Vísir - 08.01.1977, Blaðsíða 10

Vísir - 08.01.1977, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 8. janúar 1977 VISIR Ctgefandi:Kevkjaprent hf. Framkvaemdastjóri:Davfö Gu&mundsson Kitstjórar: t>orsteinn Pálsson ábm. ólafur Ragnarsson Kitstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guömundur Pétursson. Um- sjón meft helgarblabi: Arni Þórarinsson. Blaftamenn:Edda Andrésdóttir, Einar Guftfinnsson, Elfas Snæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guftjón Arngrfmsson, Kjartan L. Pálsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guftvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Akur- eyrarritstjórn: Anders Hansen. Ctlitsteiknun: Jón Oskar Hafsteinsson og Magnils Ólafsson. Ljós- myndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurftsson. Dreifingarstjóri: Sigurftur R. Pétursson. Auglýsingar-.Hverfisgata 44.Slmar lUibU. «Bbii Askriftargjald kr. 1100 á mánufti innanlands. Afgreiftsla : Hverfisgata 44. Simi 86611 Verft I lausasölu kr. 60 eintakift. Kitstjón:Sfftumúla 14.S(mi 86611, 7llnur Prentun: Blaftaprent hí. Akureyri. Slmi 96-19806 Nýjar hugmyndir eða gömul hefð? Að undanförnu hefur örlað á breyttri afstöðu sósíal- ista og kommúnista í Evrópu til varnarsamstarfs vestrænna rikja, sem svo eru nefnd. Andstaðan við þetta samstarf hefur lengi verið álitin slíkt trúaratr- iði, að það útilokaði stjórnarsamvinnu kommúnista og borgaralegra stjórnmálaafla, sem staðið hafa að varnar- og öryggissamvinnu Atlantshafsbandalags- rikjanna. Þennan fleyg hafa ýmsir leiðtogar kommúnista og sósíalista í Evrópu viljað fjarlægja til þess að auð- velda þátttöku í ríkisstjórnarsamstarfi. Leiðtogi it- alskra kommúnista hefur að ýmsu leyti markað ný viðhorf í þessum efnum. Og sama virðist nú vera uppi á teningnum á Spáni. Formaður Alþýðubandalagsins viðraði hugmyndir af þessu tagi eftir italíuferð sína á síðastliðnu ári. Ráðandi öf I í f lokknum hér sýnast þó hafa kveðið þær niður a.m.k. í ræðu og riti. Alþýðubandalagið hefur því ekki opinberlega breytt gildandi kennisetningum um algjöra og skilyrðislausa andstöðu við varnarsam- starfið. Á hinn bóginn er á þaðað líta aðsveigjanleg afstaða sósíalista gagnvart varnarsamstarfi vestrænna ríkja er e.t.v. ekki eins ný af nálinni og virðast kann við fyrstu sýn. Þór Whitehead sagnfræðingur hefur t.a. m. sýnt fram á það i nýbirtri grein í tímariti Bók- menntafélagsins, að á sínum tíma var nýsköpunar- stjórnin sósíalistum mikilvægari en tafarlaus brott- flutningur bandaríkjahers eftir stríö. Fræðigreinar Þórs Whitehead um samskipti ís- lands og stórveldanna á f immta áratugnum sem birst hafa í Eimreiðinni og Skírni eru gagnmerkar fyrir margra hluta sakir. Merkilegt er að Háskólinn skuli ekki vera búinn að opna dyr sínar fyrir slíkum sagn- fræðingi. I nýjustu grein Þórs Whiteheads um þessi efni kemur glögglega fram að dvöl bandarikjahers hér eftir stríðið var leiðtogum sósíalista ekki það trúar- atriði, að sköpum skipti fyrir stjórnarsamvinnu við Sjálfstæðisflokkinn og Alþýðuflokkinn. Þeir féllust á könnunarviðræður við