Vísir - 08.01.1977, Blaðsíða 19

Vísir - 08.01.1977, Blaðsíða 19
VISIR Laugardagur 8^ janúar 1977 r Hvað er að gerast í heilbrigðis- og félags- mólum í Noregi? Skorað á kvik- myndahúseig- endur á Akureyri! a~ engp nww*r m ra ar inn á sýnig baö 3aIl've^ r'^'ekiö aí A Jtó sem l?0 e" m Borgf r fm Fieiram®^ ynda- virb’E* " S.S.S. hringdi frá Akureyri: Mig langar að taka undir orð P.J. i Visi þann 5. janúar sl., og kvarta yfir ómenningu þeirri sem virðist rikja á biósýningum á Akureyri. Mér fannst þetta orð i tima töluð hjá P.J. Við hjónin förum stundum i bió og tökum þá gjarnan börnin okkar með. Við reynum þá að velja mynd sem hæfir öllum meðlimum fjölskyldunnar. Oft- ast förum við þvi- i þrjú eða fimm bió. Við höfum tekið eftir og fund- ist leiðinlegt hve fáir foreldrar koma með börnum sinum i bió. Hins vegar ber talsvert á þvi að 7-10 ára börn koma með yngri systkyni sin með sér, sem oft erusvolitilað þau kunna ekkert að meta myndina og fara jafn- vel að væla. Þá er ég undrandi á þeim pen- ingaráðum, sem sum bömin virðast hafa. Þau kaupa sér kannski hundrað krónu is bæði fyrir sýningu og aftur i hléi. Er það ekki orðin nokkuð dýr bió- ferð? Það hefur komið fyrir oftar en einu sinni að við hjónin höfum kvartað við dyraverði vegna ó- friðs á sýningum. Við höfum alltaf fengið þau svör að það þýði ekkert að gera, að ekki sé hægt að ráða við þetta. Ég skora þvi á kvikmynda- ■ húseigendur á Akureyri að gera eitthvað róttækt i þessum mál- um. Elin Ebba Ásmundsdóttir, skrifar frá Noregi: Ég er við nám i iðjuþjálfun i Þrándheimi i Noregi og langar til að gera grein fyrir þvi, sem er að gerast hér í þessum mál- um. Nú hefur birst nýtt frum- varp i norska þinginu, sem felur i sér breytingar á skólakerfinu. Greinin sem fylgir hér á eftir er fréttayfirlýsing, sem send var öllum norskum blöðum frá iðju- þjálfaraskólanum i Þrándheimi i sambandi við mótmælaað- gerðir vegna þessa nýja frum- varps: Frumvarp til laga um breytingar á skólakerfinu innan heilbrigðis- og félagsmála. Snertir okkur öll. Norska þingið hefur nú sent frá sér frumvarp sem fjallar um breytingará sviðimenntamála i framtiðinni innan heilbrigðis- og félagsmála. Frumvarpið felur i sér að allir skólarnir verði sameinaðir i einn i hverju héraði. Þetta táknar, að þeir sem hyggjast stunda nám i fé- lagsráðgjöf, hjúkrunarfræði, sjúkraliðun, sjúkra-, iðju-, og þroskaþjálfun munu stunda nám i sama fagháskóla. Há- skólaráðið verður þannig upp byggt að fulltrúar úr hinum ýmsu stjórnmálaflokkum verða i meirihluta. Þó svo að kennarar og nemendur standi saman um eitthvert málefni á móti fulltrú- um stjórnmálaflokkanna þá koma þeir engu i gegn. I þessu felst að við, nemendur, fáum litlu ráðið um námstilhögun. Frumvarpið felur einnig i sér sameiginlega kennslu i grunn- fögunum, burtséð frá hvaða sviði viðkomandistundar nám i. Þannig eru nemendur innan mismunandi námssviða settir á sama bás. Kennslan fer fram með sameiginlegum fyrirlestr- um, þar sem nemendur á mis- munandi sviðum munu fá litil sem engin tækifæri til að ræða sin sérmál. Einnig er sú hætta fyrir hendi að allt verknám muni falla niöur, en það gegnir mjög mikilvægu hlutverki innan allra þessara námsgreina. Við litum svo á, að þetta muni rýra mjög menntunargildið og kennslan muni versna að mun. Auk þess felur frumvarpið i sér ákvæði um menntun á aðstoðar- fólki, sem i auknum mæli