Vísir - 08.01.1977, Blaðsíða 4

Vísir - 08.01.1977, Blaðsíða 4
4; Laugardagur 8. janúar 1977 VÍSIR Varðskipsmenn fó góðar gjafir Hliðskjálf, félag eiginkvenna varðskips manna, hefur að markmiði að bæta aðbúnað varðskipsmanna og styrkja þá i starfi. Á föstudaginn afhentu þær Gæslunni að gjöf nlu björg- unarbúninga, sem hlotið hafa nafnið „lifgjafinn”, dúkku sem nota á til að æfa llfgun úr dauða- dáiog hjartanudd og plastspelk- ur til að æfa umbúnað um bein- brot. Orð fyrir varðskipskonum hafði Selma Júliusdóttir, en meðal viðstaddra voru Ólafur Jóhannesson, dómsmálaráð- herra, Pétur Sigurðsson, for- stjóri Landhelgisgæslunnar og yfirmenn á varðskipinu Ægi, en þar fór afhendingin fram. Ólafur Jóhannesson, tók við gjöfinni fyrir hönd Landhelgis- gæslunnar. Hann þakkaði konunum frumkvæðið og sagöi að það væri alkunna að varö- skipsmenn bæru slnar byrðar, ekki síst i nýafstöðnu strlði. Hinsvegar hugsuðu kannske færri út I það að eiginkonur þeirra bæru lika sinar byrðar og færðu slnar fórnir. Hliðskjálf var stofnað 26. mai á siðasta ári og þá um leið lagði Helga Larsen, fé i sérstakan sjóð sem verja ætti til varð- skipsmanna, ekki sist til að bæta aðbúnað þeirra og styrkja i starfi. I vetur leitaði félagið svo til allra landsmanna, með merkja- sölu og bar það góðan árangur. Selma sagði að þessi gjöf væri vonandi aðeins upphafið að frekara starfi félagsins I þessu skyni. Þær hefðu allar hug á að halda þvi áfram. —ÓT Selma Júliusdóttir afhendir gjöfina. Ólafur Jóhannesson, dóms- málaráöherra, hlýöir á. Hálfdán Henrýsson, stýrimaður með einn björgunarbúninganna. Myndir LÁ Meira hey en minna fóðurgildi Nefnd fjallar um fjórhagslega fyrir- greiðslu til bœnda vegna aukinna fóðurbœtiskaupa Heyfengur var nokkru minni 1976 en árið á undan ef hann er talinn I fóðureining- um, og þurfa bændur þvi að gefa mikinn fóðurbæti I vetur, ef fóðra á til fyllstu afurða, að sögn Halldórs Pálssonar, búnaðarmálastjóra. Þrátt fyrir þetta var hey- fengur um 4% meiri, en fóður- gildi þurrheys er með allra minnsta móti vegna óþurrk- ana á sumum svæðum I sumar sem leið. Grænfóður var vlðast hvar með allra besta móti, og fram- leiddar voru samtals 8297 lest- ir af hraðþurrkuðu fóðri, þar af 7536 lestir af graskögglum. Landbúnaðarráðherra hefur nú skipað nefnd til að athuga forðagæsluskýrslur af vest- fjörðum, vesturlandi og suð- urlandi og kanna á annan hátt, hve mikla fjárhagslega fyrir- greiðslu þurfi að veita bænd- um i þessum byggðarlögum til þess að gera þeim kleift að kaupa þann fóðurbætisauka, sem þarf til að bæta upp fóður- gildi heyja frá siðastliðnu sumri. t nefndinni eiga sæti þessir menn: GIsli Kristjánsson, ritstjóri, sem hefur verið skipaður formaður nefndarinnar, Leif- ur Jóhannesson, ráðunautur, varaformaður, Arni Jónasson, erindreki, Hjalti Gestsson, ráðunautur og Haukur Jör- undarson, skrifstofustjóri. —ESJ „Ætla að gera enn betur á þessu ári" — sagði Hreinn Halldórsson — ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS 1976 eftir að hafa tekið á móti verðlaunum sínum Þær brugðust að verulegu leyti. Margir höfðu vonast til að þar næði Hreinn betri árangri en raun varð á, ekki sist hann sjálfur. En svo bregðast kross- tré sem önnur tré”. 19 hlutu atkvæði 19 i'þróttamenn og konur hlutu atkvæði i kosningunni að þessu sinni, og féllu atkvæði þannig: 1. Hreinn Halldórsson KR 79 2. Ingunn Einarsdóttir fR 62 3. Guðmundur Sigurðsson, Ármanni 57 4. Viðar Guðjohnsen Armanni 42 5. IngiBjörn Albertsson Val34 6-7. Ásgeir Sigurvinsson Standard 28 6-7. LiljaGuðmundsdóttiríR 28 8. Steinunn Sæmundsdóttir Ármanni 25 9. Sigurður Jónsson IBI 17 10. Geir Hallsteinsson FH 15 Þeir sem næstir voru: Jón Sigurðsson, Armanni, Vil- mundur Vilhjálmsson KR 10, Björgvin Þorsteinsson GA 6, Sigurður Haraldsson TBR 6, Viðar Simonarson 5, Sigurður Ólafsson Ægi 4, Agúst As- geirsson 1R 3, Skúli óskarsson ÚIA 3 og Pálmi Pálmason Fram 2. gk—. ,,Ég llt á það sem mikla upp- kosinn ..iþróttamaður ársins Irj-álsiþróttamaður úr KR eftír örvun fyrir mig að hafa verið 1976” sagði Hreinn Halidórsson aö hafa tekið við verðlaunum Þau voru mætt til að taka við verölaunum sfnum I gær. Fremrl röð frá vinstri: Ingunn Einarsdóttir, Hreinn Halldórsson, Steinunn Sæmundsdóttir. Aftari röö frá vinstri: Viðar Guðjohnsen, Guðmundur Sigurðsson og Ingi Björn Albertsson. A myndina vantar Geir Hallsteinsson, Sigurö Jónsson, Lilju Guð- mundsdóttur og Ásgeir Sigurvinsson. Ljósmynd Einar. sinum úr hendi Jóns Asgeirs- sonar formanns Samtaka iþróttafréttamanna i gær. ,, Ég stefni að þvi að gera enn betur á þessu ári” bætti Hreinn við, ,,og fyrsta verkefnið sem ég einbeiti mér að er Evrópu- keppnin i kúluvarpi innanhúss sem fram fer á Spáni i febrúar. Ég hef einnig mikinn áhuga á að komast i keppni erlendis f sumar, og þá á sterkt mót.” ,,Svo bregðast kross- tré...” Iræðusinni við afhendinguna sagði Jón Asgeirsson meðal annars: „A árinu 1976lagði Hreinn sig ( allan fram. Hann helgaði sig meira að segja Iþrótt sinni ó- skiptur um alllangt skeið til þess að geta búið sig sem best undir Olympíuleikana I Kan- ada. Og árangurinn lét ekki á sér standa. Hreinn kastaði yfir 20 metra, og það oftar en einu sinni, og íslandsmet hans I kúlu- varpi er nú 20.24 metrar. Sómir hann sér þvi vel meöal fremstu manna heims i sinni iþrótta- grein. Miklar vornir voru bundnar við Hrein á Ólympiuleikunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.