Tíminn - 30.07.1968, Blaðsíða 11

Tíminn - 30.07.1968, Blaðsíða 11
11 ÞRIÐJUDAGUR 30. júlí 1968. TÍMINN Páll Eggert Ólafsson byrjaði ungur að vinna á Landsbó'ka- safninu. Það var í tíð Jóns Jaoobssonar landsbókavarð'ar. Jlón sá strax hver daignaðar- og afkastamaður Páll var við st'örf sán og bauð honum nokkr um sinnum til drykkju með sér, en Páll var tregur til að drekka með yfirmanni sínum. Lo'ks lét Páil þó til leiðast. Þegar áhrifin fóru að segja til sín, segir Páll — Þú ert 'gáfaðasti maður, sem ég hef talað við, Jón Jacobsson. Til að launa Páli lofið, segir Jóo. — Og þú ert fallegasti unglingur, sem ég hef drukkið með. Svofhl'jóðandi tilkynming birt ist í blöðunum á Siglufirði: Þar sem maðkar hafa fund- izt í sveskjium og öðrum áivöxt Y>>. um, bannar heilbrigðisnefnin sölu á sves'kjum og öðrum ávöxtum, sem maðkar hafa fundizt í, nema undir eftirliti heilibrigðisfulltrúa. — Siglu- firði 8. marz 1947. — Heiil- brigðisnefmdin. í Sniæfellskirkju í Öræfum ætluðu hjón að vera til altaris. Við þá athöfn varð koman eitt- hvað síð'búnari að gráitunum en bóndi hennar, sem hét Jón. Konunni varð mikið niðri fyrir við þetta og sagði svo hátt, að hljóðbœrt varð um kirkjuna: — Fjandi er að vita þetta! — Jón er fallinn fram, og hér stend ég. Úr afmælisgrein um roskinm mann: — Fáir skrifa svo forkunnar- fagra hönd sem hann. Hver stafur er eins og sjálfstæð persóna í sunnudagafötunum á leið til kirk'ju. FLÉTTUR OGMÁT Á meistaramóti New York- fylkis 1910 kom upp eftirfar- andi staða í skák Capablanca og C. Jafife. Capablanca hefur hvítt og hótar máti í hverjum leik. Leibnir höfðu verið 16 leik- ir og í 17. leik lék hvítur Hxe6! sem svartur svaraði með E£6. Hvítur lék í 18. leik Re5! og svartur f5. Nú kom 19. Bxh6t — KxB og 20. RxP gefið. Krossgáta Nr. 81 Lóðrétt: 1 Löggjafarsam- koma 2 Tónn 3 f uppnámi 4 Bjartur 6 Skrár 8 Fiska 10 Smáu 12 Skrökvuðu 15 Ambátt 18 1500,00. Ráðning á gátu no. 80. Lárétt: 1 Úthafi 5 Agin 7 Rá 9 Nasl 11 Eta 13 Sto 14 Kurf 16 Ös 17 Alins 19 Ámálgi. Lárétt: 1 Loka 5 flát 7 Þíð jörð Lóðrétt: 1 Útreka 2 Ha? 3 9 Lokki 11 Vond 13 Súð 14 Tæp Agn 4 Fnas 6 Klossi 8 Átu 16 Tveir eins. 17 Aldraða 19 10 Stömg 12 Aram 15 Flá Húsdýr. 18 II. Barbara McCórquedale 42 Lou hafði setzt á rúmið. Alloa gekk yfir herbergið og stóð við hliðina á henni. — Er það nokkuð, sem þú vilt? spurði hún. — Það er heilmargt, svaraði Lou. — Mest af öllu vildi ég vera komin til New York og það á þessari stundu. En þar sem ég hef ekki töfrateppi til að bera mig þangað, þá geri ég ráð fyrir, að ég verði að fara í þessa hræði- legu heimsókn. — Áttu við kastalann? spurði Alloa. — Hvað annað skyldi ég eiga við? spurði Lou. — Mér verður illt við tilhugsunina, eins og ég hlakkaði til þess. Það var eitthvað sorglegt og fremur barnalegt við vonbrigði hennar. — Hann getur verið miklu betri en þú býzt við, sagði Alloa. — Hann er vingjarnlegur á svipinn. — Ég geri ráð fyrir, að ég sé kjáni, sagði Lou, en ég var í raun inni byrjuð að trúa mömmu. Ég hafði hugsað mér hann hávaxinn, dökkhærðan og vel vaxinn, eins og þessa Frakka, sem þú sérð í kvikmyndum. Ég lá vakandi í gærkvöldi og hugsaði méi hann veita mér ástaratlot í litla bak- herberginu, sem var allt tjaldað bleiku silki. Manstu ekki eftir því? Ég hugsaði um okkur dansa sam- an í danssalnum og ég var með stóra kórónu og hann hvíslaði í eyra mér, hvað hann elskaði mig heitt. Ég var orðin ástfangin af honum, að sjálfsögðu manninum, sem ég hafði gert mér í hugar- lund, en ekki þessum veiklaða manni þarna í dagblaðinu. — Þú hefur e.t.v. búizt við of miklu, sagði Alloa. — Hvað