Vísir - 18.04.1977, Blaðsíða 23

Vísir - 18.04.1977, Blaðsíða 23
VISIR Mánudagur 18. aprll 1977 Bjóðum yður: Andlitsböð og húðhreinsun. Fjarlægjum óæskilegan hárvöxt i andliti. Litun. Kvöldförðun. Hand og fótsnyrting. Afsláttur á 3ja skipta andlitsnuddkúrum. Vinnum úr hinum viðurkenndu frönsku LANCOME snyrtivörum. Fegrunarsérfrœðingarnir: Blómabúðin LILJA Laugarásvegi 1 '•íl Afskorin blóm og POTTABLÓM i ÚRVALI -vt Vandaðar gjafavörur & Urval af Onix vörum & Stórkostlegt órval af HENGIPOTTUM Blómaskreytingar við öll tœkifœri Odýrir blómvendir Verið velkomin Opið 10-22 alla daga vikunnar HÚSBYGGEJNDUR-Einangrunarplast Afgreiðum einangrunarplast á Stór-Reykjavikursvæöið frá mánudegi - föstudags. Afhendum vöruna á byggingar- stað, viðskiptamönnum að kostnaðarlausu. Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar við flestra hæfi i Ær Borqarplastlf Borgaraetl [f»frai 93-7370 kvtfld og helfarslmi 93-73SS Smurbrouðstofan BJORNIIMN Njólsgötu 49 — Simi 15105 PASSAMYNDIR feknar í litum tilbúnar strax I barna &flölskyldu LJOSMYJVDIR AUSTURSTRÆTI 6 S.12644 SUMARBUSTAÐIR Nú er rétti tlminn til þess aö panta TRYBO sumarbústað fyrir sumarið. Aðeins 4-6 vikna afgreiöslufrestur. Allar stærðir og geröir. Leitiö nánari upplýsinga. Ástún s.f., 1“;. ''M: :■ Hafnarhvoli v-Tryggvagötu_ TRYBO VÍSIR Simi 86611 SiTiumúla 8 Keykjavlk. Ég óska að gerast áskrifandi Naín Heimili Sveitafélag Sýsla. Ánœgð að fó minnis- varðann í vesturbœinn Anna hafði samband við blaðið: bað gladdi mig aö sjá frétt um það i VIsi að reisa ætti minnis- varðann um stofnun lýðveldis- ins við Hótel Sögu. Sjálf bý ég I vesturbænum og hlakka þvi til þess þegar minnisvarða Sigur- jóns verður komiö upp i sumar eins og talað er um. Reyndar er ég fylgjandi þvi að borgin veröi skreytt sem mest með slikum myndverkum. Alls staðar þar sem listaverk eru uppi eru þau til mikillar prýöi og þau lffga geysilega upp á umhverfið, gera það hlýlegra og mannlegra. Ég geri það oft að fara að skoða þau myndverk, sem fyrir eru og þá ekki sist i garðinn hans Asmundar Sveinssonar sem mér finnst til sóma og ég öfunda austurbæinga af honum. Skemmtilegra að standa upp Lesandi i vesturbænum hringdi: Ég var viðstödd fermingarmessu i kirkju i borginni i mánuðinum og varð þá bæði undrandi og fyrir svolitlum vonbrigðum. Þegar prestarnir og fermingarbörnin gengu inn prúðbúin og falleg gaf með- hjálparinn okkur kirkjugestum bendingu um að sitja kyrr en standa ekki upp eins og ég hélt að væri vaninn að gera alltaf þegar fermingarbörn ganga i kirkju. Með þvi að standa upp finnst mér gestir sýni þessu unga fólki virðingu á þessum stóra degi i lifi þess og mér finnst að þessum sið eigi að halda. Við stöndum upp við brúðkaup og mér finnst þetta mikill virðingarvottur við þá sem i hlut eiga. Fleiri en konur lesa „kvennablöðin" Kona hafði samband við blaö- ið. Ég hringi aðeins vegna fréttar á forslðu þar sem fjallaö er um dönsku blöðin, sem keypt eru mikið hér á landi eins og kunnugt er. 1 fréttinni er talað um kvennablöð. Þetta er ekki alls kostar rétt, þvi aö margir karlmennlesa þau. Þar á meðal get ég sagt frá þvi að maöurinn minn heklar upp úr þeim. En af þvi ég er farin aö finna að þvi sem skrifað er I blaðinu vil ég lfka segja eitthvaö já- kvætt. Mér finnast leiöaraskrif blaðsins vera mjög góö. Og leið- arinn f dag sem fjallar um Ráð- stjórnarríkin og stööu Islands i samstarfi vestrænna rikja er einstaklega góður. Sömuleiðis finnst mér Svart- höfði og greinar Indriða G. Þor- steinssonar punta mjög upp á blaðið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.