Tíminn - 30.07.1968, Blaðsíða 12

Tíminn - 30.07.1968, Blaðsíða 12
TIMINN ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 30. júlí 1968. Unglingameistaramótið á Akureyri um s.l. helgi: Mikil þáttaka í mótinu og á- gætur árangur í sumum greinum 12_______________________________ NIXON Framhald al bls- 9. af ástæé'unum er eflaust það ó- lán hans, að hann skyldi leita sér stjórnmálaframa á því sviði, sem skrúð Kennedy-goð- sagnarinnar setti sinn svip á. Manntahestar klíkunnar litu á hann og dæmdu hann umsvifa- laust villimann. Svo virtist sem þjóðarsálin krefðist töfra manns og einhver varð að fara með hlutverk hins reiðilega ribbalda. í bókum, sem skrifaðar hafa verið um tímabil Kennedys, svo sem „Þúsund dagar“ eftir Arthus Silesinger og „The ma kin of a President“ eftir Theo- dore White, er sagt að Kenne dy hafi litið verulega niður á Nixon og haft á honum „gam- ansama fyrirlitningu. „Hann er gersamlega smekklaus" á Kennedy að hafa sagt. Nixon galt verulega hinnar nýju stéttavitundar, sem vart varð í Bandaríkjunum. Margir þeirra fréttamanna tímarita og blaðamanna við dagblöðin, sem fylgdust með kosningabar áttu um þetta leyti, voru á- fram um að komast upp úr miðstéttarveröldinni, sem Nix- on hrærðist í og inn í þann fágaða heim, sem Kennedy virt ist fulltrúi fyrir. RÉTTARHÖLD Framhald af bls. 7. legt vitni í okkar skilningi, því umbeðinn af dómforseta, tók hann til við að „sálgreina" á- kærða. Var spurður, hvort hann áliti Jóni Jónssyni hiætt við að skrökva, hvort hann áliti af framkomu hans, að honum væri hættara við en öðrum að um gangast peninga frjálslega, hvort hann teldi Jón Jónsson vel innréttaðan til að vinna með öðrum og svo framvegis. Allt þetta gerði „trúnaðarmað urinn“ með kurt og pí, enda nokkuð í húfi að finna Jóni Jónssyni nokkuð til foráttu, því að hann („trúnaðarmaðurinin") var jú sá, sem ákærði hafði átt að njóta handleiðslu hjá á vinnustað og þess ber að geta að um þetta hlutverk sitt fékk hann óþvegna áminningu frá dómara. En þegar á leið, fór „trúnaðarmaðurinn" að tvístíga, því að í raun hafði hann ekki nema gott eitt af ákærða að segja. Að vísu taldi hann Jón Jónsson heldur latan og kæru- lausan, án þess að færa nánari rök að því, og eftir langa um- hugsun varðandi „skrökhæfi- leika“ ákærða, mundi hann eft ir því, að einu sinni hafði á- kærði farið brott úr vinnu án leyfis og sagt á eftir, að hann hefði þurft að hitta konuna sína. Þetta staðfesti raunar á- kærði á eftir. Hann hafði nefni trOlofunarhringar Fljót afgreiSsla Sendum gegn póstkrefu. GUÐM. ÞORSTEINSSON gullsmiður Bankastræti 12. lega verið kallaður til vitnis út af einhverju peningaklandri, sem kona hans hafði lent í, og sagt sannleikann að því marki. Hinu vildi hann leyna fyrir vinnufélögum sínum, að konan hans hefði lent í þessu klandri. Allan tímann sem „trúnaðar- maðurinn“ talaði, sat ákærði ró legur í stúku sinni, utan einu sinni, er „trúnaðarmaðurinn" fór að tala um letina. Þá lang aði Jón Jónsson að standa á fætur og fékk raunar tækifæri til þess í lok réttarhaldsins, er hann fékk kost á að segja síð- asta orð. Þá hljóp Jóni Jónssyni kapp í kinn og hann sneri vörn í sókn. Sagði, að ef hann hefði ekki haft rétt