Tíminn - 30.07.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.07.1968, Blaðsíða 3
A -X '• /“ f, >l\ rf. .-) • ) ; -> * ’ * , ÞRIÐJUDAGUR 30. jólí 1968. » Heitur matur allan sálarhrínginn íKóp M verður unnt a'ð fá þarna fast fæði fyrir minni og stærri hópa og ennfremur mun verða unnt að fá sendan heim heitan mat, allan sólarhringinn fyrir aðeins 20 króna aukagjald inn an allrar „Stór-ReyikjavÍ!kur.“ Auk matar ver'ður þarna selt kaffi og kökur, ódýrt smurt brauð, gosdrykkir o. fl. — Veitingastað þennan reka bræð urnir Finnur og Leifur Karls synir. Hér er um að ræða þjónustu, sem vaíalaust er að margir munu not/æra sér, en næg og góð bílastæði eru við matstofu þessa. TK-R ykjavík, mánudag. Á morgun verður opnuð að Auðbrekku 43 í Kópavogi ný matstofa er mun hafa heitan mat á boðstólum aUan sólar- hringinn. Bætir hún úr brýnni þörf fyrir slíka þjónustu í Kópa vogi. Matstofa þessi er hin vistleg asta í rúmgóðum hús’akynnum og geta þar borðáð um 50 manns samtímis. Á boðstólum'1 verða heitir réttir af ýmsu tagi og auk þess „grill-réttir“. Verði er stillt í hóf og munu grill-réttir t. d. mun ódýrari þarna en víðast annars staðar. Kálfatjarnarkirkja átti 75 ára afmæli Sunnudaginn 7. þ. m. fór fram að Kállfatjarnarkirkju 75 ára afmæli kirkjunnar. Hófst atihöfnin með forspili organista Guðmundar Gilssonar. Fyrir alt ari þjónaði sóknarpresturinn, séra Bragi Friðriksson, og sikírði eitt barn í messubyrjun. í stólinn steig svo fiyrrverandi sóknarprestur, séra Garðar Þorsteinsson prófastur og þjón aði svo fyrir altari að aflokinni prédikun. Á þessum degi voru teknir f niotkun nýjdr bekkir, sem lík uðu mjög vel. Form í Hafnar firði sá um smiði þeirra og uppsetningu. Var athöfnin öll hin ánægjulegasta og mikill tnannfjöldi var setið svo að í öllum sætum var setið og að auki varð allmargt að stanöa. Margt var f eldri sóknarbörnum og öðru aðkomufólki, og í mjög fögru veðri setti þetta allt virðu legan hátíðasvip á afmælishátíð ina. Að messu lokinni var svo haldið í samkomuhús sveitar innar og þar var drukki'ð kaffi, er kvenfélagið Fjóla sá um og framreiddi af myndarbrag. Ræður vioru fluttar og sungið. f tilefni dagsins bárust kirkj unni blómagjafir og heillaóskir frá Garðakirkju, Hafnarfjarðar kirkju og Njarðvíkurkirkju. Einnig frá einstaklingum. M bárust kirkjunni peninga Framhald á bls. 14. RAMÓNA - NÝ VEITINCASTOFA EKH-Reykjavík, mánudag. Ný matsölu- og kaffistofa, Ramóna, hefur á morgun starf semi sína í Kópavogi. Veitinga stofan er í húsinu nr. 7 við Álf hólsveg en gengið er inn í hana frá Reykjanesbraut. Þarna verð ur opið allan sólarhringinn og auk þess sem viðskiptavinir geta setið að snæðingi í rdm góðum veitingasal verður einn ig afgreitt út í bíla eftir föng um. Eigendur þessa nýja veiting3 staðar eru hjónin Ásdís Hafliða dóttir og Tómas Tómasson, en umsjón með matreiðslu hefur Jón Sigurðsson, matreiðslumað ur. Ásdís Hafliðadóttir dvaldist um 22 ára skeið í Bandaríkjun um og stundaði þar rekstur mat sölustofa sem einikum fram- reiddu ítalska, írska og amer- íska sérrétti og gott kaffi. Ás- dis kom heim frá Bandaríkjun um 1963 og hefur