Bandaríkin um hugsanlega að- stöðu þeirra hér eftir stríðið og gáfu forsætisráðherra nýsköpunarstjórnarinnar svigrúm til þess að tefla refskákina við stjórn Bandaríkjanna. Segja má, að sams konar sveigjanleiki hafi komið fram í báðum vinstri stjórnunum, sem setið hafa við völd á iýðveldistimabilinu. Þær sprungu báðar á efnahagsmálaöngþveiti og óðaverðbólgu en ekki her- stöðvamálinu. Hin nýja afstaða kommúnista og sósí- alista í Evrópu gagnvart varnarsamvinnu vestrænna ríkja á sér augljóslega nokkra hefð í íslenskri stjórn- málasögu. Að því leyti er hún ekki ný. Upplýsingar þær sem Þór Whitehead hefur dregið fram idagsljósið, sýna m.a. að bandaríkjamenn hafa í öndverðu treyst f ramsóknarmönnum best til þess að gæta hagsmuna sinna hér á landi. Forystumenn Sam- bandsins eins og Vilhjálmur Þór voru taldir áhrifa- mestir vinir Bandaríkjanna á islandi. En það voru ekki einvörðungu Jónas Jónsson frá Hriflu og Vilhjálmur Þór sem börðust fyrir her- stöðvasamningi við Bandaríkin til níutiu og níu ára. Meðan málavafstur þetta fór fram að tjaldabaki tóku aðrir helstu forystumenn flokksins þátt í að koma þessari kröfugerð Bandaríkjanna fram. Því má segja 'með nokkrum sanni, að það hafi verið lán, að Fram- sóknarflokkurinn skyldi ekki vera í valdaaðstöðu á þessum örlagaríku timum. öryggis- og viðskiptahagsmunir virðast hafa tvinn- ast saman, þegar þessi fyrstu skref voru stigin til fullrar þátttöku í varnarsamstarfi Atlantshafs- bandalagsþjóðanna. I sjálfu sér eru það ekki ný sann- indi. Samstaða þjóða hlýtur ávallt að byggjast á mörgum þáttum, barnaskapur er að ímynda sér ann- að. Matthias Bjarnason heilbrigðisráðherra flytur ávarp við opnun kvennadeildar Landspitalans. „Til að veita mœðrum og börnumbestu hugs- anlega umsjón og að- hlynningu" — kaflar úr óvarpi Matthíasar Bjarnasonar, heilbrigðis- og tryggingaróðherra, við opnun nýju kvennadeildar Landspítalans „Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka öllum þeim, sem iagt hafa hönd að verki tif þess aö þessi bygging hinnar nýju fæð- inga- og kvensjúkdómadeildar, hefur komist I not. Ég þakka einstaklingum og samtökum, sem sýnt hafa málinu áhuga og fjárhagsiegan stuðning, ég þakka öllum starfsliöi spitalans, sem unnið hefur ómetanlegt og óeigingjarnt undirbúnings- starf , og verið vakandi um það, aö byggingin yrði sem best úr garði gerð”, sagöi Matthias Bjarnason, heilbrigðisráðherra, I ræöu sinni vð opnun nýju kvennadeildar Landspitalans. 1 ræðu sinni fjallaði ráöherra m.a. um Landspitalann og um afstöðu til fæðinga fyrr og siðar, og sagði þá m.a.: Fyrsta barniö á Land- spítalanum fyrir 46 árum „Landspitalinn er ekki gömul stofnun, hann tók til starfa um þetta leyti árs 1920 og þar voru þá 92 sjúkrarúm á tveim deild- um, handlæknisdeild og lyf- læknisdeild, en nokkur hluti handlæknisdeildar var ætlaður sængurkonum og urðu þau rúm þegar til kom 12. Fyrsta barnið fæddist á þess- um spitala hinn 5. janúar 1931. Sem sérstök stofnun varð fæð- inga- og kvensjúkdómadeild sú, er þetta hús er byggt við, tekin i not i lok árs 1948, en fyrsta barn þar