Vísir - 18.04.1977, Síða 4

Vísir - 18.04.1977, Síða 4
Kjósendur sýndu Tindermans traust Settu efnahagsmólin í Belgíu á oddinn, og tungumáladeiluna til hliðar Kosningarnar i Belgiu i gær urðu Leo Tindemans, forsætis- ráðherra persónulegur sigur, þegar flokkur hans, Kristilegir sósíalistar, bætti við sig sjö þingsætum i neðri deild. Það er hinsvegar langur veg- ur frá þvi, aö flokkurinn hafi hreinan meirihluta, og fara því i hönd, eins og venjulega eftir kosningar I Belgiu, langar og strangar viöræöur flokkanna um myndun samsteypustjórn- ar. Tindemans hrósaðisigri flokks sins I sjónvarpi, þegar kosningaúrslit voru fyrirsjáan- leg. „Kjósendur hafa sýnt, aö þeir treysta Tindemans” sagöi hann. — Flokkur hans hafði 72 þingsæti i neðri deild, en fær nú sennilega 79 þingsæti af alls 212. Sósialistar i stjórnarandstöð- unni munu sennilega bæta við sig einu þingsæti (fá 60) og eru eini flokkurinn fyrir utan flokk Tindemans sem bætti við sig. Varaforseti flokksins, Willy Claes, sagði aö Tindemans hlyti að ihuga að taka sósialista i stjórn eftir þessa frammistöðu. Litli bróðir i kosningasam- starfinu, hinn hægrisinna frjáls- lyndi flokkur, tapaði fylgi 1 Flandri, en bætti sér upp tapið aftur i Walloniu og hefur þvi áfram 33 þingsæti. Þeir, sem þykjast sjá lengra nefi sinu I belgiskum stjórnmál- um, spá þvi, að Tindemans leiki hugur á þvi aö mynda stjórn meö frjálslyndum og sósialist- um, en hann neitaöi að láta nokkuð uppi um áætlanir sinar I gærkvöldi. Sú stjórn mundi vissulega hafa yfriðnógan meirihluta I þinginu til þess aö gera þær ráð- stafanir, er helst þættu duga til þess aö vinna bug á eínahags- erfiðleikum landsins. Ennfrem- ur til aö koma í gegn þeim stjórnarskrárbreytingum, sem þarf tilþess aö veita þrem fylkj- um landsins, Flandri, Walloniu og Brussel, aukna sjálfstjórn. Tindemans sagði, aö úrslitin sýndu, að kjósendur heföu mestar áhyggjur af efnahags- málunum (atvinnuleysið er 8% I Belgiu), sem skyggöu á tungu- máladeilur wallóna og flæm- ingja. Sú túlkun úrslitanna á sér vissulega stoð I kosningatölun- um, þvi aö þeir flokkar, sem setja tungumáladeiluna á odd- inn (hvort franska wallóna, eöa flæmska flæmingjanna mál þess opinbera verði opinbert), töpuðu mestu. Volksunie (flæmskumælandi) tapaði tveim þingsætum og Rassemblement Wallon (frönskumælandi) tapaöi sjö þingsætum, sem var stærsta tap eins flokks i þessum kosning- um). EH LITSJÓNVARPSTÆKI Úrvalstæki, búin öllum tækninýjungum, svo sem línulampa og viðgerðareiningum. Varahluta- og viðgerðarþjónusta á staðnum. Hagstæðir afborgunarskilmálar. ■ Wm Verð: 20“ tæki kr. 241.200.- 22“ tæki kr. 283.900.- 26“ tæki kr. 320.800.- FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Pekking feynsla ® / Þjonust Sendum bæklinga, ef óskað er. Blaðaverkfallið Einungis átta af fimmtiu dag- ,,Ny Dag”, „Bornholmeren”, blöðum i Danmörku koma út „information”, „Minavisen”, þessa dagana, meðan prentara- „Börsen” og „Kristeligt Dag- verkfallið stcndur yfir. Þau eru blad”. „Land og Folk”. „Aktuelt”, Yfirborgað hjá S.