Vísir - 08.01.1977, Blaðsíða 11

Vísir - 08.01.1977, Blaðsíða 11
vism Laugardagur 8. janúar 1977 15 KOSTUR OG ÞJÓÐÞRIF Umsjón. dr. Jón Óttar Ragnarsson TANNATA Samkvæmt rannsóknum# sem geröar voru á islandi fyrir fimmtán árum síðan voru: um 38% fullorðnir tanníausir með öllu i fólki á aldrinum 20-24 ára vantaði að jafnaði sex fullorðinstennur. Nýjar upplýsingar og rannsóknir á tannheilsu íslend- inga skortir tilfinnanlega. Tannáta eða tannskemmdir eru algengasti menningarsjúk- dómur á vesturlönduin. Yfir 95% ibúanna i þessum löndum þurfa að leita til tannlæknis ein- hvern tima á ævinni og flestir miklu oftar. Tannskemmdir voru nær óþekktur sjúkdómur á Islandi allt fram á nitjánduöld og mjög óalgengar þar til upp úr siðustu aldamótum. A seinni árum hef- ur tiðni tannskemdmda aukist verulega og er nú með þvi hæsta, sem þekkist i heiminum. Hægt er að rekja þessa aukn- ingu beint til breytts mataræðis þjóðarinnar. Fyrir aldamótin siðustu var innflutningur á sykri, hvitu hveiti og öðrum unnum kolvetnarikum fæðu- tegundum mjög litill. Á þessari öld hefur neysla slikrar fæðu hins vegar margfaldast. Tann- skemmdir eru þvi gottdæmium hina svonefndu menningarsjúk- dóma. Hvernig skemmast tennur? Tann skemmdir stafa af starfssemi ákveðinna bakteria eða gerla, sem finnasti munni okkar allra. En til þess að gerlarnir geti valdið slikum skemmdum þurfa ákveðnar ytri aðstæður að vera fyrir hendi. Fyrsta stig tannskemmda er myndun svokallaðrar Tannsyklu. Tannsýkla er skán, sem sest utan á tennurnar. Þessi skán er að mestu leyti saman settúr gerlum, en einnig úr slimi og fæðuleifum, sem blandast við limkennda kvoðu, sem gerlarnir gefa frá sér. Þessa kvoða veldur þvi, að skánin limist við glerunginn. Viðloðunin er það sterk, að eki nægir að skola munninn, heldur verður að bursta tennurnar. Tannburstunin er nauðsynleg til þess að fjarlægja þessa skán af tönnunum áður en hún veldur skaða. 1 fyrstu er tannsýklan ósýnileg, en ef gerlarnir fá að fjölga sér nógu lengi óareittir verður hún sýnileg sem hvitleit skán utan á tönninni. Oftast er þessi skán þykkust á tannháls- inum niðri við tannholdið. Annað stigið i þróun tannát- unarermyndun sýru i tannsýkl- unni eða tannskáninni. Þannig geta nokkrar tegundir gerla, sem lifa i munni okkar gerjað sykurinn úr fæðunni yfir í sýru. Þriðja stigið er að sýran leys- ir upp glerung tannarinnar og hola myndast. Hvaða áhrif hefur Tannsýklan? Þegar sykurrikar fæðu- tegundir eru borðaðar leysist sykurinn upp i munnvatninu og leitar inn i tannsýkluna (skán- ina). Um leið og það gerist taka gerlarniri sýklunnitilstarfa við að gerja sykurinn. Fljótlega myndast sýra inni i sýklunni upp við yfirborð tannarinnar. Umhverfi tahnarinnar heldur áfram að súrna meðan nokkur ger janlegur sykur er til staðar. Þegar nægileg sýra hefur myndast byrja steinefni gler- ungsins (kalk og fósfór) að leys- ast upp. Þessu heldur áfram þar til að sýran er orðin mettuð af steinefnum úr tönninni eða munnvatnið nær að þynna sýr- una og gera hana skaðlausa. Ef tannsýklan er þykk kemst munnvatnið hins vegar illa að yfirborði glerungsins og verkur- inn varir lengur. Afleiðingin er Tannáta, þ.e. hola myndast i tönnina. Sýklan veldur ekki aðeins tannátu, heldur einnig tannholdsbólgu. Astæðan er sú, að gerlarnir i sýklunni gefa ekki einungis frá sér sýru, held- ur einnig eiturefni, sem brjóta niður stoðvefina i kringum tenn- urnar. Fyrsta stigið er nefnt CSigfúsÞórElíasson tannlæknir skrifar y...