Tíminn - 17.09.1968, Side 7

Tíminn - 17.09.1968, Side 7
ÞRIBJUDAGUR 17. sept. 1968 TIMINN FEHEYJAR AÐ SOKKVA JV0^01 cl 1' er u 3ð sökkva í ^ hafið, að vísu hægt, en ekki er nokkur vafi hver endalok borgarinnar verða ef ekki verður gripið til ein- hverra róttækra ráðstafana. Vatnið í sikjunum. sem liggja um borgina og í lóninu, sem umlykur hana stígur um þrjá sentímetra á hverjum 10 árum. Og menn óttast að yíirborð vatnsins taki að hækka örar. f fyrsta lagi verða nú oftar flóð á þessu svæði en áður með þeim afleiðingum að grunnar bygginganna, bæði þeir sem eru undir yfirlborði vatnsins og þeir er standa á þurru landi hrynja nú tíðar en verið ihefur til þessa. í vorflóðunum og of- viðrinu. sem þeim fylgdi, 1966, kom IV2 m vatns í öll (hús í eneyjum. í öðru lagi flytur siífellt fleira fólk úr húsum sínum. Þar af leiðandi ganga þessar bygigingar enn fyrr úr sér. Sig endumir eiga sífellt erfiðara með að afla fjár til að standa undir kostnaði af viðhaldi. Við- haldskostnaður húsa, er standa í vatni. er eðlilega meiri en þeirra, sem byggð eru á þurru landi. Jafnvel margar hinna glæisilegu halla hins forna að- als við aðalsamgönguæð Fen- eyja, Canal Grande sem liggur í s-boga gegnum borgina, standa nú auðar, vegna þess að það kostar of fjár að halda þeim íbúðarhæfum. Einnig flytja sífeTlt fleiri Fen eyjabúar úr borginni eftir því sem hún sekkur í.sæ. Það þarf stórt átak ef takast á að koma í veg fyrir að Feneyjar eyði- leggist. Arlega flytja 1500-2000 manns til meginlandsins. Fyrir aðeins 40 árum voru íbúarnir yfir 200,000 en nú eru þeir aðeins 130,000. Ýmsir þeirra sem flytjast burt fá atvinnu í nágirenni sinna nýju heimkynna oft í sömu starfsgrein og þeir stund uðu áður. því að mörg iðnaðar fyrirtæki flytja einnig starf- semi sína frá Feneyjum. Það hafa meira að segja ýmsar gler vöru- og knipplingaverksmiðjur gert, en þessar starfsgreinar hafa átt sinn þátt í aliheims- frægð borgarinmar. Aðrir vinna áfram í Feneyj- um og við það aukast enn sam gönguvandámálin í borginni, því þeir verða tvisvar á dag að fara um 'hina fjögunra kíló- metra löngu brú, sem tengir eyborgina við meginland Ítalíu. Feneviar ver®a ekk* íátnar J J sökkva í sæ, ef þingmaðurinn og Rómarbúinn. Augusto Premoili fær nokkru ráöið. Þótt hann væri búsettur í Róm tókst honum að sigrast á átthagahollustu Feneyjabúa og hlaut þar kosningu til þings. Aðeins tveir írambjóðendur í Feneyjum komast á þing, og því liggja örlög borgarinnar signo-r Premoli þungt á hjarta. Hér er mikið í húfi og hefur Premoli gert áætlanir um að- gerðir til bjargar borginni, sem hann ætlar að leggja fyrir þing ið. Fyrst og fremst leggur hann til að ítalska ríkið styðji þá húseigendur fjárihagslega, sem vilja endurbyggja og gera upp húseignir sínar. Slík aðstoð hef ur áður verið veitt t.