Vísir - 16.03.1977, Blaðsíða 24

Vísir - 16.03.1977, Blaðsíða 24
VÍSIR Miövikudagur 16. mars 1977 Nýi tollgœslubátur inn heim í dag: Nú mega smyglarar vara sig „Þaö er ekkert efamál aö- staöa tollgæslunnar batnar mikiö viö komu nýja bátsins”, sagöi Kristinn Ólafsson toll- gæslustjóri er Visir ræddi viö hann i morgun i tilefni þess aö hinn nýi bátur Tollgæslunnar kemur til Reykjavikur i dag, meö skipi frá Englandi. „Hlutverk nýja bátsins”, sagöi Kristinn ,,er, eins og gamla tollbátsins sem er frá árinu 1936 aö flytja tollveröi út á ytri höfn, þar sem skipin eru tollskoöuö. Auk þess er bátn- um ætlaö aö hafa eftirlit á aöalsiglingaleiöum. Þaö hefur ekki veriö unnt aö rækja á gamla bátnum. Viö höfum ekki treyst honum til þess, þar sem hann var oröinn svo gam- all. — EKG. Ágreiningur um bygg- ingar á Landakotstúni Vafasamt að heimta byggingu austan við núverandi göngustíg, segir Birgir ísl. Gunnarsson borgarstjóri „Ég tel, aö hugmyndirnar um aö endurbyggja iþróttahásiö, byggja viö kaþóiska skólann og koma fyrir prestbústaö á Landakotstúninu séu I lagi og ekki mikiö I ósamræmi viö þaö, sem ofthefur veriötalaö um áö- ur, en mér finnst hins vegar mjög vafasamt aö heimila byggingar austan viö núverandi göngustig” sagöi Birgir tsleifur Gunnarsson, borgarstjóri, i viö- tali viö Visi i morgun. A fundi borgarráös i gær var lögö fram samþykkt skipulags- nefndar um byggingará Landa- kotstúninu, og sagöi borgar- stjóri aö málið heföi veriö rætt en ekki hlotiö afgreiöslu á fundinum. Aðspurður sagöi borgarstjóri, aö hann teldi liklegt, aö ágrein- ingur yrði i borgarráði um þetta mál og þá fyrst og fremst fyrir- hugaðar byggingar austan göngustigsins. Sá ágreiningur yrði ekki eftir flokkslinum, aö þvi er sér virtist. Aöalsteinn Richter, skipu- lagsstjóri, tjáöi Visi i morgun, aö samþykkt skipulagsnefndar heföi veriö gerö meö öllum at- kvæöum gegn einu. „1 samþykkt skipulagsnefnd- ar er gert ráö fyrir nokkrum byggingum á þessari lóö” sagöi skipulagsstjóri. „Ef viö byrjum vestast á svæðinu, þ.e. vestan kirkjunnar, þá er ætlunin aö byggja nýtt iþróttahús i stað þess, sem þarna stendur út i götuna og hefur verið kallaö ÍR- húsiö. Þá er ætlunin aö byggja við kaþólska barnaskólann. Suövestan kirkjunnar, viö Há- vallagötu, næst ibúöalóöunum sem þar eru, er ætlunin aö komi byggingarsamstæöa fyrir aö- setur biskups og presta, þ.e. prestbústaöur. Þá er gert ráö fyrir þvi, aö austar, meöfram Hávallagötu, veröigefin heimild I framtíöinni til aö reisa byggingu í þágu ka- þólsku kirkjpnnar, t.d. fyrir dagheimili og gistiheimili. Há- marks gólfflötur slikrar bygg- ingar yröi 750 fermetrar. Meira á ekki aö byggja á tún- inu samkvæmt þessum tillög- um” sagði skipulagsstjóri i morgun. Borgarstjóri sagði i viötalinu við Visi f morgun, aö mál þetta yröi áfram til meðferöar i borgarráði, og væri ekki hægt aö segja til um nú, hvenær þaö yrði afgreitt þar, en siöan færi málið fyrir borgarstjórn. —ESJ. Þaö þarf enga smávööva til aö veröa evrópumeistari I kúluvarpi. Myndin er tekin á heimili Hreins I gærkvöldi. Ljósmynd VIsis Loftur Varpar kúlu á fullu kaupi A fundi borgarráös Reykja- vikur i gær, var samþykkt aö verölauna og aöstoöa um leiö hinn nýbakaða evrópumeistara i kúluvarpi innanhúss, Hrein Halldórsson, meö þvi aö veita honum fri frá störfum i sumar á fullum launum þannig að hann geti heigaö sig fþrótt sinni. „Ég hef ekkert heyrt um þetta fyrr en núna, og er aö sjálfsögöu mjög ánægöur” sagöi Hreinn er viö náöum tali af honum i morgun. „Ég ræddi um möguleika á þessu viö Birgir ísleif Gunnars- son borgarstjóra i vetur, en ég er bilstjóri hjá Strætisvögnum Reykjavikur og þar af leiöandi starfsmaöur borgarinnar. Þaö sem ég haföi i huga var aö fá frf I þrjá mánuöi, og sfðan aö nota mitt eigiö sumarfri til