Vísir - 18.04.1977, Blaðsíða 1

Vísir - 18.04.1977, Blaðsíða 1
Mánudagur 18. april 1977 99. tbl. — 67. árg. Siódegisblaó fyrir f/clskylduna > mrmmmm * k rj jsTrj „Samnmgamálin eru komin á hreyfingu" Nokkur hreyfing varð i samkomulagsátt i viðræðunum um sam- eiginlegar sérkröfur á síðasta sáttafundi, en nýr sáttafundur hófst kl. 10 i morgun á Hótel Loftleiðum. Báðir aðilar eru sammála um, að nokkur hreyfing hafi orðið, en eru jafnframt mjög varfærnir i dómum um, hvort það hafi einhver áhrif á umræð- una um meginkröfurnar. „Fyrir og um helgina hófust viðræður i nokkrum undirnefnd- um um sameiginlegar sérkröfur Alþýðusambandsins, og varð litilsháttar hreyfing á málunum þá” sagði Baldur Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambandsins i viðtali við Visi i morgun. ,,Og segja má að samningagerðin sé að komast i skýrari farvegi, þótt engan veg- inn sé ljóst hvað verði með af- greiðslu sérkrafna. Það liggur i láginni i bili.” „1 sumum atriðum varðandi sameiginlegu sérkröfurnar var örlitil hreyfing” sagði Björn Jónsson, forseti ASI i morgun. ,,En ekki er hægt að segja að það hafi verið i neinum stórmál- um sem skipta sköpum. Hins vegar var þetta fyrsti fundur- inn, þar sem gagnaðilar okkar höguðu sér eitthvað likt þvi, sem þeir væru i samningavið- ræðum”. Björn sagði að ekkert væri hægtaðsegja til um, hvorthorf- urnar á friðsamlegri lausn væru betri en áður. Aðspurður sagði Björn að verkalýðshreyfingin stefndi að þvi að vera i stakk búin til að boða verkfall um mánaðamótin, en ekkert yrði ákveðið um verk- fallsboðanir fyrr en þar að kæmi, og yrðu slikar ákvarðanir þá teknar i samræmi við þá stöðu sem þá væri i viðræðun- um. — ESJ Þær tóku þátti keppninni i gærkvöldi. Talið frá vinstri: Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, Sigurlaug Halldórsdóttir, sem kjörin var ungfrú Reykjavik — og Anna Björk Eðvarðsdóttir. — Ljósmynd Visis: Loft ur. „Ég er alveg hoppandi!" segir nýkjörin Ungfrú Reykjavík, Sigurlaug Halldórsdóttir „Ég er alveg hoppandi” sagði Sigurlaug Iialldórsdóttir ný- kjörin fegurðardrottning Reykjavikur þegar Visir spurði hana hvernig henni liði með nýja titilinn. „Ég var búin að ákveða að ég væri númer þrjú, en svo þegar sagt var hver væri númer tvö, komu tárin”. Sigurlaug er 17 ára nemandi i Menntaskólanum i Reykjavik. Hún var kjörin fegurst reyk- viskra meyja 1977 af gestum Hótel Sögu i gærkvöld. önnur i röðinni varð Anna Björk Eð- varðsdóttir og Guðbjörg Vil- hjálmsdóttir varð þriðja. Sigurlaug sagðist hafa verið hræðilega taugaóstyrk áður en þær stöllurnar komu fram fyrst, „en það var svo gott fólk i saln- um, að manni leið strax vel. Stúlkurnar verða allar þrjár fulltrúar Reykjavikur i keppn- inni um titilinn „Ungfrú ls- land” og munu þær taka þátt i fegurðarsamkeppnum erlendis. Sigurlaug verður fulltrúi Is- lands i keppninni „Miss Inter- national” i Japan á næsta ári. —SJ/EKG Vildu ekki grátt malakoff Sjá baksíðu Spassky vann Sjá bls. 2 og 28 Þurfum að hœgja r /t r a fjar- festingum Sjá bls. 11 \ .<• sssSSSSlll Vaka í 30 ár Sjá bls. 21

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.