Tíminn - 30.07.1968, Blaðsíða 15

Tíminn - 30.07.1968, Blaðsíða 15
15 KRTOJUDAGUR 30. júK 1968. SKREIÐIN Framhald af bls. 16 væri komin til Ferando Po yrði gefin út um það opinber tilkynn ing. Einnig sagði Ólafur, að Al- þjóða Rauði krossinn yki nú að miklum mun „birgðasmygl" sitt með flugvélum til Biafra. Hefði Rauði krossinn í huga að leigja eða jafnvel kaupa stórar sviss- neskar flugvélar til hinna hættulegu en lífsnauðsynlegu flugferða, sem farnar eru að næturlagi frá Fernando Po inn yfir Nígeríu og til neyðarflug- valla í Biafra. RÆÐA ÖRLÖG Framhald af bls. 1 nesku ráðamannanna er smábær- inn Cierna-Nad-Tisou, þar búa að- eins 2.500 manns, aðeins tvo og hálfan kílómetra ' frá rússnesku landamærunum. Sendisveitin frá Tékkóslóvakíu er alls skipuð 16 mönnum en rússneska sveitin 13 æðstu ráðamönnum í Sovétríkjun- um. Rússneska framkvæmdaráðið, sem skipað er 11 meðlimum, kom til Cierna-Nad-Tisou í rússneskri járnbrautarlest og var í fyrstu álitið, að viðræðurnar færu fram í lestinni, þar sem hún er á járn- brautarstöð bæjarins. Síðari fregn ir herma hins vegar, að viðræðurn ar fari að öllum líkindum fram í kvikmyndahúsi bæjarins, enda er það sennilegra, þar sem í för með samninganefndunum er fjöldi ráð- gjafa og sérfræðinga í ýmsum málum. Þátttaka Ludviks Svoboda, for- seta Tékka, í viðræðunum þykir | benda til þess að umræðurnar muni að miklu leyti snúast um hermál, en Svoboda er þrautreynd ur hershöfðingi úr seinni heims- styrjöldinni og mjög virtur í Sovét ríkjunum. Miklar öryggisráðstafanir voru gerðar í sambandi við fundinn í dag. Fjölmennt herlið er á járn- brautarstöðinni og í bænum og sovézkar þyrlur hafa sézt á sveimi yfir fundarstaðnum. Fréttamönn- um er haldið í margra kílómetra fjarlægð frá fundarstaðnum og ekki er talið líklegt, að neitt frétt ist af gangi og efni viðræðnanna fyrr en í nótt, en þá er búizt við sameiginlegri yfirlýsingu. Haft er eftir áreiðanlegum heim ildum í Prag, að litið sé á við- ræðurnar í Cierna-Nad-Tisou sem undirbúningsviðræður Náist um- ræðugrundvöllur á fundinum, geti svo farið, að sendinefndirnar fari til einhvers annars bæjar í nánd við Cierna, þar sem aðstaða er til þess að koma fyrir stærri sendi- nefndum frá hvoru landanna. Tal- ið er að þá geti fundarmennirnir skipt hundruðum. Aður en tékkneska sendisveitin TÍMINN hélt til fundarstaðarins á sunnu- dag sagði forseti þjóðþingsins, Josef Smrkovsky. í blaðaviðtali, að prentfrelsi heyrði undir grund- vallarmannréttindi og Tékkar myndu ekki afnema það. Dubcek, aðalritari tékkneska kommúnista- flokksins, hélt skeleggt útvarps- ávarp til þjóðar sinnar s. 1. laug- ardag, þar sem hann sagði, að stefna hans hefði hlotið einróma samþykki þjóðarinnar og hann hefði ekki í huga að hvika neitt frá henni. Átti Dubcek þar við þann mikla fjölda fólks, sem stað- ið hefur í biðröðum í Prag til þess að fá að undirrita yfirlýsing- ar, þar sem lýst er yfir stuðningi við núverandi stefnu. Á sunnudag höfðu um 850 þús. manns í Prag undirritað slíkar yfirlýsingar. Skoð anakönnun sem gerð var í fyrri viku, sýndi einnig, að 90% tékk- nesku þjóðarinnar er fylgjandi breytingú stjórnarhátta í Tékkó- slóvakíu í lýðræðisátt. Rússneska fréttastofan Tass rauf í dag hina löngu þögn sína um fyrirhugaðar