aö geta æft og keppt. Þar meö fengi ég fjóra mánuöi, sem ég gæti helgað mig æfingum og keppni, en þaö er þaö minnsta ef maður ætlar aö vera áfram meö i bar- áttunni”. Hreinn sagði okkur að hann væri enn ekki búinn aö átta sig almennilega á móttökunum sem hann hafi fengið við heimkom- una i gærkvöld. „Þaö hefur rignt yfir mig kveðjum og heillaóskum, og Ibúðin hér er eins og stór blómagaöur” sagöi hann. „Ofan á þetta koma síðan þessar ánægjulegu kveöjur frá borgarráöi, þannig að ég er i sjöunda himni” sagöi Hreinn, sem i kvöld byrjar aftur aö aka strætisvagni á leiö númer 8. „Viö samþykktum I borgar- ráði aö Hreinn fengi frl á fullum launum I þrjá mánuöi i sumar”, sagöi Birgir Isleifur Gunnars- son borgarstjóri er við ræddum viö hann i morgun. „Það var taliö sjálfsagt aö styöja viö bakið á honum á þennan hátt þvi hann hefur náð frábærum árangri i sinni iþróttagrein og á þaö fyllilega skiliö aö fá þessa aöstoö frá okk- ur”, sagöi borgarstjóri aö lok- um. — klp — Tekur Friðrik við af Euwe? Friörik Ólafsson veltir þvi nú fyrir sér, hvort hann eigi aö veröa viö óskum dr. Max Euwe um aö gefa kost á sér sem forseti Aiþjóöaskáksam- bandsins FIDE, en Friörik telur hætt viö aö hann veröi aö hætta atvinnumennsku I skák ef hann tekur viö forsetastarf- inu. Dr. Euwe hefur ákveöiö aö draga sig i hlé sem forseti Alþjóðaskáksambandsins og telur sig geta tryggt kjör Friöriks, ef hann vilji gefa kost á sér. Friðrik hefur enn engu svaraö þessari beiöni, og kvaöst þurfa aö hugsa sig mjög vandlega um áöur en hann tekur ákvöröun. Verulegar erjur hafa verið innan Alþjóöaskáksambands- ins undanfarin ár, og hefur Friðrik látiö þaö koma fram, áö hann hefði litinn áhuga á aö glima viö þau pólitisku vanda- mál, sem viö sé að etja innan FIDE. Hins vegar gefi for- setastarfiö möguleika á aö koma til leiöar ýmsum breyt- ingum, sem setiö hafi á hak- anum hjá FIDE. — ESJ ÍSIAND HÉLT SÍNU í FLUGMÁLUNUM en ýmsiraðrir urðu fyrirþungum búsifjum Ekki veröa á næstunni geröar þær breytingar á flugumferö yfir Atlantshafiö aö island þurfi aö taka á sig tugmilljóna viöbótarkostnaö vegna ýmis- konar þjónustu, eins og sumar þjðöir stefndu þó aö á nýaf- staöinni ráöstefnu i Montreal. Agnar Kofoed-Hansen, flug- málastjóri, sagði Visi aö lengi hefði veriö reynt aö rýra islenska flugstjórnarsvæöiö og þjónustuna hérna, en þaö myndi þýöa niöurfellingu eöa mikla minnkun gjalda sem aörar þjóöir greiöa hingaö. Islenska flugstjórnarsvæöiö nær nú aö fertugustu breiddar- gráðu. Ýmsir aöilar hafa viljaö færa það á sextugustu gráöu. Það þýddi að hlutfall erlends flugs á okkar stjórnsvæöi minnkaöi stórlega, og jafnframt ykist þaö hlutfall sem við þyrftum að greiöa, af kostnaöinum. „Við héldum okkar svæði”, sagöi Agnar en hinsvegar er til athugunar hjá ICAO, hvort eitt- hvaö veröi flutt I noröurátt, I framtlöinni”. „Þaö er nú svo aö enginn vill borga meira en hann nauðsyn- lega þarf svo þaö er alltaf veriö aö skera niöur liöi sem ekki eru taldir alveg nauösynlegir. Þaö er búið aö gera margar atlögur að okkur, en við höfum getaö haldiö I okkar fram að þessu.” „Hinsvegar uröu danir fyrir þungum búsifjum á þessari ráöstefnu. Þaö var felld niöur sameiginleg greiösla vegna fimm veöurathugunarstöðva á Grænlandi. Danir veröa þvi aö leggja þær niöur eöa taka á sig kostnaöinn sjálfir, en hann nemur tveimur milljónum dollara árlega (Um 380 millj. Isl. króna). Agnar taldi, að islendingar mættu nokkuö vel við una, þessi úrslit. Með honum á ráðstefnunni voru meöal annars þeir Sigurður Þorkelsson, frá Pósti og slma og HJynur Sigtryggsson, veöurstofustjóri. Þessari sendinefnd tókst aö halda sinu hvað flugumferöar- stjórn og fjarskipti snerti, en hinsvegar voru minnkuö framlög til veöurþjóustu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.