Tíminn - 30.07.1968, Síða 5

Tíminn - 30.07.1968, Síða 5
ÞRIÐJUDAGUR 30. júlí 1968. TÍMINN Vísur um kosningar Þórarinn Þorleifsson frá Skúfi sendi þessa grein. ■ SæU og blessaður Landfari! Þökk fyrir síðast. Þó vil ég geta þess að tvær villur voru í greininni um túnkalið. Ég hirði þó ekki um það meir, enda tekur enginn eftir þess- konar tittlingaskít, nema sá sem getur þá að mestu lesið í málið. Fæstir munu nú samt lesa svo vel að þeir taki eftir prentvillum. Annars hafði ég gaman af því, að um líkt leyti var nokkuð áberandi villa í forustugrein blaðsins. Hugsaði ég þá, sem svo, að mér væri vist ekki vandara um. Nú sendi ég til þín smá kvæði! Á þessu sumri fóru fram forsetakosningar, eins og kunnugt er. Það eru líka fimm tíu ár síðan 1918! Mér finnst þjóðin hafa ort sinn hátíða- söng. Þjóðhöfðingja þurfti að kjósa þann, sem allir mættu hrósa. Guiijún Styrkábsson HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR AUSTURSTRJETI t SÍMI 1B3S4 Dustaður upp, við Dönsku sundin dánumaður einn var fundinn. Fjárgæzlu var fnykur rokinn frá honum og burtu strokinn lóin eftir löngu þófin lands í málum, við hann gróin. En þetta, sem að þurfti að dusta og þjóðhöfðingja af efni að bursta, í öðru gervi illa falið allt var nú með kostum talið. Þjóðin söng á sína vísu sigurljóð og frelsis vísu, og á Fróni fuglar sungu frelsis ljóð á vorsins tungu. Þjóðin söng með sínum hætti sigurljóð, sem geymast mætti og á framtíð vonir vekja, víl og kvíða burtu hrekja. Betra er að búa snauður, berjast frjáls og liggja dauður en í þungum þræla hlekkjum þrúgaður vera á náðarbekkjum. Það er mestur þjóðarsómi þrákynntur að sögu dómi, frelsinu betur öllu að unna og þess gildi meta kunna. Þjóðin lyfti þungum brúnum og þó er kal í skáldatúnum. Orðsending til bænda „Ég ráðlegg ykkur bændum að fá ykkur útlendan sérfræð- ing til þess að segja ykkur sannleikann um dauðann í túnunum, því að aftur renn- ur lygi þá sönnu mætir“. Benedikt Gíslason frá Hofteigi. Furðuleg — og léleg lesning Jón Pétursson hefur sent Landfara eftirfarandi grein. „Það kemur ekki oft fyrir, að ég les mánaðarrit þau, sem teljast til hinnar léttari lesn- ingar og gefin eru út hér á landi. Nokkur munu hafa hald ið velli um árabil, og er víst til þeirra vandað, en hins veg- ar eru alltaf að skjóta upp kollinum ný og ný rit, sem fæst verða Íanglíf, enda lítt til þeirra vandað flestra, nema hvað kápan er oftast skraut- leg. Auglýsing um gjalddaga og innheimtu opinberra gjalda í Reykjavík Næstu daga verður gjaldendum opinberra gjalda í Reykjavík sendur gjaldheimtu seðill þar sem tilgreind eru gjöld þau er greiða ber til Gjaldheimtunnar sam- kvæmt álagningu 1968. Gjöld þau, sem innheimt eru sameiginlega og tilgreind eru á gjaldheimtu- seðli eru þessi: Tekjuskattur, eignarskattur, námsbókagjald, lífeyristryggingagjald atv.r., slysa- tryggingjagjald atv.r., iðnlánasjóðsgjald, alm.tryggingasjóðsgjald, aðstöðugjald, tekjuútsvar, eignarútsvar, kirkjugjald, atvinnuleysistryggingagjald, kirkjugarðs gjald, launaskattur, sjúkrasamlagsgjald og iðnaðargjald. Það, sem ógreitt er af sameiginlegum gjöldum 1968 (álagningarfjárhæð, að frá dreginni fyrirframgreiðslu pr. 12.7. s.l.), ber hverjum gjaldanda að greiða með 5 afborgunum, sem nánar eru tilgreindar á seðlinum, þ. 1. ágúst, 1. sept., 1. okt., 1. nóv. og 1. des. Séu mánaðargreiðslur ekki inntar af hendi 1.