unnið hér á kaffihúsum þar til nú, að hún ræðst í sjálfstæðan rekst- ur. Það mun vera ætlun for- ráðamanna ,,Ramónu“ að hefja reksturinn í smáum stíl en auka hann síðan smátt og smátt ef vel gengur. Fyrst um sinn ver'ður á boðstólum tveir heitir matarréttir í hádeginu, auk þess verður allan sólarhringinn j hægt að fá hambórgara, bacon < og skinku, smurt brauð, kaffi ! og kökur og ýmislegt fleira. j Gangi reksturinn vel verður í bætt við fleiri tegundum mat- i ar og þá væntanlega hinum ! ítölsku og amerísku réttum frú • Ásdísar. ! Veitingasalur „Ramónu" rúm : ar 120—125 í sæti en auk þess í verður afgreitt út i bíla ef ’ viðskiptavinir óska. Starfsfólk . veitingastofunnar mun vinna ' á þrem vöktum. níu á hvorri dagvaktinni en eitthvað færri j á næturvaktinni. Veitingastofan ,,Ramóna“ verður einnig leigð til fundarhalda og samkvæmis- halds. Ekki er að efa að margir muni notfæra sér þjónustu ,.Ramónu“ á næstunni. þar eð iUmögulegt hefur verið að fá nokkuð i svanginn, a. m. k. ekki heitan mat eftir kl. tíu á kvöldin í Reykjavík og ná- grenni. TÍMINN 3 Yfirlitskort af landbúnaðar- Þetta yfirlitskort sýnir vel hve yfirgripsmikil landbúnaðarsýningin, sem haldin verður 9. til 18. ágúst, er. f sjálfri sýningahöllinni sýna yfir 50 stofnanir og fyrirtæki. Úti verða sýnd dýr margs konar og jurtir, vélar, skemmur og verkfæri. Eftirfarandi skrá sýnir að nokkru hve fjölbreytt úti- sýningin er: 101 Vélakynning 102 Hekla hf. 103 Þór hf 104 SÍS — Véladeild 105 Dráttarvélar hf. 106 Hamar hf. 107 Globus hf. 108 Hreindýr 109 íslenzkir hundar 110 Refir 111 Áhorfendur 112 Dómhringur og hlaupa- braut 113 Rétt 114Gripahús — Hross og sauðfé 115 Gripahús — Hænsni og svin 116 Gripahús — Nautgripir 117 Rétt 118 Búnaðarfélag íslanös 119 Guðbjörn Guðjónsson, heildverzlun, KFK-fóður- vörur 120 Héðinn hf., vélsmiðja 121 S'ölufélag garðyrkjumanna 122 SÍS-Innflutningsdeild 123 Félag skrúðgarðyrkjuverk- taka 124 Laxalón 125 Garðyrkjufélag íslands 126 Skógrækt ríkisins 127 Rannsóknastofnun landhún- aðarins 128 Veðurstofa íslands 129 Bifreiðar- og landbúnaðar- vélar hf. 130 J. Þorláksson & Norð- mann h. f. 131 Jón Loftsson hf. 132 Breiðfjörðs blikksmiðja 133 Landssmiðjan 184 Mjólkurfélag Reykjavlkur Skipbrotsmenn af Sæfaxa Á myndinni sjást fjórir skip- verjanna af Sasfaxa við komuna til Vestmannaeyja um kl. 5 sl. laugardagsmorgun. Eins og kunnugt er sökk Sæfaxi NK út af Alviðruhömrum s. 1. föstudags kvöld eftir að Mjölnir GK hafði siglt á borðstokk bátsins. Mjölnir kom með skipbrotsmennina til Eyja og lengst til vinstri sézt í gúmmíbátinn sem mennirnir björguðust á. Við sjópróf í Vestmannaeyjum kom í ljós að Mjölnir var með bil- aðan radar þegar hann sigldi á Sæfaxa í svarta þoku. í blaðinu í gær var sagt að annar gúmmíbát- anna af Sæfaxa hefði ekki blásist upp. Það var ekki rétt, þar sem skipstjóri mun hafa gefið skipun um það á síðustu stundu að blása ekki nema annan bátinn upp, þar eð hinn nægði. Við athugun sást að aðeins vantaði lokaátakið til þess að báturinn blésist út. Voru báðir bátarnir því í fullkomnu lagi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.