Vísir - 16.03.1977, Blaðsíða 19
SJONVARP KLUKKAN 18.
VANDAÐ
EFNI
Sjónvarpið má eiga
það, að þessa dagana
býður það upp á nokkuð
vandað barnaefni.
Klukkan sex i dag hefst
dagskráin á sögu um
BANGSANN PADD-
INGTON, sem flest
börn kannast við af
bókum.
Þá verður sýndur
annar þáttur breska
framhaldsmynda-
flokksins BALLETT-
SKÓRNIR, sem gerður
er eftir sögu Noel
Stratfields. í fyrsta
þætti var sagt frá forn-
leifafræðingi sem ætt-
leitt hafði þrjár litlar
stúlkur. Hann hafði
verið siðustu tiu ár er-
lendis, en frænka hans
hafði séð um uppeldi
stúlknanna. Þegar
sagan hófst var fjár-
hagur þeirra orðinn
bágborinn, og frænkan
varð að taka leigj-
Bangsinn Paddington ris úr rekkju og dregnr frá gluggunum.
endur. t Ijós kom að
þeir gátu allir liðsinnt
stúlkunum. Þýðandi er
Jóhanna Jóhanns-
dóttir.
MIKLAR
UPPFINNINGAR
heitir svo sænskur
fræðslumyndaflokkur
sem verið er að sýna
um þessar mundir á
miðvikudögum. í dag
er þriðji þáttur á dag-
skrá og heitir hann
Þetta er Elizabeth Morgan en
hún leikur Pauline í mynda-
flokknum um Ballettskóna.
Skriftin. Þýðandi og
Þulur er Gylfi Pálsson.
—GA
SJONVARP KLUKKAN 21.15:
Ian Carmichael i hlutverk sinu sem Wimsey lávaröur.
Wimsey lá-
varður kom-
inn aftur
Þá er Wimsey lávarður aftur
kominn á skjáinn, eftir um þaö
bil þriggja ára hvild. Svo er lika
von á Onedin eftir fjórar vikur
þegar lávaröurinn hefur lokiö
sér af.
Aö sögn óskars Ingi-
marssonar þýöanda þáttanna
um Wimsey, eru þessir þættir I
öllum meginatriöum mjög
svipaöir þeim sem gengu hér
áöur, leikararnir i aöalhlut-
verkunum þeir sömu, aö fást viö
svipaöa hluti.
Höfundur saganna um
Wimsey lávarö er Dorothy L
Sayers, sem er atkvæðamikil
hjá rlkisfjölmiölunum um
þessar mundir þvi aö leikritiö
Maðurinn sem borinn var til
konungs.er eftir hana. Hún sló
hinsvegar i gegn meö -sögunum
um Wimsey lávarö, sem
stundum hefur veriö nefndur
hennar Poirot, eftir söguhetju
Atöthu Christie. Bækurnar
komu út um 1930, og færöu henni
frægö og frama.
Nú veröa sýndir fjórir þættir
um lávaröinn og þjón hans, ekki
sex eins og stendur í dag-
skránni.
I þeim fyrsta er sagt frá
Wimsey og Bunter, þjóninum
sem aldrei fer langt frá hús-
bónda sinum, þar sem þeir eru á
ferð i Skotlandi. Feröin er farin
til hvildar og hressingar, og
dvalist er á ákaflega fallegum
staö, þar sem bæöi er hægt aö
stunda veiöar og leika golf.
Þarna er landslagiö mikiö
aödráttarafl fyrir málara, og
þeir eru lika þarna í stórum
hópum. Einn þeirra er frekar
óvinsæll meöal hinna, og er
eiginlega rekinn úr samtökum
málara. Hann er svakamenni
mikiö, en ágætur málari. Fyrsti
þátturinn gengur mikiö út á
samskipti hans viö hina
málarana og svo auövitaö
Wimsey.
Aö sögn Óskars eru þessir
þættir ein sjálfstæö saga, en þó
er stundum vitnaö i þaö sem
geröist i gömlu þáttunum, svo
þaö er greinilegt aö þessir
gerast seinna.
Svo má geta þess aö þættirnir
eru sendir út í lit. —GS
Utvarp ki. 20.00:
Ekkert síð-
ur fyrir
yngra fólk
Þjóðlegur fróðleikur
í kvöldvöku
útvarpsins
,,Þaö má kannski segja aö
þjóölegur fróöleikur eins og
það sem flutt er I kvöld-
vökunni höföi meira til eldra
fólks”, sagöi Baldur Pálma-
son, hjá útvarpinu, i samtaii
viöVisi. „Enégveitum margt
miöaldra fólk og reyndar ungt
iika sem hefur gaman af
gömlum fróöleik. Og bækur
sem út koma um svipuö efni
seljast vel, og jafnvel betur en
aörar.”
