Tíminn - 30.07.1968, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.07.1968, Blaðsíða 1
Gerizt áskrifendur að Tímanum. Hringið í síma 12323 Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir. augu 80—100 þúsund lesenda. STÆRSTA OG VOHUMSU SÍNINGIN OPIN110 DAGA OO-Reykjavík, mánudag. Landbúnaðarsýningin 1968, sem haldin verður í Laugardalnum dagana 9. til 18. ágúst n.k., verður án efa langstærsta og viðamesta sýning sem haldin hefur verið á íslandi. í aðalsal sýningarhallar- innar kynna um 50 stofnanir og félög starfsemi sína, og er sjálf Laugardalshöllin ekki nema hluti sýningarsvæðisins. XJtan dyra verða búfjár- og alifugla og dýrasýningar, gróðurhúsa- og plöntusýningar. Úti verða einnig sýndar margs konar vélar og þar verður keppni ýmiss konar, starfs iþróttir og búfjárkeppni. Á sýn- ingunni verður uppboð og seldir góðhestar. Er það í fyrsta sinn sem slíkt er gert hérlendis. Þessi sýning er ekki eingöngu miðuð við bændur og þá sem vinna að landbúnaðarstörfum, heldur er ekki síður lögð áherzla á að kynna neytendum íslenzka landbúnaðar- framleiðslu. Búnaðarfélag Islands og Fram- leiðsluráð landbúnaðarins standa að sýningunni og leituðu þessir aðilar samstarfs við sto-fnanir og félög sem starfa á einn eða annan hátt að landbúnaði og vinnslu landbúnaðarafurða. Formaður sýn ingarráðs er Þorsteinn Sigurðsson og formaður sýningarnefndar er Sveinn Tryggvason. Framkvæmda stjórar sýningarin-nar eru Agnar Guðnason og Krtetján Karlsson. Tilgangur landbúnaðarsýningar- innar er fyrst og fremst að sýna stöðu og þýðingu landbúnaðarins í dag og að kynna helztu fram- leiðs'lu- og rekstrarvörur og að kynna bændum nýjungar og tækjakost sem völ er á. Við opnun sýningarinnar verða landbúnaðarráðherrar allra Norð- urlanda og fjölmargir aðrir er- lendir geslir koma til að kynn-a sér hana. Má nefna að innflutn- NTB-Prag og Moskvu, mánudag. ★ Hinn fyrirhugaði fundur sovézkra og tékkneskra ráða- manna, sem líklegur er til þess að skera úr um framtíð frjálslegri stjórnarhátta í Tékkóslóvakíu, hófst á hádegi í dag í smábænum Cierna-nod-Tisou, rúmlega tvo kilómetra frá rússnesku landamær unum. Fundinn sitja allir æðstu ráðamenu Tékka og Sovétmanna, af hálfu Tékka Dubcek aðalritari Josef Smrkovsky, forseti þjóðþings ins og aðrir í hinni 11 manna for- sætisnefnd tékkneska kommúnista- flokksins auk Ludviks Svoboda, forseta Tékkóslóvakíu. Brésnev, aðalritari rússneska kommúnista- flokksins og Kosygin forsætisráð- herra eru í forsæti framkvæmda- nefndar rússneska kommúnista- flokksins sem situr fundiuii af liálfu Sovétríkjanna, en í hcniii ingsfyrirtækið Þór h.f. sem hefur umboð fyrir Ford-dráttarfélar o. fl. gengst fyrir því að hingað verð ur boðið ful'ltrúum frá 12 stærstu landbúnaðarblöðuim, sem gefin eru út I Evrópu. Daglega verður Framhald á bls. 14 eru einnig 11 ráðamenn. ic Ekki er vitað með fullri vissu hvort fundurinn fer fram í rússneskri járnbrautarlest á járn- brautarstöðinni í Cierna-Nad-Tisou eða í kvikniyndahúsi bæjarins. Þess var ekki vænzt, að gefin yrði út yfirlýsing um tilhögun og gang viðræðna fyrr en í nótt. Þátttaka Ludviks Svoboda í viðræðunum þykir bemla til þess, að umræð- urnar snúist að inestu leyti um hermál. Uppi voru raddir um, að viðræðunum lyki í nótt eða með morgninum. ic í dag var skýrt frá því í Prag, að á morgun eða miðviku- dag væri von á Tító Júgóslavíu- forseta í heimsókn til borgarinnar í þeim tilgangi að ræða við Dub- cek. Einnig var liaft eftir góðum heimildum, að leiðtogi rúmcnska kommúnistaflokksins, Nicolae Alexander Dubcek Ceausescu, væri væntaulegur til Prag einhvern næstu daga í sömu erindagjörðum. Þeir Tító og Ceau- sescu hafa báðir látið í ljós ein- dreginu stuðning við stefnu tékk- ueska kommúnistaflokksins. it Ileimildir í Vestur-Berlín herma, að síðustu fjóra dagana hafi átt sér stað miklir liðsflutn- ingar sovézkra hermanna í Austur- Þýzkalandi suður á bóginn í átt til landamæra Tékkóslóvakíu. Sagt er, að 25% herliðs Sovét- manna í Austur-Þýzkalandi eða um 75 þús. nianns hafi tekið þátt í þessum liðsflutningum. ic Um helgina gerðu blöð í Moskvu, cinkum Pravda, harða liríð að tékkneskum valdhöfum. Var látið að því liggja, að Rússar myndu ekki skirrast við að beita Tékka vopnavaldi, gætu rússnesku valdhafarnir ekki neytt tékknesku Leonid Breznév ráðamennina til þess að láta af frjálsræðisstefnu sinni á fundin- um, sem hófst í dag. Hinn örlagaríki fundur. Fundarstaður sovézku og tékk- Framhaid á bls. 15 Páfinn á móti „pillu” NTB-Róm, mánudag Páll páfi 12. tilkynnti í sér- stöku umburðarbréfi, sem birt var opinberlega í dag, að eftir margra ára rannsókn og íhugun hefði kaþólska kirkjan ákveðið að banna allar getnaðarvarnar- aðferðir og þá sérstaklega „pill- una“. Þessi ákvörðun páfa veld- ur mönnum í hinum kaþólska heimi miklum vonbrigðum, þar sem almennt var búizt við að páfi myndi taka frjálslyndari afstöðu gagnvart „pillunni" og öðrum getnaðarvarnarlyfjum. Úrskurður páfa um bann við getnaðarvörnum var birtur í 35 síðna umburðarbréfi, sem bar titilinn „Um mannlífið“, og dagsett var 25. júlí. Einn af framámönnum Vatikansins í efnum, sem snerta siðferðis- vandamál innan guðfræðinnar, Fernando Lammruschini, kynnti umburðarbréf páfa fyrir blaða- mönnum í dag. Sagði hann m. a. við þetta tækifæri: „Hér er svarið, sem beðið hefur verið eftir í mörg ár“. Páll páfi hefur unnið að rann sókn vandamálsins um takmörk un barneigna síðan hann var út- nefndur í páfastól fyrir fjórum árum. Hann stækkaði nefnd, sem hinn frjálslyndi páfi, Jó- hannes 23. hafði skipað til þess að vinna að rannsókn þessa vandamáls. Framhald a bls. 15 RÆÐA ÖRLÖG TÉKKA í CIERN A - N AD - TISOU

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.