kemur til með að taka við störfum okkar samtimis sem við neyðumst að taka að okk- ur störf sem eru meir stjórn- unarlegs eðlis. Þar af leið andi missum við tækifærið á beinusambandi við það fólk sem við vinnum með. Ef þetta frumvarp kemst i gegn i norska þinginu teljum við að það muni hafa i för með sér skerðingu á okkar faglegu menntun, sem svo aftur leiðir til þess að skjól- stæðingarnir eiga ekki lengur völ á jafn góðri meðhöndlun og áður. Þetta frumvarp mun koma harkalega niður á iðjuþjálfara- nemum. Menntun iðjuþjálfara i dag tekur 3 ár. Inntökuskilyrði i skólann er stúdentspróf i ein- staka greinum, hafa unnið i vissan tima við iðjuþjálfun og menntun i föndri og handavinnu (formingsutdanning). Iðjuþjálf- un hefur verið notuð við endur- hæfingu á flestum stofnunum sem tilheyra heilbrigðis- og fé- lagsmálum. Endurhæfingin fer þannig fram, að sjúklingurinn vinnur markvisst að einhverju hugðarefni, sem hann kýs sjálf- ur. Það er einnig hlutverk iðju- þjálfarans að leiðbeina i notkun hjálpartækja sem hentarhverju sinni, og auk þess leiðbeina og hvet ja skjólstæðingana, svo þeir finni sig á sem bestan hátt i lifi og starfi. Dagana 6.-7. desember siðast- liðinn, mótmæltu nemendur viö áðurnefnda skóla um allt landið, frumvarpi rikisstjórnarinnar, Þeir vildu á þennan hátt láta i ljós álit sitt á, hve alvarleg áhrif lög þessi kæmu tilmeð að hafa á menntun þeirra og heilbrigðis- þjónustuna i Noregi. Kröfur þeirra i menntunar- málum sinum voru: Við viljum: — Sérskóla með eigin stjórn. — Halda þeim skólum sem við höfum i dag. — Stunda okkar aðalgrein frá námsbyrjun. — Samræmda menntun með verklegu og bóklegu námi. — Verknám á stofnunum hjá viðurkenndu fagfólki. — Aframhaldandi undirbún- ingsverknám. HÖFNUM FRUMVARPINU. Nemendurvið iðjuþjálfunar- skólann i Þrándheimi. E.E.A. „FENGU HVORKIIÁN NÍ STYRKI.." — nokkrar línur til Aðalsteins „slömm" A. hringdi Alltaf leiðist mér það jafn mikið að heyra erlendar slettur i málinu okkar. Mér leiðist slik- ur talsmáti og reyni óðar að leiðrétta viðkomandi þegar ég heyri slikt. En enn meir fer i taugarnar á mér að sjá slikar slettur i blööum. Mér datt i hug að hringja til ykkar vegna þessa, þar sem ég sá i einu blaðanna fyrir stuttu, talað um „slömm”. Orð þetta var notað i grein um áramót i ýmsum borgum heims. Var meðal annars sagt frá þvi að ó- kyrrt hafði verið i „slömmum” suðurafriskra borga. Ég veit ekki betur en hér sé átt við fátækrahverfi einfald- lega. Væri ekki öllu nær að nota það islenska orð i ritmáli? Og talmáli? Ég tala nú ekki um i fjölmiðlum, sem ættu sam- kvæmt öllu að vera til fyrir- myndar. Skrýtið Kjartan Magnússon 9 ára hringdi: Mig langaði nú bara til þess að segja ykkurá Visi frá þvi, að mér finnst þaö skritið að birt skuli vera mynd af manni sem trúir á Satan I helgarblaði ykk- ar. Mér finnst það skritið vegna þess að helgarblaðið kemur út á sunnudögum og það er nú ein- mitt sá dagur sem fólk fer i kirkju. Jóhanna Pétursdóttir, skrifar. Efni þessa bréfs er að fara ör- fáum orðum um grein þina i Dagblaðinu 18/12. sl. Heiti hennar er:,,Séra Emil og komminn”. Leiö þér nú ekki dá- samlega vel þegar þú varst bú- inn að koma saman þessari fyr- irsögn. En helduröu að þér hefði liðiö stórum ver, þó þú hefðir bara skrifaö séra Emil og Bryn- jólfur Bjarnason. Ég held þú hafir grætt á þvi en ekki tapað. Svo átti þessi fyrirsögn