Tíminn - 30.07.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.07.1968, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 30. júlí 1968. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framikvæmdastjórl: Krlstján Benediktsson. Rltstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Heigason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastjóri: Steingrímur Gislason Ritstj.skrifstofur 1 Eddu- húsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusími: 12323 Auglýsingasimi: 19523 Aðrar skrifstofur, simi 18300 Askriftargjald kr 120.00 á mán Innanlands — I lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjna EDDA h. f. Höfuðstaður Norðurlands Undanfarna daga hefur veriS sumarblíða mikii á Norðurlandi og raunar líka austan lands. Fólkið úr þétt- býlinu suðvestan lands hefur þyrpzt vestur, norður og austur. Ferðamannastaðirnir eru þéttsetnir. í þessum ferðamannastraumi er sívaxandi fjöldi útiendinga. Fréttir virðast bera með sér, að Akureyri sé sá staður, sem flestir ferðamenn gista, enda er bærinn í senn góð mið- stöð og áningarstaður, og hefur einnig margt að bjóða sem ánægjulegur viðdvalarstaður. Akureyri er óumdeilanlega höfuðstaður Norðurlands. Það er staðfest fyrir hálfri öld. Bærinn hefur öil skiiyrði til þess að gegna því hlutverki með fullri reisn nú og síðar. Mergur gamallar bæjarmenningar er í stofni hans, en hræringar og umsvif nýs tíma hafa sífellt laufgað hann á ný, og forsjármenn bæjarins hafa borið gæfu til að láta ekki hallast á um varðveizlu og endurnýjun. Hann er nú einn mesti samvinnubær í heimi, þar sem sam- vinnurekstur er gildasti þáttur bæði í atvinnulífi og verzlun, og sú þjónusta er til fyrirmyndar. Hann á mörg- um öðrum bæjum fremur merkilegar söguminjar. Hús þriggja stórskálda þjóðarinnar eru þar enn talandi minnismerki um líf þeirra og starf, opin hverjum gesti. Fagur trjágróður setur meiri svip á byggðina en annars staðar. Umhverfið er stórbrotið og blómlegt. Bærinn er miðstöð samgangna á báðar hendur. Akureyri er einnig mikill skólabær, setur einnar virðulegustu menntastofnunar landsins og veitir einnig skjóli nýrri skólum, sem sóttir eru af ungu fólki langt utan bæjarmarka. í bænum eru myndarleg gistihús og hlúð með alúð að tjaldbúðagestum. Gott náttúrugripa- safn og minjasafn eru þar heimsóknarverðir staðir. Allt þetta veldur því, að Akureyri er ákjósanlegur áfanga- staður á ferðaleiðum milli fagurra staða á Norður- og Austurlandi. En þótt Akureyri haldi að sínu leyti vei á hlut sínum sem höfuðstaður Norðurlands, þurfa landsstjórnarvöld að skilja, að þau hafa sérstakar skyldur við slíkan bæ, og þar er eðlilegt heimkynni ýmissa stofnana 1 samræmi við hlutverk hans sem höfuðstaðar fjölmenns landsfjórðungs og mestu ferðamannamiðstöðvar utan Reykjavíkur. Gera þarf áætlun um það, með hvaða hætti sé eðlileg efling bæjar með slíka sérstöðu. Ingvar Gíslason, ai- þingismaður hefur stigið þar fyrsta skrefið með því að leggja til á Alþingi, að Akureyri sé sérstaklega efld sem skólabær. íþróttasamtök hafa kjörið hann sem miðstöð vetraríþrótta á landinu, og heimamenn efn-t til þess með óblöndnum myndarskap. Fleira mun koma til á næstunni. En ferðamannastraumum fylgja hættur, eins og fregn- ir um ölvun og ólæti í bænum síðustu daga sýna. Fyrir slíka þróun verður að taka með föstum tökum. Akureyri má ekki verða griðastaður þeirra, sem finnst hæfa að fara um íslenzk sumarlönd með ölæði. Það mundi fæla frá marga hina beztu gesti, sem Akureyri vilja sækja heim til þess að njóta staðarins. En af því að Akureyri er höfuðstaður Norðlendinga, hvílir ábyrgðin á viðgangi bæjarins og virðingu ekki aðeins á Akureyringum sjálfum, heldur öllum Norðlend- ingum, sem hljóta að setja metnað sinn í það að efla hann á alla lund sem höfuðsetur fjórðungsins. Slíkt yrði um leið styrkur hverrar minni bygðar, kaupstaðar og kauptúns í þessum landshluta. TIMINN Verður Richard Nixon kjörinn forseti Bandaríkjanna í haust? Hann er af fátæku miðstéttarfólki kominn, dáir einkaframtakið og hin- ar fornu dyggðir, enda hafa þær dugað honum bezt. ÞEGAR Nixon fyrrver- andi varaforseti var búinn að starfa að stjórnmálum í fullan áratug átti hann íbúðarhús í Washington, keypti í skuld, fjögurra ára gamlan bíl og svo var lífsábyrgðin. Nú situr helzti meðeigand- inn í fyrirtækinu Nixon, Mudge, Stern, Guthrie og Alexander í glæsilegri skrifstofu, stólarnir eru bólstraðir og klæddir svörtu leðri, og umhverfis hann er fullt af minjagripum frá stjórnmálastarfinu, skildir, fundahamrar, golfkúlur og jafnvel Indíánahnífur, allt með viðeigandi áletrunum. Við honum blasir mynd Haile Selassie og drottningu hans í silfurramma. 