Tíminn - 30.07.1968, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.07.1968, Blaðsíða 6
6 TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 30. júlí 1968. Laust starf Fulltrúastarf í skrifstofu Veðurstofu íslands er laust til umsóknar. Umsækjandi (karl eða kona) þarf að geta unnið sjálfstætt að bókhaldi og verið staðgengill skrif- stofustjóra í fríum og forföllum. Laun samkvæmt 14. fl. launasamninga ríkisstarfsmanna. Umsókn, er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist til skrifstofu Veðurstofunnar fyrir 10. ágúst n.k. VEÐURSTOFA ÍSLANDS Póst- og símamálastjórnin óskar eftir tilboðum í stöðvarbyggingu og masturs undirstöðu fyrir sjónvarpsstöð á Hegranesi í Skagafirði. Útboðsgögn verða afhent hjá tæknideild á 4. h. í Landsímahúsinu, Thorvaldsenstræti og hjá símstöðvarstjóranum, Sauðárkróki. Hestaþing Hestamannafélögin Sleipnir og Smári halda hesta- þing á nýjum skeiðvelli á Murneyri á Skeiðum, sunnudaginn 4. ágúst n.k. kl. 13,30. D A G S K R Á : 1. Helgistund: Séra Bernharður Guðmundsson. 2. Aðalsteinn Steinþórssson setur mótið. 3. Hópreið félaga inn á völlinn. 4. Formaður L. H. Einar G. E. Sæmundsen flytur ávarp. 5. Góðhestar sýndir í dómhring 6. Kappreiðar, 600 m. hlaup, 250 m. skeið, 250 m. folahlaup, 300 m. hlaup. — GÓð verðlaun. Eigendur góðhesta komi með hesta sína kl. 10 f.h. Skráning hesta fer fram hjá formönnum félag- anna. í Gúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35 - Símar 31055 og 30688 —w—gawwuiirtii!’a k .. Björn Þ. Quðmundsson: Skyggnzt inn í sumarfríi fyrir nokkrum ár um blöS'tu einu sinni við mér þau „ókjör“, að ég þyrfti að hafa næturstað á Drangsnesi á Ströndum. Af því varð þó ekki, en daginn eftir hafði ég við orð, að dauflegri stað hefði ég vart augum litið, og kæmi einhvern tíma sá tími, að ég vildi búa í einveru og loka mig frá umheiminum, færi ég beint til Drangsness. Þegar ég nokkru síðar kom á brún Vaðla heiðar og Akureyri blasti við, ljósum prýdd og meyjarleg í kvöldrökkrinu, kom ósjálfrátt upp í huga minn samanburður. Og þegar ég ók um göturnar í bænum, iðandi af lífi og fjöri og sá öll ljósaskiltin og skreytta búðarglugga, fann ég til ein- hvers innra léttis. Þótt þessi samanburður eigi að sjálfsögðu ails ekki við í bókstaflegri merkingu og sé raunar grófur, neita ég því ekki, að eitthvað svipað var mér innanbrjósts, er ég á dögun um kom frá Austur-Þýzkalandi til Danmerkur og Svíþjóðar og loks íslands. — Þótt Rostock og hinir vinalegu smábæir í kring, eins og t. d. Warne- munde eða Kuhlungsborn, væru fánum prýddir og í há- tíðarbúningi í tilefni Eystra- saltsvikunnar, fann maður til einhvers léttís við komuna til Kaupmiannahafnar. Þessa innri tilfinningu er ekki gott að út- skýra á blaði, frekar en annað, sem maður bara finnur. E.t.v. var þetta eins og að hitta aftur konu, sem maður þekkti atlot in hjá! — Þrátt fyrir frábærar móttökur gestgjafa minna hand an tjaldsins, gistivináttu þeirra, alúðar og vilja til að gera manni allt til hæifis, fannst mér maðurinn á götunni í Höfn, vera eins og einn úr fjölskyld unni, eða kunningi, sem maður gæti gengið til og sagt: „Komdu nú blessaður. Hvað er að frétta af kónginum?“! Þegar ljósin á Vesterbrogötu slógu ofbirtu á augun og mað- ur hikaði við að ganga yfir götu,na af ótta við bílakösina, kom fram í hugann gömul mynd frá Tékkóslóvakíu, þegar ég sprangaði eftir miðri aðalgöt- unni í Prag án þess svo mikið að gá til bíla. Ég vissi, að þeir myndu ekki koma til að keyra mig niður. Það er kannski heimskulegt, en mér hefur oft fundizt umferð og bílaeign mælikvarði á „status“ þjóðar. Ég man ekki lengur tilefnið. en einhvern daginn í Kiihl- ungsborn, spurðum við sessu naut okkar við borð, búlduleita sveitapíu, rétt si svona: „Sind Sie katholisch? — Nein. Sind Ste dann Protestant? — Nein. Was sind Sie denn? — Ich bin socialistisch!" („Eruð þér kaþólskar? — Nei. Eruð þér þá mótmælendatrúar? — Nei. Hvað eruð þér þá? — Ég er sósíalísk“.) Já, hún var ekki bara venju- legur sósíalisti — hún var sós- íalísk. (Innskot: Sósíalismi er Merki og einkunnarorS „Eystra- saltsvikunnar". spariorð ytfir kommúnism'a þar eystra). Undrar þá nokkurn þótt refsi rétturinn sé sósíalískur og stjórnarskráin líka og auðvitað verkalýðslöggjófin. Kannski var kaffið það einnig og jafnvel bjórinn, sem a. m. k. íslendingi þætti ólíklegastur allra hluta til að hafa eitthvað með þjóð skipulag að gera. En svona var þetta fyrir mér og ég verð að segja eins og er og meina ekkert illt með því. Það er ljótt að segja það, en ég hafði stundum á tilfinn- ingunni, að fólkið gæti ekki borðað eða gengið til salernis, án þess einhver sósíalismi væri í spilinu. Kannski eru það öll plakötin, allar áminningarnar um að vera trúr þjóðinni og góður „Genosse". Eg veit það ekki. Ég held ég verði bara að segja eins og kerlingin: „Það getur vel verið, að þetta sé allt saman gott og blessað. Það er bara ekki fyrir mig.“ Og er þá ekki, að svo mæltu, bezt að snúa sér að hinu raun verulega tilefni þessa grein- arstúfs? „Gott er peninga telja úr annars pungi“! Ykkur finnst það kannski ankanalegt, að ungur lögfræð- ingur, sem um nokkurt skeið hefur dundað við að dœma mann og annan heima í Reykjavík, og hefur eytt mestum tíma sín- um í dómssölum, skuli leita á sams konar slóðir í útlandinu. Eða finndist ykkur það ekki skrýtið, ef maðurinn hjá hita- veiítunmi, sem ynni við það dag inn út og daginn inn að grafa skurði, hlypi til, á ferðalagi er- lendis, að horfa á, hvernig þeir útlenzku færu að því að grafa skurð. En hvað sem því nú líður, er hitt staðreynd, að ég beið þess með nokkurri eftirvænt- ingu að vera viðstaddur réttar- höld í Rostock. — Það var glampandi sólskin og blíða pennan dag Fánar blöktu hvarvetna (— ég þori næstum Svipmynd frá hátíðahöldunum í tilefni af 750 ára afmæli Rostock.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.