samningaviðræður Tékka og Sovétmanna. Skýrði Tass frá því, að viðræðurnar væru hafnar, hvar þær færu fram og hverjir rússnesku ráðamannanna tækju þátt í þeim. OLYMPÍUSKÁKSVEITIN að mögulegt sé að taka þennan úrskurð til endurskoðunar seinna meir. í Frakklandi voru fyrstu við- brögð kirkjuyfirvalda við um- burðarbréfi páfa þau, að öll mótmæli, vonbrigði eða uppþot voru bönnuð meðal andlegra og veraldlegra manna. Meðal al- mennings gætti mikillar óánægju og t. d. sagði 37 ára gamall Parísarbúi, faðir fjög- urra barna, er hann var spurð- ur af fréttamönnum á förnum vegi um úrskurð páfa: „Ég held hreinlega, að páfinn hafi gert mikil mistök — — Eins og nú stendur kæmi það sér ákaflega illa fyrir mig að eign- ast eitt barn í viðbót----svo ég ætla ekki að fara að boði páfa“. „Pillan“ var leyfð í Frakklandi snemma á þessu ári en ekki er vitað hvaða áhrif úrskurður páfa hefur á það leyfi. Páll páfi 12. er nú í þann veginn að leggja upp í heim- sókn til ýmissa landa í Suður- Ameríku og er hann fyrstur páfa til þess að heimsækja Suður-Ameríku, en þar er fá- tækt og offjölgun mjög alvar- legt vandamál. SUMARHÁTÍÐIN Skartgripaþjófarnir (Marco 7) Sérstök mynd, tekin í East manlitum og Panavisioion. Kvikmyndahandrit eftir Dav- id Osihorn. Aðalhlutverk: Gene Barry Els’a Martinelli íslenzkur texti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð inna 14 ára. Framhald aí bls 16 áður. Guðmundur Arason gat þess, að mikið áfall væri að missa Friðrik úr liðinu, þar sem það kynni að verða til þess, að ísland lenti í undanrásum með sterkari þjóðum en ella, og því kannski erfiðara að komast í A-riðil í úr- slitunum. Eins og áður segir er þetta 18. Ólympíuskákmótið. Hið fyrsta var 1927, en ísland sendi fyrst sveit 1930 og héfur síðán tekið þátt í ellefu mótum öðrum. Beztum ár- angri náði ísland 1966 á Kúbu, varð í 11. sæti af 52 þátttökuþjóð um. 1954, þegar mótið var haldið í Amesterdam, komst ísland einn- ig í A-riðil. Til þess að standa straum af kostnaði í sambandi við þátttöku íslands nú, efnir Skáksambandið til firmakeppni, og einnig verður efnt til happdrættis, en mjög kostn aðarsamt er að taka þátt í slíku móti. íslenzka skáksveitin er skipuð ungum skákmönnum, sem þó f'lest- ir hafa öðlazt talsverða reynslu í keppni erlendis. Þetta er t. d. fimmta Ólympíuskákmótið, sem Ingi R. teflir á og 1950 á mótinu í Munchen tefldi hann á 1. borði og hlaut 10 vinninga af 16. Guðmund ur Sigurjónsson hefur náð athyglis verðum árangri og á stúdentamót- inu, sem nýlokið er í Austurríki, hlaut hann yfir 70% vinninga. Bragi náði þar einnig góðum ár- angri. Jón, Björn og Ingvar hafa allir teflt á Ólympíuskákmótum áður. Framnaid aí ois 16 degi verzlunarmanna, verður svo dansleikur í Valaskjálf á Egilsstöðum og hefst klukkan tíu. Hiljómsveit Magnúsar Ingi marssonar leikur og syngur fyr ir dansi.. Algjört áfengisbann verður á samkomunni í Atlavik, og verður gengið ríkt eftir þvi að því verði framfylgt. Frá því 1965 hafa sumarhátíðir Fram- sóknarmanna í Atlavik verið áfengislausar, og hafa þessar samkomur verið til mikillar fyrirmyndar. A VlÐAVANGI Framhald af bls. 3. þessa peninga til að rétta við íslcnzkan iðnað og koma á fót nýjum lífvænlegum iðngrein um í stað þess að láta eitt iðn fyrirtækið af