—— tannholdsbólga. Þá blæðir oft úr gómnum við minnstu ertingu, t.d. við burstun. Ef sjúkdómtir- inn er ekki stöðvaður á byrj- unarstigi með réttri tannhirð- ingu dreifist bólgan niður með rótum tannanna, sem endar með þvi að tennurnar losna. Hefur mataræði áhrif? Tannskemmdir koma fram þegar sykurrikra fæðutegunda erneytt, oft með skömmu milli- bili. Þegar sælgæti er borðað annað slagið, t.d. á fimmtán minútna fresti, eða ef sopið er á goddrykkjaflösku við og við verður stöðug sýrumyndun i tannskáninni. Glerungurinn heldur áfram að leysast uns hola hefur myndast. Ekki bætir úr skák, ef fæðan hefur þann eiginleika að klessast við tenn- urnar eins og t.d. karamellur. Sérstaklega er varasamt að leyfa smábörnu að sofa með pela eða að setja sýrop eða hun- ang á snuðið. Sætindi eins og harður brjóstsykur og tyggi- gúmmi, sem gefa stöðugt frá sér sykur i nokkuð langan tfma hafa svipuð áhrif. Ef nægilega langur timi liður á milli mála verður sýrumynd- unin ekki stöðug. I sumum til- vikum nær þá tönnin nægilega miklu ai' steinefnum úr munn- vatninu til þess að styrkja gler- unginn áður en næstu máltiðar er neytt og umhverfi tannarinn- ar súrnar aftur. Ef sykur- auðugrar fæðu er neytt á annað borð er þvi skást að borða hana með aðalmáltiðum. Gott fæði á tannmyndunar- tima stuðlar vafalitiö að betri tannheilsu. Þó hefur einungis tekist að sanna með rannsóknu, að eitt efni, Flúor , styrki tenn- urnar og verji gegn tann- skemmdum. Þegar flúor er fyr- ir hendi i fæðinu, einkum i drvkkjarvatni, á tann- myndunarskeiði sest hann i gierunginn með þeim afleiðing- um, að tennurnar leysast ekki eins greiðilega upp i sýru. nú er talið fiúlsannað, að íæðuvenjur og tannhirðing hafi miklu meiri áhrif á tann- skemmdir, heldur en erfðir. Þannig er álitið, að sá mismun- ur á tannskemmdum, sem oft kemurfram á millisystkina eigi aðallega rætur að rekja til þess að það systkinið, sem mestar heíur skemmdir i tönnum sé iðnast við að borða á milli mála og sé óduglegt að hirða tennur sinar. Auk þess geta tann- skekkjur og mismunandi munn- vatnsrennsli haft sitt að segja. Ef munnvatnsrennsli er af ein- hverjum orsökum litið eða munnvatnið þykkt aukast tann- skemmdirnar til muna. Það er algeng trú, að tann- skemmdir aukist á meðal kvenna yfir meðgöngutimann. Rannsóknir, bæði á mönnum og dýrum, hafa hins vegar ekki leitt i ljós neitt slikt samband. Að visu koma fram ýmsar breytingari hormónastarfssemi yfir meðgöngutimann og tann- holdið bólgnar þá oft eitthvað, en þessar breytingar hafa engin áhrif á tönnina sjálfa. Ef tann- skemmdir aukast á þessu tima- bili stafar það sennilega af breyttum venjum, t.d. að oftar sé borðað á milli mála eða tann- hriðingu hefur hrakað. Ilvaöa afleiöingar hef- ur tannáta? Tannkrónan er sá hluti tannarinnar, sem stendur upp úr tannholdinu. Glerungurinn, sem þekur krónuna er harðasti vefur likamans. Rótin og innri hluti krónunnarer hins vegar úr tannbeini, sem er mun linara og leysist betur i sýru. Þess vegna skemmist tönnin mjög hratt eftir að hola hefur myndast i glerunginn. Myndirnar hérna til hliðar sýna vel hvernig tannátan geng- ur fyrir sig. A fyrri mvndinni er aðeins litil hola komin i glerung- inn. Ennþá er auðvelt að gera við tönnina, en hugsanlega myndi tannverkur koma fram. Á seinni myndinni hefur skemmdin náð inn i kviku.Sýr- an og eiturefnin frá tannsýkl- unni hafa drepi tannkvikuna og graftarkýli eru