handtök í vinn- unni væri það sök „trúnaðar- mannsins, sem þar hefði brugð- izt handleiðsluskyldu sinni. Og nú byrjaði „trúnaðarmaðurinn" að naga neglurnar og ég að velta fyrir mér, að e. t. v. væri Jóni Jónssyni engin þörf á verj anda, svo vel, sem honum nú mæltist. (Gagnrýni nr. 3: ís- lenzkir dómarar telja sér bæði rétt og skylt að vera „passívir" eða „hlutlausir“, þótt það sé ekki alveg rétta þýðingin, í réttarhöldum, og leitast við að finna hinn „objektiva" eða „hlutlæga" sannleika málsins og það án þess að pína ákærða verulega. íslenzkur dómari myndi ekki halda því fram við ákærða, að „viðreisnarstjórnin" væri góð stjórn og hann hefði gert henni ljótan grikk með því að gefa út innstæðulausan tékka. Hvort tveggja má rétt vera, en íslenzkur dómari tel- ur það ekki sitt hlutverk, að blanda Bjarna Ben. eða Gylfa Þ. í sérhvert tékkamál. Ég lét í ljós undrun mína á hinu mikla „aktíviteti" eða „ásókn“ (ég vil ekki segja hlutdrægni) hinna a-þýzku dómara, sem mér finndust einna líkastir prédikurum í stól og sagði svona í leiðinni, að t. d. í hjónaskilnaðarmálum á íslandi, létum við prestunum það hlut- verk eftir. Svarið var bara góðlátlegt bros og þá fann ég til þess allt í einu, að e. t. v. væru prestar nauðsynlegir, og af því þeir væru svo lítt skrif aðir í „systeminu“, tækju dóm arar hlutverk þeirra líka, þar í landi. Var þá hér aðeins stigs munur en ekki eðlis- og við sam mála eftir allt?). Öllu þessu var ég að velta fyrir mér, er hátalara var beint að mér og ég beðinn að segja útvarpshlustendum álit mitt á réttarhaldinu. Úr svipnum mátti lesa, að hér hefði vel tekizt til og það var eins og þeir vildu segja strax: „Var þetta ekki gott hjá okkur?“ Vel má vera, að þetta hafi verið gott hjá þeim, en ég var svo upptekinn af samanburði, að ég þagði, enda nógu oft búinn að gefa yfirlýsingar í útvarp ið þeirra! Eg gekk fram á ganginn og ætlaði að reyna að ná í Jón Jónsson. En þegar ég sá hann leiða ungu konuna sína út í sólskinið og halda fast í hönd hennar, hætti ég við. Ósjálfrátt kom sú ósk upp í huga minn, að Jón Jónsson hefði aldrei þurft að gefa út ávísunina til þess að gefa svo börnum sín- um brauð, en um leið greip mig sú tilfinning, að nefndur Jón myndi aldrei framar gefa út innstæðulausaxi tékka. ekki endilega vegna refsingarinnar. sem hann átti yfir höfði sér, heldur miklu fremur vegna reynslunnar í réttarsalnum. Ef til vill væri þetta árangursrík ari leið, þegar öllu væri á botninn hvolft, og ég sá mig í anda prédika gæði „viðreisn ar“ yfir sakaraðilum og vitnum heima á íslandi. . . Unglingameistarainót fslands í frjálsíþróttum var háð á Akur- eyri inn helgina. Þátttaka var mjög mikil og náðist yfirleitt ágætur árangur í hinum ýmsu greinum. Frjálsíþróttaráð Akur- eyrar sá um framkvæmd mótsins og var hún til fyrirmyndar. f mótsstjórn áttu sæti þeir Her- mann Sigtryggsson, Hreiðar Jóns- son og Ingimar Jónsson. Hér koma helztu úrslit: 110 m. grindahlaup: Páll Da-gbjartsson HSÞ 17,1 Hróðmar Helgason Á 17,5 Halldór Jónsson IBA 17,9 Kúluvarp: Páll Dagbjartsson HSÞ 13,91 Guðni Sigfússon, Á 11,88 Halldór Valdimarsson HSÞ 11,38 Hástökk: Elías Sveinsson, ÍR 1,80 Halldór Matthíasson ÍBA 1,80 Páll Dagbjartsson HSÞ 1,75 100 m. hlaup: Guðm. Guðmunds. UMSS 11,9 Sigþór Guðmundsson Á 11,9 Jón Benónýsson HSÞ 12,0 Bragi Stefánsson, HSÞ 12,1 (Þess má geta, að bæði Sigþór og Guðmundur náðu betri tima í undanrásum, eða 11,6 sek.). 