—15. hvers mánaðar, falla öll gjöldin í eindaga og eru lögtakskræf. Gjaldendum er skylt að sæta því, að kaupgreiðendur haldi eftir af kaupi þeirra tilskyldum mánaðarlegum afborgunum, enda er hverjum kaupgreiðanda skylt að annast slíkan afdrátt af kaupi að viðlagðri eigin ábyrgð á skattskuld- um starfsmanns. Gjaldendur eru eindregið hvattir til að geyma gjaldheimtuseðilinn þar sem á honum eru einnig upplýsingar um fjárhæð og gjalddaga fyrirframgreiðslu 1969. Reykjavík, 29. júlí 1968. GJALDHEIMTUSTJÓRINN Nýlega keypti sonur minn eitt slíkt rit, sem var víst að koma út í fjórða sinn, og þeg- ar ég fór að fletta blaðinu, gramdist mér mjög. Þessi blöð eru einkum keypt af ungling- um, og þetta blað er stórhættu legt fyrir þá. Kunnátta þeirra eða þess, sem að blaðinu standa, er á svo lélegu stigi, að það var villa í næstum hverri einustu setningu, auk þess sem engin próförk virðist hafa ver- ið lesin og setjari sá, sem sett hefur blaðið afar lélegur í sínu starfi. Þetta er vítaverð út- gáfa, sem getur stórskemmt málkennd og réttritun ís- lenzkra unglinga. Það er oft talað um, að is- lenzkunni sé hætta búin vegna erlendra áhrifa. og þá oftast vitnað til sjónvarpsins á Kefla víkurflugvelli. Það kann að vera, að eitthvað sé til í því, en ég held að útgáfa slíks rits, sem að framan er minnzt á, sé margfalt hættulegri. Ég veit ekki hvernig bezt er að verj- ast slíkum ritum. Ef til vill eiga foreldrar að fara yfir þessi rit, áður en börn þeirra lesa þau, og eyðileggja þau, ef þau beinlínis geta stórskemmt íslenzku barnanna. En bezt er þó, að láta slík rit aldrei kom- ast úr þeirri prentsmiðju, þar sem þau eru sett og unnin. Það mun víst skylda útgef- enda — eða ef til vill er það skylda prentsmiðjanna — að s'énda öll rit, sem gefin eru út hér til Landsbókasafnsins. Mér finnst, að þeir miklu ís- lenzkumenn, sem þar skipa hvert sæti, ættu að kynna sér mál þessara rita, og ef eitt- hvað er athugavert við þau. að þeirra áliti, að sjá þá um að einhverjar breytingar til batn aðar verði gerðar Það þýðir víst ekki að tala um, að slík rit séu bönnuð, því hér á landi er prentfrelsi og hver og einn getur gefið það út, sem hann hefur löngun til. En slíkt rit, sem hér hefur ver ið minnzt á, er skaðræðisgrip- ur, sem þarf að fjarlægja“. HLAÐ RUM HhSrilm henta allstatlar: i bamaher- bergið, unglmgaherbergið, hjónaher- bergjS, sumarbústa/tinn, veiOihúsit, barnaheimili, heimmiistarskdla, hótel. Hdztn lostir hlaSrúmanna tru; ■ Rúmin mi nota eitt og eltt sér eða h]a8a þeim upp 1 tvær eða þijir hadtSr. ■ Hxgt er að H ankalega: Náttborð, sdga eða hliðarborð. ■ Tnnaúmil rúmanna er 73x181 sm. HægteraðHiúminmeðhaðmull- ar oggúmmidýnum eða án dýna. ■ Rrimin hafa þrcíalt notagildi þ. e. kojur.einstaklingsrúmog'hjónarúm. ■ Rúmin