öðru draga úr rekstri eða loka, sem þýddi að gjaldeyrisþörfin fyrir erlendar, innfluttar vörur jókst að sama skapi og íslenzk fyrirtæki drógu saman framleiðsluna fyrir inn anlandsmarkað? Auðvitað eiga allir auðvelt með að svara ját- andi nú, þegar blæs á móti. Og það er ekki of seint að sjá þetta nú, því að leiðin út úr ógöng unum er einmitt almennur og ríkur skilningur á þessum stað reyndum — og að honum fengn um almenn samstaða um að tak ast á við erfiðleikana með karl mennsku og kjarki og hæfilegri bjartsýni. PAFINN OG „PILLAN" Framhald af bls. 1 I fyrra var meiri hluti þess- arar nefndar á þeirri skoðun, að kaþólska kirkjan ætti að draga heldur úr hinu stranga banni gegn takmörkun barn- eigna. Páfi samþykkti að fresta úrskurði sínum, en margir kaþólskir sérfræðingar lögðu fast að Vatíkaninu að taka skýra afstöðu í þessu máli. Páll páfi sagði, að allar þær aðferðir, sem hingað til hefðu komið fram til getnaðarvarna með lyfjum eða hjálpartækjum væru hættulegar í notkun og * ekki fullkannað, hver áhrif t. d. „pillan“ hafi á konuna. Páfinn sagði hins vegar að sér væri Ijóst, að þessi ákvörðun hans myndi mæta óvinsældum meðal hinna 550 milljón kaþólskra manna í heiminum. í umburðar bréfinu kemur hins vegar fram. I Mikio Öpval Hl jömsveita 20 Ara reynsla I B I Ponic og Einar, Ernir, Astro og Helga, Bendix, Solo, Sextett Jóns Sig., Tríó. Kátir félagar — Stuðlar. Tónar og Asa. IVIono Stereo. Hljóm- sveit Hauks flortens, — Geislar frá Akureyri. Pétur GuSjónsson. Umboð Hl JÖMSVEITA I Simi-16786. ÍIIFJÁISMI Sími 50249. Einvígið í Djöflagjá íslenzkur texti. Sidney Poiter, James Garner. Sýnd kl. 9. Slmi 11544 Uppvakningar (The Plauge Of The Zombies) Æsispennandi ensk litmynd um galdra og hrollvekjandi afturgöngur. Diane Clerke Andre Morell Bönnuð yngri en 16 ára Sýnd kl. 5, 7 og 9. Lokað vegna sumarleyfa. T ónabíó Slm 31182 Hættuleg sendiför (Ambuch Bay) Hörkuspennandi ný amerísk mynd l litum Islenzkur texti Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð börnum lnnan 16 ára Leyniför til Hong Kong Spennandi og viðburðarlk ný Cinemascope litmynd með Stewart Granger og Rossana Schiaffino. fsl. texti. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kL 5, 7 og 9. Gubjön Stmársson HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR AUSTURSTRÆTl 6 S'lUI 18314 GAMLA BÍÖ Sími 114 75 Mannrán á Nóbelshtíð (The Prize) með Paul Newman Elke Sommer Endursýnd kl. 5 og 9 íslenzkur t«xti Bönnuð innan 12 ára ■riuS Slmai 32075 og 38150 Ævintýramaðurinn Eddy Chapman (The Trtple Cross) tslenzkur texti, Endursýnd kl 5 og 9. Bönnuð börnum tnnan 12 ára. Slm) 50184 Beyzkur ávöxtur Frábær amerísk verðlaunakvik mynd með Cannes verðlaunahaf anum Ann Bancroft 1 aðalhlutverki. ísl. texti. Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum. Síðasta sinn. Firebail 500 íslenzkur texti. Hörkuspennandi, ný amerisk kappakstursmynd I litum og Panavision. Sýnd ki. 5,15 og 9 Bönnuð börnum innan 12 ára. Dæmdur saklaus (The Chase). íslenzkur texti. Hörkuspennandi og viðburða- rík ný amerísk stórmynd 1 Panavision og Iitum með úrvals leikurunum Marlon Brando, Jane Fonda o. fl. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð innan 14 ára.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.