Tíminn - 27.08.1968, Blaðsíða 14

Tíminn - 27.08.1968, Blaðsíða 14
/ \ 14 TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 27. ágúst 1968. FRELSISSKERDING Framhald af bls. 1 riða né fregnir um að herlið Var sjárbandalagsríkjanna eigi að vera staðsett til frambúðar á landamær !im Tékkóslóvkíu og Vestur- Þýzkalands, fengust staðfest af opinberri hálfu í dag. Fjölmiðl unartæki í Sovétríkjunum skýrðu ekki frá viðræðunum í dag. ★ Sovézkar eða aðrar opinberar heimildir hafa ekki staðfest þær fregnir sem borizt hafa eftir öðr um leiðum, að leiðtogar ríkjanna fjögurra sem ásamt Sovétríkjun um gerðu innrás í Tékkóslóvakíu, þeir Walter Ulbricht, Wladislav Gomulka, Janos Kadar og Todor Sjikov séu komnir til Moskvu. Talið er að leiðtogamir hafi kom 'ið til Moskvu á sunnudag ti< þess að taka þátt í toppfundinum. -ár Talið er að við heimkomu tékknesku ráðamannanna til Prag 'muni verða birt þar nákvæm yfir lýsing um samkomulagið og um .framtíð Tékkóslóvakíu. Hinsvegar er aðeins búizt við stuttri yfirlýs ’ingu I Pravda i fyrramálið. ★ Reyndir fréttaskýrendur á Veshirlöndum efa það mjög að hinum frjálslyndu tékknesku leið togum hafi tekizt að bjarga um- bótastefnu sinni. Það er hald margra að vissulega yrðu orðin' ,,breytingar í lýðræðis- og frjáls ræðisátt" og „frelsi“ notuð áfram í Tékkóslóvakíu en þýðing orð anna yrði varla sú sama og þegar Dubcek tók við völdum í janúar [ s. I. *iír Fundi Öryggisráðsins sem halda átti í kvöld var frestað. •fr Kanadíska ályktunýi um að U Thant skuli senda sérlegan sendimann sinn til Prag til þess að reyna a'ð tryggja "öryggi tékkn eskra leiðtoga er enn á dagskrá ráðsins, en heimildir í aðalstöðv um SÞ herma að ályktunin verði ekki tekin tíl umræðu gegn vilja Tékka. . i? Allþjóðasamlband flutninga- verkamanna gaf í dag út þá skip un að frá og me'ð mi'ðnætti á þriðjudag væri í gildi bann á alla gerðu innrás í Tékkóslóvakíu. flutninga frá löndunum fimm sem Verkbannið nær til verkamanna á Vesturlöndum og Japan. Sam bandið hefur ákveðið að stöðva alla flutninga með járnbrauturr,, og land- sjó- og loftleiðis frá Sovét ríkjunum AusturjÞýzkalandi, Pól landi Búlgaríu og Ungverjalandi í mótmœlaskyni við hernám Tékkó slóvakíu. ☆ Forsætisráðherra Breta Har old Wilson, rísaði í dag á bug hugmyndinni um efnahagstegar mótmælaaðgerðir gegn innrásar- löndunum 5. -£? Fréttaritari NTB í Prag Ole Sippel, skýrði frá því í dag að yfirmenn hernámsliðsins herði nú reipið að hinum tékkneska höfuð stað æ meir. Kl. 5 í dag var út- göngúbann gengið í gildi í Prag og er borgin algjörlega sUtin úr tengslum við umheiminn. Rússarn ir leyfa engum að fara inn eða út fyrir borgarmörkin. Landa- mærahlið voru opnuð aftur á sunnudaginn en þeim hefpr nú verið lokað á ný. Síma- og fjar skipti milli Prag og útlanda var nær algjörlega rofi'ð. ☆ Menn og konur, sem báru tékkneska fánann brustu í grát við útför 27 ára gamals Tékka, sem sovézkur bryndreki ók yfir s. 1. miðviíkudag í Prag. Útförin v^r gífurlega fjölmenn. Meðan gremjan og hatrið í garð innrásar sveitanna jókst um alla Tékkó ! slóvakíu söfnuðust hundruð manna til rómversk-koiþólsku kap- ellunnar í Strasniee-kirkjugarðin um í Prag til þess að fylgja til hinztu grafar fyrsta fórnarlambi hernámsins. Yfirkominn af sorg missti einn viðstaddra stjórn á sér'og var hann borinn út af vin um sínum en á leiðinni hrópa'ði hann til vestrænna blaðamanna ljósmyndarg: ,Segið heiminum að við hötum Rússana. Segið heimin um sannleikann. Segið heiniinum frá því hvað hér er að gerast". í Prag skutu sovézkir her- menn á þrjá ráðherra þegar þeir yfirgáfu þjóðþingsibygginguna í kvöld. Hin ,frjálsa“ útvarpsstöð í Mið-Bæiheimi skýrði frá því að Sonur okkar, Haraldur Þórðarson Ásenda 5, iézt sunnudaginn 25, ágúst. Unnur Haraldsdóttir, Þóróur Kristjánsson, Konan mín, Ingiríðar Eyjólfsdóttir, Yzta-Bæli, Austur-Eyiafjölium, andaðlst að heimili sínu aðfaranótt 25. þ. m. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Ingimundur Brandsson. Jarðarför Sigurðar Böðvarssona r frá Sólbergi í Höfnum, fer fram frá Kirkjuvogskirkju miðvlkudaginn 28. ágúst kl. 2 e. h. Börn hins látna. Jón E. Oddsson, Lunansholti, Landssveit, andaðist að heimili sfnu sunnudaglnn 25. ágúst. Dætur hins látna. Maðurinn mínn, Ólafur Gestsson frá Efri-Brúnavölium, Skeiðum verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 29. ágúst kl. 3. Blóm vinsamiegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanlr. irsina hönd og annarra vandamanna, Slgríður Jónsdóttir, Garðsenda 3. ríkisstjórnin hefði þegar sent mót mælaorðesndingu þar sem krafizt var að opinberar byggingar í Tékkóslóvaldu væru virtar af hernámsliðinu. Ráðherrarnir þrír sem skotið var á voru Josef Krejci, ea hann fer með málefni þungaiðnáðarins Frantisec Penc námumólaráðherra og Frantisek Rehak samgöngumálaráðherra. FJÁRBORG Framhald af bls. 3. verið frágengið í dag. Fjáreigendur sögðu frétta- manni blaðsins í dag, að þeir hefðu loforð um að kofarnir mættu standa f tvö ár enn, hvaða lagaleg forsenda er svo fyrir því. Búið var að koma með krana til að fjarlægja húsin, en eins og áður segir, varð ekkert af aðgerðum, í dag a.m.k. BRUNI í KÓPAVOGI Framhald af bls 3. metra vegalengd frá Breiðholts- vegi, og ennfremur var vatn sel- flutt á slökkviliðsbílum. Fljótlega féllu hús trésmiðj- unnar, en slökkviliðsmenn unnu að því að slökkva í rústunum fram eftir morgni, Eldsupptök eru ókunn. Á trésmiðju Kristins Ragnars- sonar var unnið að því að smíða eldhúsinnréttingar og fleira í fjöl býlishús Framkvæmdanefndar byggingaáætlunar. Þá varð annar bruni á laugar- daginn, ekki mjög fjarri trésmíða verkstæðinu í B götu 6 í Blesu- gróf, en þar er bílasprautunar- verkstæði. Urðu Talsverðar skemmdir af eldi þar. STRAND Frámbald af ftls 3 þurftu Sædísarmenn ekki á hjálp áð ‘halda, því að kl. 9 um morg- uninn losnaði báturinn af sjálfs- dáðum og reyndist hann lítið eða ekkert skemmdur. Sædís frá Bolungarvík er 16 tonna vélbátur og er á henni 9 manna áhöfn. BYGGINGADAGUR Framhald at bts 16 lestrar um húsakost í nútíð og framtíð og um notkun húsakosts. Eftir hádegið munu svo gestir skoða sig um í borginni og heim sækja einkaheimili síðari hluta dagsins. HÖFNUÐU KAUPTILBOÐI Framhald af bls. 16. afar lítill markaður fyrir þessa flugvélategund. Svo sem kunnugt er hafa RR 400 vélar Loftleiða nú leyst DC 6 vélarnar algjörlega af hólmi. Það átti 5 slíkar vélar, en hef- ur aðeins tekizt að selja eina, en tvær eru á leigu hjá hol- lenzku flugfélagi. Rauði krossinn í Svíþjóð er sennilega ekki búinn að taka á- kvörðun um leigutilboð Loft- leiða, en svars er að vænta inn an mjög skamms. VERZL.SAMNINGUR Framhald af bls. 16. Fréttatilkynning utanríkis- ráðuneytisins um samninginn fer hér á eftir: Hinn 17. þ. m. kom til Reykja víkur samninganefnd frá Sovét ríkjunum undir forystu A. N. Manzhulo, forstjóra Vestur- landadeildar utanríkisviðskipta- ráðuneytisins