Vísir - 04.12.1958, Side 36

Vísir - 04.12.1958, Side 36
1 36 JÓLABLAÐ VfSIS Framleidda? í siærðum 3 til 2500 h.ö., íyrir skip í’skibáta Sparneytnar — Gangvissar — Au5vefdar í me5förum DEUTZ-verksmiðjurnar smíðuSu fyrsta mótonnn, sem smíðaður var í heiminum, ánð 1864. WÁTTARS'AT(UPINÍt\M/iGA/i HTF/P iOOO Ma V ,>< 4, VcUTZVÍL DEUTZ Stærsta dieselvél sem sett heíur venð í skip hér á landi var vél 1000 h.ö., sett í dráttarbátmn Magna. DEUTZ-dieselvéiar eru í fjölda skipa hérlendis. DEUTZ er heimsþekkt merki, sem ryður sér hvarvetna til rúms í heimmum. Á hverjum mánuði eru framleiddar 4500 DEUTZ-vélar, enda staría hjá verksmiðjunum um 25.000 manns. Leitið tilboða hjá oss áður en þér festið kaup annarsstaðar. .1 ()nBstnt haðsittottn á Isiandi REYKJAYIK wmm. wmmmmmm .n.ll K» | IJ1« | «.'1* 11 ll.ll nTPTOTIIlTnBTHlTniTTOJCnX wwmmmmmmmmm®M& iTf l - ^ _ r**« súrj 3B —- legasta og hlýlegasta, í báðum kirkjunum. Eftirmáli. Mér hefir til huggi' komið, -ef þessar minningargreinar mín- ar verða birtar, að leiðrétta rangar hugmyndir fólks um mannabein, er fundust á Þor- leifsstöðum í Blönduhlíð. Fyrir allmörgum árum var grafið fyrir húskofa, er byggð- ur var, sunnan undir gömlum húsvegg á Þorleifsstöðum. Þar fundust mannabein. Marga hef ég heyrt halda, að það væru bein séra Odds Gíslasonar prests frá Miklabæ. Hann hvarf frá Miklabæ með voveiflegum hætti seint á átjándu öld, eins og kunnugt er. Það má telja fullvíst, að þetta voru ekki bein séra Odds. Dr. Matthías Þórðarson, fyrrver- andi þjóðmenjavörður, skoðaði þessi bein. Hann gaf þann úr- skurð, að þetta væru lítil konu- bein eða unglings. Um afdrif séra Odds veit enginn, og hvar hann hefur bein sín borið, verð- ur torráðið. Eins mun það að öllum lík- Indum ekki hafa við nein rök að styðjast, að Solveig hafi flutzt búferlum úr Fljótum að Miklabæ, eins og sumir halda, og bræður hennar tveir komið þaðan utan að og búið á Þor- leifsstöðum. Alls engar heim- ildir held ég að séu fyrir þessu, nema síður sé. Er þetta sjálf- sagt tilbúningur. Allar líkur benda til, að Sol- veig hafi komið framan úr Vesturdal að Miklabæ, líklega írá Goðdölum, og ættingjar Tvö þýdd JOL Leiftrar stjarna' af himni háum hrekur jarðarskugga braut. Greni-ilm í andblœ dáum, — yndi' á myrkum vetri þráum: Jólaljós og jólaskraut. Ég fœ ei skýrt þá œðri óma, sem að mér scekja' á jólanótt: Or fjarlœgð kirkjuklukkur hljóma og kliða' um bernsku helgidóma, — sem laða' í dýrð svo draumarótt. Ég snortinn töfrum hugsi hika, — í hjarta les ég bœnamál. — Er bernsku-jól við innri augum blika, — ég unaðsscelu finn í taugum kvika, — þau kveikja ljós og líf í sál. TH. STORM. ÞÓRÐUR KRISTLEIFSSON. Laugarvatni, 28 .júlí 1958. hennar hafi verið þar frammi í Dölunum. Þetta er ekki full- víst, en fræðileg rök hníga mjög að því. Þótt enginn viti til viss að því, þótt enginn viti til viss grein þar á. Nú eru liðin 180 ár frá hvarfi séra Odds. Solveg dó nokkrum árum fyrr. Þorsteinn Björnsson. ----•---- kvæði í ÞOKil Kynlegt í þoku eigra' og eygja einmana rann og stein. — Bjarkir álútar höfuð hneigja hver um sig stendur ein. Hópur vina mig hyllti þá, er hamingjan lék mig við. Nú þyrlast um mig þokan grá, en þeir hafa brugðið sið. Enginn í alheimi' er vitur, sem aldrei leit skugga þann, er ávallt í öndvegi situr og aðskilur mann og mann. Kynlegt í þoku eigra' og eygja hinn einmana, — þekkja' ei neinn, — að eyddu lífi síðan segja: Sérhver maður er einn. HERMANN HESSE. ÞÓRÐUR KRISTLEIFSSON. Laugarvatni, 30. júlí 1958.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.