Vísir - 18.04.1977, Blaðsíða 24

Vísir - 18.04.1977, Blaðsíða 24
Mánudagur 18. aprfl 1977 Hefur ekki sést í mónuð Auglýst hefur veriö eftir 29ja ára gömlum akureyringi Pétri Söbech Benediktssyni, sem hefur ekki sést siöan aö- faranótt 19. mars eöa i mánuö. Pétur var skipverji á Blika ÞH. 1 Sandgerðishöfn fór hann frá borði og hefur hann ekki sést slðan. Samkvæmt upplýs- ingum sem Visir fékk i morg- un, var kafað i Sandgerðishöfn i gærdag og i morgun mun hafa verið gengið á fjörur. —EA Kona É gœslu- varðhald í Hafnarfirði Kona um þritugt hefur veriö úrskuröuö i gæsluvaröhaid i liafnarfiröi. Lögreglan haföi afskipti af þessari konu fyrir stuttu þegar i Ijós kom aö hún hafði á brott meö sér ýmsa hluti frá manni á Seltjarnar- nesi sem hún haföi verið hjá. Sparimcrkjabók sem maður- inn á mun einnig hafa horfið en i hcnni eru sparimerki fyrir um 200-300 þúsund. Leikur grunur á aö konan hafi tekiö hana, en hún kveðst ekki muna hvað orðið hafi af bók- inni. —EA Sœkir sjúkan mann Kússneskur togari lá i morgun utan við eyjar á sund- unum við Reykjavik og beið þess aö taka um borö aö nýju, skipverja sem fluttur var sjúkur til Reykjavíkur fyrir viku. Brotist inn hjá norska sendiherranum Brotist var inn i ibúö norska sendiherrans hér i fyrrinótt. Sendiherrann er erlendis en starfsmaöur sendiráösins sem litið hefur eftir hibýlum hans sá strax aö brotist haföi veriö inn þegar hann leit þar inn i gær. Húsið er við Fjólugötu 15. Nokkrar skemmdir voru unnar á húsinu, hurðir skemmdar og sprengt upp skrifborð. Afengi var stolið úr húsinu en ekki er hægt að segja nákvæmlega til um hvort öðtru hafi verið stolið enn sem komið er. Þá var farið i bilskúr við húsið og virðist svo sem hafi átt að stela þar biln- um. Það tókst hins vegar ekki, en billinn er skemmdur eftir, t.d. brotin i honum rúða. Mál þetta er i rannsókn. —ETA c—*~~~———— átti gjörunna en tapaði á Hort skák úrslit skákeinvigis- ins i gær voru næsta átakanleg fyrir Hort. Hann átti gjörunnið tafl á móti Spassky en féll á tima i 35. leik. Skáksér- fræðingar töldu að hon- um hefði nægt hálf minúta i viðbót til að innsigla sigurinn sem nánast var i höfn. Það var mikil spenna og bar- átta i þessari skák og um tima leit út fyrir að Spassky tækist að sigra, en Hort herti róðurinn og hafði algjöra yfirburði þegar Guðmundur Arnlaugsson yfir- dómari stöðvaði klukkuna og gaf þar með til kynna að timi Horts væri útrunninn. Spassky átti þá eftir fimm minútur af sinum tima. Hort hefur einu sinni tapað fyrir Spassky i þessu einvigi og þá lika á tima, en i það skiptið var staðan jafn- teflisleg. Fari svo að Hort vinni skákina á þriðjudag verður varpað hlut- kesti um það á miðvikudaginn hvor þeirra kemst áfram. Sá sem vinnur hlutkestið fær þó engan sigurvegara titil og verð- launin munu þá skiptast jafnt. Spassky nægir hins vegar jafn- tíma tefliá þriðjudaginn til að sigra i einviginu er þeir mætast i 16. og siðasta sinn. ,,Nú er að duga eða drepast fyrir Hort” sagði Einar S. Einarsson forseti Skáksam- bandsins i samtali við Visi um leið og hann tók fram, að búast mætti við mikilli baráttuskák á þriðjudaginn þegár þeir kappar mættust i siðasta sinn i þessu einvigi. Sú skák hefst klukkan fimm á Loftleiðahótelinu. —SG Loksins er einvigiþeirra Spasskýs og Horts oröiö spennandi, og er ekki seinna vænna þar sem aöeins ein skák er eftir. Þessi iaglega stúlka fylgdist meö skák þeirra félaga á Hótel Loftieiöum af mik- illi innlifun, og munu vafalaust margir fylgjast meö siöustu skák- inni þeirra