Vísir - 08.01.1977, Qupperneq 5

Vísir - 08.01.1977, Qupperneq 5
r Oheppinn Ford Þegar Ford-fjölskyldan var fyrir ári á skíðum i Vail, einu vinsæl- asta skiðalandi Bandaríkjamanua, var mikið veður gert út af þvi, að Bandaríkjaforseti hafði dottið. Rif jað var upp, að hann væri dett- inn, kiaufskur og eiginlega hálfgerður siysarokkur. — Enn var Fordfjölskyldan á skiðum I Vail um sfðustu áramót. t skiðaiyftu á ieið upp á fjaii, missti Ford skiðastafina, og það var eins og við manninn mælt, tugir ljósmyndara smelltu af þvi mynd, og það var komið i heimspressuna daginn eftir. I * I Kenne- dyar ó skaut- um Það má ekki á milli sjá, hvorir skemmta sér betur í snjónum í Bedford-Stuyvesant í Brooklyn, Ethel Kennedy og mágur hennar Ted, eða krakkarnir í hverf inu. Raunar eru þau á skautum á þétttroðnum snjónum á strætinu. Kennedyarnir lyftu ögn upp á jólahaldið í hverfinu með börnum fátækraog sérilagi vangefnum börnum. Kennedyfjölskyldan hefur látið sér mjög annt um vangefin börn í þessu hverfi allar götur frá því, að Robert heitinn Kennedy þingmaður (eiginmaður Ethel) hratt af stað hjálp til handa vangefnum. BLIKK OG STÁL H.F.: Fengu viðurkenningu fyrir góðan aðbúnað Vinnuskilyrði þykja mjög góð hjá blikksmiðjunni. Félag blikksmiða hefur I fyrsta sinn veitt viðurkenningu þeirri blikksmiðju sem skapar að mati félagsins starfsmönn- um besta aðstöðu er varðar aö- búnað og hollustuhætti, og hlaut Blikk & Stál h.f. viðurkenning- una. t ávarpi, sem Kristján Ottós- son, formaður félagsins, flutti við þetta tækifæri, sagði hann, að enginn ágreiningur hefði ver- ið um þessa veitingu, enda væri ljóst, að við uppbyggingu um- rædds fyrirtækis hefði aðbúnað- ur, hollusta og góð vinnuskilyröi starfsfólks ekki gleymst. _ESJ Frá vinstri Garðar Erlendsson, framkvæmdastjóri Blikk &Stál, en við hlið hans stendur Kristján Ottósson, formaður Félags blikk- smiða, með viðurkenningarskjalið. UngurKanada- maður leikur ó orgel í Hóteigskirkju Ungur kanadamaður, Jacqu- es Desroches, heldur orgeltón- leika I Háteigskirkju á sunnu- dagskvöldið, 9. janúar. Mun hann leika orgelverk frá Renaissance- og Barock-timun- um. Jacques Desroches hefur haldiðtónleika m.a. iKanada og Bandarikjunum, svo og i Evrópu og hlotið góða dóma. A efnisskránni eru verk eftir Erbach, Kerll, Cabanilles og Bach. Tónleikarnir hefjast kl. 21 •00- —SJ Eru lög nauð- synleg? Eru lög nauðsynleg? Um þessa spurningu verður fjallað I fyrirlestri Garðars Gislasonar lögfræðings sem fluttur verður á vegum félags áhugamanna um heimspeki á morgun, sunnu- daginn 9. janúar klukkan 14.30 I Lögbergi húsi lagadeildar Há- skóla tslands. I fyrirlestri slnum mun Garö- ar Gislason ræða spurninguna og tilraunir manna til að svara henni og vikur i þvi sambandi sérstaklega að kenningu breska prófessorsins Harts, um tengsl lagareglna og siðferöisreglna. Fyrirlesturinn er öllum opinn. —EA 12 bátar með 4860 lestir i gærkvöldi höfðu 12 bátar til- kynnt um 4860 lesta ioðnuafla, og er heildaraflinn þá orðinn um 8.200 lestir. Vitað er um 24 báta, scm byrjaðir eru loðnuveiðar. —ESJ ,Óánœgja en ekki ánœgja' Tvær leiðinlegar prentvillur voru i frásögn blaðsins i gær áf starfsemi Húseininga h.f. A ein- um stað var haft eftir Matthiasi Sveinssyni, framkvæmdastjóra, að „mikil ánægja væri meö þá staðreynd, að greiða þyrfti 20% söluskatt af öllum húsum, sem fyrirtækið framleiðir”, en átti að sjálfsögðu að vera „ó- ánægja”.Þá var framkvæmda- stjórinn sagður heita Magnús i myndatexta, en hann heitir Matthias, eins og fram kemur i greininni. —ESJ.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.