150 lögfræðingar, sem hjá fyrirtækinu starfa, ganga hljóðlega um í lögfræðibóka safni Nixons. Þegar dagur er að kvöldi kominn ekur hann heim í Cadillac, en einkabíl- stjóri situr við stýrið. íbúð hans er við fimmtu götu, ein- mitt í sama fjölbýlishúsinu og Rockefeller býr í, en Nixon forðast fylkisstjórann í New York með því að fara upp í einkalyftu. HINN virti lögfræðingur get ur sannarlega verið sér þess meðvitandi að nú hafi hann komið ár sinni betur fyrir borð en fulltrúadeildarþingmann inum, öldungadeildarþingmann- inum og varaforsetanum, sem kjöri náði í hrifingaröldunni umhverfis Eisenhower, tókst nokkurn tíma. Árstekjur hans eru nú 200.000 dollarar. Ekki var ætlunin að gefa i skyn að Nixon sé fégjarn. Vin ir hans halda fram, að hann hafi stutta stund leikið sér að dýrum bílum og glysi, en fljót- lega orðið að heita má ónæm- ur á þá ánægju, sem hafa megi af slíkum hlutum. En í þessu þjóðfélagi er velgengni og dyggðir oftast talið fara sam- an og flestu fólki finnst því, að í velgengni Nixons í lög- fræðistörfum felist siðferðileg réttlæting og öryggi. ENGUM Bandaríkjamönn- um er þetta þó jafn mikils virði og þeim, sem sprottnir eru úr því umhverfi, sem Nix- on fæddist í fyrir 55 árum. Kvekarar stofnuðu borgina Whittier árið 1887 og ætluð- uðust til þess, að þar gætu vin- ir búið við kyrrlátar erfðavenj ur samfélags síns í sólskini Kaliforníu. Frank Nixon hafði starfað sem málari, leir- kerasmiður, ávaxtaræktandi og daglaunamaður áður en hann settist þarna að sem spor vagnsstjóri. Þá leit borgin út eins og smáborg frá mið-vest- ur fylkjunum, sem flutt hefði verið vestur á strönd Kyrra- hafsins. Borgin er enn kyrr- lát en nú er hún eins og vin í auðn Los Angeles. Saga forfeðra Nixons er saga venjulegs bandarisks fólks fyrr á tíð, sem brauzt þvert yfir meginlandið með vinnu, baráttu og fyrirbænum. Báðir foreldrarnir voru Kvek- RICHARD NIXON arar, en Milhous-arnir voru enn fastari í trú sinni. Þeir fluttu frá suður-fylkjunum af því að þeir voru á móti þræla- haldi. Hafi nokkur nokkurntíma eignast land, þar sem allt flaut í mjólk og hunangi, hlýtur af- komendum landnemanna að hafa fundist það falla sér í skaut. Samt var æskuheimili Nixons ekki hamingjureitur og vanheilsa og erfiði hrjáði fjölskylduna. Graftarígerðir hrjáðu föður Richards og tveir bræður hans dóu í bernsku annar úr heilahimnubólgu, hinn úr berklum. Árum sam- an varð móðir Richards að heiman eða í Arisona, þar sem hún rak hjúkrunarheimili, bæði til þess að berklaveiki drengurinn nyti eyðimerkur- Önnur grein loftslagsins og svo til þess að unnt væri að greiða lækninum. ÁRIÐ 1922. þegar Dick var níu áfa, ákvað faðir hans að kaupa bensínstöð. Hann átti um tvær að velja og valdi þá þeirra, sem var í Whittier. Ári síðar fannst olía á landi hinn- ar stöðvarinnar, lind, sem gaf 25 tunnur á dag. Einn vinur fjölskyldunnar heldur að hún „hafi átt bágt með að gleyma því, hversu litlu munaði að húq yrðu auðug“ Engan þarf að undra þó að tvennt ,seti einkum svip sinn á stjórnmálaheimspeki Nixons og baráttu alla. Annað er lof um þá glæstu gnægð, sem einkaframtakið hefur fært Bandaríkjamönnum, — „þessi aflamesti framfarahreyfill“ sem heimurinn hefur nokkurn tíma komizt í kynni við. Hitt er eftirsjá eftir þeim gömlu, góðu dyggðum. sem einkenndu smáborgirnar, sem voru hin raunverulega Ameríka áður en stóru, vondu borgirnar lögðu landið undir sig. Þessar dyggðir hafa einmitt gert Nixon að því, sem hann er, að dómi lærisveina hans. Þegar hann var að verða að manni — til dæmis í Washing- ton að loknu laganámi — var sú spurning á vörum fjöl- margra Bandaríkjamanna, hvort bandarískar hugmyndir og stofnanir þyrftu ekki að komast í nútímahorf. Nixon var lítið um þessar efasemd- ir gefið og hefir sennilega fundist, líkt og ungu, gáfuðu mönnunum, sem vinna hjá hjá honum núna, að spurn- ingar þessai léku einkum þeim fjölskyldum á tungu sem þegar væru orðnar vellauðugar eins og Roekefeller-arnir, Kennedy-arnir, Rooseveltarn ir og Harrimanarnir. NÚ hefur Nixon loksins eignast sína auðlind Hann er orðinn öruggur, dáður og traustur borgari. Hann er góð ur vinur, góður eiginmaður góður faðir og góður lögfræð- ingur. En fleira fólk, bæði í Bandaríkjunum sjálfum og hvarvetna um heim. ber einn- ig í brjósti meiri andúð i hans garð en nokkurs annars stjórn málamanns að heita má. Ein Framhald á 12. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.