Vísir - 14.02.1977, Side 23

Vísir - 14.02.1977, Side 23
Meira af teiknimyndum Elma Jónatansdóttir, Hörgatúni 9, GarOabæ, skrifar: Ég er sennilega ekki sú eina sem á þriggja ára hnátu sem biö- ur spennt fyrir framan sjónvarpiB grafalvarleg á meöan á frétttun- um stendur og biOur eftir „Bleika pardusnum” (hennar mál),alveg sannfærö um aö hann muni nú koma. Þegar hann svo loksins birtist leynir ánægjan sér ekki i svip hennar. En svo eru það vonbrigöin þeg- ar hann kemur alls ekki. Nú lang- ar mig aö spyrja. Væri ekki hægt að hafa svona teiknimyndir oftar, eftir fréttir. ÞaB eru bæöi börn og fullorönir sem hafa gaman af þessum myndum. Maöur er orö- inn leiður á að horfa á þessa klukku sem oft er sýnd á milli dagskrárliða. Svo eru þaö myndasyrpurnar um Stinu og Stjána. Gaman væri að fá þær á skjáinn svona einu sinni i viku. Þetta eru léttir og gamansamir þættir sem gleöja alla, jafnt unga sem aldna. Ég vona aö sjónvarpsmenn hafi þetta i huga, GOTT OG EKKI GOTT Guömundur haföi samband viö blaðiö: Forráðamenn Háskólabiós mega gjarnan fá klapp á bakiö fyrir snarræöi sitt. Þeir eru farnir aö sýna kvikmynd um árásina á Entebbe flugvöll. Mynd þessi var gerö á siöari hluta ársins 1976 og hún var til dæmis jólamynd i Kaupmanna- höfn i ár. Myndin er glæný, en þegar komin hingaö. Þetta er vel af sér vikiö, En fyrst ég er byrjaöur, þá langar migaö taka þaö fram, aö þó aö jólamyndirnar 1 kvik- myndahúsunum hafi veriö prýöilegar og margar mjög nýj- ar og góöar, þá fannst manni um tima aö forráöamenn kvik- myndahúsanna hafi verib svo vissir um aö þeim hafi tekist vel upp, að þaö nægði fyrir áriö 1977. Mér fannst þessar myndir margar hverjar nefnilega hafö- ar aðeins of lengi til sýningar i sumum kvikmyndahúsanna. Of margir kunnir menn tala Pétur Andrésson, Bjarnarstig 7, hringdi: Ég sá fyrirspurn hjá ykkur i Visi um þáttinn Daginn og veginn Var þar spurt aö þvi hverjir þaö væru sem fengju aö tala. Þessu var m.a. svaraö á þá leiö aö þar töluðu bæöi kunnir menn og svo menn sem aldrei heföu. komiö fram áður, en kunnir menn væru þó i meirihluta. Það finnst mér einmitt. Mér finnst of mikið um það aö kunnir menn komi þarna fram meö sinar skoðanir og sjónarmiö. Þaö vant- ar aöhinn venjulegi alþýöumaður komi fram meö sinar skoöanir. Oft finnst mér lika þaö sem um er rætt fremur ómerkilegt og oft alls ekki timabært. Mér finnst þessi þáttur vett- vangur fyrir ýmis þau mál sem hæst ber. Mætti ekki t.d. tala um eiturlyfjamál og verkalýösmál þjóöarinnar og Önnur slfk'f Þaö er of mikið veriö aö spjalla um mál sem mættu liggja á milli hluta. Við viljum heyra eitthvaö nýtt, en ekki gamalt. Annars koma þarna aö sjálfsögöu lika fram menn sem tala mjög skemmtilega og sem virkilega gaman er að hlusta á. En svo ég komi meö fleiri uppá- stungur. Má ekki fjalla um staö- greiöslukerfi skatta, og t.d. þaö að þegar kaup alþingismanna hækkar, þá veröur ekki spreng- ing, en þegar kaup verkamanns- ins á að hækka, þá ætlar allt vit- laust aö verða. ,EKKI ALLAR GRÝLUR RAUÐAR' Framsóknarmaður á Akranesi hringdi: Mig langar aö koma á fram- færi smáorösendingu til Markúsar Arnar Antonssonar vegna greinar sem hann skrif- aöi ummjósnir sovétmanna á Is- landi. Mig langar aö benda hon- um á að ekki eru allir grýlur rauðar, og þaö eru fleiri njósnarar en rússar. Inni á hálendi hitti ég t.d. sumariö ’68 þýska stúdenta sem voru aö kortleggja og voru meö fullkomnar græjur til þess. Gætu þaö ekki allt eins veriö njósnir? Ef athuga á njósnir og njósn- ara hér á landi, þá held ég aö þaö mætti athuga fleiri en rússa I þvi sambandi t.d. þjóðverja. Frábœr og fáguð sýning G.S. hafði samband viö lesenda- aönjótandi. Þaö er hins vegar slöuna: dálitiö undarleg tilhögun hjá húsinu varöandi auglýsingar að Við hjónin fórum i leikhús s.l. auglýsa ekki sýningar i þriöjudagskvöld og sáum Meist- Morgunblaöinu á mánudögum arann eftir Odd Björnsson. Er og þriðjudögum, og var þaö fyr- hann sýndur á Litla sviöinu i ir tilviljun að viö fréttum af leikhúskjallaranum. Aðra eins sýningunni á þriöjudagskvöldiö. fágun og innlifun i leik höfum Svo eitt aö lokum: Aö sýningu við ekki séö árum saman og för- lokinni var barinn ekki opinn og um þó töluvert i leikhús. Ég gafst fólki ekki tækifæri aö vildi bara vekja athygli á þess- koma saman og rabba um verk- ari sýningu, ef sýningum skyldi iö sem gefur vissulega tilefni til fara-fækka, þannig aö sem flest- umræðna. Með fyrirfram þökk ir gætu orðiö þessarar ánægju fyrir birtinguna. Hver fór með aðalhlutverkið? G. hringdi: I sjónvarpinu fyrir nokkru var endurtekinn einn af þáttunum Ugla sat á kvisti. Var þar meöal annars sýnd gömul kvikmynd eft- ir Loft Guðmundsson. Tveir menn fóru þar meö aukahlutverk, þeir Haraldur A. Sigurösson og Alfreö Andrésson og voru nöfn þeirra tekin fram. Hins vegar var ein- hverra hluta vegna ekki tekiö fram hver fór meö aöalhlutverk i myndinni. Ég vil endilega bæta úr þvi og koma á framfæri hver þaö var, en þaö er Guðjón Einarsson. Þessar myndir birtust meö fréttinni í Vísi um nýju leiktækin á gæsluvellinum viö Fifusel. FAGNA NÝJUM LEIKTÆKJUM Móöir haföi samband: Ég sá lesendabréf hjá ýkkur i Visi um daginn um aö ýmislegt mætti betur fara á leikvöllum i borginni. Þar er ég alveg sam- mála, og þvi gladdist ég þegar ég sá frétt um þaö i blaðinu aö nýr gæsluvöllur væri i undir- búningi meö nýju sniöi og á hann aö vera viö Fifusel. I fréttinni eru birtar myndir af nýjum leiktækjum, svo sem flugvél, tréhesti og ævintýra- höll. Er tekið fram að stefnt sé að þvi aö hafa vellina liflegri og fjölbrey tilegri. Ég vona aö þessi nýja stefna veröi tekin upp á öllum öörum leikvöllum borgarinnar, þvi aö ég held aö þau leiktæki sem fyr- irfinnast séu oröin á eftir timan- um.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.