var hjálparþurfi. Hún gekk aftur að útidyrahurð- inni og barði á hana í stað þess að hringja. Hún greip í hún- inn og dyrnar opnuðust. Hún nam staðar á þröskuldin- um og kallaði: „Er nokkur þarna?“ Ekkert svar. Var það gerlegt, að fara inn? Já, auðvitað. Ef til vill var einhver inni í hús- inu, sem þarfnaðist hjálpar hennar. Hún kominn í lítið anddyri og lokaði hurðinni. Það var hlýtt inni og snjóhnoðrarnir í hári hennar bráðnuðu. Dyrnar inn í stofuna, sem blasti við henni, voru hálfopnar. Ljós- rærna barst út um þær. „Fyrirgefið! Er noltkur hérna?“ Ekkert svar. Sú sýn, sem nú blasti við, gerði hana forviða, þótt hún væri eðlileg á jólanótt. Dúkað borð stóð úti í horni stofunnar, sem var mjög hlý- leg. Kúluflöskur úr kristalli með rauðvíni og slípuð glös stóðu á borðinu. Vínið glóði eins og roðasteinar í bjarman* um frá arninum. Það var börið á borð fyrir þrjá. Þetta var regluleg jólastofa. I útskotinu stóð fallegt jólatré með indælu skrauti. Betlehems-jata var á arinhillunni og jólaföstusveigur; í ljósakrónunni. Henni þótti þetta furðu gegna í húsi, sem enginn virtist vera í. Snarkið í eldinum var hið eina, sem gaf til-kynna, að þarna hefðu menn verið fyrir skömmu. Hún dró djúpt andann og tóls húfuna af höíðinu. Svo virtist, sem rækt hefði verið lögð við að undirbúa þetta jólahald sem bezt, en eitthvað komið fyrir á síðustu stundu, er kollvarpaðií fyrirframgerðri áætlun. Henni brá ónotalega. Henni varð hugsað til sakamálasagna. Hafði eitthvað alvarlegt komið fyrir íbúa hússins? Hafði ein- hver dáið? Verið myrtur? Hún fann dyr, sem lágu úti að stiga, og spurði einu sinnl; enn: „Er nokkur hér?“ j Þögn.— Hún hugsaði um þaðs hvort hún ætti að fara upp á efri hæðina. Bæði feimni og óttj aftraði henni frá því. Hún vildi ógjarnan komast í vandræði fyrir frekju. <i Vindurinn hvein á stafni hússins og hún sneri til stof* unnar aftur. Hún kom auga á síma, er stóð á breiðu skrif* borði sem var úti við glugg-* ann. Hún varð að hringja til Karen móðursystur sinnar. Hún, gekk að símanum og lagði hönd* ’ ina á taltækið. Ef til vill kæmi einhver af íbúum hússins, eg hún hringdi. Myndi það ekki þykja skrítið, ef hún stæði þarna og símaði? f Skyndilega voru lagðir arm- ar um hana. Hún stirðnaði, og varð svo óttaslegin, að hún gat ekki rekið upp óp. Hún þóttist viss um, að ill örlög biðu henn- ar. Ósýnilegur morðingi í mannlausu húsi. Að sekúndu liðinni yrði ógnandi orðum hvíslað í eyru hennar eða hönd* um lætt urn háls hennar -og þrýst að. á jólanótt. En auðvitað giftust stúlkur ekki einungis til þess að hafa vélfræðinga við hönd- ina. Judith spurði sjálfa sig þeirrar spurningar, hvort hún hefði nokkru sinni raunveru- lega verið ástfangin. Þessari spurningu svaraði hún neit- andi. Henni hafði liðið vel án eiginmanns fram til þessa. En nú var hún einmana og hjálparþurfi Hún var dauðþreytt. Undan- farna mánuði hafði hún lagt hart að sér, og nú kom það fram, að hvíld var henni nauð- synleg. En ekki mátti hún láta hug- fallast. Út á þjóðveginn varð hún að fai'a og leita hjálpar. Óh j ákvæmilegt var að hún hringdi til móðursystur sinnar. Hún var ekki stödd í miðri Sa- hara, og ekki ástæða til þess að örvænta. Hún slökkti í vind- lingnum og fór út úr bílnum. Hú! En sá kuldi og bleyta! Hún labbaði af stað og litað- ist um. Jú, hún sá Ijós í húsi, sem var í grenndinni. Það virt- ist standa í skógarjaðri. Hún dró loðhúfuna betur niður á . . . . Skyndilega voru armar lagðar-um hana. Hún stjrð?—Si ,. .,

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.