það mvndast við báða rótarendana. Ef ekkert er aðhafst kemur að þvi fyrr en siðar að fjarlægja verður tönn- ina. Tannhiröing Unnt er að koma i veg fyrir tannátu með tvennum hætti. i fyrsta lagi með þvi að draga úr sykurneyslu og i öðru lagi með góðri tannhirðingu. Bestu tannlækningarnar eru framkvæmdar á heimiiunum af einstaklingunum sjálfum. Með réttu fæðuvali, en þó einkum með þvi að borða aðeins á mat- málstimum er hægt að halda tannátunni i skefjum. Það er þvi oft ákveðið i eldhúsinu, af for- eldrunum, hvernig tannheilsa barnanna verður. Það eru fæðu- venjurnar, ekki erfðir eiginleik- ar, sem ráða úrslitum. Hrein tönn skemmist ekki. Ef engin tannsýkla eða tannskán er utan á tönnunum mvndast ekki sýra. Goð tannhirðing er auk þess sjálfsagður þáttur i al-. mennu hreinlæti. Það þarf að hreinsa tennurnar eftir hverja máltið rétt eins og diskana og hnifapörin. Þess ber þó að geta, að tann- sýklan er ósynileg nema hún sé orðin mjög þykk. Rétt er að prófa reglulega hversu árangursrik tannhirðingin er. Til þess að prófa þetta eru tenn- urnar fvrst burstaðar eins og venjulega. Siðan eru notaðar litlar rauðar töflur, sem leysast i munnvatninu og lita bakteriurnar i tannsýklunni. Þessar töflur fást i öllum apótekum. Ef engin tannanna litast gefur það til kynna, að tannhirðingin sé góð. Ef ein- hverjar þeirra eða hlutarþeirra litast er burstuninni ábótavant. Þá er réttað leita til tannlæknis til þess að fá leiðbeiningar um rétta tækni og aðferðir við tann- hirðingu. Sjómenn neita fullyrðingum um smáfiskadráp: „Aldrei veitt stœrri físk" ,,Ég hef stundað sjó f yfir tutt- ugu ár og aldrei séð að það veiddist stærri fiskur, nema hrognfiskurinn sem við fengum á Hrauninu árið 1956”, sagði Guðmundur Halldórsson stýri- maður á Isafjarðartogaranum Guðbjarti er Visir ræddi við hann um aflahrotu þá sem varð á vestfjarðarmiðum og ýmsir kallað hreint smáfiskadráp. „Aflaskiptingin sýnir að það var góður fiskur sem þarna veiddist”, sagði Guðmundur. „Samkvæmt aflaskiptingunni af einum togaranum fór 40 prósent ifyrsta flokk, það er fiskur yfir 70sentimetrar, 58prósent fóru i millistærð 54-70 cm, en aðeins tvö prósent flokkuðust i smá- fisk, 43-54 cm. Guðmundur kvað sjómenn vera sára yfir þeim æsiskrifum sem stunduð hefðu verið um fiskiri- ið. Og töluðu þeir um að þau virtust fram sett af litilli þekk- ingu og spurning hver til- gangurinn væri. „Það vita allir að það verður aldrei hægt að fiska eingöngu 70 sentimetra fisk og stærri, með þeirri veiðitækni sem við höfum nú yfir að ráða” sagði hann jafnframt. Guðmundur vék að þvi hvern- ig löndunum væri háttað á ólik- an hátt hjá reykjavikurtogur- um og togurum á vestfjörðum. Vestfirðingar landa kassafiski sem aldrei er meira en viku- gamall. Alltaf er landað jafn- skjótt og skipin koma inn hvenær sólarhringsins sem er og hvort sem um er að ræða hejgan eða virkan dag. Þessu er öðru visi farið i Reykjavik. Þar er fiskinum landað 15 til 17 daga gömlum. Ekki er hægt að landa nema úr einum togara i einu, I Reykja- vik. Ekki er heldur landað úr skipum I Reykjavik nema fimm daga vikunnar. „Ástæðurnar fyrir þessu fyr- irkomulagi i Reykjavik er ekki að leita hjá sjómönnum, heldur öðrum”, sagöi Guömundur. „Eg vil svo benda þeim i Reykjavik sem sifellt eru að gagnrýna okkur vestfirðinga fyrir fiskinn, á að fara vestur og kynna sér hvernig meðferðin er ólikt betri þar”. —EKG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.