Vísir - 18.04.1977, Blaðsíða 17

Vísir - 18.04.1977, Blaðsíða 17
VISIR Mánudagur 18. april 1977 21 Húnavaka hefst ú miðvikudaginn: Engin deyfð yfir húnvetningum — þótt þeir hafi skemmt sér og sinnt menningu og listum með slíkum hótiðum í þrjá áratugi Húnavakan hefst í Fé- lagsheimilinu á Blönduósi á miövikudagskvöld, síðasta vetrardag, og stendur fram á mánu- dagskvöld. Það er Ungmennasamband Austur-Húnvetninga, sem stendur aö Húnavökunni. Dans- leikir veröa á hverju kvöldi, nema sumardaginn fyrsta, og leikur hljómsveitin Gautar frá Siglufiröi fyrir dansi. A föstudagskvöld kl. 20.30 syngja tveir kórar úr héraöinu á vökunni — karlakórinn Vöku- menn, sem syngur undir stjórn Kristófers Kristjánssonar, og Söngfélagiö Glóö, sem er nýlega stofnaöur blandaöur kór i Þingi og Vatnsdal, en söngstjóri er Sigrún Grimsdóttir. A laugardag sýnir Leikfélag Sauöárkróks gamanleikinn „Er á meöan er”, en leikstjóri er Ragnheiöur Steingrimsdóttir. Leikritiö veröur sýnt kl. 16 og 20. Bindindishópurinn á Blöndu- ósi mun sýna fjölbreytta dag- skrá fyrir alla fjölskylduna: leikþætti, söng, og margt fleira. Þessi dagskrá veröur á Húna- vöku kl. 14 á sunnudag. Barnaskólinn á Blönduósi heldur sina árlegu sumar- skemmtun kl. 14 á sumardaginn fyrsta, og á mánudaginn flytja nemendur Gagnfræöaskólans á Blönduósi dagskrá kl. 20. Húsbændavaka Fyrsta dag Húnavökunnar veröur svonefnd Húsbændavaka og hefst hún kl. 20. Þar mun Steindór Steindórsson, fyrrver- andi skólameistari, flytja ræöu, og úrslitakeppni veröur i spurn- ingakeppni Ungmennasam- bandsins milli sveitarstjórn- anna i héraöinu. Þaö eru hreppsnefndir Blönduóshrepps og Skagastrandar sem keppa til úrslita og veröur þar örugglega mjög spennandi keppni. Halli og Laddi munu einnig skemmta húnavökumönnum fyrsta daginn. A sunnudaginn kl. 17 veröur dagskrá á vegum Tónlistarfé- lags A-Hún. Þar syngur Guörún Tómasdóttir einsöng viö undir- leik Jórunnar Viöar, sem einnig leikur einleik á pianó og flytur eign verk. Húnavaka í þrjá áratugi Nú eru nær þrir áratugir siöan Húnavakan var haldin i fyrsta sinn. Siöustu 16 árin hefur Ung- mennasambandiö einnig gefiö út ársritiö Húnavöku, og veröur svo enn á þessari vöku. Ritiö er á þriöja hundraö blaösiöur aö stærö. —ESJ. Nemendur Leiklistarskólans á æfingu (Visismynd — Jens) Nemendaleikhúsið í Lindarbœ í kvöld: FRUMSÝNA ÚRRÆÐI OG UNDAN- TEKNINGUNA OG RCGLUNA Nemendur fjóröa bekkjar Leiklistarskóla tslands frum- sýna tvö verk eftir Bertolt Brecht i Lindarbæ í kvöld. Um er aö ræöa Urræöiö og Undan- tekningin og reglan. Æfingar hafa staöiö yfir siöan i febrúar og hafa nemendur sjálfir gert leiktjöld og búninga. Leikstjóri er tékkneskur, Petr Micka, sem hefur veriö búsettur i Bandarikjunum undanfarin ár og feröast viöa til aö stjórna uppsetningu leikrita. Hér hefur hann dvaliö siöustu tvo mánuö- ina og unniö meö nemendaleik- húsinu aö þessum verkum Brechts. Undantekningin og reglan er gamanleikur sem nemendur skólans likja helst viö teikni- mynd, en Brecht skrifaöi Úr- ræöiö upp