Vísir - 29.01.1977, Blaðsíða 2

Vísir - 29.01.1977, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 29. janúar 1977 vism ( í REYKJAVÍK ) Er hægt að kaupa hass i öllum framhaldsskólum i Reykjavik? Dóra Þorláksdóttir, nemi: — Ekki svo ég viti. Maöur hefur kannski frétt af þvi, en ég hef aldrei oröiö vör viö þaö sjálf. Þórunn Sölvadóttir, nemi: — Þaö veit ég ekkert um. Þó gæti ég vel trúaö þvi. Vigdls Sváfnisdóttir, nemi:— ör- ugglega. Kannski ekki endilega i skólanum sjálfum, en nemend- urnir hafa vafalaust sambönd. Einar Þór Strand, nemi: — Ekki svo ég viti. En þaö gæti vel veriö fyrir þaö. Hilmar Haröar^on, nemi: — Ég hef ekki rekiö m ig á það. Ég tel aö þaö sé nú yfirleitt keypt einhvers staðar annars staöar. „Þetta er svona svipað og oð bródera" „Þetta er nú bara tómstunda- gaman hjá mér, svona svipaö og aö bródera eða skrifa dagbók,” sagöi Egill Edvarösson dagskrár- maður hjá Sjónvarpinu I samtali viö Visi. Egill opnar i dag sýningu á 20 lituöum teikningum i Gallerl Sól- on Islandus. Þetta er hans fyrsta sýning og voru myndirnar gerðar frá þvi á páskum 1975 fram aö jól- um 1976. Egill stundaði nám i Myndlista- og handíðaskólanum i fjögur. ár. „Ég hef alltaf teiknaö af gamni mlnu,” sagði hann. „En ég fór aðallega út I þessa sýningu til þess að ganga frá myndunum og fá að sjá þær allar saman. Eins fannst mér þetta galleri svo skemmtilegt þegar ég sá það, aö ég vildi gjarnan sýna hér. Hér er góö aöstaöa til aö skoöa myndirn- ar I 20 cm. fjarlægð, en þaö á aö skoða þær eins og þær eru gerö- ar.” Egill sagði að myndirnar sýndu ýmislegt sem kæmi upp hjá sér I daglegu llfi og eins væru.þarna dagdraumar og ævintýri. Margar myndanna sagöi hann tengjast starfi slnu hjá sjónvarpínu og þeim ýmsu verkefnum sem þar kæmu upp. Sýningin verður opin næstu tvær vikur kl. 2-6 virka daga nema mánudaga og kl. 2-10 á sunnudögum. — SJ „Ég móla bara eftir landinu" ,,Ég mála bara eftir landinu eins og þaö kemur fyrir,” sagöi Stefán Jónsson fró Möörudal þeg- ar Vlsir leit inn á sýningu sem nú stendur yfir á Mokka á myndum hans. Þetta er 6. einkasýning Stefáns, semnúer68ára gamall, en fyrsta sýning hans var I Gallerl SGM fyrirfáum árum. I þetta sinnsýn- ir hann 22 myndir og eru flestar þeirra geröar á siöasta ári. - SJ % mAM jnMjSmMXEpp.' gnHHEL. r - s&B Þagnarbandalag við fíkniefnadólga Á sama tima og nöfn manna erubirt opinberlega unnvörpum vegna ýmiss konar rannsókna, og heföir i þvi efni veriö marg- brotnar, m.a. á Guöbjarti Páls- syni, og mörgum fleiri, heyrist eiginiega aldrei minnst á þá, sem hafa staöiö fyrir stórfelldu fikniefnasmygii til iandsins á undanförnum árum. Þaö er lát- iö nægja aö tala um „fikniefna- máliö mikla” o.s.frv. og stööugt eru birtar fréttir af þessum eöa hinum á leiö i eöa úr gæsluvarö- ahdli. En aö rannsóknaraöilar fikniefna láti sér detta i hug aö gefa tæmandi skýrslu um stööu þessara mála meö nöfnum þar sem þaö á viö, kemur ekki til greina. Þaö er eins og þögninni hafi veriö áskipaö aö geyma hættulegustu giæpamál samtimans, þegar skipulega er unniö aö þviaö kenna islending- um átiö á flknilyfjum, börnum sem öörum. Nú vill svo til aö einn fikni- efnadurgurinn er nýsloppinn úr fangelsi á Kefiavikurflugvelli, og enginn veit hvaö af honum hefur orðið. Hafi hann horfiö niöri i fjöru viö Grindavik má allt eins vera aö hann hafi veriö sóttur af sjó, enda munar varla voidugan fikniefnahring aö koma sliku smáræöi i kring meö mútum og öörum grciöslum. Varnarliðsstööin á Keflavikur- flugvelli er sjálfsagt alveg eins arövænleg fikniefnastöð og aör- ar hermannastöövar hvar sem er i heiminum. En þótt þessi bandariski söiumaöur hafi veriö i haldi hjá islenskum yfirvöld- um um sinn, og sé nú strokinn, viröist enga skýrslu þurfa aö gefa um þaö, hvaö hann lét uppskátt eöa hvort honum var sleppt i flóttastassjónina áöur en nokkuö haföist upp úr honum um ólögmæta starfsemi innan porta freisis og framtaks þar syöra. Einn islendingur hefur þó fengiö dóm fyrir aö standa i fikniefnaviöskiptum og viröist rikja nokkur harmur I húsum út af þvi tilviki. Hann getur sjáif- um sérúm kenntaö vera aö fara úr landi til aö stunda iöju sina i alvörurikjum. Þessi ntaöur var dæmdur i eliefu ára fangelsi, sem er svona heimingi strang- ari dómur en felldur er fyrir morö á islandi. Er varla von aö viö skiljum þessa ákveöni dóm- stóla á Spáni i landi, þar sem allt aöhaid til verndar borgur- unum er gliðnað, svo riöa má fylfullum merum um þaö þvert og endilangt. Þaö hlýtur aö vera komiö aö þvi aö almennir borgarar, sem eiga unglinga i skólum og á skemmtistööum geri kröfu til þess aö fikniefnasmygiiö veröi stöövaö meö höröum viðurlög- um og skilyröislausum nafn- birtingum liggi játningar fyrir. Auövitað eru til aðilar, sem mundu kalla þetta refsigleöi tilbúnir aö hefja þegar aka- demiskár úmr. um réttmæti þess aö halda nöfnum fikniefna- sala leyndum, af þvi nafnbirting gæti eyöilegt framtiö þeirra. Viö þá herra skulum viö segja, aö okkur er kærari framtið barna okkar enþeirra, sem byggja at- vinnuveg sinn á þvf að gera þau aö ólæknandi fikniefnaneytend- um. Þögn rannsóknarvaldsins um þessi mál er meö öllu óþol- andi, ósiöleg og þjóöhættuleg. Rannsóknarvaldiö getur ekki gert þagnarbandalag viö fikni- efnaþrjóta. Þaö hefur skyldur viö samfélagið, og þótt þær viröist oft og tiöum litils metn- ar, þegar aö meöferö sakamála kemur, þá er hér um aö ræöa svo einfalt og ljóst tilræöi viö heilsu og framtið ungmenna, aö venjuleg linkind rannsóknar- valdsins verður ekki þoluö. Nöfn fikniefnadólganna á aö birta, svo fólk geti varaö sig á þeim. Þetta eru skógangsmenn sam- timans, sem einskis svífast. Svarthöföi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.