Tíminn - 30.07.1968, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.07.1968, Blaðsíða 7
7 ÞRIÐJUDAGUR 30. júlí 1968. TÍMINN að then'gja raig uipp á, að það eru til fleiri íslenzkir fánar í Rost ock en á öllu íslandi) og Ul- bricht brosti af plakötum á hverjum húsvegg, rétt eins og hann vildi segja við samborgar ann: Sjiá, þetta allt hef ég gefið yður — nei annnars, þetta allt eigum við sameiginl'ega.“ Réttarsalurinn í gráu stein- byggingunni, sem líktist svo- lítið Steiniinum okkar uppi á Skólavörðustíg, var gamall og drungalegur. Loftið var þrung ið þessari einkennilegu og sterku hreinlætisvökvalykt, sem mér fannst ég alls staðar finna í opinberuim húisum þar eystra. Það brakaði ískyggilega í trébekknum, þegar B. A. Asan, hinn digri og værukæri for- seti hæstaréttar Lettlands (raunar fulltrúi Sovétríkjanna á lögfræðingaráðstefnunni sem ég sat), settist hjá mér. Þessi góðlátlegi náungi, sem skyldi ekki orð í þýzku, hafði ekki túlkinn með sér, og sú varð raunin, að augnalokin urðu ó- þekk, er leið á réttarhaldið. f hrörlegri stúku, vinstra megin í salnum, séð af áhorf- endabekkjunum, sat ungur, vel klæddur maður og nagaði negl urnar. Hann var sá ákærði. Á öllum borðum voru háttalarar (míkrófónar) og ég hugsaði: Asskoti eru þeir flottir á því hérna. (Síðar komst ég að því, að réttarhaldinu var útvarpað: „Til þess eru vítin að varast þau“). Skyndilega stóðu allir á fæt- ur og sá ákærði fyrstur manna. Upp á pallinn gekk fyrst spengi leg „blondína“, og mér flaug í hug: Dómararnir hér í Rostock hafa þó altént fallega ritara, ekki síður en við heima- Þeim mun meiri varð undrun mín, er stúlkan settist fyrir miðju dómaraborði. Hún var þá dóm forsetinn (Hugskot: Nú sér ákærði sína sæng uppreidda. Varla er hægt annað en að játa á sig hinar aðskiljanlegu sakir frammi fyrir slíkum dómara). Dómforsetar sitt til hvorrar handar settust nú bold ungskvenmaður og stútungs- karl. Þetta voru meðdómend- urnir. (Innskot: Samkvæmt aust ur-þýzkum réttarfarsreglum, sitja nær ætíð þrír menn í dómi.) Þá gekk í ákærenda- stúkuna, gegnt ákærða, en þó nokkru hærra, fulltrúi sak- sóknarans, brúnaþungur og ör- uggur í skrefi. eins og vera ber. Upptekinn af allri þessari prósessíu tók maður varla eft ir því, að lítill, feitlaginn og að því er virtist, taugaóstyrkur náungi, laumaðist inn um aðal dyrnar og settist við borð fyrir neðan dómforseta. Þetta var eins konar trúnaðarmaður „sys temsins" á vinnustað ákærða, en algengt er, að þeir séu við staddir hvers konar réttarhöld og taka þátt í þeim. Og svo setti „blondínan" rétt á svo skörulegan hátt, að hæsta réttarforsetinn frá Lettlandi hrökk upp af dagdraumum sín um. Fyrir var tekið málið núm er þetta eða bitt: Ákæruval(]ið gegn Jóni Jónssyni. Sakarefni: Jón Jónsson, sem átti konu og tvö börn, en ekki mikla aura, frekar en margir nafnar hans heima á íslandi, hafði gefið út innstæðulausan tékka fyrir 680 a-.