Vísir - 04.12.1958, Qupperneq 25
TÓLABLAÐ VÍ SIS
25
Strönd í Suöursveit -
Framh. af bls. 10.
ur. Síðan fylltu þeir sandi að
kútnum en létu ekkert ofan á
seglið.
Kitur
í hættu.
Nokkrum dögum seinna fór
faðir minn að vitja um kútinn.
Allt var í lagi með hann, hann
sat þarna á kafi í fjörunni. Eyj-
ólfur hreppstjóri á Reynivöllum
fór daglega um fjöruna til að
líta eftir strandgóssinu, og var
þá venjulega ríðandi því hon-
um var farið að daprast sjón.
Þegar faðir minn sagði okkur
síðar frá hvað kúturinn hefði
verið kominn hætt, fórust hon-
um orð á þessa leið:
„Helvítis karlinn á Reynivöll-
um var alltaf að slaga um fjör-
una. í einni þessari ferð sinni
hafði hann lagt leið sína um,
þar sem kúturinn var og lá
brautin eftir hestinn yfir kút-
inn og svo litlu munaði, að aft-
urhófur hestsins hafði skropp-
ið niður með kútsbarminum ut-
an. En það lán,“ bætti faðir
minn við, „að hann skyldi ekki
lenda ofan í kútinn.“
Konjakinu
skipt.
Það var vestarlega á Breiða-
bólstaðarfjöru, að kúturinn var
grafinn nærri í hásuður frá
Hala. Nú var eftir að ná kútn-
um. Það hafði faðir minn geng-
izt undir að gera, af því hann
átti sty tzta leið til þess. En hér
var ekki hægt um vik. Hann
var í fleirbýli. Þó hann færi á
bát yfir Breiðabólstaðarlón, sem
var auðvelt, því uppistaða var
í því, þá var hættan á, að Þór-
arinn bróðir hans á Breiðaból-
stað færi á hnotskóg, kæmi til
skips og sæi kútinn. Dettur
föður mínum þá það snjallræði
i hug að segja Þórarni frá kútn-
um og innihaldi hans, og fá
hann sem fjórða hluthafa í hon-
um. Þetta var auðsótt við Þór-
arin. Fóru þeir svo eina bjarta
vornótt í þokuúða og sóttu kút-
inn. Þegar heim kom gengu þeir
vandlega frá honum í heystabba
í -Langabænum á Breiðabólstað.
,Um Jónsmessuleytið var skipta-
fundur haldinn á Hala. Komu
þeir þá vestur Bjarni og Þor-
steinn að taka á móti sinum
hlut úr innihaldi kútsins. Þann
dag voru karlarnir góðglaðir.
Faðir minn var ílátalítill undir
sinn hlut. Til var blikkskjóla
á Hala, sem keypt var á togara,
sem strandaði vestan við Jök-
ulsá á Breiðamerkursandi vet-
urinn áður. Hún var það frá-
brugðin venjulegum skjóðum,
að stútur eða vör var á henni
svo gott var að tæma af henni.
í þessa skjólu lét faðir minn
nokkuð af því víni, sem kom i
hans hlut, setti hana svo ofan í
f/S.i
Koníakið var ol' dýrmætt, til þess að það mætti fara til spillis.
stækka kálgarðinn framan við
bæinn. Þá var ekki mikill stór-
hugur í garðrækt, enda ekki
ræktað nema til heimilisþarfa.
Við færðum garðinn fram í
túnið kringum þrjá faðma. Mun
hann hafa stækkað kringum 30
—40 ferfaðma. Þegar leið á dag-
inn veitum við því eftirtekt
að skúta kemur siglandi full-
um seglum utan úr hafi og
stefnir undir Steinafjöru. Þeg-
ar hún er komin á tvítugt, veit-
um við því eftirtekt að undir
hafísrönd hillir við hafs-
brún. Bæði skútan og ísinn nálg
ast land — ísinn jafnvel með
meiri hraða. Hvað vill skútan
með þessari siglingu sniðhallt
undan vindi, vorum við að bolla
leggja. Líldega er hún að flýja
ísinn og ætlar að setja í strand.
)
ólæsta kistu, sem hann átti,
og geymdi tóbak og fleira í.
Þar stóð hún loklaus lengi sum-
ars. Einhverjum hefði þótt girni
legt nú á tímum að rétta hönd-
ina undir lokið og ná sér í lögg.
Aldrei snertum við Benedikt
bróðir (Þórbergur var þá far-
inn) á þessum feng föður
okkar.
Konjak
í smáskömmtum.
Ekki leið langt frá strandi
I til uppboðs. — Á uppboð-
ið kom mikill f jöldi manns
j bæði úr A.-Skaftafellssýslu og
j nokkrir úr V.-Skaftafellssýslu.
Þarna var selt konjak, fiskur,
lítils háttar af brauði, kaðlar,
segl, trjáviður og fleira. Þó
menn væru víða að komnir, var
samt myndað félag um fiskinn.
Ekki voru það allir, sem ósk-
uðu eftir að fá fisk. Ég held
það hafi verið tunna af fiski,
sem kom í hlut, og var boðið í
hana 10 kr. Margir voru góð-
glaðir á þessu uppboði. Konjak-
ið var selt í smáskömmtum,
mig minnir 2 pottar í boði, og
potturinn komst yfir 2 krónur
Ekki var uppboði lokið fyrr en
um miðnætti. Þá áttu sumir
fullt í fangi með að bjarga sér
heim, en engin urðu af því vand
rasði, og öll skipti á því sem fé-
lag vai myndað um, fóru fram
í bróðerni.
1912 strandar enn skúta á
Steinafjöru, hún hét „Magda-
lena“. Þann dag var norðaustan
strekkingur og kalt í veðri. —
Þetta var í byrjuðum maí. Ég
man vel eftir deginum þeim.
Við feðgarnir, ég, Benedikt bróð
ir og faðir okkar, vorum að
Strand
og tóbak.
Sú tilgáta fannst föður okk-
ar,' sem reyndum sjómanni af
Austfjörðum frá fyrri tíð, ekki
líkleg. Hún mundi heldur setja
undan vindi og halda vestur
með landi í blásandi austan
byr. Nú fór byggingin að ganga
hægt hjá okkur bræðrum, aug-
un voru stöðugt á skútunni.
Faðir okkar fór líka að gefa
henni hornauga. „Jú, hún ætlar
í strand, pabbi,“ sagði ég. Fað-
ir okkar lagði rekuna frá sér
upp við túngarðinn og steininn,
sem hann hafði til að berja
snidduna með, lagði hann á garð
inn. Hann þreif ofan í vestis-
vasa sinn að leita eftir tóbaki.
(Hann var mikill tóbaksmaður)
En vasinn var tómur og var
lengi búinn að vera það, því
VERZLUNARSPARISJOÐURINN
annast öll venjuleg sparisjóös- og hlaupareikningsviöskipti
Sparisjóðurinn er opinn slla virka daga
kl. 10-12,30 og 14-16 og kl. 18-10
fyrir sparisjoð og hlaupareikning
VERZLUNARSPARISJÓÐURINN
Haínarstræti 1, sími 22190, 5 línur.
prentasí
bezt
ef
myndamótin
eru
frá
Prentmyndir h.f
Laugavegi 1 -Sími 14003
j