Tíminn - 30.07.1968, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.07.1968, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 30. júlí 1968. 2 Sumarhátíöin í Húsafellsskógi um Verzlunarmannahelgina HLJÓMAR — ORION og Sigrún Harðardóttir. — Skafti og Jóhannes. — Dans á 3 stöðum. — 6 hljómsveitir. — Táningahljómsveitin 1968 — hljómsveitarsamkeppni SKEMMTIATRIÐI: Leikþættir úr „Pilti og stúlku" og úr „Hraðar hendur". — Ómar Ragnarsson — Alli Rúts — Gunnar og Bessi — Ríó tríó — Bítlahljómleikar — Þjóðdansa- og þjóSbúninga- sýning — Glímusýning — Kvikmyndasýningar i — Fimleikar. Keppt verður í: Knattspyrnu — Frjálsíþróttum — Glímu — Körfuknattleik — Handknattieik. ★ UnglingatjaldbúSir — ★ Fjölskyldutjaldbúðir. Bílastæði við hvert tjald. Kynnir: Jón Múli Árnason Verð aðgöngumiða kr. 300,00 fyrir fullorðna; kr. 200,00 fyrir 14—16 ára, og 13 ára og yngri ókeypis í fylgd með foreldrum sínum. — Gildir að öllum skemmtiatriðum. Sumarhátíðin er skemmtun fyrir alia U.M.S.B. - ÆM.B. ÓDÝR ÚRVALS FILT-TEPPI Skrifið eða nringið og við sendum upplýsinga- bækling og litaprufur yður að kostnaðarlausu. AUGLÝSIÐ f TÍMANUM TÍMINN Lárus Jónsson: Stundum er langt milli Reykja víkur og Uppsala. Þess vegna barst mér ekki svar „alfs“ við Uppsalabréfi mínu um Suður- Afríku og Ólympíuleikana fyrr en í gær (4.5.‘68). Grein hans birt- ist þann 21.4. Uppsalabréf mitt gerði athugasemdir við grein, sem hann hafði ritað um sama efni í Tímann, þar sem hann gagnrýndi þau Afríkuríki og ýmsa „taglhnýt inga“ þeirra fyrir það, að þau mótmæltu þátttöku Suður-Afríku í Ól. í Mexíkó á sumri komanda. Þau hótuðu að sitja heima ef S.- Afríka fengi að vera með. Þetta mál er nú- útkljáð S.-Afríku í ó- hag. „alf“ og ég erum sýnilega ósammála um réttmæti þessara mótmæla, ég tel og taldi þau rétt- mæt, en það hefði varla dugað til þess að fá mig til að skrifa á- deilugrein á móti honum, heldur hitt að mér virtist „alf“ snúa ýmsum veigamiklum atriðum við í röksemdafærslunni. Þau atriði voru: 1) „alf“ sagði að mótmælend- ur með „taglhnýtingum" blönd- uðu saman pólitík og íþróttum. Ég segi, að þessi ríki séu að mót- mæla þeirri staðreynd að ríkis- stjórn S.-Afríku blandar pólitík í íþróttirnar með því að meina blökkumönnum bátttöku í íþrótt- um heima og erlendis á jafnrétt- isgrundvelli. 2) „alf“ sagði að ábyrgðin hvíldi á mótmælendum ef ÓL í Mexíkó splundruðust. Ég sagði að ábyrgðin félli á Alþjóðlegu Ólym píunefndina, sem fól Mexíkó að halda ÓL 1968 í Tokyo 1964, þar sem S.-Afríka fékk ekki að vera með, án þess að endurskoða þá ákvörðun. Þremur og hálfu ári síðar, aðeins hálfu ári áður en Mexíkó ÓL á að hefjast, taka þeir nýja og þveröfuga afstöðu í máli, sem nefndin vel vissi að væri eld- fim. 3) „alf“ . . . á meðan stjórn- in í Suður-Afríku samþykkir að senda sameinað lið hvítra og blakkra á leikina." Mér virtist hann gefa í skyn að skilyrðin væru jöfn fyrir báða. Svo er þó ekki. Hvítir og svartir máttu ekki mætast á leikvelli þegar lið er val ið, heldur skyldi farið eftir skeið- klukku og málbandi. Allir vita að frjálsíþróttaárangrar, sem nást á mismunandi brautum í mismun- andi veðri eru ekki sambærilegir. Hver trúir því að undirbúningur svartra og hvítra sé sambærileg- ur? 4) Ég mótmæli saman- burði „alfs“ við Portugal. Spán o.fl. vegna þess að það sem verið væri að mótmæla væri ekki harð- stjórnin, einræðið eða fasisminn sem slíkur, heldur sú staðreynd að í S.