áttu við? spurði Lou. — Ég held, að enginn geti öðl- azt allt í lífinu. Ef fólk er mjög auðugt, þá á það oft við einhverja erfiðleika að stríða, eins og t.d. blindu eða heilsuleysi, sem vega upp á móti auðæfunum. Ef ein- hver finnur t.d. einhvern, sem honum finnst mjög aðlandi, þá er hann e.t.v. fátækur eða eitt- hvað annað. Hún var að hugsa um Dix og óskaði sér af öllu hjarta, ekki að hann væri ríkur. heldur heiðar- legur. — Ég skil, hvað þú átt við, sagði Lou. — Áttu við, að ég sé ágjörn og gráðug? — Ertu það ekki? spurði Alloa. — Þú átt svo mikið sjálf, að þú getur ekki búizt við að fá það allt og svo himnaríki í kaupbæti. Það, sem ég á við er, að það væri ólíklegt, að hann væri svo líka hertogi. Hún horfðist í augu við Lou um leið og hún sagði þetta, og þær vissu, að þær voru báðar að hugsa um sama hlutinn. Steve Weston var ungur, laglegur og afskaplega ástfanginn af henni, en hann var ekki auðugur og held ur ekki nertogi. Lou stóð upp, gekk yfir að snyrtiborðinu og settist niður. — Heldurðu, að hús, hversu fal- legt sem það er, geti nokkurn tímann verið nóg? spurði hún. — Nei, auðvitað ekki, sagði Alloa. Lou íorfði lengi á sjálfa sig í speglinum og síðan sagði hún með yfirborðs kæruleysi: — Það er enginn skaði skeður, þó ég fari og líti á hann. Við skulum sjá, hvað morgundagurinn ber í skauti sínu. Alloa heyrði á rödd hennar. að einlægnin var horfin. Lou hafði ákveðið að leika þennan leik eft- ir eigin höfði. Hún vonaði enn innst inni, að hún gæti fengið sig til að giftast hertoganum og öðl- ast þannig titil og Pougy kastal- ann. Alloa vissi, að hún gat ekk- ert fleira lagt til málanna. — Má ég fara? spurði hún. — Ég þarf að skrifa nokkur bréf. Ef móðir þín þarf á mér að halda, viltu þá biðja hana að hringja? — Eg skal segja henni það, þeg ar ég hitti hana. sagði Lou. Alloa fór aftur inn í herberg- ið sitt. Hún setti bréfin til frú Derange á skrifborðið og opnaði skúffuna til að leita að pappír. Þá sá hún bréfið frá Steve, sem hún hafði fengið á Claridge hó- telinu. Hún tók það úr umslaginu og las það aftur. Síðan leit hún á heimilisfangið og símanúmerið, sem var skrifað efst á blaðið. Ætti hún að hafa samband við hann? Hugmyndinni skaut upp í huga hennar, en hún varð skelfd við tilhugsunina um að skipta sér af þessu. Ef hún skrifaði honum nú og svo yrði það allt til einskis? Setjum svo, að Lou ákvæði, þeg- ar hún sæti hertogann, að það væri þess virði að giftast hon- um til þess að öðlast öll þau for- réttindi, sem hann gæti veitt henni? Hún elskaði hann ekki og mundi aldrei gera og Steve gæti veitt henni svo miklu meira en hertoginn, ef hún aðeins gæti skilið það. — Ég má ekki blanda mér í þetta, sagði Alloa hátt við sjálfa sig, og þó var hún sannfærð um, að það væri stórkostlegt rækifæri fyrir Steve að koma sínum mál- ii-m frnm #vf Lnnn a?fpin« Vflprí hér. ið við, þegar hún sá myndina af hertoganum. — Ég kem með fyrstu flugvél, sagði Steve Weston. — Heldurðu það? Ég. . .ég á við. . . .það er ekki víst, að ég hefði átt að láta þig vita, en mér fannst bara.. . . — Hafðu ekki áhyggjur af því, greip hann fram í fyrir henni. — Það var dýrlegt, að þú skyldir láta mig vita. Segðu Lou ekki frá þessu. Eg ætla að koma henni á óvart. — Við verðum í Pougy. . . . byrjaði Alloa, en varð þess þá vör, að það var enginn á línunni. Jæja, hugsaði hún með sér. Honum yrði sagt, þegar hann kæmi á hótelið, hvar þær væri að finna. Henni varð illt við til- hugsunina um, hvort hún hefði ÚTVARPIÐ Þriðjudagur 30. júlí 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádeg isútvarp, 13.00 Við vinnuna: Tónleilkar. 