alls ekki við greinina þvi hún var einsog allar þinar fyrri greinar, að tæta I sundur efni sjónvarps- ins. Það voru aðeins örfáar lin- ur um þetta efni. En til að fyrir- byggja allan misskilning, vil ég taka það fram, að ég er ekki kommúnisti og hef aldrei verið og ekki æfinlega sammála Brynjólfi Bjarnasyni. En ég met manninn og ber mikla virðingu fyrir honum og mörgum hans skoðunum þvi ég dæmi fólk ekki eftir þvi hvar það er i pólitik. Ég fer eftir allt öðru i fari fólks, sem þú myndir sennilega ekki skilja. ,,Datt ekki i hug þeir sætu berlærað- ir...” Þú byrjaöir með að tala um öryggisgirðingar. Ég sá að visu útbúnaðinn, en hugmyndaflug mitt var ekki nóg til þess að mér dytti i hug, að séra Emil væri hræddur við Brynjólf þvi þá hefði hann ekki beðið um opin- bertviðtal við manninn. Og mér datt heldur ekki i hug að þessir heiðursmenn sætu þarna ber- læraðir. Svo segir þú að Bryn- jólfur hafi veriö I greinilegri vörn en með allri virðingu fyrir séra Emil, þá gat ég ekki fundið að spurningarnar væru neitt skynsamlegri en svörin. En það var nú reyndar ekki þetta, sem ég ætlaöi að tala um við þig, því ég er ekki að verja Brynjólf Bjarnason. Þess þarf ekki, hann er maður til að svara fyrir sig sjálfur. Þú kallar hann óforbetranlegan eitilharðan komma og eitilharðan nagla og ýmislegt fleira. Og svo beiðstu eftir þvl að hann félli grátandi að fótum séra Emils á sjón- varpsskerminum frammi fyrlr alþjóð. Ingólfssonar ,,Frá menntuðum manni?” Nú spyr ég þig drengur minn. Ert þú ekki menntamaður? Bera þessi skrif þin þess vott að þau komi frá menntuðum manni? Ég efast ekki um að þú getir komið gömlum manni eða konu til að gráta, það er stund- um létt verk, og þvi miður er Brynjólfur Bjarnason orðinn gamall eins og ég. En hefur þú aldrei hugsað um það að þaö eru einmitt við gamla fólkið sem ruddum veginn fyrir þig og aöra sem njóta menntunar i dag. Mín kynslóð fékk hvorki lán né styrki til eins eða neins. Við fengum ekki meðlög með börn- unum okkar, og það þýddi ekk- ertfyrir okkur að heimta allt af þjóðfélaginu. Nei, drengur minn. Við uröum að vinna sjálf fyrir okkar lifs- viöurværi og ef við hefðum ekki gert það ættir þú og þin kynslóö ekki jafn góöa daga og þið eigið. Og þú sem menntamaður veist sjálfsagt hvað við gamla fólkið berum úr bitum hjá þjóðfélag- inu eftir allt okkar strit og öll okkar gjöld i rikissjóð. Samt skilst mér aö þér fyndist þaö bara gaman, og ekkert nema hlátursefni ef þú sæir gamal- menni falla grátandi til jarðar frammi fyrir alþjóð. En þó að þinn hugsunargang- ur sé þannig, þá færðu mig aldrei til að trúa þvi, að Emil Björnsson hefði glaðst yfir sliku. Ég held að honum hefði ekki liðið betur en mér ef hann hefði orðið til þess að græta gamalmenni. Búið að ryðja braut- ina.... Þú segist ekki vilja kynnast manni eins og Brynjólfi Bjarna- syni. Ja, er það nú loft. En ertu nú viss um að hann langi til að kynnast þér? Ætli flestir hafi ekki kynnst þér nægilega mikiö I gegnum skrif þin. Og að endingu drengur minn. Ef þú nenntir að leggja þaö á þig að athuga hvernig lif okkar gamla fólksins var og annað eins ætti eftir að blða þín I ell- inni myndir þú ekki óska eftir þvi að lifa lengi. En sem betur fer er búið að ryða braut- ina fyrir þig svo þú þarft senni- legaengu aðkviða. Svo kveðég þig- >éra EmU o| ¥ komminnj

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.