Vísir - 16.03.1977, Blaðsíða 4

Vísir - 16.03.1977, Blaðsíða 4
 Atkvœðagreiðslan byrjuð í Bihar, vöggu andstöðunnar gegn Indíru Kjörstaðir opnaðir á Indlandi Kjörstaðir í Bihar voru opnaðir í morgun og kosningarnar í Indlandi eru hafnar. Ibúar Bihar eru um 60 milljónir en um 80% eru ólæsir. Bihar er heimaríki tveggja helstu leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Jayaprakash Narayans og Jagjivan Rams, Báðir oddvitar þeirra strauma í Indlandi, sem óánægð- astir eru með stjórn Indíru Gandhi. Fylgst er af athygli meö framvindu kosninganna I Bihar, •*--------------------m. Indlra Gandhi: Andstaöan var mest gegn henni I Bihar. Ram og Narayan, báðir heimamenn I Bihar, vænta sln mikils af kjósendum I Blhar. sem lengi hefur veriö vagga ein- hverrar mestu andstööunnar gegn Indiru. Þar voru miklar stúdentaóeiröir til aö mótmæla hækkandi verölagi og spillingu stjórnvalda fyrir tveim árum, og breiddist andstaöan viö stjórnina þaöan út um landiö. Meö tilkomu neyöarástands- laganna 1975 var andstaöan i Bihar sem annars staöar brotin á bak aftur og kæfö i bili. En undir niöri hafa ólgaö tilfinning- arnar, sem stúdentaóeiröirnar vöktu, hvort sem þær voru meö eöa á móti. Lögreglan brást á sinum tima hart viö mótmæla- aögeröum stúdenta og enn er öry ggisákvæöum neyöar- ástandslaganna framfylgt einna strangast I Bihar. I Bihar er kosiö um 54 þing- sæti i Lok Sabha (neöri málstofu þingsins), en Bihar og ná- grannarikiö Uttar Pradesh (meö 85 þingmenn) ráöa sam- tals yfir fjóröungi þingsæta neöri málstofunnar. Þaö er flestra hald aö úrslit kosning- anna I nyrstu rikjum Indlands frá Bihar vestur til Rajasthan komi til með aö ráöa miklu um heildarniöurstööu kosninganna. Úrslitin I Bihar eru þeim Narayan og Ram sérlega mikil- væg. Þetta er þeirra heimariki og geta þeir hvergi vænst frekar fylgis en einmitt i Bihar. Narayan, sem i daglegu tali er oftast nefndur aöeins ,,JP” nýtur mikils álits i Bihar. Fyrrum var honum spáö aö veröa forsætisráöherra Ind- lands, en upp úr 1950 dró hann sig i hlé úr landsmálapólitikinni og sneri sér aö endurbótastarfi heima i þorpum sins heimahér- aðs. Stúdentaóeiröirnar drógu hann inn i pólitikina aö nýju og var Narayan i fylkingarbrjósti nýrrar stjórnmálahreyfingar, þegar Indira Gandhi lét hand- taka hánn i skjóli neyðar- ástandslaganna 1975. Ram, sem er úr hópi stétt- leysingja (harijana), er sömu- leiðis liklegur til þess aö laöa að sér atkvæöi. Um 30% kjósenda i Bihar eru stéttleysingjar og lik- legir til þess að fylgja lleiötoga sinum. -----------' Flugrœninginn kominn nustur fyrir tjald Italski f lugræninginn, sem rændi dóttur sinni á Fílabeinsströndinni, var á leið til Moskvu í nótt í áföngum, þar sem höfð var viðkoma í Zurich og í Varsjá, til þess að bæta eldsneyti á vélina og skipta um áhafnir. Hann hefur sagt, aö þungar áhyggjur hans af framtiö dætra sinna hafi rekið hann til ránsins. Sovésk yfirvöld hafa lofaö spænska flugfélaginu Iberta aö vélin skuli fá lendingarleyfi i Sovétrikjunum, en hún var stödd á flugvellinum i Varsjá, þegar siöast fréttist I nótt. Um borö I vélinni eru 13 farþegar, 7 manna áhöfn, flugræninginn og þriggja ára dóttir hans. Frá Filabeinsströndinni neyddi ræninginn flugstjórann til aö fljúga til Torrino, þar sem hann kraföist fimm ára dóttur sinnar, sem þar er hjá fyrrverandi eigin- konu hans. En móöirin lét ekki barniö laust. Luciano Porcari, sem er vopn- aður riffli og skammbyssu, geröi tilraun fyrir fimm árum til þess aö ræna flugvél á Fílabeins- ströndinni, en var yfirbugaöur. — A þessari ferö sinni á milli flug- valla I Evrópu i gær og i nótt Heimiliserj- ur hjá Bob Dylan Sara Dylan heldur þvi fram, að maður hennar, söngvarinn Bob Dylan hafi f læmt hana burt af heimili þeirra til þess að taka inn aðra konu. Hún leitar nú skilnaöar fyrir rétti i Los Angeles og segist ekki þora heim af ótta viö barsmíö Dylans. — Kvaöst hún einn morguninn hafa komið aö ókunnri konu viö morgunveröarboröiö meö Bob og börnum þeirra. Segir hún aö Bob eigi viö skap- bresti aö striöa og hafi lagt á hana hendur. Hafi hún stundum læst aö sér svo aö hann næöi ekki til hennar. Rétturinn hefur úrskurðaö henni rétt til afnota af húsi þeirra og umráöin yfir börnum þeirra fimm. Þegar hún flutti inn aftur, flutti Bob Dylan út. Sú var tiðin, aö Bob Dylan orti Söru ljóö, sem byrjaöi þannig: „Sara, Sara, þú mátt aldrei yfir- gefa mig!” ----------------------«C Bob Dylan meö gitarinn sinn. hefur hann látiö þau orö falla, aö hann vilji heldur lenda I fangelsi i kommifiiistariki en gefast upp fyrir Itölskum yfirvöldum. Amma í | loftbelg Tvær konur, önnur þeirra amma, ætla aö fara yfir Ermar- sundiö I loftbelg, en þær yröu fyrstu konurnar til þess, ef af veröur. Gwen Bellew, 58 ára gömul amma úr London, hefur sér til föruneytis 24 ára bandarikja- stúlku, sem á heimsmet kvenna i hæðarflugi (7.300 metra). Bellew ætlar aö setja nýtt heimsmet I langflugi. Þessi mynd var tekin af Bardot I mótmæiaaögeröum viö nori sendiráöiö I Paris I fyrra til aöandmæla seladrápi. Franska leikkonan, Brigitte Bardot, sem hafði hér viðkomu í flugvél sinni á dögun- um, hefur sent Elisa- betu bretadrottningu bréf, þar sem hún biður hana að beita sér fyrir því að „fjöldamorðin á selabörnunum" á Nýf undnalandi verði stöðvuð. „Opinber tilskipun frá yður mundi binda enda á þessar lögvernduöu aftökur, sem fólk meö samvisku þolir ekki lengur. Please, gefiö þessa tilskipun yðar hátign. Heimurinn biöur....” segir i bréfi leikkonunnar. Bardot er mikill dýravinur og hefur látiö andmæli gegn seladrápi til sin taka. Hún klæöist t.d. ekki pelsum úr dýrafeldum til þess aö stuöla ekki aö frekari loödýra- veiöum. Viðkoma hennar hér var á leið hennar til Quebec i Kanada til þess aö aöstoöa viö aö setja á laggirnar verk,- smiöju, sem framleiöa mun flikur úr gervileöri og gervi- loöfeldum. Verksmiöjan á aö bera hennar nafn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.