1500 m. hlaup: Olafur Þorsteinsson KR 4:21,1 Sigvaldi Júlíusson UMSE 4:22,6 Rúnar Ragnarsson UMSE 4:24,0 Spjótkast: Stefán Jóhannsso.n Á 46,53 Halldór Valdemarsson HSÞ 46,19 Halldór Matthíasson ÍBA 44,64 400 m. hlaup: Ólafur Þorsteinsson KR 53,3 Jóhann Friðgeirsson UMSE 53,3 Haukur Sveinsson KR 53,5 Langstökk: Jón Benónýsson HSÞ 6,03 Hróðmar Helgasoin Á 6,00 Stefán Hallgrimsson ÚÍA 5,91 Ólafur Þorsteinsson, KR, varS sigursæll á unglingameistaramótinu. 4x100 m. boðhlaup: 1. Sveit Ármanns 47,1 (Ágúst Þórhallsson, Riúdolf Adolfsson, Stefán Jóhannsson, Sigíþ’ór Guðmundssón). 2. -3. Sveit UMSE 47,7 (Gísli Pálsson, Gunnar Jóns son, Aitli Friðbjörnsson, Jóhann Friðgeirsson)). 2.-3. Sveit KR _ 47,7 (Magnús Þórðarson, Ólafur Þorsteinsson, Bjarni Stef- ánsson, Haukur Sveinsson). Stangarstökk: Guðm. Guðmundsson UMSS 3,00 Ásgeir Daníelsson HSÞ 3,00 Kringlukast: Páll Dagbjartsson HSÞ 38,80 Guðni Sigfússon Á 32,34 Stefán Jóhannsson Á 32,24 400 m. grindahlaup: Jóihann Friðgeirsson UMSE 62,8 2.—3. Rúdólf Adólfsson Á 63,5 2.—3. Jón Benónýsson HSÞ 63,5 200 m. hlaup: Bjarni Stefánsson, KR 24,8 Guðm. Guðmundsson UMSE 25,1 Sigþór Guðmundsson Á 25,2 800 m. hlaup: Ólafur Þorsteinsson KR 2:06,1 Sigvaldi Júlíusson UMSE 2:08,8 Pétur Böðvansson, ÍR 2:10,1 Sleggjukast: Magnús Þórðarson, KR 33,25 Stefán Jðhannsson, Á 30,83 Rúnar Sigfússon, Á 39,78 Þrístökk: Stefán Hallgrímsson ÚÍA 13,02 Bjarni Guðmundsson USVH 12,96 Friðrik Þ. Óskarsson, ÍR 12,68 3000 m. hlaup: Rúnar Raginarsson UMSB 10:21,0 Pétur Böðvarsson ÍR hætti keppni. 1000 m. boðhlaup: 1. Sveit KR 2:09,9 2. Sveit HSÞ 2:10,5 3. Sveit Ármanns 2:14,3 Mótsslit fóru fram að Hótel KEA í kaffiboði, sem ÍBA hélt keppendum og starfsmönnum mótsins. Form. ÍBA, Hermann St'efánsson sleit mótinu. Skoruðu 5 mörk á 5 mínútum Áí-Akureyri. B-lið Akureyrar sigraði FH í óvenjulegum leik í Bikarkeppni KSÍ í gærkvöldi. Þegar 17 mín útur voru til leiksloka, var staðan 2:0 FH í vil. En á síðustu 17 mín- útunum sneru Akureyringar tafl inu hressilega við og skoruðu hvorki meira né minna en 5 mörk í röð og lauk leiknum 5:2 þeim í vil. Mesta þáttinn í sigri Akur- eyrar átti gamla kempan, Haukur Jakobsson. Leikur KR og Vestmannaeyja ákveðinn 6. ágúsh Fresturinn kemur sér vei fyrir KR Alf.—Reykjavík. — Ekki gat orSið úr leik KR og Vestmannaeyinga, sem fram átti að fara á Laugar dalsvellinum á sunnudag- inn, því að ekki var flogið frá Eyjum. Er þetta í fjórða sinn, sem fresta hefur orðið leik, sem Vestmannaeyingar eru að- ilar að. Íþróttasíðan sneri sér til Árna Njáíssonar, framkvæmda stjóra KSÍ, og spurðist fyrir um það, hvenær leikurinn yrði „settur á“. Sagði Ároi að leik- urinn myndi fara fram 6. ág. n.k. Ekki hefði verið tök á að „setja leiikinn á“ fyrr. Má segja, að frestuirinn komi sér vel fyrir KR, sem er með sinn aðalmann, Þórólf Beck, á sjúkralista um þessar mundir, en vel má vera, að Þórólfur verði orðinn góður fyrir 6. ág. BÞB.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.