-Afr. (og Rhodesia) væri mönnum kerfisbundið og mark- visst mismunað á öllum sviðum, einnig íþróttum, eftir hörundslit. Auk þessa gat ég þess að Alþj. ÓL nefndin væri miður lýðræðis- lega uppbyggð og stæði í litlum tengslum við íþróttahreyfingu nú tímans. Ég gat þess að núverandi forseti Alþj. ÓL nefndarinnar, Avery Brundage, hefði árið 1936 komið i veg fyrir að frjálsíþrótta menn USA sætu heima, til þess að mótmæla gyðingaofsóknum Hitlers ileikarnii fóru fram í Beríín). Afleiðingin varð sú að formaður frjálsíþróttasambands- ins sagði af sér og Brundage tók við. Tilgangur minn var að vekja umræður, knýja ,alf“ til þess að nánar rökstyðja sína skoðun og betur upplýsa lesendur um þau atriði, sem ég hefi hér talið upp. Fjölþættari meðhöndlun málsins sýnist mér lesendur ættu skilið. Hvað skeður? „alf“ gerir alls enga tilraun til þess að ræða nokkurt þessarra atriða. f staðinn kemur hann með skæting í minn garð og Svía fyrir afstöðu þeirra til ýmissa alþjóðamála. Hann ræðst á Svía fyrir orðagjálfur og „þeir kynna sér ekki einu sinni alla málavexti.“ Með hvaða rétti skrifar ,,alf“ þetta? Hvað kemur þetta málinu við? Hefði þá ekki verið auðvelt að andmæla grein minni á málefnalegum grundvelli? Sá eini hluti greinar „alfs“, sem ekki er skítkast á Svía yfir- leitt og „Lárus Jónsson og hans líka“, er þýðing hans á ummæl- um forystumanns blakkra íþrótta manna í S.-Afríku. Sá telur að bann á S.-Afríku muni auka ein- angrun svartra þar. Þetta er hans skoðun. Ég hefi enga ástæðu til þess að efast um það, né hefi ég ástæðu til þess að setja mig til dóms yfir þessum manni eða skoðunum Jians, jafnlítið og ég hefi sett mig til dóms yfir skoð- unum „alfs“ í þessu máli. Allir höfum við rétt til þess að mynda okkur skoðun og rökstyðja hana, án þess að elgurinn sé vaðinn um málflutning og skoðanir ann- arra og óviðkomandi á öðrum og eftir atvikum óviðkomandi mál- efnum. Alv?g eins og ég tel mig hafa rétt til þess að hafa mínar skoðanir í utanríkispólitík, hún má síðan vera sænsk eða íslenzk, þá héfir „alf“ rétt til sinnar, hún má síðan vera af íslenzkum eða amerískum toga. Hitt veit ég að þetta appelsínubann. sem „alf“ talar svo háðslega um er runnið undan rifjum pólitískra forystu- manna svartra í S.-Afríku. Það er hugsanlegt, að þeir séu á annari skoðun i ÓL-málinu en forystu- maður um íþróttir. Kannski vildu þeir ckki þiggja augnabliksárang ur, scm myndi vara í mánuð eða svo, sem myndi torvelda framtíða sigra. Við höfum okkar uppkast 1908. Hinu megum við heldur ekki gleyma að kynþáttapólitík S.-Afríku, er ögrun við allan svarta kynstofninn. Það er hugsan legt að mótmæli þeirra séu óháð skoðunum svartra innan S.-Afr. Þannig náði ég i engu tilgangi mínum. Ég læt mér hið almenna skítkast „alfs“ í minn garð og í garð sænsku þjóðarinnar á einu bretti í léttu rúmi liggja. Eitt gremst mér þó. Reiði „alfs“ blind ar hann svo gjörsamlega að hann kann sýnilega ekki að lesa, ekki einu sinni þótt hann skrifi af klausu úr bréfi mínu kemst hún óbjöguð inn í hausinn á honum. Klausan er svona (,,alf“ hafði kallað Svía taglhnýtinga Afríku- ríkjanna): „Hvað taglhnýting- um viðkemur kann . fleiri en mér að finnast betra að vera tagl- hnýtingur þeirra, sem einhverju vilja fórna til þess að sýna þrælk- uðum meðbræðrum og systrum samúð, en hinna. sem auka að- gerðarleysi með ráðum og dáð styðja bessa viðbjóðslegu stjórn“. Að vísu segir það meira um mál- flutning „alfs“ en um mig og „mína líka“. en mér gremst, að ,,alf“ les út úr þessu, að