14.40 Við, sem heima sitjum. Inga Blandon les söguna: „Einn dag rís sólin hæst“ eftir Rumer Godden í þýðingu Sigur- laugar Björnsdóttur (22). 15.00 Miðdegisútvarp. 16.15 Veðurfregn ir. Ópecrutónlist. 17.00 Fréttir. Tónlist eftir Carl Nielsen. 17.45 Lestrarstund fyrir Utlu börnin. 18.00 Lög úr kvikmyndum. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsims. Fréttir. Tilk. 19.30 Daglegt mál. Tryggvi Gíslason magister flytur þáttinn. 19.35 Þáttur um atvinnu mál. Eggert Jónsson hagfræðing ur flytur. 19.55 Frá Vestur-íslend I DAG Var sanngjarnt, að hann hefði ekki tækifæri til að standa fyrir máli sínu? Hvaða stund gat ver-; ið ákjósaniegri en sú, þegar Lou hafði orðið fyrir vonbrigðum með eða hafð' jafnve) óbeit á þeim manni, sem hún hafði ætlað að giftast í svo mikilli fljótfærni? — Hún getur ekki gert það, hún getur það ekki, sagði Alloa. Henni varð skyndilega hugsað til Lou, bundinni eins og hún hafði sjálf sagt, við hjólastól. Hún yrði óhamingjusöm og óhjákvæmi lega mundi hún einnig valda her- toganum óhamingju. Hvorki pen- ingar né titill gátu bætt fyrir vonleysislíf tveggja mannivera, sem átti ekkert sameiginlegt nema græðgi á því, sem hitt átti. Alloa stökk á fætur Hún gekk yfir í herbergið og tók upp sím- ann. Hún hafði heyrt að síma- þjónustan í Bandaríkjunum væri góð, en hún gerði sér engar gylli- vonir í sambandi við frönsku sím- þjónustuna. Hún varð þess vegna undrandi, þegar hún heyrði sím- ann hringja tuttugu mínútum síð- ar og henni var tjáð. að hún hefði samband við New York. Hún hafði beðið um Steve og fáum sekúndum seinna var henni tilkynnt, að hann væri í símanum. — Er oetta Steve Weston? — Halló- Hver er þetta? — Þetta er Alloa Derange. — Nei, halló. Hvaðan hringir þú? — Frá Biarritz. — Er allt í lagi með Lou? Vill hún hitta mig? í — Hún veit ekk. að ég hringdi f í big. sagði Alloa — En mér fannst ég yrði að segja þér hvað | hefur gerzt. Alloa talaði hratt, því hún vissi, 11 hve símtalið yrði fljótt að verða g dýrt, og sagði honum, hvað gerzt fj hafði og hvernig Lou hafði orð- ■ ingum. Ljóð. lög, söngur og hljóð færalelkur 20.20 Hin nýja Afr- íka: Leiðin til menntunar Bald- ur Guðlaugsson sér um þáttinn. Lesari ásamt honum er Arnfinn ur Jónsson (HI) 20.40 Lög unga fólksms. Gerður Bjarklind kynn ir. 21.30 Útvarpssagan: „Vornótt' eftir Terjei Vesaas. Þýðandi Páll H. Jónsson Heimir Pálsson stud. mag. les — sögulok. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.15 Sónata nr. 5 í c-dúr eftir B Galuppi 22.30 Á hljóðbergi Karen Blixen og Bodil Ipsen lesa upp. 23.05 Frétt ir í stuttu máli. Dagskrárlok. Á morgun Miðvikudagur 31. iúlí. 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádeg isútvarp. 13.00 Við vinnuna: Tón- leikar. 14.40 Við, sem heima sitjum Inga Blandon les söguna: „Einn dag rís sólin hæst“ eftir Rumer Godden (23). 15.00 Mið degisútvarp 16.15 Veðurfregnir. íslenzk tónlist. 17.00 Fréttir. Tón iist eftir Chophin 17.45 Lestrar stund fyrir litlu börnin. 18,00 Danshljómsveitir leika Tilk. 18. 45 Veðurfregnir Dagskrá kvölds ins 19.00 Fréttir 19.30 Daglegt mál Tryggvi Gislason magister flytur þáttinn 19.35 Ólafur Briem timburmeistari á Grund. Séra Berijamin Kristjánsson flytur er. indi (HI) 20.05 Sónata nr. 1 f G- dúr fyrir tvær fiðlur eftir Eug en Ysaye 20.30 Þjóðhátíðarvaka Árni Johnsen tók saman. 21.45 Bolero eftir Mauriee Ravel 22.00 Fréttii o? 'eðurtregnir 22.15 Kvöldsagan: Víðsjár á vesturslóð um Kristinn Reyr [es (5). 22.53 Djassþáttur. Ólafur Stephensen kynnir. 23.05 Fréttlr í stuttu rnáli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.