þ. Sameinuðu þjóðirnar hafa sent trúnaðarmenn frá aðalstöðvum sinum i New York til skrifstof- anna i Genf til þess að rannsaka tilefni kvart- ana um að starfsfólk fái of há laun fyrir of litla vinnu. Um er að ræða sex manna nefnd, sem taka skal út vinnu um 4.000 starfsmanna, frá garðyrkju- mönnum og ræstingarfólki til einkaritara og deildarstjóra. Tilefni fyrstu aðfinnsla var þaö, að sumir einkaritararnir höfðu meiri tekjur en yfirmenn þeirra, en nokkur aðildarrikja báru sig einnig upp undan þvi, að margir háttlaunaðir starfsmenn skiluðu litlu starfi. Það þykir ekki vafa undirorpiö, að nefndin muni komast að þeirri niðurstöðu, að fjöldi starfsmanna sé yfirborgaður. Engin von þykir þó til þess, að laun verði lækkuö, en hinsvegar kannski fryst, þann- ig að um frekari launahækkanir verði ekki að ræða næstu árin. Ungir ritarar við Sameinuðu þjóðirnar fá um 73.000 krónur i byrjunarlaun á viku, sem hækka upp I 108.000 krónur. Þar við bæt- ist 140.000 á ári fyrir eiginkonu og 142.000 fyrir hvert barn. Fyrir að kunna eitt erlent tungumál auk móðurmáls fær ritarinn 130.000 krónur á ári og 75.000 fyrir hvert tungumál þar fram yfir. Breskir hermenn urðu nítján ára pihi að bana Breskur herflokkur skaut i gær 19 ára ung- menni i Belfast, þegar pilturinn mundaði riffil gegn hermönnum. Siðar kom i ljós, að það var loftrif fill, sem hann hafði milli handanna. Aður höfðu hermennirnir margkallað til hans, en hann neit- aöi að nema staöar, þegar þeir eltu hann á öskuhaugunum I Ardeoyne-hverfi. — Pilturinn lést af sárum sinum á sjúkrahúsi. Töluverð ólga hefur verið I irska lýðveldinu vegna fullyrð- inga stuðningsmanna IRA, baráttjusamtaka öfgasinnaðra kaþólskra, um að aðbúnaöur I Portlaoise fangelsinu væri fyrir neðan allar hellur og ómannúð- legur. Hryðjuverkamenn eru hafðir i haldi i Portlaoise. Patrick Cooney dómsmálaráð- herra hefur visað slikum fullyrð- ingum á bug, og segir þær runnar undan rifjum dæmdra IRA-hryðjuverkamanna, um leið og hann spyr: „Hvort trúið þið frekar lýðræðislega kosinni rikis- stjórn eða IRA?” 20 IRA-fangar hófu hungur- verkfall i Portlaoise I mars, og varð að flytja þá siðar i sjúkra- deild Curragh-fangelsins. Tveir þeirra létu af föstu sinni á föstu- daginn, en hinir eru sagðir viö sæmilega liöan eftir atvikum. Konur kusu í Liechtenstein I fyrsta sinni í sögu furstadæmisins, Lichtenstein, gengu konur til atkvæða i borgarstjórnarkosning- um i gær í höfuðborg- inni, Vaduz. A kjörskrá voru um 1.500 og var meira en helmingurinn konur. Konur i Liechtenstein (ibúar 22.800) hafa siðustu árin barist fyrir þvi að fá kosningarétt, en karlarnir hafa komið i veg fyrir það. Þingið i Liechtenstein sam- þykkti þó i fyrra lög, sem heimila einstöku bæjar- eða sveitarfélögum að leyfa kon- um að kjósa um sveitar- stjórnarmál. Liechtenstein, sem liggur milli Sviss og Austurrikis, heyrði áður til rómverska keisaraveldinu\ en hefur verið furstariki siðan 1719.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.