í Moskva, til þess að semja um nýtt viðskiptasam komulag milli íslands og Sovét ríkjanna fyrir árin 1969—71, en slíkir samningar hafa verið gerðir síðan 1953. Viðræður hafa síðan farið fram milli sovézku nefndarinnar og ís- lenzkrar samninganefndar und ir forystu Þórhalls Ásgeirsson- ar, ráðuncytisstjóra. í dag var nýtt þriggja ára samkomulag undirritað, og gild ir það frá 1. janúar 1969 til 31. desember 1971. Viðskipti landanna verða áfram á jafn- keypisgrundvelli og var samið um svipaða árlega vörulista og vörumagn eins eg í núverandi samkomulagi, sem gildir til 31. desember 1968. Vörur þær, sem ráðgert er, að ísland selji til Sovétríkjanna á samningstímabilinu eru: Hrað fryst fiskflök, heilfrystur fisk- ur, fryst síld, saltsíld, niðursoð ið og niðurlagt fiskmeti, prjón aðar ullarvörur, ullarteppi og ýmsar iðnaðarvörlur. Sovétrík in munu hins vegar aðallega selja til fslandS: Benzín og brennsluolíur, timbur, járn og stálvörur, jarðstreng, rúg- mjöl, kol og koks, gler, hjól- barða, bifreiðar, vélar, áhöld og tæki. » Samkomulagið var af íslands hálfu undirritað af Emil Jóns- syni, utanríkisráðherra, en af hálfu Sovétríkjanna af A. N. Manzhulo, formanni sovézku sendinefndarinnar. SUF-ÞING Framhald af bls. 16. gert ráð fyrir samfelldum erind rekstri áfram. í skipulagsmálaá- lyktuninni segir m. a., að próf- kjör eigi að vera undanfari á- kvarðana um framboð á vegum flokksins. Þá var ályktað, 'að birta eigi reikninga flokksins opinber- lega. Mikil gagnrýni kemur fram í ályktuninni á starfsemi stjórn- málaflokkanna undanfarin ár. Á sunnudagsmorgun hófust þing fundir kl. 10, og stóðu til kl, 16, en þá hafði afgreiðslu mála verið lokið. Jónas Jónsson, Akranesi, hafði framsögu fyrir áliti verkalýðs- og samvinnumálanefndar. Ólafur R. Grímsson hafði framsögu fyrir á- liti stjómmálanefndar, »g þeir Friðgeir Björnsson, Indriði Ketils son og Sigurður Geirdal töluðu fyr ir áliti atvinnumálanefndar. Loks hafði Björn Teitsson framsögu fyr ir áliti menntamálanefndar. Stjórnarkjör. Framkvæmdastjórn SUF næsta kjörtímabil, sem er tvö ár, varð sjálfkjörin, og skipa hana eftirtald ir menn: Baldur Óskarsson, Reykja vík, formaður, Björn Teitsson, S,- þing., ritari, Már Pétursson, Rvík., gjaldkeri, Sigurður Geirdal, Kópa- vogi, varaform., og meðstjórnend- ur: Garðar Hannesson, Árnessýslu, Ilermann Einarsson, Vestm.eyjum, Þorsteinn Ólafsson, Rvík, Ólafur R. Grímsson, Rvík, Daníel Hall- dórsson, Rvík, Georg Ólafsson, Rvík, Davíð Aðalsteinsson, Mýra sýslu og Páll R. Magnússon, Rvík. í varastjórn sitja: Friðgeir Björnsson, Rvík, Páll Lýðsson, Ár nessýslu, Eiríkur Tómasson, _Kópa vogi, Ólafur Þórðarson, V-ísafj.- Karl Steingrímsson, Akureyri, Guð mundur Guðmundsson, Árnessýslu, Magnús Ilaraldsson, Keflavík og Jónatan Þórmundsson, Rvík. Hátíðarfundurinn. Kl. 17 í gær hófst lokaþáttur þinghaldsins, en það var hátíðar fundur I tilefni af 30 ára afmæli SUF. Fyrst flutti Ólafur Jóhann esson, formaður Framsóknarflokks ins, ræðu, sem birtist í blaðinu í í dag. Þá las Indriði G. Þorsteins son upp kafla úr bók sinni, Þjófur í paradís. Kristján Ingólfsson, skólastjóri á Eskifirði, talaði í minningu Jónasar Jónssonar frá Hriflu, og vottuðu fundarmenn hin um látna skörungi virðingu sína með því að rísa úr sætum. Guðný Guðmundsdóttir lék á fiðlu við píanóundirleik Láru Rafnsdóttur, og siðar lék L^ra einleik á píanó. Sigurður Guðmundsson, formaður Sambands ungra jafnaðarmanna, flutti