Vísir - 16.03.1977, Blaðsíða 11

Vísir - 16.03.1977, Blaðsíða 11
visnt MiOvikudagur 16. mar; 1977 11 SAMRÆMD PRÓF 1 Nemendur og kennarar hljóta að lita svo á, að nú hafi viljandi verið fjölgað um eina tegundum náttúruhamfara, sem þeir verða að beygja sig undir alveg eins og þeir verða að beygja sig undir storma, eldgos og KERFIÐ. skólahald aö nemendur geti sjálfir leitaö sér þroska með aöstoö kennara. MÉR FINNST, Þaö er tilgangslaust aö taka þá af- stööu til þessara sjónarmiöa aö segja „Mér finnst sjónarmiö miöstýring- arinnar rétt” eöa „Mér finnst sjónarmiö hins einstaka nemanda rétt”. (Þó kann þessi afstaöa aö vera hin eina rétta á Alþingi.en þar er nú svo margt skringi- legt). Bæöi sjónarmiöin hafa nokkuö til sins ágætis, frá báöum sjónarmiöum má finna rök og vopn til aö efla menntun og þaö er vonandi þaö sem skiptir máli. Samræmd próf sem gefiö er fyrir á kúrfu hljóta i senn aö stofna til hvetjandi samkeppni milli nemenda og aö leiða i ljós mismun milli skóla eöa landshluta, sem aðeins verður bætt úr með að veita einstökum nemendum og staöbundnum aöstæöum veröskuldaöa athygli. öll próf hafa i raun aö einhverju marki sómu galla og menn finna á hin- um samræmdu prófum. Kennsla og próf I skólum hljóta ævinlega aö miöast viö einhvern hóp sem heild en geta ekki tekið tillit til nákvæmrar sérstööu hvers einstaks nemanda. Ennfremur er þaö eitt ófrávikjanlegt hlutverk skólanna meðal annara aö beina nemendum i þessa átt eöa hina og þá einkum meö þvi aö fella dóm um getu þeirra og náms- árangur. Sá samanburöur sem hlýst af samræmdum prófum auöveldar kenn- urum þetta erfiöa mat i þvi aö þau treysta þann grunn sem kennarinn reisir mat sitt á. H.'G Sú umræöa, sem nýlega hefur orðiö um próf í grunnskóla, sýnir vel dýpsta ágreining manna um menntun yfírleitt, þó að slíkt komi sjaldnast greini- lega fram þegar menn þræta um smávægilegustu framkvæmdaatriði og rekja einstök dæmi óréttlætis eða misræmis sem af prófunum hlýst. Þau tvenn sjón- armið sem einkum takast á f þessari umræðu eru annars vegar það sjónarmið sem einkum horfir til hvers einstaks nemanda og hins vegar það sjónarmið sem einkum horfir til skólakerfisins í heild. STAÐTÖLUBARNÍÐ Það er augljóst mál aö samræmd próf, hvernig sem fyrir þau er gefiö, hljóta, eins og allarmiðstýröar aðgerðir i menntamálum jafnt sem á öörum sviö- um, aö taka miö af heildinni en ekki ein- staklingum. Þannig eru samræmd próf rökrétt afleiöing þeirrar miöstýringar i menntamálum, sem aukist hefur á sein- ustu árum. Ef próf eiga aö vera sam- ræmd, þ.e. ef viöhafa á svo mikla miðstýringu i skólamálum aö stjórnvöld hafi úrskuröarvald um daglegt starf kennara og nemenda, þá er reyndar lika eðlilegt aö gefiö sé fyrir prófin á normalkúrfu eöa eftir einhverjum öðr- um staðtölulegum aðferðum. Miöstjórnarvöldum, sem ævinlega eru fjarri vettvangi er ókleift aö taka til- lit til annars en sameiginlegra kenni- marka skólakerfisins, þau geta vegna fjarlægöar og upplýsingamagns ekki einu sinni skoöað þessi kennimerki efnislega, þau veröa aö láta sér nægja staðtölur. Þannig geta miöstjórnvöld alls ekki ætlaö sér þá dul aö skera úr um það i efnislegum smáatriöum hvaö er sæmileg kunnátta i tiltekinni kennslu- grein, þau hljóta þvi aö taka það til bragös aö láta staðtölulega úrvinnslu á námsárangri nemendahópsins alls ráöa endanlegu mati á árangrinum. En þaö er enn annað sem styöur undir no'tkun normalkúrfunnar i þessu efni. Það éinfaldar mjög stjórnun