Vísir - 18.04.1977, Blaðsíða 5

Vísir - 18.04.1977, Blaðsíða 5
Óþolinmœði í Panama vegna Bandaríkjanna Óvinir Concorde cfna til mótmæla í New York. Mótmœla Concorde Æðstráðandi Panama, hershöf ðinginn Omar Torrijos, lét á sér skilja í viðtali við timaritið „Newsweek'að brotist gæti út i Panama hryðjuverka- alda, sem beindist gegn Bandaríkjunum, ef ekki Strandaglópar vegna verkfalls Þúsundir farþega er- lendra sem ástralskra flugfélaga sátu fastir á flugvöllunum i Sydney og Melbourne um helg- ina vegna verkfalla oliu- bilstjóra og hlaðmanna. Meöal flugfélaga, sem áttu þot- ur er ekki fengu eldsneyti, voru British Airways, Pan Am, Al- italia, KLM, Singapore Airlines og Flugfélag Filippseyja. næðist fljótlega nýtt sam- komulag um Panama- skurðinn. „Loftið i Panama er lævi bland- ið, þvi að Bandarikin hafa logið svo lengi að okkur”, hefur blaðið eftir hershöfðingjanum. Sumir leiðtogar Panama „segja, að við getum ekki losað okkur undan nýlenduokinu með öskrum einum saman”, er haft eftir Torrijos hershöfðingja. „Þeir segja að leið Ho Chi Minh (sem skipulagði skæruhernað Viet Minh i Indókina i baráttunni gegn yfirráðum frakka) hafi ávallt verið sú besta”. Hershöfðinginn segir i viðtal- inu,*að aðalþröskuldur fyrir nýju samkomulagi sé krafa banda- rikjamanna um rétt til þess að tryggja hlutleysi við Panama- skurðinn. „Ég hef sagt Bandarikjunum, að þau verði að fækka herliði sinu við skurðinn á næstu fimm árum. Við erum tilbúnir að ræða ráð- stafanir til að tryggja hlutleysi skipaskurðarins og munum leyfa Bandarikjunum að hafa her- stöðvar fram til ársins 2000”. Þeir nýju-jórvíkingar, sem andvigir eru þvi, að concordeþoturnar fái að lenda á Kennedyflug- velli, hóta þvi að koma þar vikulega til að mót- mæla tilraunum breta og frakka til að fá lend- ingarleyfi fyrir þessar vélar. Tilraunir þeirra í gær til þess aö skapa umferðaröngþveiti á öllum vegum, sem liggja að flugvellin- um,fóruþóaðmestuútum þúfur. Óku þeir samsíða tveir og tveir á lúsarhraöa. Lögreglunni tókst að afstýra meiriháttar vandræöum, þvi að ekki tóku nema um 500 bilar þátt i þessum mótmælaaðgerðum. Höfðu þó concordefjandmenn gert sér vonir um aö fá að minnsta kosti 2.000 bfla I mótmæl- in. Dómsúrskurður, sem lagður var fram á föstudaginn, og bann- aði þessar aðgerðir, haföi dregið kjarkinn úr mörgum. Mótmælendur höföu gripið til þessa bragðs i fyrra og hlutust af hin verstu vandræði. A6 þessu sinni töfðust menn mest 45 minút- ur á leið sinni út á flugvöll. Það er hávaöinn frá concorde- þotunum, sem mönnunum er svona mikið i nöp við, en 28. aprfl á að koma fyrir rétt mál, sem höfðað hefur verið til prófunar á þvi, hvort leyfa skuli Convorde lendingar á Kennedyflugvelli. Bretum og frökkum, framleið- endum concorde, er mikiö I húfi, aö lendingarleyfi fáist fyrir þessa gerð flugvéla á bandariskum flugvöllum. Ella þurfa þeir ekki aö gera sér vonir um að stóru flugfélögin kaupi Concorde til farþegaflutninga. Stjórnin i Washington hefur haft umsóknir þeirra til meðferð- ar, og veitti undanþágur til reynslu til að byrja með. Fyrir skömmu setti rikisstjórnin þaö á vald hverju bæjarfélagi fyrir sig (þar sem (alþjóðlegir flugvellir eru), hvort Concorde skyldi leyft að lenda þar eða ekki. David Owen.utanrikisráöherra breta, i þann mund aö hefja viðræður við Vorster, forsætisráðherra Suður-Afriku, um málefni Ródesiu. Vonbetri um friðsamlega lausn Ródesíu David Owen, utan- rikisráðherra breta, hefur vakið nýjar vonir i Ródesiu um að leysa megi framtiðarmálefni iandsins með friðsam- legum hætti og i sátt við blökkumenn, meirihluta landsmanna. En i þeim lýðveldum biökku- manna, sem hann heimsótti i sið- ustu viku, voru flestir á þvi, að það yrði undir þjóðernissinna skæruliðum komið, hvort takast mætti að leysa málefni Ródesiu án blóðsúthellinga. Þau fimm blökkumannalýð- veldi, sem landamæri eiga að Ró- desiu (Botswana, Mozambique, Angóla, Zambia og Tanzania), hafa aukið mjög áhrif samtaka þeirra Mugabe og Nkomo með þvi að lýsa þvi yfir, að þau liti á þá sem réttu eftirmenn stjórnar Ians Smiths og hvitra. Dr. Owen lét þó eftir sér hafa i Angóla, að hann yrði, að taka tillit til skoðana allra þjóðernissinna Ródesiu, ,,og ég er viss um, að þærsex milljónirmanna, sem lifa eiga við nýju stjórnarskrána, munu vilja láta af sér vita”. Þjóðernissinnasamtök Mugabe og Nkomo lýstu þvi yfir á laugar- daginn, að Bretland hefði engan hug á að færa blökkumönnum völdin i Ródesiu i hendur. — Nkomo sagði i Prag á föstudag- inn, að ráðstefna sú, sem bretar hafa stungið upp á, væri enn ein dauðadæmd tilraun. Smith og Owen áttu annan fund á laugardaginn, sem þeir sögðu, að hefði veitt árangur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.