úr gömlu japönsku leikriti. Þetta verk er bannaö i austantjaldslöndunum og hefur aöeins veriö sett á sviö sex sinn- um siöan áriö 1930. Tónlist er eftir Fjólu Ólafs- dóttur sem samdi hana sérstak- lega fyrir nemendaleikhúsiö. Fjóla leikur undir á sýningum og stjórnar söngnum. Nemendur I fjóröa bekk Leik- listarskóla rikisins eru niu tals- ins, sjö konur og tveir karl- menn. Fer þvi ekki hjá þvi aö konur þurfa oft aö leika hlut- verk karlmanna. Aö lokinni frumsýningu á verkum Brechts veröur hafist handa um æfingar á nýju leikriti eftir Sigurö Pálsson sem Þór- hildur Þorleifsdóttir mun stjórna. 1 sumar mun hópurinn úr fjóröa bekk, sem útskrifast i vor, vinna viö gerö sjónvarps- leikrits eftir Hrafn Gunnlaugs- son sem höfundur stjórnar. Nemendasamband MA gefur út fréttabréf A aöalfundi Nemendasam- bands Menntaskólans á Akur- eyri var ákveöið aö senda fréttabréf til ailra árganga sem hafa brautskráöst frá skólanum, þvi margir vita ekki um stofnun sambandsins. Það hefur látiö gera vegg- skjöld meö mynd af skólanum og hefur skjöldurinn ver- ið seldur I Reykjavik og Akur- eyri. Agóöinn mun síöan renna til skólans. Nemendasambandiö mun halda fagnað aö Hótel Sögu þann 3. júni þar sem rifjaöar veröa upp minningar frá skólaárunum, en markmiö sambandsins er meöal annars aö skapa tengsl milli fyrrver- andi nemenda MA. Vilhjálmur Skúlason gaf ekki kost á sér sem formaöur og var Ragna Jónsdóttir kjör- Sýnir í Neskaupstað Kristján Kristjánsson opnar sina fyrstu einkasýningu i Egilsbúð, Neskaupssaö á sum- ardaginn fyrsta 21. april klukk- an 14. Kristján er 27 ára, hann nam viö Myndlista- og handiðaskóla Is- lands 1969-1973. Kristján tók þátt i 5 samsýningum 1976. þ.e. á Loftinu, haustsýningu F.t.M. gallerf Súm, gallerf Sólon Islandus og Val ’76 aö Kjarvals- stööum. Sýning Kristjáns i Egilsbúö er opin 21-24 april 1977 kl. 16-22. Styðja húsakaup fyrir alþýðulist Aöalfundur Dagsbrúnar sam- þykkti á dögunum aö leggja fram 3 milljónir króna til kaupa á húsi fyrir listasafn alþýöu, en þaö safn var gjöf Ragnars I Smára „til Is- lenskra erfiöisvinnumanna” eins og hann orðaöi þaö. Þá samþykkti fundurinn einróma aö veita Al- þýöuleikhúsinu á Akureyri 150 þúsund króna starfsstyrk. A aöalfundinum var fagnaö samþykkt slöasta þings A.S.t. gegn erlendum herstöövum á ts- landiog aðild aö NATÓ og skoraöi á borgary firvöld og rikisstjórn aö efla Bæjarútgerö Reykjavikur. Stjórn félagsins var endurkjör- in, en hana skipa: Eövarö Sig- urösson, formaöur, Guömundur J. Guðmundsson, varaformaöur, Halldór Björnsson, Baldur Bjarnason, Andrés Guöbrands- son, Gunnar Hákonarson og Ósk- ar ólafsson. —SJ FERÐIR TIL SOVÉTRÍKJANNA 18. júni og 13. ágúst: VOLGAGRAD—KÁKASUS — ARMENIA — GEORGIA! 16. júni og 3. sept: MOSKVA — LENINGRAD OG baltnesku löndin, EST- LAN D, LETTLAN D og LITHAEN. Kostakjör. Takmarkaður fjöldi i hverjum hópi. Gisting, fullt fæði, skoðunarferöir, leiðsögn, flug, innifalið í verðinu. Tryggið ykkur far i tíma.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.