af sama áhuga. — Ljósmynd Jens. Nýja hassmálið mjög umfangsmikið Enn er margt óljóst i nýja fikniefnamáiinu sem kom upp á dögunum og er rannsókn i full- um gangi. Þrir menn sitja i gæsluvaröhaldi vegna þessa máls, en einn var látinn iaus um hádegisbii á föstudag. Þótti þátttaka hans uppiýst aö fullu. Þegar Visir hafði samband við Arnar Guðmundsson full- trúa i fikniefnadómstólnum i morgun varðist hann allra frétta, en sagði að málið væri allumfangsmikið og ekki væru öll kurl komin til grafar. Enn er mikil skjalavinna eftir við stóru fikniefnamálin tvö sem komu upp á siðasta ári. Bú- ið er að afgreiða með dómssátt mál 50 aðila sem tengjast þess- um málum, en eftir er að af- greiða til rikissaksóknara mál þeirra er þyngri refsingar eiga yfir höfði sér. Einn bandarikjamaður af- plánar nú 15 mánaða fangelsi á Litia Hrauni vegna aðildar að fikniefnamálum og einn maður til viðbótar mun hefja afplánun fjögurra mánaða dóms þessa dagana á Kviabryggju. Aðrir gista ekki fangelsi sem stendur vegna fikniefnamála og geta sumir þeirra er biða dóms farið ferða sinna innanlands sem ut- an án nokkurra hindrana. Austfirðingar fylklu liði gegn Smyslov Austfirðingar fjölmenntu til Egiisstaöa á laugardaginn og 50 austfirskir skákmenn tóku þar þátt i fjöltefii á móti heimsmeistara, Smyslov. Hann tók hraustlega á móti, vann 42 skákir og sjö enduðu með jafntefli. Gunnar Finns- son kennari á Eskifirði og fyrrum blaðamaður Visis gerði sér hins vegar litið fyrir og vann skák sina við Smysl- ov. A sunnudaginn réðust svo 35 skólanemar á Egilsstöðum til atlögu við skákmeistarann og lauk þeirri viðureign með þvi að Smyslov vann 33 en gerði tvö jafntefli. Þeir sem náðu jöfnu voru Aðalsteinn Steinþórsson 15 ára og Magnús Valgeirsson sem er árinu eldri. —SG FRÍMERKJA- UPPB0ÐIÐ: ° Sýna á Borginni Allir munirnir, sem veröa á uppboði Félags frimerkja- safnara á sumardaginn fyrsta, veröa til sýnis i kvöld i gylita salnum á Hótel Borg og verður sýningin opnuð kl. 20. Sjálft uppboöiö fer fram á Hótel Loftlciðum. —ESJ. .......- .......................... Erfitt að hœtta notkun litarefna í unnar kjötvörur: HÆTTU AÐ NOTA LITAREFNIOG FENGU ÁLEGGIÐ ALLT TIL BAKA „Maiakoffiö var aö öllu ieyti óbreytt, nema hvaö hætt var aö nota litarefniö, en kaupendur virtust eiga erfitt meö aö sætta sig viö breyttan lit kjötsins og viö fengum þetta allt endur- sent”, sagöi Kristján Kristjáns- son hjá kjötvinnslunni Búrfell I viðtali viö Visi. Þrátt fyrir mikið umtal um skaðsemi litarefna i kjötvörum viröast neytendur þannig í sum- um tilfellum eiga erfitt meö að kaupa kjötvöru, sem ekki inni- heldur slik litarefni. „Þetta hefur gengið misjafn- lega hjá okkur eftir vörutegund- um”, sagði Kristján. „Þannig höfum við hætt að nota litarefni i kjörfars og sömuleiöis í kjöt- búöing og þaö viröist ekki hafa haft nein áhrif á söluna, þannig aö neytendur hafa tekið þvi vel. Hins vegar varö reynslan allt önnur með malakoffið.” Þaö kom fram hjá Kristjáni, að hann væri á móti notkun litarefna í kjötvörur, og þessi reynsla sýndi, að erfitt gæti ver- ið að hætta allt I einu notkun slikra efna. Ef til vill væri heppilegra að draga smátt og smátt úr notkun þeirra. Þá sagði hann, aö einnig væri hugsaníegt að nota litarefni úr náttúrunni. Þeir hjá Búrfelli væru þannig nýbúnir að fá rauö- beöalit, sem ætlunin væri aö kanna, hvernig kæmi út i mala- koffi. Ef tilraunir tækjust vel, yrði leitaö eftir leyfi til að nota slikt efni. —ESJ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.