ég telji mig vera að fórna einhverju. Það hefir mér aldrei dottið í hug, ég tala um taglhnýting þess sem fórnar. Hverju ég „og mínir lík- ar“ höfum fórnað eða erum reiðu búnir að fórna hefir „alf“ að sjálf sögðu enga hugmynd um. Eg trúi því hins vegar, að ef Afríkurík- in hefðu setið heima í mótmæla- skini, þá hefðu þau fórnað tals- verðu, einmitt vegna þess órjúf- anlega og nána sambands, sem er milli íþrótta og pólitíkur. íþróttir eru hluti af pólitík hvers einasta ríkis á jarðarkringlu vorri. Annar sænsku limanna í Alþj. Ól. nefndinni er dugandi atvinnu rekandi. Hann heldur uppi fót- boltaliði, sem nýlega byrjaði í fyrstu deild. Eftir honum er haft, að hann líti á íþróttirnar sem fjárfestingu fyllilega sambærilega við aðra fjárfestingm Með þessu á hann við tvennt. íþróttastjörn- urnar laða yngra fólkið til í- þróttaiðkana, sem gefur hres- andi og betri starfsmenn, sem afkasta meiru. Nafnkunnugt í- þróttalið, sem oft er nefnt í blöð- um og útvarpi og sjónvarpi, er ódýr og árangursrík auglýsinga- starfsemi, er liður í sölustarfsemi fyrirtækisins. Ég gæti nefnt fjölda dæma um einstök fyrir- tæki sem styrkja íþróttir á sama hátt af sömu ástæðum. Þetta er pólitík, skynsamleg pólitík. í- þróttirnar fá fé frá hinu opin- bera í mörgum myndum. Allir flokkar í öllum kosningabaráttum alls staðar vilja gefa íþróttunum meira. Af hverju? Vegna þess að íþróttaiðkanir eru liður í uppeld- is-, menningar- og heilbrigðis- pólitík pjóðfélagsins og ekki hvað sízt vegna þess sigurríkt landslið er eitt bezta verkfæri, bezta PR- tæki, bezta auglýsingin að selja eitt land, bæði útflutning þess og að laða að ferðamenn. Ekkert er þetta nema pólitík. Sumar þjóðir hafa sérstakar íþróttaherdeildir. Og Ólympíuleikarnir? Við vit- um að ÓL í Berlín voru gróflega misnotaðir pólitískt af Hitler, ætli það hefði verið jafn auðvelt ef bandarísku frjálsíþróttamenn- irnir hefðu setið heima? Fimm þjóðir sátu heima frá Melbourne 1956 af pólitískum ástæðum, og hvers vegna vantaði mörg Aust- ur-Evrópulið í Squaw Valley 1956. Það er eftirsótt að fá að halda ÓL. Af hverju? Af því að ÓL draga þúsundir blaðamanna, út- varpsmanna, sjónvarpsmanna og ferðamanna til landsins og borg- arinnar. Landið og borgin er á forsíðu allra blaða um allan heim, í öllum útvarpsfréttum sést á hverjum sjónvarpsskermi. Hver trúir að það sé ekki pólitík að keppa um að hreppa slíkt hnoss? Ér atvinnulíf pólitík? Atvinnu- líf þeirra borga og ríkja, sem lifa á ferðamönnum, og sem hafa það sem fastan lið á dagskránni ár eftir ár að halda íþróttamót til þess að draga að ferðamenn. Hafa ekki tvö stærstu stórveld in ÓL eftir ÓL lagt í það mik- inn metnað að vinna í óopin- berri keppni um flest stig og tal- ið það keppni milli tveggja þjóð- félagskerfa? Hafa ekki smáþjóð- irnar rembst innbyrðis í skugga stórveldanna? Olympíuleikar eru keppni milli þjóða meira en ein- staklinga. Þjóðsöngurinn er leik inn, fáninn er dreginn að hún. Landið. þjóðin er hyllt fyrir sig- urinn. Slíkt leiðir óhjákvæmilega til þess að íþróttirnar fá pólitíska þýðingu. íþróttahreyfingin er voldug fé- lagsmálaihreyfing innan lands og á alþjóðavettvangi. Seg mér þá fé- lagBmálahreyfingu, sem ekki er þáttur pólitík. Seg mér þann þátt í mannlegum samskiptum, eða samskiptum bjóða. sem ekki er blandaður pólitík, og sem get- ur öðruvísi verið Uppsala, 5.5. 1968. (Greinin hefur beðið birtingar lengur en ætlað var).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.