Vísir


Vísir - 04.03.1977, Qupperneq 17

Vísir - 04.03.1977, Qupperneq 17
vism Föstudagur 4. mars 1977 17 Ástglingarnar á Reyðarfirði: stefni Stér rifa á flutn- inqa- skinsins Skipiö eftir áreksturinn. Eins og sjá má gengur bryggjukanturinn nokkra metra inn i stefni skipsins. Ljósm.: Gunnar Hjartarson Sjópróf hófust siðla í gær vegna ásiglingar griska flutningaskipsins Allakonon Progress á bryggjuna á Reyðarfirði, sem sagt var frá i blaðinu i gær. Griska skipið, sem kom til að ná i 10 þúsund lestir af loðnumjöli á Reyðarfirði, sigldi þrisvar sinnum á bryggjuna, en komst samt sem áður aldrei upp að henni. Skemmdi skipið bryggjuna nokkuð, auk þess sem hluti stefnis þess gekk inn um einn tvo metra. Sjóprófin fóru fram hjá sýslumanninum á Eskifirði, og kom Sigurður A. Magnús- son, skólastjóri, austur til að vera túlkur, en hann er griskumælandi. Hjalti Gunnarsson, út- gerðarmaður á Reyðarfirði, sagði i viðtali við Visi, að loðnubáturinn Guðmundur Jónsson GK hefði reynt að að- stoða griska skipið, sem er 10-12 þúsund tonn að stærð, við að komast upp en árangurs- laust. Sagði hann, að svo Ivirtist sem grisku skip- stjórnarmennirnir væru vanastir að hafa dráttarbáta þegar þeir væru að leggjast upp að, og væru þvi litt vanir aðstæðum, sem þær er eru á Reyðarfirði. Einnig sagði hann að skipið væri hlaðið þannig, að hluti skrúfunnar stæði upp úr, og fyrir bragðið væri erfiðara að stjórna skipinu. —ESJ/EKG. Hluti stefnis skipsins er kominn langt inn á bryggju. Eftir hinar misheppnu&u tilraunir hélt skipib frá bryggju og sést greini- Bryggjukanturinn, þar sem lega, hversu illa þab hefur þolað áreksturinn. griska skipið sigldi á.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.