Þaö hefur verið rætt um þaö
aö undanförnu aö kvöldvaka
útvarpsins væri eingöngu fyrir
gamalmenni, en þetta er sem
sagt svar umsjónarmanns
þáttarins viö þvi.
1 kvöldvökunni 1 kvöld er
meðal annars frásöguþáttur
eftir Bergsvein Skúlason, hinn
þekkta fræöimann frá Breiöa-
firöi, sem hann kallar sjó-
slysio viö Skeley.
Kvöldvakan hefst klukkan
átta og er eins og hálfs tíma
löng.
—GA
Miðvikudagur
16. mars
12.25 Veöurfregnir. Fréttir.
Tilkynningar. Viö vinnuna:
Tónleikar.
14.30 Miödegissagan: ,,Ben
Húr”, saga frá Krists dög-
um eftir Lewis Wallace
Sigurbjörn Einarsson
þýddi. Astráöur Sigurstein-
dórsson les (2).
15.00 Miödegistónieikar
16.20 Poppnorn Halldór
Gunnarsson kynnir.
17.30 Útvarpssaga barnanna:
„Systurnar I Sunnuhliö”
eftir Jóhönnu Guömunds-
dóttur. Ingunn Jensdóttir
leikkona les (2).
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Rannsóknir á fuglastofn-
um viö MývatnDr. Arnþór
Garöarsson prófessor flytur
tlunda erindi flokksins um
rannsóknir i verkfræöi- og
raunvisindadeild háskólans.
20.00 Kvöldvaka a.Einsöngur:
Stefán tslandi syngur is-
lensk lög Fritz Weisshappel
leikur á pianó. b. Sjóslysiö
viö Skeley Bergsveinn
Skúlason flytur frásöguþátt.
c. Ljóömæli eftir Guörúnu
frá Melgeröi Ami Helgason
les. d. Eftirganga Þórarinn
Helgason flytur frásögu
skráöa eftir Eiriki Skúla-
syni bónda frá Mörtungu á
Slðu. e. ömefni og eyöibýli
Agúst Vigfússon les frá-
söguþætti eftir Jóhannes
Asgeirsson. f. Kórsöngur:
Karlakórinn Fóstbræöur
syngur
21.30 Ctvarpssagan: „Blúndu-
börn” eftir Kirsten Thorup
Nína Björk Arnadóttir les
þýöingu sina (14).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Lestur
Passiusálma (33)
22.25 Kvöidsagan: „Sögukafl-
ar af sjálfum mér” eftir
Matthias Jochumsson Gils
Guömundsson les úr sjálfs-
ævisöguhansogbréfum (8).
22.45 Djassþátturí umsjá Jóns
Múla Arnasonar.
23.30 Fréttir. Einvigi Horts og
Spasskýs: Jón Þ. Þór lýsir
iokum 8. skákar. Dagskrár-
lok kl. 23.45.
18.00 Bangsinn Paddington
Breskur myndaflokkur.
Þýöandi Stefán Jökuldsson.
Sögumaöur Þórhallur
Sigurösson.
18.10 Ballettskórnir Breskur
framhaldsmyndaflokkur i
sex þáttum, gerður eftir
sögu Noel Stratfields. 2.
þáttur. Efni fyrsta þáttar:
Fornleifafræðingur hefur
ættleitt þrjár litlar stúlkur.
Undanfarin tiu ár hefur
hann verið erlendis, en
frænka hans séö um uppeldi
stúlknanna. Þegar sagan
hefst, er fjárhagur þeirra
oröinn bágborinn, og frænk-
an veröur aö taka leigjend-
ur. í ljós kemur, aö þeir
geta allir liösinnt
18.35 Mikiar uppfinningar
Sænskur fræöslumynda-
flokkur. 3. þáttur. Skriftin
Þýöandi og þulur Gylfi
Pálsson.
Hié.
20.00 Fréttir og veöur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Skákeinvigiö
20.45 Eldvarnir i fiskiskipum.
I þessari mynd er gerö grein
fyrir eldhættu I fiskiskipum
og hvernig brugöist skuli viö
ef eldur kviknar. Sýndar eru
ýmsar aöferöir til ab
slökkva eld í skipum. Þýö-
andi og þulur Ellert Sigur-
björnsson.
21.15 Ævintýri Wimsey
lávaröar. Nýr, breskur
sakamálamyndaflokkur i
sex þáttum, byggður á sögu
eftir Dorothy L. Sayers.
Aöalhlutverk Ian
Carmichael og Glyn Hous-
ton. 1. þáttur. Peter Wimsey
lávaröur og Bunter einka-
þjónn hans eru i orlofi I
Skotlandi, og þegar fyrsta
daginn finna þeir mannsllk.
Þýöandi óskar Ingimars-
son.
22.05 Gitartónlist. Paco Pena
og John Williams leika eink-
um falmenco-tónlist.
Þýöandi Jón Skaptason.
22.30 Dagskrárlok.