Vísir - 18.04.1977, Qupperneq 2

Vísir - 18.04.1977, Qupperneq 2
Mánudagur 18. april 1977 VISIR ' Hvað mundirðu gera ef þú fengir milljón í dag? Andrés Thors, nemi: Ég mundi kaupa mér fólksvagn. Hauður Kristjánsdóttir, nemi: Ég mundi fara til Grikklands. Mig hefur lengi langaö til að koma þangað. Jónina Jónsdóttir, ncmi: Ein milijón yrði ekki lengi að fara. Sennilega mundi ég fara til út- landa og skoða mig um i heimin- um. Egon Sveinsson, sjómaður: Hún færi beint í húsið. Ein millión er einmitt það sem vantar upp á vertiðina. Aðalgeir Pétursson, sjómaður: Ég mundi fá mér átta gata trylli- tæki uppá milljón. Sennilega Pontiak. HORT FÉLL Á TÍMA Eftir röö af tilþrifalitlum jafnteflisskákum, var nú boöiö upp á æsispennandi skák að Loftleiöum i gærkvöldi. Ahorf- endur fengu að sjá flest þaö sem gleðurauga , óvænta leiki, sókn, gagnsókn og timahrak af verstu gerð. Það hefur verið sagt um Spassky að hann sé meistari i þeirri sálfræði að hitta andstæð- inginn, þar sem hann sé veik- astur fyrir. Veiki bletturinn hjá Hort er augsýnilega timahrak- ið, og upp á það tefldi Spassky með góöum árangri. Hann haföi mun betra tafl framan af, og ekki bætti úr skák að Hort eyddi tima sinum ótæpilega. Allt i einu var eins og Spassky hætti að tefla upp á stöðuna á borðinu, og einbeitti sér i stað þess aö hinum nauma umhugsunartima andstæðingsins. Hann hleypti upp stööunni i hreina tvlsýnu, og Hort fann hvern snilldarleikinn á fætur öörum, virtist dæmið að vera að snúast við. Staða Spasskýs versnaöi jafnt og þétt, en timinn haföi tekið sinn toll, og er 6 leikir voru eftir, féll klukka Horts. Herbragö Spasskys haföi heppnast og gef- ið sætan sigur, en fyrir Hort eru úrslitin reiöarslag. Eftir skák- ina kom i ljós að staða Horts var unnin, en hvað þýðir að tala um það Hvitt: Spassky (Þá er búið að fylkja liöunum og nú geta hin eiginlegu átök hafist.) 13. cxd5 14. Bf5 15. Bh3 16. Ra4 17. dxc5 exd5 g6 Hc-d8 Re4 bxc5 (Upp er komiö klassiskt dæmi um hina svokölluðu „hangandi peö” á miðboröinu. Það er yfir- leitt erfitt að meta hvort þau séu veikleiki eða styrkleiki, eins og fram kemur I þessari skák Framan af eru þau baggi á svörtu stöðunni, en I lokastöö- unni er veldi þeirra hins vegar orðið ógnvekjandi.) 18. Bxd7! (Spassky fer strax aö grafa undan valdi svarts á c5-peöinu.) (Mjög djarflega teflt. Hort var kominn i mjög mikið tlma- hrak, og Spassky ákveður þvi að nú sé rétti timinn til aö hleypa öllu I bál og brand, og sú takt- iska staða sem upp komi, hljóti að saxa mjög á nauman um- hugsunartima Horts.) 27. ... dxe4 28. Rxe4 Bxe4 29. fxe4 c3! 18. ... 19. Re5 20. f3 21. Rd3 Dxd7 Dc7 Rf6 c4 i SH 11 i i Ai i i i i a s #*****••' imBmÍk (Ef 21.... Ba6 22. Dc2 og þunginn á c5, og raunar bæöi peðin á miöborðinu er orðinn oí mikill.) 22. Rd-c5! Bc6 (Ef 22... Bxc5 23. Rxc5 Dxc! 24. Bxf6 25. Df2 Hd-e8 26. Bd4 0{ vinnur.) Svart: Hort 23. Bd4 Bb5 24. Df2 Rd7 Drottningarindversk vörn 25. Rxd7 Bxd7 26. Rc3 Bf5 (Þrátt fyrir knappan tima, finnur Hort þennan sterka sókn- ar og varnarleik. C-peðið er skyndilega or-ið stórveldi, og takmarkar mjög allar hreyfing- ar hvits.) 30. Hfl Bb4 31. Bxa7 (Nú er ekki um neitt fyrir Spassky annað að gera en reyna aö hræra I stööunni eins og hægt er, i þeirri von að Hort rúlli yfir á timanum. Ekki gekk 31. Df6?? Hxd4 32. Dxd4 Bc5 og vinnur.) Jóhann örn Sigurjóns son skýrir einvígisskákir Spassky pg Horjts: (Hort heldur áfram aö finna bestu leikina, með vlsirinn hangandi á bláþræði. Nú gengur ekki 32. Dxd2? Dxa7+ 33. Df2 Bc5 og vinnur.) 32. De3 33. Bb6 Ha8 Dd7 1. d4 2. c4 3. Rf3 4. e3 5. Bd3 Rf6 e6 b6 Bb7 d5 (Best. Ef t.d. 5... Be7? 6. Rc3 d5 7.Da4+! c6 8.cxd5exd5 9. 0-0 0-0, meö betri stööu fyrir hvitan. Stahlberg:Bronstein, Zurich 1953). 6. 0-0 Rb-d7 7. b3 Be7 8. Bb2 0-0 9. Rc3 C5 10. De2 Hc8 11. Hf-dl Dc7 12. Ha-cl Hf-e8 HH • . - > i" # A1 i i 1 JL ÍA i© ii i i aa ® H HH A i i i 1 i i i Í i S S $ (Ef 33. ...-Haxa2? Bxc7 Hxg2+ 35. Khl og biskupinn á c7, valdar mátreitinn á h2.) 34. a4 35. Bc5 C2! 27. e4!? 31. ... Hd2! Hér hugsaði Hort sig um einar 10 sekúndur, eða þar til skák- dómarinn benti honum á að klukka hans væri komin yfir timamörkin. 