þýzkum mörkum (Iþetta nefndi dómari og ákærandi raunar „tékkafölsun“, sem ekki samrýmist okkar lagaskilningi, frekar en margar aðrar hug- takagreiningar í lögfræði, sem maður hélt þó, að væru nofek- uð alþjóðlegar). Og nú var ákærða skipað að standa á fætur og spurninga- regnið hófst og stóð í næstu hálfa aðra klukkustund. (Gagnrýni nr. 1: Dómforseti benti ekki ákærða á, að hon- um væri ekki skylt að svara spurningum, sem fyrir hann væru lagðar, en þögn hans yrði virt af dóminum og e. t. v. ákærða í óhag. Ekki fékk ég á etfir skýr svör við því, hvort væri skylt samkvæmt austur- þýzkum lögum, eins og hjá okk- ur, en skyldist þó, að ákvæði væri um þetta, án þess að um beina skyldu væri að ræða. I stuttu máli má segja, að niður staða viðræðna um þetta atriði hafi verið sú, að eftir áliti dóm ara þarna, væri engin ástæða til að gefa ákærða kost á því að ljúga eða leyna sökum fyrir rétti. Það er gott og blessað og e. t. v. til athugunar fyrir semj endur nýrra „kapitalískra refsi laga“ á íslandi). Ákærði var nú beðinn að gera grein fyrir nafni sínu, stöðu og aldri, rétt eins og hjá okkur, en síðan til viðbótar að lýsa störfum sínum, bæði fyrr og nú, stöðu og eiginleik um foreldra sinna, heimilislífi sjálfs sín, hæfni og dugnaði (eða leti!) konu sinnar, frístund um sínum, skemmtunum og hver veit hvað. Og nú fékk maður að heyra „ævisögu í stuttu máli“ og ég undraðist, hve ákærða fór það vel úr hendi og það eins, þótt frásögn hans væri af og til rofin af spurningum dómara um einstök smáatriði, að mér fannst, langt utan við sakarefnið, sem fyrir lá. — En hvað hefur það með útgáfu innstæðulauss tékka að gera, að Jón Jónsson hafði átt barn með annarri, áður en hann gifti sig. Og þó, barnsmeðlög verður að greiða austan tjalds eins og vestan, og ef ekki eru önnur úrræði, er gripið til tékkaheftisins, þótt innstæðu- laust sé, fremur en að láta lít- ið barn svelta. (Hugskot: „Æ sér gjöf til gjalda“!). Og þegar Jón Jónsson var búinn að leggja einkalíf sitt svo að segja í heilu lagi á borðið, leiða alla viðstadda til stofu sinnar. eld húss og svefnherbergis og géra þá að eins konar fjöl- skyldumeðlimum, hóf ákærand inn upp raust sína. Ilann gerði fyrst grein fyrir sakarefninu og kröfu sinni um refsingu (6 mánaða skilorðsbundið fangelsi, en ella vist á sérstöku uppeldis heimili, vegna æsku ákærða). Ákærandi vitnaði í lög og para- gröf, eins og vera ber, en Jón Jónsson var setztur og byrjaður að naga neglurnar, enda búinn að játa sekt sína og heita bót og betran — hvað vildi maðurinn þá meira? (Gagnrýni nr. 2: Ákærði hafði engan löglærðan verjanda, sem staðið hefði getað uppi í hárinu á dómurum og ákæranda og kannski mótmælt því t. d., að Jón Jónsson þyi'fti að gera grein fyrir samlífi sínu og konu sinn ar í refsimáli út af tékka. Við þessari gagnrýni fékk ég ekki heldur greið svör. Sagt, að hér hefði játning legið fyrir og því óþarfi að spandera fé í lögfræð ing, og raunar væri fátítt, að sakaraðilar hefðu lögfræðinga sér til fulltingis og um það sannfærðis ég í þeim tveim öðrum réttarhöldum, sem ég var viðstaddur: Mál út af upp- sögn á vinnustað og hjónaskiln aðarmál). En nú hófst þáttur í réttar- höldunum, sem kom mér mjög spanskt fyrir sjándr. Dómarar og ákærandi hófu langa prédik un yfir ákærða, bæði lagalega og siðferðislega og lýstu með hástemmdum orðum, hvílíkt brot hann hefði framið gagn- vart konu sinni, börnunum sín- um (Jón Jópsson átti eitt barn með konu sinni), fjölskyldunni, vinnufélögunum, vinnuveitand- anum og yfirleitt gagnvart öllu heila „systeminu". Og nú var „trúnaðarmaðurinn" farinn að ókyrrast í sætinu og byrjaður að klóra sér hér og þar. Nú vildi hann fara að komast að — og fékk. Við bendingu frá dómforseta, spratt hann á fæt- ur, hneigði sig og stóð síðan teinréttur, eins og þjálfur her- maður, meðan hann flutti boð skap sinn. Hann var ekki venju- Framhald á 12. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.