Tíminn - 30.07.1968, Síða 16

Tíminn - 30.07.1968, Síða 16
157. tbl. — Þnújudagur 30. júlí 1968. — 52. árg. fim Dr. Kristján Eldjárn tekur við embætti 1. ágúst Dr. Kristján Eldjárn tekur við embætti forseta íslands 1. ágúst n. k. Athöfnin hefst í Dómkirkjunni kl. hálf fjögur en afhending kjörbréfs fer síðan fram í sal neðri deildar Alþing- is. Þegar kjörbréf hefur verið afhent, munu forsetahjónin koma fram á svalir þinghússins. Þeir, sem ætla að vera við kirkjuathöfnina, eru beðnir að vera komnir í sæti fyrir kl. hálf fjögur. í Alþingishúsinu rúm- ast ekki aðrir en boðsgestir. Gjallarhornum verður komið fyrir úti, svo að menn geti fylgzt með því, sem fram fer í kirkju og þinghúsi. Lúðrasveit mun leika á Austurvelli. Forsætisráðuneytið, 29. júlí 1968. Islenzka Ofympíu- skáksveitin valin — Mótið verður í Sviss í haust. — Friðrik Ólafs- son verður ekki í íslenzku sveitinni Hsím., mánudag. — Stjórn Skák sambands íslands boðaði blaða- menn á sinn fund í dag, og skýrði Bann við smásíld- veiði Samkvæmt reglugerð nr. 37 22. febrúar 1968 um breytingu á reglu gerð um bann við veiði smásíldar nr. 7 22. febrúar 1966, eru síldveið ' ar bannaðar á tímabilinu frá 1. marz til 15. ágúst næst komandi á svæði fyrir Suður- og Vestur- landi frá línu, sem hugsast dregin í réttvísandi suðaustur frá Eystra- Horni suður um og vestur fyrir að línu, sem hugsast dregin í rétt- vísandi norðvestur frá Rit. Að fengnum tillögum Hafrann- sóknastofnunarinnar og Fiskifélags íslands hefur ráðuneytið hinn 26. þ. m. gefið út reglugerð um breyt- ingu a áðurgreindri reglugerð, þar sem bann við síldveiðum á greindu svæði er framlengt til 1. septem- ber næstkomandi. Sjávarútvegsmálaráðuneytið, 29. júlí 1968. forsetinn, Guðmundur Arason, frá hverjir munu tefla fyrir íslands hönd á 18. Ólympíuskákmótinu, sem háð verður í Lugano i Sviss 17. október til 8. nóvember í haust Á 1. borði teflir Ingi R. Jóhanns son, 2. borði Guðmundur Sigur jónsson, 3. borði Bragi Kristjáns son, 4. borði Jón Kristinsson. 1 varamaður verður Björn Þorsteins son, en 2. varamaður Ingvar Ás mundsson og verður hann jafn framt fararstjóri. Friðrik Úlafsson var upphaflega valinn til að tefla á 1. borði, en hann tilkynnti í dag, að hann gæti af persónulegum ástæðum ekki sótt mótið og Guðmundur Pálma- son treysti sér heldur ekki til að fara. Veikir þetta að sjálf- sögðu íslenzku sveitina, en hún er samt sem áður líkleg til að ná ágætum árangri. Upphaflega voru 12 skákmenn valdir til æfinga fyrir þetta mót og hófust þær í febrúar undir stjórn Friðriks. Ýmsar orsakir hafa orðið til þess, að þær hafa fallið niður á ýmsum tímum, en nú verð ur aftur lögð meiri áherzla á þær og mun Friðrik stjórna þeim sem Ftamhaio á oif 15 SumarhátíS Framsóknar- manna á Austurlandi Framsóknarmenn á Auslur- landi halda sumarhátið í Atla- vík um næstu helgi — verzlun armannaihelgina. Hátíðin hefst á laugardagskvöldið með dans- leik klukkan 9 í Atlavík. Dans- að verður á tveim stöðum, úti og inni. Þar leiika fyrir dansi Illjómsveit Magn úsar Ingimarsson ar ásamt söngv- urum og hljóm- sveilinni Ómar frá Reyðarfirði. Sunnudaginn 4. á'gúst klukkan 2 e. h. hefst svo aðallhálíðin. Ávörp flytja Ey- steinn Jónsson alþingismaður og Ólafur R. Grímsson hagfr. Ræðu flytur Stefán Jónsson Eysteinn Stefán Ólafur fréttamaður. í upphafi sam- komunnar og á milli leikur Lúðrasveit Neskaupstaðar und ir stjórn Haraldar Guðmunds- sonar. Hljómsveit Magnús’ar Ingimarssonar skemmtir ásamt söngv-urunum Vilhjálmi Vil- hjálmssyni og Þuríði Sigur'ðar- dóttur. Einni'g skemmta Gísli Alfreðsson leikari, Hjálmar Gíslason gamanvísnasöngvari og Jón Gunlaugsson gamanleik ari, og GIM tríóið frá Fásikrúðs firði, sem leikur og syngur. Á miánudagskvöldið — á fri Framhaia á bls. 15. í gærkvöldi fór fram fallhlífarstökkkeppni á Sandskeiðlnu, á mllli meðlima í fallhlífadeild Flugbiörgunarsveitarinnar og brezku fallhlífahermannanna, sem hér hafa dvalið við heræfingar að undanförnu. Keppnin fór þannig fram, að hóparnir fóru í ákveðna hæð í litlum flugvélum, og siðan er það kúnstin í keppni sem þessari, að lenda í fyrirfram ákveðnum hring, sem markaður er á jörðina. Hérna á myndinni sjáum vlð einn fallhlífar- stökkvarann vera að lenda, og hann er rétt við hringinn. Töluverður fjöldi fólks hofði á stökkvarana á Sandskeiðinu í gærkvöldi. (Tímamynd: Þóra Björk) íslenzka skreiðin er enn á leiðinni suður EKH-Reykjavík, mánudag. Fyrsti skreiðarfarmurinn, sem P.auði kross íslands sendi nauð itöddum í Biafra, fór með Skóg arfossi til Hamborgar 6. júlí s. 1. f Hamborg tók Alþjóða Rauði krossinn að sér að koma tarminum áfram áleiðis til Bi- afra. Nú hafa borizt þær fregn ir, að íslenzku skreiðinni hafi verið skipað um borð í flutn- ingaskipið Elmina Palm í Ham- borg og hafi skipið látið þar úr höfn 27. júlí. Skipið er sagt væntanlegt til Fernando Po í eyjaklasanum Santa Isabel skammt undan strönd Nigeríu einhvern tíma . ágúst. Á Fern- ando Po hefur Alþjóða Rauði krossinn bækistöð sína og það- an er matvælum, lyfjum og öðr- um nauðsynjavörum „smyglað" inn í Biafra með flugvélum. Mikið magn hjálpargagna berst nú til Fcrnando Po og skipu- leggja alþjóðasamlök Kauða krossins flutningana þannig að ekki berist allt í einu, hcldur jafnt og þétt, og því hefur þeim ekki legið meira á íslenzku skreiðarsendingunni en þetta. Verðmæti íslenzka farmsins í Elmina Palm mun hafa verið um 1,8 milljón íslenzkra króna. Skipting farmsins er þannig: 767 pakkar af þorskhausum, 1032 pakkar af skreið og 600 pokar af þurrmjólk Þessa dagana er nú verið að útbúa á vegum Rauða krossins aðra skreiðarsendinguna til Bi- afra og fer hún með Rangá inn- an skamms. Er sá farmur álíka að verðmæti og sá fyrri. Biafra- söfnunin hér á landi hefur geng ið vel en ástæða er til að minna á, að henni lýkur 6 ágúst n. k. Ólafur Stephcnsen tjáði blað inu í dag, að strax og Rauði kross íslands fengi staðfestingu á að fyrsta íslenzka sendingin FramhfUO öls 15 Tvö met í 800 m. á Iðavöllum KJ-Reykjavík, mánudag. Á fjöimennu og velheppn- uðu Fjórðungsmóti hesta- mauna, sem haldið var að lðavöllum á Völlum um helg ina, voru sett tvö íslands- met á kapprciðunum, í 800 metra stökki og 800 metra brokki. Það var hinn landsfrægi kappreiðahestur Þytur úr Reykjavík, eign Sveins Sveinssonar, sem setti lang- þráð met í 800 metra stökki. Hljóp Þytur vegalengdina á 63,4 sek. Þess má geta í þessu sambandi, að fyrir fjórum árum hljóp Þytur einmitt eitt af sínum fyrstu 800 metra hlaupum á Aust- urlandi. Eftir Skógarhóla- mótið, sem haldið var á dögunum, kom jafnvel til greina, að láta Þyt hætta keppni, en fyrir þrábeiðni Austfirðinga, kom Sveinn með Þyt austur og það má segja að það hafi verið frægðarför. Annað íslandsmet var sett á 800 metra brokki, er Þytur frá Eiðum fór vega- lengdina á 2:08.0 mín. Nánar verður sagt frá mótinu síðar hér í blaðinu. Læknar á síldar- miðin OÓ-Reykjavík, mánudag. Varðskipið Ægir er nú að halda á síldarmiðin fyrir sunnan Sval- barða. Um borð er Hannes Finn- bogason, skurðlæknir, en í Ægi er tiltölulega góð aðstaða til að fram kvæma læknisaðgerðir. Langt er liðið síðan fyrst var farið að tala um nauðsyn þess að veita södar sjómönnunum á fjarlægum mið- Framhaio « ois 14 FUF, Kópavogi Almennur fundur í Félagi ungra Framsóknarmanna í Kópavogi verð ur haldinn að Neðstutröð 4. ki 20,30 á miðvikudag. Dagskrá: Kosning fulltrúa á þing SUF og önnur mál. — Stjórnin.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.