allra skólamála að vita fyrirfram hversu hátt hlutfall hvers árgangs flyst af einu skólastigi upp á næsta skólastig fyrir ofan. Þaö er jafnvel enn betra aö -------------------N Halldór Guðjónsson kennslustjóri H.l. skrifar: -------— geta ráöiö þessu hlutfalli. Ef hlutfalliö er gefiö, má af fæöingartölum hvers árs spá fyrir um mikilvægustu og kostn- aöarsömustu þætti skólahaldsins langt fram i timann, eins langt og miðstjórnin telur sig hafa vissu um aö hægt sé aö halda þessu flutningshlutfalli óbreyttu.. Nú hefur beiting normalkúrfunnar eink- um veriö réttlætt meö þvi aö hún endur- spegli mælingu á dreifingu greindar og annarra eðlislægra hæfileika mannsins, og segja má aö réttlætingin sé nánast „visindalegs eölis”. Af þessari réttlæt- ingu má þvi ætla aö formælendur þessa mats ætlist til aö þaö standi um aldur og ævi. HNOKKAR OG HNÁTUR Staötölusjónarmið miöstýringarinnar minnir mann óþyrmilega á þaö að sá timi er horfinn aö unnt sé af einlægni aö tala um börn sem hnokka eöa hnátur eöa ávarpa þau sem rýjurnar sinar. Þessar verur voru þannig geröar aö eölilegast var aö strjúka þeim um vanga og koll, helst með svo sigggróinni hendi að hún rispaði vangann aöeins er. hreif háriö, afsakið lokkana, aftur eftir koll- inum. Slikar hendur eru ekki lengur i tisku fremur en gúmmiskór eöa sjúkra- vitjanir lækna. NEMANDINN EINSTAKUR Þeirsem andmæla samræmdum próf- um sviöur þaö i augum að miðstýrö próf eru ópersónuleg, þau hljóta aö mismuna nemendum eftir aöstæðum, sem nem- andinn ræöur ekki yfir, aðstæöum sem kennarinn á staönum kann aö geta greint og tekið tillit til. Nemendur og kennarar hljóta aö lita svo á aö nú hafi viljandi verið fjölgaö um eina tegund náttúruhamfara, sem þeir veröa aö beygja sig undir alveg eins og þeir verða aö beygja sig undir storma, eldgos og KERFIÐ. Kennarar eru nú aö nokkru sviptir rétti til aö beita vitneskju sinni um þaö aö einn góöur nem. er vondur prófmaö- ur, en að annar vondur nemandi getur á skömmum tima lært utanaö heil reiö- innar býsn, sem hann hvorki kann að nota né getur munað til lengdar. Jafn- framtgetur kennarinn siöur hagrætt aö- feröum eða áherslum i kennslu eftir eigin skaplyndi eöa sérkennum bekkja. Samræmdu prófin eru þannig þvert á þá stefnu sem mest er á vörum skóla- manna annars: aö svo veröi aö opna Steinbítsvertíð in er að byrja Verulegur afli llnubáta á Vestfjöröum er nú steinbitur, en eins og kunnugt er fiska vest- firöingar einkum steinbit á þessum árstima. Hafa llnu- bátarnir fiskaö ágætlega upp á siökastiö þegar gefiö hefur. Afli vestfiröinga I febrúar var góöur. Heildaraflinn var um sjö þúsund og 600 tonn. Frá ára- mótum er aflinn oröinn um 12561 lest. Seinni part febrúar mánaöar i fyrra var verkfall landverka- fólks svo aö aflinn I fyrra var af skiljanlegum ástæöum miklu minni en i ár. Afli lfnubátanna I febrúar var núna 4,186 lestir i 567 róörum. Afli togaranna var 3,472 lestir i febrúar. Rækjuveiöar voru stundaöar á þrem veiöisvæöum viö Vest- firöi i februar og var afli óvenjulega góöur á öllum miö- um. Rækjuveiöum er nú lokiö I Isafjaröardjúpi en veröur hald- iö áfram fram undir mánaöar- mót i Arnarfiröi. —EKG Vestfirsku togararnir hafa fiskaö vel þaö sem af er þessu ári og nemur afli þeirra 45 prösentum af heildarafia vestfiröinga. Hér er einn vestfirsku togaranna Dagrún IS 9frá Bolungarvik aö veiöum. Ljósmynd Visis Ingólfur Kristmundsson. ■ 3« VESTFIRÐIR:

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.