gagnmerka ræðu. og verðiíf hennar getið síðar. Þorsteinn Gunn arsson, leikari, las upp kafla úr Eldur í Kaupinhafn eftir Halldór Laxness. Jóhannes Elíasson, banka stjóri og íyrrverandi form. SUF. flutti ræðu, og að lokum sleit Bald ur Óskarsson, nýkjörinn formaður SUF tólfta þingi samtakanna og afmælishátíðinni. Fundarstjóri á hátíðarfundinum var ungfrú Guð ríður Eiríksdóttir frá Kristeesi. Þessi hátíðarfundur heppnaðist svo vel, að engum mun úr minni líða, sem hann sótti. Fór þar saman frábær túlkun listafólksins og skörulegur ræðuflutningur, þar sem fram kom ýmislegt óvænt. SKRIÐUR Framhald aÆ bls. 16. inum. Á veginum út í Ketildali féll skriða mitt á milli Bíldudals og Hvestu, og lokaði hún einnig veginum. Var fljótlega ýtt af þess um vegum. í fjallinu á móti Bíldu dal félþi tvær skriður, en náðu ekki að valda spjöllum á veginum. Alvarlegast var þó að tvær skrið ur féllui úr fjallinu fyrir ofan Bíldu dal. Önnur þeirra olli ekki skaða, en hin féll þvert í gegn um þorp ið, og olli allverulegum landspjöll um, og má mildi kallast að ekki hlauzt alvarlegt slys af. Féll skrið an rúmlega þrjátíu metra breið, þar sem hún er breiðust ofan úr fjallinu, og yfir allstórt tún, sem liggur á milli tveggja nýbyggðra einbýlishúsa. Síðan yfir aðalgötu þorpsins, og áfram hjá húsinu Lækjarmóti niður allmikið tún, sem tilheyrir því húsi, yfir landa merkjagirðingu Lækjarmóts og Vinamóts, niður tún beggja hús- anna og niður í fjöru. Er ljótt að sjá grösug tún þakin aur og grjóti, sumsstaðar stórgrýttu. Við annað einbýlisiiúsið féll skriðan al veg með girðingu, og á einum stað inn á lóðina. Alvarlegast tjónið varð þó hjá Þórði Ólafssyni á Lækjarmóti, en hann missti að heita má, alveg annað tún sitt og stóran hluta þess neðra. Þórður sem er 75 ára gamll, og hefur um árabil haft póstflutninga í Arnarfirði með höndum, hefur þarna smábú með rúmlega 20 ám. Hann var búinn að hirða heyið af efra túninu, en missti nokkra hesta af heyi á því neðra. Girðingar hjá honum eru allar stórskemmdar, eða ónýtar, þvottahjallur ónýtur, og hænsnahúsið umlukið metra hárri skriðunni, sem féll aðeins um eitt fet frá fjárhúsunum. Hluti skriðunnar féll á horn íbúðarhúss Þórðar, en olli ek'ki skemmdum, en húsið er af hálfu leyti umlukið aur. Talið er að ekki sé rétt að hreyfa við skriðunni um tíma, af hættu við aðra skriðu. Á sunnudag inn hélt rigningin áfram, en ekki féllu þá neinar skriður svo vitað sé. VEGASKEMMDIR Framhald af bls. 1 timabili. Svalbælisá flæddi yf ir veginn austan við Þorvalds eyri og braut skarð í hann. Horfði svo um tíma sem hún. myndi flæða yfir túnið á Þor valdseyri, en svo fór þó ekki. Hins vegar var víða allt lág- lendi undir vatni, og talið er, að fé er var á beit á hólmum og víðar hafi flætt, en óvíst er hversu margt það hefur verið. Eins urðu miklar skemmdir á heyjum á þess um slóðum. Þá fór Kaldaklifsá út far- vegi sínum og rann vestur m»ð Suðurlandsvegi, og við sam- komustaðinn Njálsbúð í Vestur Landeyjum fór úr bníarfyllin® og víðar á Suðurlandi urðu minniháttar skemmdir. Veca ger'ðarmenn fóru þegar á stúf ana i morgun os kl. 10 í gær kvöldi var Suðurlandsvegur að mestu fær, oe í dag er allt kom ið í samt lag. Víðar hafa orðið talsverfiar vegaskémmdir vegna nrKomu. M. a. skemmdust vegirnir yfir Dragháls og Uxahryggi. Þá munu hey víða hafa skemmzt, t. d. skammt frá Hveragerði. Mun tjónið mikið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.