fæddist 2. janúar 1949. Fæðinga- og kvensjúkdóma- deildin hafði þvi starfað í hart nær 30 ár þegar þessi nýja við- bygging tekur til starfa og er fyrir löngu orðin allt :of litil, enda kröfur allar um aðstöðu og umönnun aðrar en voru i lok heimsstyrjaldarinnar siðari, þegar gamia fæðingardeildin var hönnuð.” Meirhluti fæðinga í heimahúsum áður fyrr „Ég ætla hér ekki i þessu stutta ávarpi að rekja frekar byggingarsögu og framtiðarfyr- irætlanir um byggingar á Land- spitalalóð, en þess i stað að fara nokkrum orðum um það sér- svið, sem starfar á i þessari stofnun, semnúer formlega tek- in i notkun. Lengi vel voru fæðingar ekki taldar þess eðlis að sérstök sjúkrahús þyrfti til þess að fæð- ingarfæru fram. Meirihluti fæð- inga fór fram i heimahúsum með aðstoð ljósmóður og stund- um læknis við misgóðar aöstæð- ur. A siðustu áratugum hefur af- staðan til fæðinga gjörbreyst. Menn hafa gert sér ljósa nauö- syn þess að fylgjast náið með mæðrum um meðgöngutima og hafa við fæðinguna sjálfa allan þann viðbúnað, sem þarf til þess að gripa inn i, ef út af ber. Þvi er það að deild eins og þessi er byggð svo að hægt sé að veita mæðrunum bestu hugsanlega umsjón og aðhlynningu og börn- unum þá umönnun, sem sköpum getur skipt um lif eða dauða, heilbrigði eða örkuml.” Sérstakur andi ríkir á fæðingadeild „Það rikir sérstakur andi á fæðingardeild, annar andi en á flestum öðrum sjúkrastofnun- um. Fæðingin, upphaf æviskeiðs- ins, birting nýs einstaklings, er oftast viðburður hátiöleika og eftirvæntingar, sem fjölskyldan öll tekur þátt i, og starfsfólkið verður vitni að og þátttakandi i meiri eftirvæntingu og gleði en rikir á flestum öðrum sjúkra- stofnunum. Þessi braut er þó ekki alltaf bein og breið fremur en aðrar, sorgin og vonbrigðin birtast þegarungt lif slokknar og þegar börn fæðast andlega og likam- lega vanheil, þannig að ekki er hægt úr að bæta. En þetta eru undantekningar frá aðalregl- unni, flestar mæður fara heim ánægðar með heilbrigð börn, og til að tryggja velferð mæðra og barna hefur verið reynt að gera þessa stofnun úr garði þannig að aðstaða til eftirlits og umönn- unar sé eins og menn vita hana besta við nútimaþekkingu.” Mikil viðbrigði „Viðbrigðin frá starfsaðstöðu i gömlu fæðingardeild og þeirri nýju hljóta að vera mjög mikil. Sérstaklega hefur öll aðstaða batnað til skurðaðgerða og barnaeftirlits og er þess að vænta aðsá aðstöðumunur komi fram i betri og aukinni þjónustu. Mér hefur hér orðið tiðrætt um hlut fæðingarstofnunarinnar i þessu húsi, en hinu má ekki gleyma að hér verður aðalmið- stöð kvenlækninga i landinu. Skurðlækningar og geislameð- ferð á þvi sviði hefur fengið góða aðstöðu i þessari byggingu og er þess að vænta að fyrir þeim þáttum heilbrigðisstarfs sé allvel séð um sinn. Hvað snertir aðstöðu til kven- skurðlækninga, þá sést árangur þeirra lækninga fyrst og fremst i árangri af meðferð illkynja sjúkdóma og við væntum þess að einnig á þvi sviði verði til- koma þessarar nýju deildar til að bæta árangur og auka öryggi.” —ESJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.