þ.a. varð- veita byggingar, sem hafa menningarlegt gildi frá sögu- legu sjónarmiði og hvað húsa- gerðarlist snertir. f Vecenza ekki langt frá Feneyjum hefur ríkið veitt aðstoð til að varð- veita um 300 gömul einbýiis- hús. Sum þeirra eru teiknuð af Pallado og nemendum hans. og eru perlur á sviði húsagerðar- listar, og hafa verið sígildar fyrirmyndir arkitekta fram á Yfirborð síkjanna hækkar, húsin verða æ hrörlegri og íbúar Fen- eyja flytja á brott. Þessi þróun verður hægt en stöðugt og mikið átak þarf til að sigrst á henni. okkar tíma 400 ár eftir að þau vo'ru reist. Iíann mælir einnig með því, að alþjóðtegum og erlendum stofnunum. sem óska að fá að- setur á Ítalíu, og hingað til hafa einkum fengið hús og lóð ir í Róm og öðrum stórborgum, verði framvegis í auknum mæli bent á Feneyjar. Þeim verði t.d. boðnar til afnota hallirnar, sem standa auðar meðfram Can al Grande. Þá berst þingmaðurinn einnig fyrir því, að komið verði í fram kvæmd áætlun um neðanjarð argöng frá Feneyjum til Marco Polo flugvallarins á meginland inu. og að innlendir og erlend- ir sénfræðingar vinni að fram- búðarlausn í sambandi við hækkun vatnsyfirborðsins og rannsóknum þar að lútandi e. t.v. í samvinnu við Menningar- sjóð Evrópu, en varðveizla Fen eyja er eitt af fimm meginverk efnum. sem fé sjóðsins er veitt til. Auk þessara aðgerða ríkis- ins vill Premoli að borgaryfir- völdin standi fyrir herferð í því skyni að lengja ferðamanna tímabilið. Það stendur í aðeins fjóra mánuði. Þann tíma eru gistihúsin yfirfull. En hinn hluta ársins eru þau hálfauð eða auð. Margir Feneyjabúar verða að iifa af því, sem þeir vinna sér inn þessa fjóra mán- uði allán ársins hring. Þess vegna er verðlagið tiltölulega hátt. Það mundi náttúrulega jafnast ef ferðamenn sæktu einnig' til borgarinnar að vetr- arlagi. En Feneyjum er ekki ætlað að verða eingöngu ferða- mannaborg, á það leggur Pre- moli ríka áherzlu. Borgin má ekki verða eins konar safn. Það þarf að endurskapa lifandi borg — þótt Premoli láti sig raunar ekki dreyma um að Feneyjar hljóti aftur sitt forna veldi, sem náði hámarki á 15. öld. ítalskur þingmaður hefur gert áætlanir um björgun og varð- veizlu hinnar fornfrægu borgar, sem hefur síki í stað gatna TAKIÐ EFTIR - TAKIÐ EFTIR Hausta tekur í efnahagslífi þjóðarinnar. Þess vegna skal engu fleygt en allt nýtt. Talið við okkur, við kaupum alls konar eldri gerðir hús- gagna og húsmuna, þótt þau þurfi viðgerðar við. — Leigumiðstöðin, Laugavegi 33, bakhúsið. Sími 10059. — Geymið auglýsinguna. [r r 1 SKARTGRIPIR UV/L IV^LL^LL BÆNDUR Ungur piltur, sem ætlar á búnaðarskóla á næsta ári, óskar eftir vinnu á góðu sveitaheimili. Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins f. 30. þ.m., merkt: „Sveitavinna — Skóli. Kennsla í ensku, þýzku, dönsku, sænsku, frönsku, reikn- ingi og bókhaldi. Hægt er að læra tungumál á einum vetri í einkatímum. Talæfingar einnig með segulbandstækjum. Aðstoð við skólafólk. Skóli Haraldar Vilhelmssonar, Baldorsgötu 10. Sími 18128. . Modelskartgripur er gjöf sem ekki gleymist. — Haukur Davíðsson hdl. - SIGMAR OG PÁLMI - lögfræðiskrifstofa Hverfisgötu 16 a. Sími 21355 og Laugav. 70. Sími 24910 ’ Neðstutröð 4. Kópavogi Simi 42700. Frá 1.1. 1969 þurfa allir nýir píj bílar, sem fluttir verða til landsins, að hafa ÖRYGGISBELTI S M Y R 1 L L, Ármúla 7, ÖRYGGISBELTl nýkomin fyrir flestar gerðir bifreiða

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.