Vísir - 16.03.1977, Blaðsíða 10

Vísir - 16.03.1977, Blaðsíða 10
10 Miövikudagur 16. mars 1977 VISIR VÍSIR ' Ctgefandi:Heykjaprent hf. Framkvjrmdastjóri:I)avíö Guftmundsson Kitstjórar :l>orsteinn Fólsson dbm. ólafur Hagnarsson Hitstjórnarfulltrúi: Brági Guðmuftdsson * Kréttasljóri erlendra frótta: Guðmundur Pétursson. Umsjón meft helgarblafti: Arni Þórarinsson. Blaftamenn: Edda Andrésdóttir, Einar GuBfinnsson, Ellas Snæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, GuBjón Arngrimsson, Kjartan L. Pálsson, óli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur GuBvinsson, lþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Akureyrarrltstjórn: Anders Hansen. Ctlitsteiknun: Jón óskar Hafsteinsson og MagnUs ólafsson. Ljósmyndir: Jens Alex- andersson, Loftur Asgeirsson, Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. SigurBsson. Dreifingarstjóri: Sigurftur R. Pétursson. Auglýsingar: SIBumúla 8. Slmar 11660, 86611. Askriftargjald kr. 1100 á mánufti innanlands. Afgreibsla: Iiverfisgata 44. Slmi 86611 • Verft I lausasölu kr. 60 eintakiB. Ritstjórn: Slbumúla 14. Slmi 86611, 7 Ifnur Prentun: Blaftaprent hf. Akureyri. Slmi 96-19806. Góðir menn hér og vondir þar Kjaramálaumræðurnar eru um þessar mundir að taka á sig hefðbundna mynd þrætubókarlistarinnar. Forystumenn hagsmunasamtaka vinnuveitenda og launþega hafa að vísu ekki hafið stríðssönginn, en sjálfskipaðir talsmenn belgja sig af því meiri krafti. Ekki er þvi ólíklegt að senn fari að hitna í kolunum í þessum efnum. Aðdragandi kjarasamninga hefur ávallt verið póli- tískur að méira og minna leyti og hefur einu gilt hverjir hafa skipað forystusæti hagsmunasamtaka og ríkisvalds. Að þessu sinni bendir margt til, að ekki verði mikil breyting á, þó að flestum sé Ijóst, að hefð- bundið flokkspólitískt reiptog í þessum efnum geti ólíklega leitt til skynsamlegrar niðurstöðu. Að undanförnu hefur megináherslan verið lögð á kröfur um verulega hækkun lægstu launa. I kröfugerð af þessu tagi felst almenn viðurkenning á tveimur þýðingarmiklum staðreyndum. I fyrsta lagi, að ekki er fyrir hendi svigrúm til mikilla almennra kauphækkana og í öðru lagi, að óðaverðbólgan hefur komið með mestum þunga á láglaunafólkið. I sjálfu sér ætti þaðekki að vera deiluefni, að í kom- andi kjarasamningum verði kjör þeirra, sem við erfiðastar aðstæður búa bætt verulega. Forystumenn Alþýðusambandsins hafa einnig lýst yfir því, að það sé meginverkefnið, sem fást þurfi við. Af hálfu ríkis- stjórnarinnar hefur einnig komið fram, að eðlilegast sé að nota það svigrúm, sem fyrir hendi er til að styrkja stöðu láglaunafólksins. Sannleikurinn er hins vegar sá, að þessi sjónarmið eru ekki ný af nálinni, Þau hafa áður verið túlkuð af hagsmunaaðilum og fleiri en einni ríkisstjórn. Það hefur á hinn bóginn verið mjög erfitt að fylgja þeim fram þegar til kastanna hefur komið í kjarasamning- um. Af leiðingin er sú, að þeir betur stæðu hafa of oft fengið kjarabætur á kostnað þeirra, sem minna mega sín. Þrátt fyrir batnandi viðskiptakjör að undanförnu er kaupmáttur útflutningstekna þjóðarbúsins í heild enn um það bil 17% rýrari en fyrir þremur árum. Þar við bætist, að skuldasöfnun vegna almennrar neyslu og fjárfestingar opinberra aðila og einkaaðila hefur verið óhóf lega mikil á allra síðustu árum. Vilji menn koma á jafnvægi I efnahagslífinu á ný er óhjákvæmi- legtað hagnýta batnandi ytri viðskiptaskilyrði til þess að vinna bug á þessum erfiðleikum. Ef nú yrðu ákveðnar miklar almennar kauphækk- anir umfram það sem aukin verðmætasköpun segir til um, getur það aðeins leitt til nýrrar verðbólguskriðu. Þetta er bláköld staðreynd, sem öllum aðilum er vita- skuld Ijós, og henni verður ekki breytt með hefðbund- inni þrætubók umvonda menn hér og góða þar. Þaö er of mikil einföldun á viðfangsefninu. Verðbólgan er ægilegri