1 stöðunni hefur svartur þvingaðan vinning eftir 35. ... Dg4. Ef 36. g3 Dh5, sem hótar bæði máti á h2, svo og biskupnum á c5. Eða 36. Hf2 Hdl 37. Hfl Bd2 og öllu er lokiö. Jóhann örn Sigurjónsson /. i 1 Kórvilla í Vatnsmýriniii „Þegar slikir menn (Thorkild Björnvig) koma til tslands og flytja fyrirlestra, kemur betur i ljós en oft endranær, hve mikiii og merkileg menningarstofnun Norræna húsið er og hvemjög það getur aukið tengsl tslands við bræöraþjóðirnar á Norður- löndunum, en á þvi er ekki van- þörf, svo mjög sem stórveldi reyna að cfla áhrif sin hér á landi — og þá með ýmiskonar menningarstarfscmi, eins og kunnugt er.” Þannig segir I upphafi Reykjavikurbréfs Morgunblaðsins s.l. sunnudag. Jafnframt segir: „Við verðum að reyna að skilja með ein- hverju móti á milli þeirra dæg- urflugna, sem hingað berast af fjariægum ströndum, og þeirra boðbera gróinnar og merkrar nútimamenningar, sem sækja okkur heim.” Og eftir að höf- undur bréfsins hefur lýst þvi yf- ir að „unun” hafi veriö að hlýða á skáldiö Björnvig segir: „Sal- urinn i Norræna húsinu var ekki einu sinni fuilsetinn..” Þessi tilfinningaskrif i Morg- unblaðinu um Norræna húsið eiga sér sjálfsagt að einhverju leyti stoð i nokkurri gagnrýni sem fram hefur komið á notkun hússins undir vafasaman menn- ingarlegan erindrekstur, þar sem maður á borð við Thorkild Björnvig, skáld, er auövitað hrein undantekning. Kemúr enda i Ijós að þótt yfirlýst sé að hrein unun hafi verið á skáldið að hiýða hafi salurinn ekki verið fullsetinn. Þetta stafar einfald- lega af þvi að þeir, sem vanalega fullsitja sali Norræna hússins hafa ekki talið sig hafa neitt tii hins danska skálds að sækja. Er það nokkur ábending um ástand þeirra menningarsa mskipta hinna Noröurlandanna og ís- lands sem Norræna húsið átti að vera miðstöð fyrir, og segir raunar mikiu meira en flest sú gagnrýni sem fram hefur komið á starfsemi hússins. En Morgunblaðið fer að nokkru i þessu efni eins og þeim sakleysingjum, sem hafa stjórn Norræna hússins á hendi. Það vitnar til stórvelda, sem reyni ntjög að efla áhrif sin hér á landi og þá með ýmiskonar mcnn- ingarstarfsemi. Þess vegna sé þörf fyrir Norræna húsið. Þetta væri nú gott og gilt ef hin al- menna dagskrárstefna Norræna hússins ntiðaði að einhverjum sérstökum tengslum og ræðu- flutningur manns á borð við Thorkild Björnvig heyrði ekki til undantekningar. Það getur varla verið mál islendinga að skilja á milli dægurflugna af fjarlægum ströndum og boðbera gróinnar nútimamenningar, og það getur heldur ekki verið hlut- verk samnorrænnar stofnunar að sjá um menningarlegt sjálf- stæði landsins, sé svo að „stór- veldi reyni að efla áhrif sin hér á landi”, einkum þegar fram- kvæmdin tekst þannig, að hin samnorræna menningarstarf- semi leggst á sveif rneð þeim öflum sem mesteru „finnlandi- seruð” á Norðurlöndum. Auðvitað er ekkert nema gott um það að segja að fá hingað gesti til fyrirlestrahalds, hafi aðrar þjóðir á annað borð áhuga á islenskum efnum. Hins vegar hlýtur slikt alltaf að gerast i réttu félagslegu samhengi, þannig að sá bjóði til landsins, sem mestra félagslegra hags- muna hefur að gæta varðandi væntanlegan fyrirlestur. ööru máli gegnir um stofnun eins og Norræna húsið, sem er sjálfsagt hugsað scm einskonar menn- ingarlegt scndiráð. Það getur ekki lagt fram efni sem lið i pólitiskri baráttu á islandi hvernig sem forstöðumenn þess kunna annars að vera tryggðir gegn ámæli fyrir klaufaskap. Þrátt fyrir undantekningar stendur þvi óhaggað, að Nor- ræna húsið hefur þörf fyrir al- gjöra stefnubreytingu livað snertir dagskrárefni. Hingað til liafa allir forráðamenn þess átt jafna sögu hvað snertir val á viöfangsefnum, og þessi við- fangsefni hafa af stærstum hluta snúist með einu eða öðru móti upp i að verða nokkurs nokkurskonar andóf gegn vilja mikils meirihluta landsmanna I samstarfsefnum f/ið aðrar þjóð- ir. örfáar undantekningar breyta engum þar um, og ekki heldur skrif eins og i siðasta Reykjavikurbréfi. Þaðan af sið- ur sú bláeyga stjórn sem fer með mál Norræna hússins. Svarthöfði

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.