eru úr tekki eða úr brénni (brennilÚmin eru ininni ogódýmri). ■ Rúmin era 611 i pðrtnm og tekur aðeins um tvaer minútnr að setja þau saman eða taka í sundur. HÚSGAGNAVERZLUN REYKJAVtECUR BRAUTARHOLTI2 - SÍMI11940 5 Á VÍÐAVANGI Gjaldeyrisvara- sjóðurinn Hvar er nú gjaldeyrisvara- sjóðuriun margrómaði, sem kostaði svo margar fórnir að byggja upp, en átti að tryggja það um langa framtíð, að áföll í þjóðarbúskapnum, leiddu ekki til hörguls á gjaldeyri. Þess- um sjóði var safnað með því að lama samkeppnisaðstöðu at- vinnuvega landsmanna með vaxtaokri og lánasvelti og öðr- um slíkum ráðstöfunum, sem komu beinlínis í veg fyrir upp- byggingu lífvænlegra atvimiu- greiua, sem átt hefðu að blómstra við eðlilegar aðstæð ur, og grófu að auki undan mátt arstoðum atvinnulífsins. Er nú ekki fram komið það sem gagnrýnendur efnahags- stefnunnar sögðu þjóðinni? Þeir sögðu, að stórfelldir erfiðleikar hlytu að verða framundan strax og stöðvun yrði á hækkun út- flutningsverðs sjávarvöru, ef ekki yrði söðlað um í tíma, og upp tekin ný stefna í efnahags og atvinnumálum, stefna, sem miðaði fyrst og fremst að því að styrkja undirstöður gjald- eyrisöflunarinnar og bæta sam keppnisaðstöðu íslenzkra at- vinnugreina. Er ekki komið á daginn, að það var rétt, sem þessir menn sogðu, þegar ríkis stjórnin veifaði skrautblómi sínu, „gjaldeyrisvarasjóðnum“ framan í þjóðina? Er nokkur, sem játar það ekki núna, að efnahagskerfið stóð á slíkum brauðfótum, að það myndi hrynja við minnsta andbyr, af því að það fengi alls ekki stað izt við eðlilegar aðstæður og það eina, sem haldið hefði því gangandi, væri metafli ár eftir ár og gífurleg hækkun á sjáv arvörum á útflutuingsmörkuð- um okkar mörg ár I röð — þróun, sem hlyti að eiga sér takmörk og enda. Því miður Ivildi meirihluti þjóðarinnar heldur trúa ríkisstjórninni og treysta á hin haldlausu loforð um gull og græna skóga. En það er ekki of seint þó að verða vitur eftir á, ef menn hafa hæfi- leika til að læra af reynslunni, draga af rétta lærdóma. „ Ekki of seint að verða vitur eftir á Nú þegar tómahljóð gjald- eyriskassans glymur um alla Iandsbyggðina ættu menr, að minnast þeirrar tillögu, er Helgi Bergs flutti fyrir tveim ur árum tæpum í sambandi við baráttu fyrir því að komið yrði á fót öflugum framleiðnisjóði fyrir atvinnuvegina, að skyn- samlegt væri að taka hluta af gjaldeyriseigninni þá og beina til uppbyggingar atvinnuveg- anna og til að treysta sam- keppnisaðstöðu þeirra svo þeir gætu mætt áföllum og eflzt og greitt það kaup, sem launþegar yrðu að fá. Eru menn búnir að gleyma, hve ráðherrar hæddust að þessari tillögu Helga? Menn sjá nú, að það hefði verið skyn samlegra að fara að þessum ráðum þá í stað þess að áfram var haldið að láta stjórnleysi ráða ferðinni og gjaldeyri sóað í alls konar vörur, sem þjóðin gat annað hvort sér algerlega að skaðlausu verið án eða unnt var að framieiða í Iandinu sjálfu eins góðar, ef með eðlilegum hætti hefði verið staðið við bakið á íslenzkum iðnaði. Var ekki skynsamlegra að nota Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.