meinsemd en svo, að menn geti leikið sér með þá þætti efnahagsstarfseminnar, sem hafa áhrif þar á. Forystumenn hagsmunasam- taka og rikisvalds bera sameiginlega ábyrgð í þessum efnum. Eftir langvarandi óðaverðbólgu geta borgararnir með fullum rétti krafist þess, að þessir aðilar tryggi sameiginlega hagsmuni láglaunafólks- ins og komi I veg fyrir nýtt óðaverðbólguskeið. Raforkuvinnslon ó íslandi ó síðasta óri: Vatnsaflstöðvar framleiða 97% raforkunnar Raforkuvinnsla allra orku- vera landsins varö á siöasta ári alls um 2.421 gigawattstund, eöa 5.5% meiri en á fyrra ári. Þar munaöi mest um aukningu á orkuvinnslu vatnsaflsstööva, sem nam 6.5%. Vinnsla jarö- varmastööva jókst um 3.6%, en vinnsla oliustööva minnkaöi hins vegar um 26%. Þetta kemur fram i yfirliti Orkustofnunar um raforkuver og rafveitur á Islandi áriö 1976. Þar segir, aö um 97% rafork- unnar hafi veriö framleidd i vatnsaflsstöövum, en 0.8% i jarðvarmastöð og 2.2% i oliu- stöðvum. ORKUVER, ADFLUTNINGSLÍNUR OG HELSTU AOVEITUSTÖOVAR A ÍSLANOI 31.12.76 ■ Orkuvtr . IMW ▲ Aðveitudöðvor # Orkuvar « I MW Aðflutmngtlinur 90 ÓOkm Rúmur helmingur ork- unnar fer til stór- aotkunar Riimur helmingur þessarar orku, eða 55.8%, fór til svo- nefndrarstórnotkunar.en 44.2% til almennrar notkunar. Tilstórnotkunar telstsú orka, sem fer til Álfélagsins, Aburðarverksmiöjunnar, Se- mentsverksmiðjunnar og Kefla- vikurflugvallar, að viðbættum 5-10% flutningstöpum. Stærsti notandinn er Alfélag- ið, sem tók 46.3% orkunnar, eöa um 1121 gigawattstundir. Aburðarverksmiðjan notaöi tæplega 146 gwst, Keflavikur- flugvöllur tæplega 68 gwst og Sementsverksmiðjan rúmlega 15 gwst. Orkunotkun þessara aðila jókst á siöasta ári nema hjá Se- mentsverksmiðjunni, þar sem um 6.5% minni notkun var aö ræða en 1975. Mest aukning á Vestfjörðum Verg orkunotkun á ibúa var tæplega 11 gwst á siðasta ári, en verg almenn notkun um 4.8 gwst. Mjólkárvirkjun á Vestfjöröum. Hlutfallsleg aukning orku- notkunar varð langmest á Vest- fjörðum, eða 24.9%, en á Austurlandi 14.5%, Norðurlandi 7.4% og á Landsvirkjunarsvæö- inu, þ.e. Suðurlandi og Vestur- landi, 6.3%. Aukningin yfir landiö var 7.9%. Uppsett afl i orkuverum landsins var um siðustu áramót 502.684 kilówött, og nam aukningin frá fyrra ári 6.440 kw. Skeiðsfossvirkjun stækkaði um 1700 kw og Sængurfossvirkjun, sem er við Botn i Mjóafiröi við Isafjarðardjúp, var tekin i notk- un. Hún framleiðir 720 kw. Diselstöðvar bættu við sig 4.020 kw á árinu, þar af 2100 kw hjá Rafveitu ísafjaröar og 1920 kw hjá Rafmagnsveitum rikisins. Mismunandi raforkuverð 1 yfirlitinu er m.a. birt yfirlit utn raforkusöluna á árinu 1975, en nýrri tölur munu ekki hand- bærar. Þá er einnig birt yfirlit um smásöluverð á raforku eins og þaö var i febrúarlok siðast- liðinn, annars vegar miðað við heimlisnotkun og hins vegar stórar vélar. Þar kemur i ljós, aö smásöluverðið er nokkuð misjafnt eftir þvi hvar er á landinu. Til stórra véla, sem hafa 2500 stunda nýtingatima á ári, er verðiö allt frá rúmum átta krónum á kilówattstund á Akureyri upp i rúmlega þrettán krónur hjá Rafmagnsveitum rikisins og rúmlega tólf krónur á Siglufirði. Meöalverð á kwst til heimilis- notkunar, þegar reiknað er með 3000 kwst notkun á ári, er frá rúmum tiu krónum upp i hátt i 22 krónur. 1 yfirlitinu um raforkusöluna fyrirárið 1975 kemur m.a. fram, að meöalverð á kilówattstund i smásölu var 7.05 krónur, og er þá eingöngu tekin með sala raf- veitnanna. Meðalverð svonefndrar stór- sölu, þar sem orkan er seld beint frá virkjunum til notenda, er á sama tima 0,64 krónur á kilówattstund — langlægst til Alfélagsins og Aburðarverk- smiðjunnar, eða 48 og 47 aurar. Hjá rafveitunum var hæst verðá kilówattstund til lýsingar fyrirtækja, 13.64 krónur, en lægst til húshitunar, 2.05 krónur. — ESJ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.